Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 10

Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi: Háskaleg stefnubreyting í húsnæðismálum Reykvíkinga Ósjaldan er þessari spurningu beint til okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Hvaða meg- inmunur er á stefnu ykkar og vinstri meirihlutans í borgarmál- unum?“ Það er að sumu leyti skiljanlegt að menn spyrji. Núver- andi meirihluti hefur nefnilega lítið sem ekkert gert til að efna kosningaloforðin, sem fengu hljómgrunn hjá kjósendum vorið 1978. Hann hét hinum og þessum meiriháttar framkvæmdum á skottíma, aðgerðum, sem ýmsir hagsmuna- og áhugamannahópar í borginni vildu gjarnan sjá verða að veruleika hið fyrsta. Kjósendur vinstri flokkanna hlýddu ekki á rök okkar sjálfstæðismanna um að ógjörningur væri að gera öllum allt til hæfis samtímis. Aðrir hugsuðu sem svo, að það væri ekki miklu fórnað, þó að vinstri flokk- unum yrði gefinn kostur á að sýna hvað í þeim byggi eitt kjörtímabil eða svo. Og það hefur svo sannar- lega ekki verið mikið. Það er öllum ljóst nú, þó að menn hafi haldið annað fyrir tveimur og hálfu ári. Ef einhverjir hafa þá gert ráð fyrir stórbrotnum afrekalistum, sem myndu birtast í áður óþekktri framkvæmdagleði borgaryfir- valda, munu þeir hinir sömu ekki greiða vinstri flokkunum atkvæði sitt í næstu borgarstjórnarkosn- ingum hafi þeir viljað láta þakk- læti sitt og viðurkenningu í ljós. Hér hefur nefnilega ekkert gerzt, sem væri viðurkenningarinnar vert. Framkvæmdir og þjónusta er mjög í takt við það, sem við sjálfstæðismenn hefðum beitt okkur fyrir og höfðum reyndar gert áætlanir um. Ef nokkuð er, þá hefur núverandi meirihluti sýnt af sér vítavert sleifarlag í ýmsum efnum svo sem á sviði íþróttamál- anna. Grafið undan framtaki fólksins En til að svara spurningunni, sem ég gat um hér að framan, vil ég nefna einn þátt borgarmála alveg sérstaklega. Það eru hús- næðismálin. Þeim málaflokki hef- ur borgarstjórnarmeirihlutinn beint inn á mjög háskalegar brautir og vinnur nú markvisst að því að grafa undan stefnu borgar- búa og virðingarverðu og sjálf- sögðu framtaki einstaklinga við að koma sér upp eigin húsnæði, til þess að verða sjálfstæðir og öðrum óháðir í siíku grundvallaratriði sem úrlausn húsnæðismála er fyrir hvern og einn. Við sjálfstæð- ismenn höfum jafnan viljað gera fólki kleift að eignast eigið hús- næði eftir þörfum hvers og eins og þess vegna reynt að stuðla að sem jöfnustu framboði á ýmsum gerð- um íbúðarhúsnæðis á hinum frjálsa húsnæðismarkaði. Þetta gerðum við með myndarlegum lóðaúthlutunum til einstaklinga, samtaka þeirra eða byggingarfyr- irtækja, sem gegnt hafa mikil- vægu hlutverki við að uppfylla þarfir borgarbúanna, yngri sem eldri, með framboði sínu á hent- ugu íbúðarhúsnæði. Til þess að ná slíku markmiði og tryggja nægilegt lóðaframboð þarf að horfa fram í tímann og hafa tiltæk ný skipulagssvæði. Útfærsla nýrra byggingarsvæða í Árbæjarhverfi og Breiðholti frá því um miðjan sjöunda áratuginn og fram á síðustu ár gerði t.d. mörgu ungu fólki kleift að eignast í fyrsta skipti þak yfir höfuðið. Nú eru þessi hverfi orðin rótgróin. Þetta unga fólk, sem töluvert þurfti að leggja á sig til að eignast sína fyrstu íbúð, varð sjálfbjarga í húsnæðismálum sínum, og hefur getað stækkað við sig eða gert aðrar ráðstafanir eftir þörfum. Nú heyrir þessi saga fortíðinni til. Unga fólkið útundan Vinstrimeirihlutinn í borgar- stjórn hefur enga áherzlu lagt á að tryggja eðlilegt lóðaframboð. Punktakerfi hans við lóðaúthlut- anir útilokar unga fólkið næstum algjörlega frá því að geta byggt. Unga fólkið er næstum réttinda- laust og einskis virt í þessu lóðahappdrætti meirihlutans. Byggingafyrirtækin fá heldur ekki tækifæri til að byggja og selja eins og lengi vel hafði tíðkast með góðum árangri. Lóðirnar eru nefnilega ekki til, af því að skipulagið skortir. Meirihlutinn hefur engin framtíðarmarkmið varðandi eðlilega þróun byggðar í borginni. Hann ætlar að fleyta sér fram yfir næstu kosningar með innansleikjum úr gömlu skipulagi. Þegar því sleppir er ekkert fram- undan nema sú framtíðarsýn vinstri manna að Reykjavík sé hvort eð er karlæg borg, sem eigi ekki að stækka næstu tuttugu ár. Óskastund kommúnista En hvernig ætlar þá þessi borg- arstjórnarmeirihluti að bregðast við þörfum þeirra, sem hér eru að vaxa úr grasi og annarra eldri, sem eru nú þegar við ríkjandi ástand í stökustu vandræðum vegna húsnæðisleysis? Þetta fólk getur ekki greitt það íbúðarverð sem nú ræðst af hinu takmarkaða framboði, sem borgaryfirvöldum má að miklu leyti kenna um. I annan stað lamar óðaverðbólgan og vaxtastefna ríkisstjórnarinnar alla sjálfsbjargarviðleitni þeirra sem vildu gjarnan standa á eigin fótum og vera ekki upp á aðra komnir í húsnæðismálum. í þrengingunum beinast augu manna að opinberu frumkvæði og framboði á húsnæði, fram- Dr. Vilhjálmur G. Skúlason: Opíum, morfín og róandi lyf Ávana- og fíknilyfjum er venju- lega skipt í nokkra flokka, sem hver hefur sín sérkenni og verður þeim helztu nú lýst og minnst á þau efni sem þekktust eru í hverjum flokki. Þessir flokkar eru: sterk verkjastillandi lyf, róandi lyf og svefnlyf, örvandi lyf, skyn- villuefni og leysiefni. Þessum greinum er ætlað það hlutverk að fræða um þá hættu, sem notkun og misnotkun vissra lyfja hefur í för með sér með það að leiðarljósi, að þær geti komið að gagni til þess að fyrirbyggja voveifleg slys í þessum efnum. Þær fjalla því ekkert um þau ráð, sem hægt er að grípa til, ef slys hefur átt sér stað. Áherzla verður lögð á uppruna og söguleg atriði, á hvern hátt lyfin og efnin eru misnotuð og einkenni misnotkun- ar. í lok hvers kafla verða talin helztu lyf og efni, sem hafa hliðstæða verkun og hættu, þegar þau eru misnotuð. Sterk verkja- stillandi Iyf Talið er, að ópíumfíkn sé elzta böl mannkyns. Ópíum, sem er þurrkaður safi úr aldini ópium- valmúans, var þekkt fyrir meira en 5000 árum. Þekking á líffræði- legum eiginleikum og hinum ótrúlegu eiginleikum þess að framkalla vímu og losa menn við vesöld og örvæntingu dreifðist smám saman um allan þeim. Árið 1803 tókst þýzka vísinda- manninum Serturner að vinna hreint morfín úr ópíum og kom brátt í ljós, að verkjastillandi verkun þess var mun meiri en ópíums, en einnig hætta á ávana og fíkn. í borgarastyrjöld Bandaríkja Norður-Ámeríku var morfín notað svo ógætilega vegna vanþekk- ingar, að fjöldi hermanna varð morfínfíkn að bráð og varð þetta ástand brátt þekkt undir heitinu „hermannaveiki". Var skömmu síðar byrjað á tilraunum til þess að breyta morfíni þannig með efnafræðilegum aðferðum, að það héldi hinni gagnlegu verkjastill- andi verkun án þess að notkunin hefði ávana- og fíknihættu í för með sér. Eitt fyrsta morfínaf- brigðið var framleitt árið 1899 og hlaut það nafnið heróín. Um skeið var talið, að það væri hættulaust lyf, sem hægt væri að nota í stað morfíns, en síðar kom í ljós, að það hafði öfluga verkjastillandi verkun, en ávana- og fíknihætta af notkun þess var ennþá meiri en af völdum morfíns. Morfín og skyld lyf draga úr störfum miðtaugakerfis og þar með ótta og spennu, en einnig úr frumhvötum svo sem hungri og kynhvöt. Verkjastillandi verkun morfíns er að sjálfsögðu sú verk- un, sem sótzt er eftir og er hún vel rannsökuð. Önnur efni, sem hafa hliðstæða verkun eru talin vera um 100 talsins. Talið er, að ávani og fíkn í morfín og skyld efni, einkum heróín, sé stærsta ein- staka vandamálið í þessum efnum í Bandaríkjunum. Samkvæmt skýrslu, sem gefin var út þar í landi árið 1976, gáfu um 65% allra sjúklinga, sem lagðir voru inn á stofnanir, er voru reknar fyrir almannafé, heróín sem aðal ávana- og fíknilyf sitt. Er þetta hrollvekjandi tala, er gefur vís- bendingu, sem ekki ætti að skella skollaeyrunum við. Tiltölulega fáum þeirra, sem ánetjast lyfjum úr þessum flokki, er hægt að bjarga og deyja þeir því um aldur fram af þeirra völdum beint eða óbeint. Allt líf þessara óhamingju- sömu einstaklinga snýst um það lyf, sem líkami og sál þeirra getur ekki verið án og allar fortölur eru eins og að skvetta vatni á gæs. Hinn látni franski rithöfundur, Jean Cocteau, sem var félagi í frönsku akademíunni, hefur lýst þessu betur en flestir aðrir, er 2. grein um ávana- ogfíknilyf hann sagði: „Að reyna að sann- færa morfínista um, að hætta neyzlu morfíns með þeirri rök- semd, að þá muni honum líða betur, er eins og að hvetja Tristan til þess að drepa sína Isoldu með þeirri röksemd, að þá mundi honum líða betur.“ Misnotkun morfíns og skyldra lyfja Ópíum- og heróínreykingar eru upprunnar í Asíu. Þegar talað er Dr. VHhjálmur G. Skúlason um að „elta drekann" er átt við innöndun heróínredyks, sem er myndaður á þann hátt að setja efnið á tinþynnu og hita undir henni. Einnig var heróín stundum sett á vindlingsodd og það síðan reykt. Sömuleiðis er hægt að anda heróíndufti að sér. Stungunálin og Iyfjadælan voru uppgötvaðar um miðja 19. öld og varð misnotkun þessara efna í formi stungulyfja þá möguleg. Langflestir heróín- neytendur misnota lyfið í þessu formi. Ilelztu einkcnni Ávani og fíkn í morfín og skyld efni er mjög alvarlegt ástand, sem er erfitt viðureignar. Þegar til lengdar lætur, dregur hún úr andlegu og líkamlegu þreki og þessvegna eru morfínistar næm- ari fyrir ýmsum sjúkdómum, lífs- líkur þeirra eru mjög skertar og vegna mikillar fjárþarfar eru glæpir og fangelsisvist miklu tíð- ari meðal þeirra en annarra þegna þjóðfélagsins. Áhrif morfíns og skyldra lyfja eru í stórum dráttum vellíðunarkennd, verkjadeyfing, höfgi og mjög skort skynjun, velgja, uppsala, hægðatregða, önd- unartregða og greinileg líkamleg fíkn, sem merkir, að líkaminn hefur aðlagað sig áhrifum lyfsins og getur ekki án þess verið. Yfirskammtur getur leitt til dauða vegna öndunarlömunar. Óbein áhrif af misnotkun þess- ara lyfja eru persónuleg van- ræksla, næringar- og vítamín- skortur, lifrarbólga og aðrar smit- anir af völdum óhreinna stungu- nála og lyfjadæla. Hætta á ávana og fíkn er mikil við notkun lyfja í þessum flokki og getur hún til dæmis myndazt á 1—2 vikum, þegar venjulegir lyfjaskammtar eru gefnir að staðaldri. Fráhvarfseinkenni koma smám saman í ljós, þegar töku lyfsins er hætt eftir langvarandi misnotkun. Þau einkennast af eirðarleysi, svefnleysi, gæsahúð, verkjum og ósjálfráðum rykkjum í vöðvum, velgju, uppsölu, n'ðurgangi, megr- un, hröðum andardrætti, blóð- þrýstingsfalli, vökvatapi, sem get- ur orðið lífshættulegt, og almennu sleni. Sú lýsing, sem hér hefur verið dregin upp, á við um morfín og heróín, en önnur helztu lyf, sem þetta á einnig við um, einungis í mismunandi ríkum mæli eru: peti- dín, ketóbemídón, metadón, hydrókón, oxíkón. Róandi lyf og svefnlyf Árið 1863 framleiddi þýzki efna- fræðingurinn Adolf von Baeyer barbitúrsýru úr allantóíni, en þessi sýra hefur enga umtalsverða líffræðilega verkun. En fjölmörg afbrigði barbitúrsýru, svo sem mebúmal, draga úr störfum taugakerfis og eru mikið notuð sem róandi lyf og svefnlyf, enda þótt notkun þeirra fari minnkandi vegna nýrra lyfja, einkum benzó- díazepínsambanda, sem hafa betri eiginleika. Fyrsta bartitúrsýruaf- brigðið, er notað var sem lyf, díemal, framleiddi Emil Fischer árið 1903 og lyf úr þessum flokki voru notuð í hálfa öld, áður en mönnum varð ljóst, að þau gátu valdið fíkn. Krossþol er á milli barbitúr- sýruafbrigða og skyldra lyfja, sem draga úr starfsemi miðtaugakerf- is, þar með talið alkohól. Þess- vegna eru þessi lyf og efni misnot- uð á víxl, þegar efnið, sem viðkom- andi er vanur að nota, er ófáan- legt. Dauðsföll af völdum misnotkun- ar barbitúrsýruafbrigða í þeim löndum, sem eitthvað er vitað um þessi mál, hafa verið óhugnanlega tíð, sem stafar í sumum tilvikum af samhliða notkun alkohóls og á þetta við um öll lyf, sem draga úr störfum miðtaugakerfis svo sem svefnlyfja, róandi lyfja og sumra sjóveikilyfja. Stafar þessi mikla hætta af samverkandi áhrifum þessara lyfja, sem merkir, að samtíma notkun tveggja samverk- andi lyfja er meiri en af jafnvirk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.