Morgunblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
21
Frá lögreglunni:
Vitni vantar
Kór og hljómsveit Tónskólans.
Tónleikar Tónskólans í kvöld
SLYSARANNSÓKNADEILD lög-
reglunnar i Reykjavik hefur beðið
Morgunblaðið að auglýsa eftir vitn-
um að eftirtöldum ákeyrslum i
borginni. Þeir, sem upplýsingar
geta veitt, eru beðnir að hafa
samband við deildina hið fyrsta i
sima 10200.
Fimmtudaginn 27.11. var tilkynnt
að ekið hefði verið á bifreiðina
R-71488 sem er Volkswagen rauð að
lit. Átti sér stað við hús nr. 2 við
Vesturberg, frá 25.11. um kl. 19.00 og
til 27.11. kl. 14.35. Vinstra framaur-
bretti og hurð er skemmt á bifreið-
inni.
Föstudaginn 28.11. sl. var tiikynnt
að ekið hefði verið á bifr. MUA 36P
sem er Hillmann Hunter fólksbifreið
brún að lit á Njörvasundi við hús nr.
27. Átti sér stað frá kl. 23.00 þann
27.11. og fram til kl. 09.00 þann 28.11.
Vinstra framaurbretti er skemmt á
bifr. Bifr. stóð að. vestanverðu á
götunni og sneri framenda til suðurs.
„Káta gerist
léttastelpa“
KÁTA gerist léttastelpa heitir tí-
unda hókin um Kátu litlu. sem
bókaútgáfan Skjaldborg á Akur-
eyri hefur gcfið út. Eru bœkur
þessar fyrir yngstu lesendurna eft-
ir Hildegard Diessel og hefur
Magnús Kristinsson þýtt.
Á bókarkápunni segir m.a. að
fjölskyldan flytji til Afríku því faðir
Kátu, Koll læknir, hafi verið kallað-
ur til starfa þar. „Sjóferðin er
langmest spennandi af öllu því sem
Káta hefur nokkurn tíma reynt. Hún
kemst strax í vinskap við léttadreng-
inn og hjálpar til við að mála skipið
— og sjálfa sig um leið. „Þetta er
svei mér skrýtið land,“ eru fyrstu
orð hennar í nýja landinu."
Laugardaginn 29.11. sl. var ekið á
bifreiðina R-70025 sem er Ford Cort-
ina grá að lit við hús nr. 9 við
Nökkvavog. Vinstri framhurð er
skemmd. Atti sér stað frá kl. 14.00 til
kl. 16.55 þennan dag.
Mánudaginn 1.12. sl. var ekið á
bifreiðina N-369 sem er Ford Escort
fólksbifreið brún að lit á bifr.stæði við
verslunina Grímsbæ. Hægri framhurð
er skemmd. Átti sér stað frá kl. 17.20
til 17.25. í skemmdinni er grænn litur.
Miðvikudaginn 3.12. sl. var ekið á
bifr. G-2470 sem er Lada Sport
jeppabifr. græn að lit á bifr.stæði við
hús nr. 16—18 við Stórholt. Átti sér
stað frá kl. 14.30 til 15.30 þennan dag.
Hægra afturljós er brotið og beyglað í
kringum það svo og á afturhöggvara.
Fimmtudaginn 4.12. sl. var ekið á
bifr. R-49120 sem er Saab bifr. rauð að
lit á stöðureit á vestanverðu Þverholti
skammt norðan Stórholts. Vinstra
afturaurbretti er dældað og er tjón-
valdur blá bifr. Átti sér stað frá kl.
15.40 til 16.07 þennan dag.
t KVÖLD, miðvikudagskvöld, efn-
ir Tónskóli Sigursveins D. Krist-
inssonar til tónleika i kirkju
óháða safnaðarins við Háteigsveg
og hef jast þeir kl. 20.30.
Hljómsveit Tónskólans sér um
fyrri hluta efnisskrár og flytur
verk eftir J.S. Bach, Haydn og
Grieg. Einleikari með hljómsveit-
inni verður Kristján Matthíasson.
Eftir hlé mun svo kórinn og
hljómsveitin ásamt einsöngvurun-
um Sigrúnu V. Gestsdóttur og John
A. Speight flytja Kantötu nr. 140
„Vakna, Síons verðir kalla" eftir J.
S. Bach.
Tónleikarnir hefjast eins og áður
sagði kl. 20.30 og eru nemendur,
foreldrar, styrktarfglagar og aðrir
velunnarar skólans velkomnir.
Stjórnandi tónleikanna er Sigur-
sveinn Magnússon.
Seinfarið fyrir litla bíla
Stykkishólmi, 8. des.
1 NÓTT snjóaði hér nokkuð og
fenti i smá skafla. Er þvi leiðin
nokkuð seinfarnari, sérstaklega
fyrir litla bila.
í gær efndi kvenfélagið til basars
og hafði um leið kaffisölu í félags-
heimilinu og rennur allt andvirðið í
kvenfélagsgarðinn en í sumar var
hann stækkaður að mun og er mikil
prýði fyrir Hólminn og er ætlunin
að gróðursetja þar tré og gera hann
skemmti- og hvíldarstað. Um kvöld-
ið gekkst svo kvenfélagið fyrir
aðventukvöldi í kirkjunni. Þar söng
kirkjukórinn, sóknarprestur flutti
hugleiðingu og Signý Pálsdóttir las
upp gamlar jólaminningar. Var
mjög fjölmennt.
— Fréttaritari
um Island fyrir Islendinga
ÁFANGAR
er tímarit
1 um útiveru f
\I A#l (avA^IXm f/ _
1 og feröalog /Lm^ &
Island gefur ótæmandi möguleika til útiveru og
feröalaga jafnt sumar sem vetur. Þessir möguleik-
ar eru og veröa kynntir í þessu nýja tímariti,
ÁFANGAR, sem koma mun út annan hvern
mánuð. Ritið er landkynningarrit og er eitthundr-
aö blaðsíöur og prýöa þaö fjöldi litmynda og
greina, en höfundar efnis eru á þriðja tuginn.
Sæmd er hverri þjóð að þekkja sitt land
Litmyndir af Heklueldum 1980.
Greinaflokkur um Surtsey.
Litmyndir úr Raufarhólshelli.
Grein um Þórsmörk.
Leiöbeiningar um svigskíðakaup.
Grein um ofkælingu.
Tilvitnanir úr gestabókum í
Þórsmörk og Hvítárnesi.
Besta jólagjöfin
fyrir íslendinga,
ekki síst ef þeir
eru staddir erlendis,
er áskrift að
ÁFÖNGUM
Leiðbeiningar um feröabúnaö til
vetrarferöa.
Þáttur um jaröfræöi íslands og
meira en tylft annars efnis og þess
á meöal úrdrátt af efni næsta
tölublaös.
Útgáfufyrirtækið - UM ALLT LAND Veltusundi 3B, símar 29440 og 29499
O