Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 2

Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 Ágreiningur í Alþýðubandalagi um bráðabirgðalög: Sighvatur segir Olaf Ragnar haf a gefið forseta rangar upplýsingar SÍÐUSTU tvo sólarhringa hafa komið upp harðar deilur um það, hvort talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi gefið forseta íslands rannfar upplýsingar um það á gamlársdag hver staða ríkisstjórnarinnar væri til þess að fá bráðabirgðalöKÍn um efnahagsaðgerðir samþykktar á Alþingi. í útvarpsþætti í gærmorgun sakaði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks AÍþýðuflokksins, ólaf Ragnar Grimsson, formann þingflokks Alþýðubandalagsins um að hafa „vitandi vits, að einn þingmaður hans hefði ekki gert upp hug sinn, gefið forseta íslands rangar upplýsingar“. ólafur Ragnar Grímsson sagði i sama þætti að þessar ásakanir væru „alvarlegar en alrangar". í viðtali við Ríkisútvarpið i fyrrakvöld sagði Guðrún Helgadóttir, alþm. Alþýðubandalagsins, að það hefði legið ljóst fyrir áður en bráðabirgðalögin voru gefin út, að stuðningur hennar við þau lægi ekki fyrir. ólafur Ragnar Grimsson skýrði hins vegar forseta íslands frá því fyrir hádegi á gamlársdag, að enginn þingmaður Alþýðu- bandalagsins hefði lýst sig andvigan bráðabirgðalögunum daginn áður. Siðdegis á gamlársdag var ólafi Ragnari Grímssyni kunnugt um, að Guðrún Helgadóttir hefði ekki tekið afstöðu til bráðabirgðalag- anna en segir Guðrúnu hafa tjáð sér að hann þyrfti ekki að ganga á fund forseta á ný af þeim sökum. Hér fer á eftir frásögn af yfirhsingum þessara þingmanna í ríkisútvarpinu síðustu tvo daga asamt nokkrum viðtölum, sem Morgunblaðið hefur átt við aðila málsins. „Áður en bráðabirgðalögin voru gefin út í gær var það ljóst, að ákveðinn stuðningur minn og þar með ákveðinn þingstyrkur lá ekki fyrir. Ég mun taka mér góðan tíma til að athuga þau nánar, enda á ég ýmislegt van- talað við ríkisstjórnina," sagði Guðrún Helgadóttir, alþingis- maður m.a. í viðtali við útvarpið í fyrradag, er hún var innt álits á nýútgefnum bráðabirgðalögum vegna aðgerða í efnahagsmálum. Hvernijí stendur á yfirlýsinjíu Guðrúnar? Um það, hvort þingmeirihluti væri fyrir setningu bráðabirgða- laganna, deildu þeir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, í umræðum í Morgun- pósti í gærmorgun. Sighvatur sagði ríkjandi mikla óvissu í íslenzkum stjórnmálum, sagði m.a. vafamál hvort ríkisstjórnin hefði þingstyrk til að bráða- birgðalögin yrðu samþykkt á Alþingi og miðað við yfirlýsingu Guðrúnar Helgadóttur væri þingstyrkurinn ekki fyrir hendi. — „Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna gengu á vit forseta íslands daginn fyrir gamlársdag, eftir yfirlýsingu Guðrúnar Helgadóftur í útvarpinu, að hún styddi ríkisstjórnina ekki leng- ur. Þeir fóru á fund forsetans til að vekja athygli á þessari yfir- lýsingu og óska þess, að ef það yrðu sett bráðabirgðalög, yrði það kannað, miðað við þessa yfirlýsingu, hvort þau hefðu þingmeirihluta. Mér skilst, að Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, hafi skömmu eftir fund formannanna, gengið á fund forseta íslands og tjáð honum, að lögin hefðu þingmeirihluta í Alþýðubandalaginu. Nú leikur mér hugur á að vita frá Ólafi Ragnari hvort þetta sé rétt. Ennfremur, hafi hann skýrt for- seta íslands frá þessu, hvern- ig stendur á því, að nokkrum klukkutímum síðar, lýsir Guð- rún Helgadóttir því yfir í út- varpinu, að enginn hafi við sig talað um þetta mál og hún styðji þessa bráðabirgðalagasetningu ekki, a.m.k. ekki að svo komnu máli?,“ sagði Sighvatur. Tók fullan og eðlilegan þátt í afgreiðslu þingflokksins Um þetta sagði Ólafur Ragn- ar: „Á lokastigi umræðna um þetta mál í þingflokki Alþýðu- bandalagsins voru haldnir tveir fundir, 29. og 30. desember sl. Á fyrri fundinum kom það fram, að allir viðstaddir þingmenn flokksins, studdu það, að aðgerð- irnar yrðu samþykktar á þeim efnisgrundvelli, sem þá lá fyrir. Guðrún Helgadóttir var ekki á þessum fundi. Síðan var haldinn fundur í þingflokknum 30. des- ember eftir að Guðrún gaf sína yfirlýsingu og Guðrún tók fullan og eðlilegan þátt í afgreiðslu þingflokksins á þessu máli, á Gervasoni-málið var ekki minnzt, og það var rækilega leitað eftir því hvort einhver þingmaður væri andvígur þeim ákvæðum, sem lagasetningin byggðist á. Það kom engin slík rödd fram. Ég skýrði síðan forseta íslands frá þessari málsmeðferð fyrir hádegi á gamlársdag. Síðan síðdegis á gamlársdag, þá hafði ég sam- band við Guðrúnu Helgadóttur, og kom þá fram hjá henni, að til viðbótar þeirri afstöðu hennar, sem kom fram á þingflokksfund- inum, þá tengdi hún nú málið við Gervasoni-málið, og vildi áskilja sér frest til þess að lýsa yfir sinni opinberu afstöðu í málinu fyrr en það kæmi fyrir þing. Ég spurði hana hvort hún væri andvíg frumvarpinu, því ef hún væri það þyrfti ég að tilkynna forsetanum það. Ég spurði hana hvort þessi nýja afstaða hennar þýddi það, að ég þyrfti að fara á fund forseta að nýju. Hún kvað nei við. Síðar upplýsi hún alþjóð um það í gær, að hún hefur ekki tekið neina afstöðu gegn þessari lagasetningu.“ Fordæmalaust aí ólafi Ragnari, að gefa forseta rangar upplýsingar Sighvatur kvaðst vilja benda á einn hlut, þ.e., að Ólafur Ragnar hefði upplýst, að þegar bráða- birgðalög væru sett af ríkis- stjórninni, þá hefði hún ekki vitað, hvort hún hefði þingmeiri- hluta í neðri deild, vegna þess, að einn af þingmönnum stjórn- arliða lýsti því yfir, að hann væri ekki búinn að taka afstöðu til málsins. — „Þetta er for- dæmalaust í íslenzkri þingsögu. Ólafur hefur vitandi vits, að einn þingmaður hans hefði ekki gert upp hug sinn, gefið forseta Islands rangar upplýsingar. Þetta er stórkostlega alvarlegur hlutur og ámælisverður," sagði Sighvatur. Ólafur Ragnar kvað ásakanirnar alvarlegar, en al- rangar. „Öllum Ijóst, að ég hafði ekki gefið neitt loforð“ Morgunblaðið innti Guðrúnu eftir áliti hennar á skýringum Ólafs Ragnars Grímssonar og Þingflokkar stjórnarandstöðunnar: Krefjast þess að þing komi þegar saman - Tel ekki ástæðu til þess, segir forsætisráðherra ÞINGFLOKKAR stjórnarand- stöðunnar kröfðust þess í gær, að Alþingi yrði þegar í stað kallað saman, til að ræða efna- hagsaðgerðir rikisstjórnarinn- ar og bráðabirgðalögin, sem ekki virðist vera þingmeirihluti fyrir. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna og Sighvatur Björg- vinsson. formaður þingflokks Alþýðuflokksins, gengu á fund dr. Gunnars Thoroddsen klukk- an 18 í gær, og kynntu honum kröfur flokka sinna. Forsætis- ráðherra hafnaði kröfunni, og hefur neitað að kalla þing sam- an fyrr en áður var ákveðið. I samþykkt þingflokks sjálf- stæðismanna frá í gær, segir svo: „Með tilvisun til greinargerðar formanns Sjálfstæðisflokksins við þingfrestun 20. desember sl. og með sérstöku tilliti til þess að bornar eru brigður á, að meiri- hluti sé á Alþingi fyrir bráða- birgðalögum þeim, sem sett voru 31. desember sl., krefst þingflokkur sjálfstæðismanna þess, að Alþingi verði þegar í stað kallað saman og eigi síðar en 7. janúar nk.“ í samþykkt þingflokks Alþýðu- flokksins segir svo: „Þingflokkur Alþýðuflokksins krefst þess að Alþingi verði kallað saman til fundar án tafar til þess að fjalla um bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar". Sighvatur Björgvinsson sagði í gærkvöldi, að ástæða samþykktarinnar væri fyrst og fremst sú, að svo virtist sem ekki væri þingmeirihluti fyrir um- ræddum lögum stjórnarinnar. í gærkvöldi birti Gunnar Thor- oddsen síðan eftirfarandi yfirlýs- ingu um málið: „Mér hefur nú í dag klukkan 18 borist krafa frá þingflokki sjálfstæðismanna um að Alþingi verði kvatt saman eigi síðar en 7. jan. nk. vegna þess að bornar eru brigður á að meiri- hluti sé á Alþingi fyrir bráða- birgðalögum frá 31. desember. Samtímis kom krafa frá þing- flokki Alþýðuflokksins, um að Alþingi verði þegar kvatt saman til þess að fjalla um bráðabirgða- lögin. Við setningu laga um viðnám gegn verðbólgu hefur að öllu leyti verið farið rétt og löglega að, og uppfyllt þau skilyrði, sem stjórnarskráin setur. I stjórn- arskrá eða öðrum lögum er hvergi sett það skilyrði til útgáfu bráðabirgðalaga, að áður sé kannað hvort þingmeirihluti sé fyrir hendi. Á undanförnum ára- tugum hafa ríkisstjórnir iðulega ekki getað tryggt það fyrirfram. Samt sem áður hef ég gengið úr skugga um, áður en þessi bráða- birgðalög voru gefin út, að þing- meirihluti er fyrir hendi og að þau muni ná samþykki á Alþingi. Ég hef þegar tjáð formönnum þingflokka Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, að ég telji ekki ástæðu til þess að Alþingi verði kvatt saman fyrr en 26. janúar eins og gert er ráð fyrir í ályktun Alþingis frá 20. desember og mun ekki gera tillögu um það.“ Fyrsta barn ársins fæddist á Isafirði FYRSTI íslendingurinn, sem fæddist á árinu 1981, var mey- barn hjónanna Ásthildar Torfa- dóttur og Jóns Ragnarssonar, Túngötu 11 á Súðavik. Stúlkan var 53 cm stór og vó 4230 gr, en hún fæddist á Sjúkrahúsinu á lsafirði kl. 1.05 á nýársnótt. Þessa mynd hér að ofan tók Emilia Björg Björnsdóttir, ljós- myndari Morgunhlaðsins, hins vegar af fyrsta barninu sem fæddist í Reykjavik á árinu, en það var stúlkubarn Hennýar Júliu Herbertsdóttur og Reynis Sigurjónssonar. Litla stúlkan er hér í faðmi móður sinnar á Fæðingarheimilinu 1 gær og er ekki annað að sjá en þeim mæðg- inum heilsist vel. Frestun vaxtahækkunarinnar: Sparifjáreigendur tapa 31,5 milljörðum kr. 1981 RÍKISSTJÓRNIN hefur tilkynnt Seðlabankanum, að aðlögunar- timi verðtryggingar sparifjár og lánsfjár. verði framlengdur til ársloka 1981. í tilkynningu Seðlabankans af þessu tilefni segir, að ekki muni því koma til áfangabreytinga almennra vaxta nú um áramótin, en lánskjara- málin verði tekin til frekari umfjöllunar. þar á meðal rýmkun reglna um verðtryggða spari- sjóðsreikninga. Hefði ekki komið til þcssara bráðabirgðalaga nú, hefðu vextir átt að hækka úr 40,5% í 50,5% eða þar um bil, en þá er átt við 3ja mánaða reikn- inga, sem verið hafa viðmiðun. Bjarni Bragi Jónsson hagfræð- ingur Seðlabankans sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær, að í lok nóvember síðast liðinn, hefði innlánsstofninn í bönkum landsins verið um 315 milljarðar gamalla króna. Þá hef- ur vöxtum ekki verið bætt við höfuðstólinn. Vaxtahækkunin ein á árinu 1981 af þessari upphæð, hafði því numið um 31,5 milljarði gamalla króna, hefði ríkisstjórnin ekki breytt fyrri lögum með bráðabirgðalögum nú um áramót- in. Með nokkrum rétti má því segja, að hin nýju lög ríkisstjórn- arinnar þýði að eigendur sparifjár í landinu tapi rösklega 31 millj- arði gkr. í vöxtum á þessu ári. Með bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar eru nú teknir upp sex mánaða verðtryggðir spari- sjóðsreikningar, og sagði Bjarni Bragi, að hann liti svo á, að þeir reikningar er áður hefðu verið til tveggja ára og síðar til eins árs, breyttust nú í sex mánaða reikn- inga. Lagatextinn segði að vísu ekkert um það, en í efnahagsáætl- un ríkisstjórnarinnar segði að „þar sem binditími verði 6 mánuð- ir í stað 2ja ára“. „Þetta á eftir að fá alveg á hreint," sagði Bjarni, „en ástæða er til að skilja það svo, að þeir sem eiga nú 2ja ára reikninga geti breytt þeim í sex mánaða verðtryggða reikninga." Bjarni sagði á hinn bóginn, að ekkert hefði verið talað um að eigendur vaxtaaukareikninga gætu fært fé á hina nýju reikn- inga, og bjóst hann ekki við að svo yrði, enda ekki verið gert ráð fyrir því í júlí er 2ja ára reikn. komu til. M J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.