Morgunblaðið - 28.12.1980, Síða 2

Morgunblaðið - 28.12.1980, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980 Jarðskjálftahrinan á Öxarfírði: Sterkasti kippurinn mældist 5 stig á Richters-kvarða Skjálftarnir mestir í fjölmiðlum - segir Alfreð Jónsson í Grímsey ALLMIKLA jarðskjálftahrinu gerði á öxarfirði á jólum og voru upptðk skjálftanna 10 til 15 kílómetra suðaustur af Grimsey. Sterkustu kippirnir mældust um 4,6 til 5 stig á Richter-kvarða og varð skjálftanna mest vart í Grimsey, þar sem glamraði í hillum, en ekkert tjón varð af. „Þessir skjálftar hafa verið mestir i fjölmiðlum,“ sagði Alfreð Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Grímsey, „en þó má segja að óhug setji að fólki, þegar jörðin svíkur, þvi að þá er ekki í mörg hús að venda.“ Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að skjálft- anna hefði fyrst orðið vart að morgni jóladags, um klukkan 08, sem fundust í Grímsey. Mesti skjálftinn varð klukkan 11,37 og var hann 4,9 til 5 stig á Richter- kvarða. Aftur hófst jarðskjálfta- hrina aðfararnótt annars i jólum á milli klukkan 01 og 02 og aftur milli 05 og 06. Voru skjálftarnir þá á stærðargráðunni 4,6 til 4,7. Þegar leið á daginn dró heldur úr hrinunni og samkvæmt upplýsing- um Alfreðs Jónssonar höfðu Grímseyingar einskis orðið varir síðan snemma á annan í jólum. Ragnar kvað upptökin vera 10 til 15 km suðaustur af Grímsey, þar sem væri gamalt jarðskjálfta- svæði, sem lægi í beinu framhaldi út af Öxarfirðinum, skáhallt norð- ur. Ragnar kvaðst ekki hafa trú á aö þar væri gosvirkni, en hann kvað samband virðast vera milli Versnandi færð vegna hálku og éljagangs MJÖG misjöfn færð er nú um landið og þar sem ekki er ófært vegna snjóa er víða varasamt vegna hvassviðris og hálku á vegum. Er búizt við versnandi færð vegna hálku af völdum éljagangs víða um landið. Hjá vegaeftirlitinu fékk Húsavikur, en ófært um Norð- Mbl. þær upplýsingar í gær, að fært væri um helztu vegi í Árnes- og Rangárvallasýslum og austur að Klaustri, en þar fyrir austan hafði ekki tekizt að moka vegna veðurs. Fært er um Vesturland í Dali og mok- að var á Snæfellsnesi í gær. Þá var fært um nágrenni Pat- reksfjarðar og ísafjarðar, en fjallvegir á Vestfjörðum ófær- ir. Fært var norður til Hólma- víkur og um Norðurland til Yíkingur leikur við Lugi 18. og 25. jan. NÚ liggur ljóst fyrir að íslandsmeistarar Víkings munu mæta sænsku meisturunum Lukí i Evrópukeppninni i handknattleik 18. ob 25. janúar nk. Fyrri leikurinn verður i Laugardalshöll sunnudaginn 18. janúar klukkan 20 og seinni leikurinn verður í Lundi viku seinna. Að sögn Hannesar Guð- mundssonar stjórnarmanns -í Víking var reynt að semja við Lugi um að leika hér á landi 11. janúar og ytra 18. janúar en það reyndist ógjörningur, þar sem Svíarnir leika í sænsku deildar- keppninni 7.,11. og 14. janúar. Var þá fallist á fyrrnefnda leikdaga, sem Alþjóða hand- knattleikssambandið var búið að ákveða. Ástæðan fyrir ósk Víkings um breytingu á leikdögum vur sú að íslenzka landsliðið fer í mikil- væga keppnisferð til Vestur— Þýzkalands og Belgíu vikuna 19—26. janúar og margir Vík- ingar eru sem kunnugt er í landsliðinu. Er ljóst að leikmenn Víkings geta ekki tekið þátt í þessarri erfiðu keppnisferð landsliðsins vegna undirbúnings fyrir leikinn í Svíþjóð. Mun það veikja landsliðið verulega. Hannes sagði að Lugi hefði sótt mjög i sig veðrið að undanförnu eftir slaka byrjun í sænsku deildarkeppninni. „Við búumst við jöfnum leikjum og verðum að búa okkur undir þá eins vel og mögulegt er,“ sagði Hannes. Hannes sagði að lokum að Víkingarnir hefðu strax orðið varir við mikinn áhuga á leikn- um og væri afráðið að hafa forsölu. hræringa á þessu svæði og atburða á Kröflusvæðinu og Kelduhverfis- svæðinu. í sjálfu sér kvaðst hann þó ekki geta fullyrt að þetta boðaði jarðelda á því svæði, en 1975, áður en Kröflueldar hófust, kom hrina viku áður á Öxarfjarðarsvæðinu. Hann kvað skjálfta mjög tíða á Öxarfirði, þar sem jarðskjálfta- hrinur kæmu á fárra ára millibili. Hann kvað þessa jólahrinu vera í stærra lagi. Sterkasti skjálftinn, sem mælzt hefur á þessu svæði mun vera kippur, sem varð 1910, sem var um 7 stig á Richter-kvarða, en upptök hans voru allnokkru fjær Grímsey og nær Tjörnesi. Þessir skjálftar sem urðu nú munu vera með þeim hörðustu, sem mælzt hafa svo nálægt Grímsey. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins fannst skjálftinn nú víða á Tjörnesi, en þó ekki á Mánárbakka, en hins vegar á næsta bæ við. Þó virtist hann hvergi snarpur. Á Húsavík varð fólk vart skjálftans, en þó einkum nyrzt í kaupstaðnum. Skjálftinn fannst einnig á Núpum í Áðaldal. Á Ólafsfirði fundust kippir, bæði klukkan 01,30 og 04,30 aðfaranótt annars í jólum, svo að fólk vaknaði við. í Mývatnssveit og á Akureyri fundust kippirnir ekki, en komu mjög greinilega fram á skjálfta- mælum í Mývatnssveit. Alfreð Jónsson hreppsstjóri í Grímsey og fréttaritari Morgun- blaðsins þar kvað ekki mikið orð á skjálftunum gerandi, þeir hefðu verið mestir í fjölmiðlum. Þó kvað hann 3 kippi hafa verið þannig að orð væri á gerandi og hafi verið titringur á milli. Hann kvað engra hræringa hafa orðið vart síðan snemma morguns á annan í jólum. Kippirnir hefðu engum skaða vald- ið. Álfreð kvað hafa verið afburða gott veður í Grímsey í fyrradag og í gær voru sunnan hlýindi, 7 stiga hiti og gengi á með skúrum. Hann kvað Grímseyinga hafa etið yfir sig um jólin þrátt fyrir góðan ásetning. FLUGELDASALA fyrir áramótin hófst I gærmorgun hjá flestum þeim aðilum, sem selja, en þessi mynd var tekin í Skátabúðinni þegar undirbúningur var á lokastigi i gærmorgun. Ljósmynd Mbi. Kri«tinn. Skoteldar fyrir nokkur hundruð milljónir brenna um áramót: Ekki alltof bjartsýnir á söluna að þessu sinni - segir Tryggvi Páll Friðriksson, formaður Landsambands hjálparsveita skáta, sem er stærsti innflytjandi og söluaðili með skotelda LANDSMENN brenna um hver áramót gifurlegu magni af ýmis konar skoteldum og verður sjálfsagt ekki undantekning á þvi um komandi áramót. Erfitt er að gera sér glögga grein fyrir verðmæti þeirra skotelda, sem fuðra upp, en ljóst er þó að verðmætið skiptir nokkur hundruð milljónum króna. Til að fá nánari fréttir af sölunni á skoteldum fyrir þessi áramót hafði Mbl. samband við Tryggva Pál Friðriksson, formann Landsambands hjálparsveita skáta, en land- sambandið er stærsti innflytjandi og söluaðili skotelda hér á landj og sveitir innan sambandsins byggja afkomu sína algerlega á sölu þeirra um hver áramót. Tryggvi sagði, að ellefu sveitir sambandsins myndu selja flugelda á 30 stöðum um þessi áramót, en auk þess seldi Landsambandið fjölmörgum aðilum víðs vegar um landið flugelda. Tryggvi kvaðst ekki vera alltof bjartsýnn á söluna að þessu sinni. Þar kæmi til slæmt efnahagsástand í landinu, slæmt veður um helgina og svo það að salan hæfist á helgi, en það hefði mjög slæm áhrif. Tryggvi sagði ógerlegt að gera sér grein fyrir verðmæti þeirra flugelda, sem seldir yrðu um þessi áramót. Það væri vonlaust að átta sig á því magni sem myndi seljast. Benedikt Þ. Gröndal, formaður hjálparsveitarinnar í Reykjavík, sem er stærsti einstaki söluaðili flugelda í landinu, sagði aðspurð- ur, að sveitin yrði með sex útsölu- staði í Reykjavík eins og undan- farin ár. Benedikt sagði, að liðlega helmingur allra seldra skotelda væri í svokölluðum fjölskyldupok- um, sem væru í fjórum stærðum. Að þessu sinni yrðu þeir seldir á 12.000, 18.000, 25.000 og 35.000. Sérstaklega væri valið blandað úrval skotelda í þessa poka til að auðvelda fólki viðskiptin, auk þess sem fólk fengi 10% afslátt ef það keypti fjölskyldupokana. austurland og þar verður ekki mokað fyrr en eftir helgi. Á Austfjörðum var verið að moka Fagradal og Oddsskarð, en ófært um flesta fjallvegi. Að sögn vegaeftirlitsmanna var nokkuð um að yfirgefnir bílar tefðu snjóruðning í gær og sögðu þeir að svo virtist sem fólk léti oft bjartsýni ráða ferðum sínum fremur en að- stæður og margir legðu út í tvísýna færð. Hiibner — Korchnoi 2Vfc:l% „Þessi kröftuga byrjun kemur skemmtilega á óvart“ - segir Guðmundur Sigurjónsson „ÞESSI kröftuga byrjun einvígis- ins hefur komið mér skemmti- lega á óvart,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari, að- stoðarmaður Róberts Hubners um einvígi Hubners og Korch- nois. Venjulega hafa áskorendaein- vígi farið rólega af stað og nokkr- ar fyrstu skákirnar endað með jafntefli en í einvígi þeirra Hiibn- ers og Korchnois, sem hófst í Merano á Ítalíu fyrir jól hefur byrjað allt öðru vísi. Hubner vann fyrstu skákina á hvítt, Korchnoi vann aðra skákina á hvítt, sú þriðja varð jafntefli en fjórðu skákina vann Hubner á svart. Sú skák var tefld á aðfangadag og fór hún í bið. Korchnoi lenti í tíma- hraki og Hubner náði sókn sem Korchnoi gat ekki varizt og hann 52. leik. Fimmtu þeir kapparnir að gafst upp í skákina áttu tefla í gær. „Ég er auðvitað mjög ánægður með byrjunina hjá Húbner," sagði Guðmundur, sem heldur utan til Ítalíu 2. janúar. „Ég talaði við Húbner í síma rétt áður en einvígið hófst og hann var þá bjartsýnn á útkomuna. Það kom mér verulega á óvart, þessi svart- sýni maður bjartsýnn á einvígi við Korchnoi! Ég er því orðinn hóflega bjartsýnn á sigur Húbners," sagði Guðmundur. Húbner Korchnoi Lítið um inn- anlandsflug INNANLANDSFLUG Flugleiða lá niðri í gær þar sem hvasst var um nánast allt land. Um hádegi í gær var ljóst að ckki var útlit fyrir neitt flug nema hvað reyna átti að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða síðdegis, en ekki var ljóst hvort úr því yrði þcgar Mbl. fór í prentun. Flug gekk eðlilega fyrir sig annan dag jóla og í dag, sunnudag, er líklegt að fara verði aukaferðir þar sem ferðir féllu niður í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.