Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
25
fclk f
fréttum
Gifting?
+ Ástir kóngafólks eru yfirleitt
fremur flókin og leiðigjörn fyrir-
brigði. Sá orðrómur gengur nú
fjöllum hærra, að Karl Breta-
prins og lafði Diana Spencer
hyggist ganga í það heilaga.
Aðspurð sagði lafði Diana nú
nýlega: „Jú, ég vildi gjarnan gift-
ast bráðlega. Þegar á öllu er á
botninn hvolft, hvaða kona vill
ekki giftast? Á næsta ári? Út af
hverju ekki?“ Hún bætti við að sér
þætti hún ekki vera of ung, en hún
er 19 ára. Þá var fröken Spencer
spurð, hvort Karl hefði beðið
hennar. „Ég get hvorki játað því
né neitað," svaraði hún og roðnaði
þessi ósköp. Það nýjasta í þessu
máli er að blaðamaður nokkur,
Roger Tavner, sem talaði við
Diönu Spencer sagði í frétt sinni,
að Diana hefði látið þau orð falla,
að hún hefði dvalist nokkra
klukkutíma með Karli prins um
nótt í konunglegu járnbrautinni.
Þessu neitar fröken Spencer og
segist aldrei hafa sagt þetta við
Tavner. Hún segist aldrei hafa
komið upp í konunglegu járn-
brautina og viti reyndar ekki
hvernig hún líti út. Sum sé
ruglingur á þessum vígstöðum en
við bíðum spennt, eða hvað?
Hreinsanir
á Haiti
+ Mikið gengur nú á á eyjunni
Haiti. Stór hópur blaðamanna og
stjórnmálamanna hefur verið hand-
tekinn. Þetta eru mestu viðamestu
„hreinsanir“ sem þar hafa farið
fram síðan Jean-Claude Duvalier
tók við völdum. Engar ástæður
voru gefnar fyrir handtökunum.
Heimildir herma að herinn hafi
tekið útvarpsstöð eyjaskeggja sem
hafði verið fremur andvig stjórn
Duvalicrs. Ekki er vitað hvar
stjórnandi stöðvarinnar er niður
kominn. Ilaiti hefur verió undir
einræðisstjórn Duvalier-fjölskyld-
unnar i nærri aldarfjórðung.
Francois Duvalier vann siðustu
kosningar sem haldnar voru á Haiti
1957 og lýsti sig seinna forseta
fyrir lífstíð. Þegar hann lést 1971
tók sonur hans, Jean-Claude, við
völdum. Myndin er af þessum for-
ógnanlega einræðisherra.
„Yorkshire
morðinginn“
+ Svo til hver einasta kona í
borginni Leeds á Englandi óttast
nú að hún verði næsta fórnar-
lamb morðingja sem kallast
„The Yorkshire Ripper". Á 5
árum hefur hann myrt 13 konur
og ráðist á fjórar aðrar sem
sluppu í Leeds og nærliggjandi
borgum. Miðborg Leeds er nán-
ast auð á kvöldin, þar sem fáar
konur þora að fara einar út.
Morðinginn lætur einatt til sín
taka að kvöldi til. Ástæða hans
virðist vera hatur á kvenfólki.
Hann mélar höfuð fórnarlamba
sinna með hamri og stingur þau
síðan, allt að 50 sinnum með
skrúfjárni. Lögreglan telur að
morðinginn búi í Leeds. Þar náði
hann fyrsta fórnarlambi sínu, er,
hann myrti vændiskonu þann 30.
október 1975. Það er mikið
áhyggjuefni lögreglunnar að í
fyrstu réðst morðinginn einung-
is á vændiskonur, en síðustu
þrjú fórnarlömb hans hafa verið
myrt í millistéttarúthverfum.
Lögreglan segir, að engin kona
sé örugg nú. 200.000 manns hafa
verið yfirheyrðir, leitað hefur
verið í 30.000 húsum og 180.000
farartæki hafa verið skoðuð.
Morðinginn myrti síðasta fórn-
arlamb sitt 17. nóvember síðast-
liðinn, þegar hann drap Jaque-
line Hill, 21 árs gamla stúlku
sem stundaði háskólanám. En
mun morðinginn myrða fleiri?
Doktor Stephan Shaw, sálfræð-
ingur í Leeds, segir: „Hann mun
myrða fleiri. Það gæti gerst
hvenær sem er. Þessi maður er
stórkostlega brenglaður en hann
er einnig kaldur, útsjónarsamur
og varfærinn."
Myndin sýnir tvo lögreglu-
þjóna í Leeds ræða við konu,
nálægt þeim stað þar sem morð-
inginn myrti síðasta fórnarlamb
sitt.
Merki heymarskertra
+ Á fundi, sem Alþjóða-
ráð heyrnarskertra hélt
nýlega, var það sam-
þykkt einróma að merkið
hér að ofan yrði upp frá
þessu alþjóðlegt merki
samtakanna. Fundurinn
fór fram í París.
F.N.S
Iceland Review:
Islenzki hesturinn
skreytidagatal
ÚT ER komið almanak fyrir 1981
með litmyndum af islenska hest-
inum. Jafnframt er í myndefni
leitast við að gera islenskri nátt-
úru og veðrabrigðum skil. Penna-
teikningar eftir gömlum skreyt-
ingum eru og á hverri síðu.
Texti er á þremur tungumál-
um: islensku, ensku og þýsku, en
almanakið ber heitið: The Iceland
Horse Calender 1981. Það er 13
siður, ein fyrir hvern mánuð auk
forsiðu. Það er prentað i Hollandi
á vandaðan myndapappír. en um
útlit sá Auglýsingastofan hf.
Almanakið er gefið út af Iceland
Review í samrðai við FEIF, sam-
band eigenda íslenskra hesta í
Evrópu. Hér er um að ræða
framhald útgáfu á hliðstæðu al-
manaki árin 1977—1979, því eftir
að útgáfa almanaks fyrir 1980 féll
niður varð þess mjög vart, að
margir söknuðu íslenska hesta-
almanaksins. Upplag er í stærra
lagi — og má í því sambandi nefna
að þýskt fyrirtæki, C.W. Edding &
Co. í Hamborg pantaði 10 þúsund
eintök, sem það sendir viðskipta-
vinum sínum um allan heim.
Stórar pantanir hafa og horist frá
aðildarfélögum FEIF í mörgum
Evrópulöndum.
Myndirnar eru valdar í samráði
við stjórn FEIF, en aðalráðgjafi
var Pétur Behrens. Ljósmyndarar
eru: Sigurgeir Sigurjónsson, Gísli
B. Björnsson, Guðmundur Ingólfs-
son og Sigurður Sigmundsson.
Verði almanaksins er stillt í hóf
og kostar það kr. 3.800 með
söluskatti. Fyrirtæki, félög og
stofnanir geta fengið merki sín og
heiti prentuð á titilsíðu á kostnað-
arverði sé keypt nokkurt magn.
Útgáfa hestaalmanaksins gegn-
ir ákveðnu kynningarhlutverki
sem og aðrar útgáfur Iceland
Review, jafnframt því sem alman-
akið gefur unnendum íslenska
hestsins og öðrum tækifæri til að
hafa í umhverfi sínu hugþekkt og
fallegt myndefni.
Dagurinn hans Óla
Fjórar bækur fyrir lítii börn
IÐUNN hefur gefið út fjögur hefti
fyrir litil börn, sem einu nafni
kallast Dagurinn hans óia. Höf-
undur texta er Elizabeth Cooper,
en myndir gerði Wendy Lewis.
Bækurnar heita: Óli vaknar, Óli í
leikskóla, Óli leikur sér og Óli fer
að sofa. Nöfnin segja nokkuð til um
efni bókanna: Hér er lýst degi í lífi
lítils drengs sem er þriggja ára. í
bókunum kemur við sögu Tóti
trúður, sem er sögupersóna í uppá-
haldsbókinni hans Óla. Hann er
skringilegur og vekur hlátur með
uppátækjum sínum en auk þess
gefur hann bókunum dálítið
fræðslugildi. Hann segir til dæmis
hvaðan mjólkin er og hvers vegna
það er hollt að drekka hana; hann
sýnir börnunum hvernig bursta á
tennur og hvernig á að fara yfir
götu; hann leggur líka skemmtileg-
ar þrautir fyrir krakkana.
Bækurnar um Óla þýddi Lárus
Thorlacius. Hvert hefti er 24 blað-
síður. Setningu annaðist Prent-
smiðjan Oddi, en bækurnar eru
prentaðar í Englandi.
O.tgurinn bana 6u
Óli vaknar
Stuðningur við Gervasoni
STJÓRN stéttarfélags íslonskra
félagsráðgjafa sendi rikisstjórn
íslands eftirfarandi fréttatil-
kynningu til stuðnings Patrick
Gervasoni:
„Stjórnin telur það mikilvægt
mannúðarmál að bundinn verði
endir á margra ára óöryggi og
hrakninga þessa pólitíska flótta-
manns. Hinn mikli stuðningur,
sem mál þetta hefur greinilega
hlotið hér á. landi, m.a. með
yfirlýsingu Alþýðusambands Is-
lands, sýnir ótvíræða andstöðu
almennings gegn því að fólk sé
þvingað til að bera vopn.
Stjórn stéttarfélags íslenzkra
félagsráðgjafa skorar á ríkis-
stjórn íslands að veita Patrick
Gervasoni ótakmarkað leyfi til
dvalar og starfa hér á landi og
hnekkja þannig ákvörðun dóms-
málaráðuneytisins um að vísa
honum úr landi."
Fréttatilkynning.