Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980 John Lennon og Yoko Ono. Mynd þessi var tekin i New York i ágúst sl. John Lennon — myrtur við upphaf nýs tónlistarferils tími hefði verið sá erfiðasti í lífi sínu. „Ég var að því kominn að drekkja mér í áfengi og eiturefn- um. Dag sem nótt tók ég líbríum eða eitthvað annað og drakk að' minnsta kosti eina flösku af vodka á dag og hálfa flösku af konjaki," sagði hann. En Yoko kom aftur og sagði John að það hefði bjargað lífi sinu. „Án hennar hefði ég ekki orðið að neinu." Allt til ársins 1975 starfaði John einn, samdi lög og gaf út 11 plötur. En þá dró hann sig í hlé frá umheiminum í 5 ár. „Ég var ekki ánægður með það sem ég var að gera,“ sagði John í viðtali. „Ég var orðinn að eins konar vél sem fólk bjóst við að framleiddi eitthvað sem réttlætti tilveru mína. En á þessum fimm árum gat ég losað mig við það sem hindraði mig í að vera eðlilegur og gera það sem ég vildi. Ég gerði mér þá grein fyrir því að draumurinn var búinn. Ég hafði sagt skilið við Bítlana líkamlega en ennþá hvíldi á mér sú mara að fólk vænti einhvers af mér. Þessi draugur hvarf frá mér á þessum 5 árum.“ Það viðtal sem hér var vitnað í var tekið í tilefni þess að fyrir nokkrum vikum kom John fram í sviðsljósið að nýju og sendi frá sér nýja plötu með lögum eftir sig og Yoko Ono. Platan, sem ber nafnið Double Fantasy, hefur fengið frábæra dóma gagnrýn- enda og var talin lofa góðu um áframhaldandi starf Johns á tón- listarsviðinu. „Mestu tónlistar- menn aldarinnar“ John Lennon samdi vinsælustu lög Bítlanna ásamt Paul McCartney. Þeir sömdu hundruð laga sem höfðuðu til fólks á öllum aldri og má segja að sum þeirra séu orðin klassísk. Hver man ekki lög eins og Yesterday, Help, When I’m Sixty-four og Lucy in the Sky with Diamonds. Margir gagnrýnendur telja að plata Bítl- anna „Stg. Pepper’s Lonley He- arts Club Band“ sé besta rokk- platan sem út hefur komið. Ef litið er á lagasmíðar þeirra Pauls ög Johns frá upphafi má sjá vissa þróun sem hefur átt sér stað. Þegar ýmsir tónlistarmenn reyndu að líkjá eftir Bítlunum voru þeir komnir út í eitthvað nýtt. Þeir byrjuðu á poppi, fóru yfir í rokk og þaðan í ballöður og lög sem báru indverskan blæ. Ymsir heimsfrægir söngvarar, svo sem Ella Fitzgerald og Frank Sinatra hafa sungið lög Lennons og McCartneys og sinfóníu- hljómsveitir víða um veröld hafa flutt lög þeirra í ýmsum útsetn- ingum. „Lennon og McCartney eru mestu tónlistarmenn sögunn- ar,“ var haft eftir ritstjóra jap- ansks tímarits, sem nýverið birti mikla grein um John, þegar hann frétti af morðinu. Verður minnst sem „bítils“ John Lennon var þenkjandi maður og var alltaf talinn vera sá „gáfaði" meðal Bítlanna. Hann var sá sem stjórnaði. New York, London, 9. des. — AP. „ÉG VIL deyja á undan Yoko. Ég gæti ekki lifað án hennar," sagði John Lennon í viðtali við banda- ríska útvarpsstöð nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York sl. mánudagskvöld. í viðtalinu sagðist John vera bjartsýnn á framtíðina en hann hafði nýverið snúið sér aftur að tónlistinni eftir að hafa helgað sig fjölskyldunni, konu sinni Yoko Ono og syni þeirra Sean, í 5 ár. John Winston Lennon var fæddur í Liverpool á Englandi 9. október 1940. Faðir hans hét Alfred Lennon og móðir hans Julia. Hjónaband foreldra hans stóð stutt og John bjó lengst af hjá frænku sinni Mimi. Lennon stundaði nám við gagn- fræðaskóla árið 1955 er hann stofnaði hljómsveit sem bar nafnið „The Quarrymen". Paul McCartney gerðist meðlimur hljómsveitarinnar ári síðar og George Harrison árið 1958. Ringo Starr kom til sögunnar árið 1962. Árið 1959 breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í „Jhonny and the Moondogs" og ári seinna í „Silver Beats", samkvæmt hug- mynd Johns. Sumarið 1960 héldu þeir félagar til Hamborgar og fengu þar nafnið „The Silver Beatles" sem síðar varð „The Beatles", eða Bítlarnir. í desember 1960 héldu Bítlarnir til Englands á ný og slógu þar í gegn árið 1961 er lag þeirra „Please, Please Me“ komst í efsta sæti vinsældalistans. Það varð hins vegar ekki fyrr en árið 1964 að vinsældir þeirra náðu til Bandaríkjanna er þeir sendu frá sér lagið „I Want to Hold Your Hand“. Árið 1963 breiddist svokallað Bítlaæði út um England og náði fljótt út um allan heim. Bítlaæðið náði hámarki árið 1965 og fengu Bítlarnir þá orðu breska heimsveldisins fyrir fram- lag þeirra til tónlistar og útflutn- ings á hljómplötum. Síðar tók John mjög mikinn þátt í baráttu gegn stríði og Eftir að hann sagði skilið við Bítlana átti baráttan fyrir friði í heiminum allan hans huga og báru plötur hans þess glögg merki. Hann fékk mikið lof gagn- rýnenda fyrir „að reyna“ að vinna sjáifstætt og nokkur laga hans þóttu góð, meðal annars „Give Peace a Chance". En hann náði aldrei langt, að minnsta kosti ekki eins langt og McCartney með hljómsveit sína „The Wings". Hans mun því í framtíðinni verða minnst fyrst og fremst fyrir það sem hann gerði sem „bítill". Fyrir þátt sinn sem gítarleikari hljómsveitarinnar og söngvari og fyrir lög sín og McCartneys sem Bítlarnir fluttu. Þetta er ef til vill mesti harmleik- urinn við hinn óvænta dauða John Lennons. Hans verður minnst sem „bítilsins" John Lennons, þótt hann hefði áreið- anlega ekki viljað að svo yrði. Hann lést áður en hann gat reynt aftur. ofbeldi í heiminum og skilaði þá orðu sinni aftur til að mótmæla því að bresk stjórnvöld studdu Nígeríustjórn í stríðinu við Bíaframenn og til að mótmæla stuðningi Breta við Bandaríkja- menn í Víetnamstríðinu. Fimm ára „einangrun“ Árið 1962 giftist John Lennon stúlku að nafni Cynthia og átti með henni einn son, Julian, sem nú er 17 ára. Julian hyggst feta í fótspor föður síns á tónlistar- brautinni og leikur á gítar eins og John. Hjónaband Cynthiu og Johns fór út um þúfur árið 1968. Árið 1970 giftist John Yoko Ono frá Japan. Tveimur árum síðar hættu Bítlarnir að spila saman og hafa sumir, meðal annars fyrrum opinber talsmaður Bítlanna, kennt hjónabandi Johns og Yoko um að svo fór. Eftir brúðkaupið tók John upp nafn konu sinnar og kallaði sig John Ono Lennon. Árið 1974 skildu þau um 15 mánaða tíma og sagði John síðar í viðtali að sá John Lennon ásamt félögum sinum í „The Beatles“ þegar þeir voru mestu átrúnaðargoð unglinga um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.