Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 3

Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 - Alvarlegar ásakanir en alrangar, segir ólaíur Ragnar hvort rétt væri, að hún hefði ekki talið ástæðu til þess, að skýra forseta íslands frá fyrir- vörum hennar. Hún var enn- fremur innt eftir því hvort hún hefði ekki andmælt lögunum á þingflokksfundi. — „Það var öllum ljóst, að ég hafði hvorki lofað að styðja þessi bráðbirgða- lög, né önnur lög og ég var formlega hætt stuðningi við rík- isstjórnina. Þetta lá alveg hreint fyrir, þar sem ég hafði lýst þessu yfir við alþjóð í útvarpinu dag- inn áður. Eg lýsti því þegar yfir, að ég tæki mér allan þann tíma sem þyrfti til að áthuga þetta mál. Það getur hins vegar veriö, að ríkisstjórnin hafi einhverja aðra stuðningsmenn í bakhönd- inni og þetta því í lagi,“ sagði Guðrún Helgadóttir. Að öðru leyti vildi Guðrún ekki tjá sig um málið. -Hef ekki lof- að að styðja þessi lög, - segir Guðrún Helgadóttir flokksins og Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins eftir tildrögum þess, að þeir gengu á fund forseta Islands á gamlársdag vegna málsins. Geir Hallgrímsson sagði, að ákveðið hefði verið að hafa samráð formanna flokkanna tveggja og formanna þingflokk- anna. — „Það varð síðan að ráði, að við KJartan Jóhannsson gerð- um forseta grein fyrir viðhorfum flokka okkar til útgáfu bráða- birgðalaganna. Á þessum fundi með forsétanum lögðum við áherzlu á, að við hefðum verið andvígir frestun funda Alþingis og jafnframt þeirri skoðun okkar að það hefði verið mjög óþingræðisleg vinnubrögð, að senda Alþingi heim þegar til stóð að setja bráðabirgðalög með víðtækum efnahagsaðgerðum. Því rifjuðum við ennfremur upp, að við hefðum tjáð okkur reiðu- búna til þess, að koma til funda Alþingis hvenær sem þörf krefði," sagði Geir Hallgríms- Ólafur Ragnarsson lætur af störfum sem ritstjóri Vísis ÓLAFUR Ragnarsson lét af störfum sem ritstjóri dagblaðsins Vísis um áramót. Ólafur hefur verið ritstjóri Vísis frá því í apríl árið 1976, en áður hafði hann um árahil verið fréttamaður við Sjónvarpið. Meðritstjórar Ólafs voru þeir Þorsteinn Pálsson og Hörður Einarsson, og nú síðast Ellert B. Schram, sem verður áfram ritstjóri. Hörður Einarsson, stjórnarfor- maður Reykjaprents hf., útgáfufé- lags Vlsis, staðfesti þessa frétt í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkvöldi. Hörður sagði jafnframt, að ekki væru fyrirhug- aðar aðrar breytingar á starfsliði ritstjórnar Vísis, þær er frétt- næmar gætu talist. Ólafur Ragnarsson Afleiðing vörugjaldshækkunar: Gosdrykkir hækka um 20 „Vil ekkert tjá mig um málið nú“ Þá innti Mbl. Albert Guð- mundsson eftir því hvort hann hefði tekið ákvörðun um stuðn- ing við setningu bráðabirgðalag- anna. Albert kvaðst ekki vilja tjá sig um bráðabirgðalögin á þessu stigi málsins en þau væru á umræðustigi í flokknum. Hann væri hins vegar tilbúinn að gefa upp um sína afstöðu eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í dag. — „Við erum að kanna hvaða leiðir eru vænlegastar í þessu rnáli," sagði Albert. Kannao verði hvort þingmeirihluti sé fyrir bráðahirgðalögum Þá innti Mbl. þá Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- Þá sagði Geir, að þeir hefðu vakið sérstaka athygli á því, að komið hefði fram í fjölmiðlum, að einstaka stjórnarmenn teldu sig ekki bundna af þessum bráðabirgðalögum. Hefðu þeir lagt á það þunga áherzlu, að kannað yrði hvort þingstyrkur væri yfir höfuð fyrir bráða- birgðalögunum. Kjartan Jóhannsson sagði, að flokksformennirnir hefðu fyrst og fremst viljað gera forseta íslands grein fyrir afstöðu flokka sinna. — „Við vildum vara við ofnotkun bráðabirgða- laga og benda ennfremur á, að við sæjum ekki í fljótu bragði, að þingmeirihluti væri fyrir þess- um bráðabirgðalögum. Að mínu mati er því nauðsynlegt, að krefja þau Guðrúnu Helgadóttur og Albert Guðmundsson sagna um þeirra aísióv3,“ sagði Kjart- an Jóhannsson. VERÐ á gosdrykkjum hcfur hækkað í kjölfar vörugjaldsins, sem Alþingi samþvkkti skömmu fyrir jól. Er hækkunin á bilinu 20—24% á einstökum tegundum. Morgunblaðið fékk í gær upp- lýsingar hjá Verðlagsstofnun um hækkanir á nokkrum teg- undum til að gefa dæmi um, hækkanir. Appelsínflaska (25 cl) hækkar úr 200 í 240 krónur, þ.e. 2,40 nýkrónur eða um 20%. Coca Cola flaska (19 cl) hækkar úr 155 í 190 krónur þ.e. 1,90 ný- krónur eða um 22,6%. Seven up flaska (35 cl) hækkar úr 260 í ^ 315 krónur, þ.e. 3,15 nýkrónur og -24% er hækkunin 24%. Loks má nefna að flaska af pilsner og lageröli hækkar úr 350 í 435 krónur, þ.e. 4,35 nýkrónur eða um 24%. Nafn mannsins MAÐURINN, sem fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfn s.l. þriðjudag hét Garðar Björgvin Bjarnason, 52ja ára gamall Hafnfirðingur. Garðar heitinn var skipverji á mótorbátnum Valdísi. Talið er að hann hafi verið að fara um borð í bát sinn að kvöldi mánudags eða aðfararnótt þriðjudagsins er hann féll í höfnina og drukknaði. | í bönkum og verslunum í gær: „Gjaldmiðilsbreytingin hef ur gengið vonum f ramar44 BANKAR og sparisjóðir opnuðu kl. 10 í gærmorgun vegna gjaldmiðilshreytingar innar og gat fólk þá komið og skipt gömlum krónum yfir i nýjar, þótt aðrar deildir bank- anna væru lokaðar. Morgun- blaðið tók nokkra menn tali þar sem þeir biðu cftir afgreiðslu en langar biðraðir höfðu mynd- ast viðast hvar stuttu eftir opnun. Flestar búðir voru lok- aðar vegna vörutalningar en þó opnuðu nokkrar eftir hádegið þegar þær höfðu orðið sér úti um nýja gjaldmiðilinn. „Þetta hefði þurft að gera fyrir löngu síðan, það er ófært að hafa verðlausa peninga milli handanna," sagði Gunnar Proppé, verslunarmaður þarsem hann stóð í biðröðinni í Sam- vinnubankanum. „Eg var búinn að skipta öllu mínu, en fékk þetta borgað til baka í verslun í morgun. Eg býst ekki við öðru en að gjaldmiðilsbreytingin gangi vel fyrir sig. Öll helstu atriðin voru útskýrð ágætlega í bækl- ingnum, sem Seðlabankinn gaf út og fólk fer rólega í sakirnar. Erfiðleikar verða helst í dag og á morgun," sagði Gunnar. I Vegamótaútibúi Landsbank- ans á Laugavegi var staddur Ingvar Páll Jónsson, nemi, og sagist hann búast við að gjald- miðilsbreytingin gengi vel fyrir sig. „Ég vildi skipta öllu mínu til þess að komast hjá óþarfa vand- ræðum og þetta hlýtur að ganga allt ágætlega." Bjarnveig Guðbjörnsdóttir var á sama máli. Hún sagðist hinsvegar eiga svo litla peninga að það tæki því varla að skipta. Hún sagði að sér litist ágætlega á gjaldeyrisbreytinguna: „Ein- hverjuhj finnst þetta efalaust spennandi," sagði hún. Jónína Valdimarsdóttir, gjaldkeri í Vegamótaútibúi sagði að mikill erill hefði verið í bankanum frá því um morgun- inn en afgreiðslan hefði gengið Ijómandi vel og miklu betur en hún hefði þorað að vona. „Við vorum fyrst að sjá nýju seðlana í dag og myntin er öll mjög svipuð svo það er erfitt að greina á milli peninganna í fljótu bragði, en eflaust fær maður þetta á til- finninguna fljótt. Viðskiptavin- irnir eru þolinmóðir og tillits- samir og tveir starfsmenn bank- ans taka á móti fólkinu við innganginn og leiðbeina því ef þörf er á. Fólkið veit vel hvað það er að gera og gamla fólkið er ekki síst vel með á nótunum. Það kemur sér illa að gjald- miðilsbreytingin skuli vera á sama tíma og áramótauppgjörið og það er ekki ljóst hvernig afgreiðslan muni ganga á mánu- daginn þegar tékkar, víxlar og innborgunarskjöl af öllum sort- um fara að koma inn, en við erum þó bjartsýn. Fólk virðist hafa mikið lausafé milli hand- anna og mynt hefur borist í ótrúlega miklu magni hingað í bankann. Svo er bara að sjá hvort kassinn stemmir í kvöld,“ sagði Jónína að lokum. „Ég skipti nú bara að gamni mínu til þess að sjá nýju pen- ingana. Bankarnir taka ekki við ávísunum í dag svo launin verða að bíða þar til síðar,“ sagði Erla K. Sigurgeirsdóttir, skrifstofu- stúlka. „Ég hugsa að bre.vtingin verði vandalaus þvi fólk virðist almennt vakandi fyrir þessu." — En gamla fólkið? „Ja, ég á afa, sem kominn er yfir sjötugt en hann var með allt sitt tilbúið á gamlárskvöld svo ég held að sé ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur.“ Kjötverslun Tómasar opnaði kl. eitt eftir hádegið og þar var full búð þegar Morgunblaðið leit inn í gær. Garðar H. Svavars- son, kaupmaður sagði að af- greiðslan hefði gengið vonum framar, og viðskiptavinir væru þolinmóðir og skilningsríkir. „Verslunin útvegaði sér nýjar krónur strax í morgun og af- greiðslufólkið hafði tíma til þess að æfa sig stuttan tíma fram að hádegi. Við fórum hægt af stað og þetta hefur gengið allt saman prýðilega." I bönkum og sparisjóðum var stoðugur straumur fólks sem var að skipta gömlum peningum í ný- krónur. Þessi mynd var tekin i Vegamótaútibúi Landsbankans í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.