Morgunblaðið - 03.01.1981, Side 19

Morgunblaðið - 03.01.1981, Side 19
MORGUNBLAPIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 19 Hann Jes. 43, 1: Nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig og mynd- aöi þig: Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. I Ár er farið, annað komið. Hvað fór og hvað kom á miðnætti í nótt? Nokkuð af lífsskeiði þínu er farið, það er ljóst. Eitt ártal í viðbót færðu enn að sjá. Meira veistu ekki í svipinn um það, sem komið er. Nema hitt, að árið nýja fer. Svo er um allt, sem kemur. Eg er kominn hér í stólinn núna. Og aftur farinn innan skamms. Ég hef vertð hér stund á nær hverjum nýárs- morgni um liðin ár. Nú verður það ekki oftar. Öll erum vér hingað komin til þess að fara aftur. Vér eigum hér saman eina stund undir hádegi á fyrsta degi árs. Sú stund er fljót að fara. Reyndar var hún mörkuð fyrirfram, nýárs- dagsmorgunn 1981 var skráður í almanakinu, hann stendur þar fyrirfram sem ókomin stund. Nú er hún komin en á förum um leið. Þú ert gestur þessarar stundar eða hún þinn. Ég veit ekki hvort er. Líklega réttast að segja, að hér mætist tveir gestir, augnablikið og þú, snerta hvor annan rétt í svip um leið og þeir skilja aftur og eru síðan skildir fyrir fullt og allt. Og ævisagan? Hvað er hún annað en stækkað augna- blik? Má ekki segja hana alla með þessum tveimur orðum: Koma — fara? Ég er gestur hér á jörð. Ákveðin áratala, sem einu sinni var framtíð, mörkuð á almanak eða tímatal sem hugsaður möguleiki, og svo verð ég gestur þessara ártala, þau auðkenna það skeið, sem er ævisaga mín, þau heilsa mér og ég þeim, þau kveðja mig og ég þau. Og hvort tveggja fer, hverfur hjá, fellur í gleymskunnar sökkvisæ. Það er saga tímans og mín og þín, alls, sem tímanlegt og jarðn- eskt er. Ég kom hingað til Reykja- víkur fyrst fyrir meira en hálfri öld. Hálfkassabíllinn, nær uppgefinn eftir dagsferð austan úr Hvolhreppi, nam staðar við Elliðaár. Ég horfði í árstrauminn. Enga stund síð- an hefur hann staðið í stað. En þegar ég lít hann nú, þá er hann öldungis eins og forðum. Árnar hafa stigið og sjatnað eftir tíð og veðrum, þær færast í sumarskap og vetrarham, ýfast í stormum og móka í stillum og blika við sól. En allt fellur í sama fari frá ári til árs, frá öld til aldar. Og þó er streymið nýtt hverja stund. Ég festi ekki augu á því brot úr sekúndu án þess það breytist. Það er orðið nýtt áður en ég depla auga. Og þó breytist ekkert. Þegar ég stend á bakk- anum í dag sé ég ekkert annað en það sem blasti við mér fyrst, ekkert annað, ekkert nýrra en það, sem blasti við fyrsta mennsku auga, sem horfði í þennan hnígandi straum. Og eftir þúsund ár verður áin vísast söm, alveg eins, þó að hún eftirleiðis sem hingað til skili nýjum fiaumi fram hundrað sinnum á dag. Það má í þessu sjá mynd af öllum ytri veruleik. Framrás tímans, hvað er hún annað en þetta? Dægur falla á dægur ofan, það dagar og húmar, það grænkar á vori, bliknar á hausti, stormar ýfa og stillur blíðka. Þú stendur ungur á brúnni og horfir í lífsins straum og hann er nýr í augum þínum, hver svipbrigði yfir- borðsins eru ævintýri og seið- mögnuð dul í djúpinu undir, lokkandi ómar í þeim niði, sem berst að eyrum þér og lýtur sömu hrynjandi og niður straumsins í æðum þínum. Þú stendur gamall á brúnni og veist, að hér hefur ekkert breyst, það er allt eins og það var, þegar þú komst fyrst á þessa brú, hið sama upp aftur og aftur. Og þannig mun allt halda áfram, þó að þú hverfir. Og ertu sjálfur annað en einn dropinn i þessari móðu, sem fellur fram ár og síð og alla tíð, komin frá fjarlægum upp- tökum, sem enginn leit, hníg- andi að þeim ósi, sem enginn þekkir? Guði inn í andrá mína. Og það skilar einhverju af mér inn í eilífð hans. IV Nú hef ég nefnt Guð mörg- um sinnum. Margir mótmæla þegar hann er nefndur. Það er úrelt, feimnismál að nefna hann, hann er óþörf tilgáta í heimi vísinda. Heimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð. Svo var að orði komist fyrir nær 3000 árum. Nýrra eða nýtískulegra er það ekki að afneita Guði. En allt um það er það nokkuð áberandi nú um stundir og ekki laust við að þykja fínt, hvort sem fram kemur í ómagaorðum eða þegj- andi þumbaraskap. Að ekki sé nefnt, hvernig Guði er afneitað í verkum og viðbrögðum dag- legs lífs. Og þar höfum vér engir af neinu að miklast. En hávær afneitun og mikillát virðist oft vera sjúkleg árátta vonsvikinna manna, sem finnst lífið hafa brugðist eða þeir sjálfir brugðist. Og oft er hún uppreisn gegn ímyndun, gegn einhverju falsgoði, sem menn hafa búið til eða látið Prédikun herra Sigurbjörns Einarssonar biskups í Dómkirkjunni á nýársdag II Hvað ertu, tímans barn? Hvað ertu, fleyga stund? Hvað ertu, skammvinna ævi? Margir hafa spurt, og margir svarað. Menn hafa horft í þann stríða streng atvika og örlaga sem alltaf er að breytast og er þó alltaf eins. Sá dagur, sem kom í morgun, hann er eins og allir hinir, augnablik, sem fæðist og deyr. Barnið, sem er að koma í heiminn núna, það er eins og öll hin, dropi í rennandi flaumi. Gráturinn fyrsti og hryglan hinsta eru aðeins til- brigði um sama stef, endurtek- ið upp aftur og aftur í tilbreyt- ingarlausri einhæfni. Þetta hefur orðið forsenda heimspekilegrar og trúarlegr- ar hugsunar. Bæði grísk hugs- un forn og indversk hugsun, forn og ný, hefur numið staðar við hina eilífu endurtekningu. Tilveran er hringrás, hún hef- ur enga þungamiðju, elfur al- tilverunnar hverfist um sjálfa sig, hún hnígur að ósum fram til þess eins að snúa aftur til upptakanna, hún á ekki upp- haf og ekki markmið. Efnishyggja Vesturlanda- búa, færð í heimspekilegan glitraodi álfabúning á síðustu öld, kemur í sama stað niður, þótt forsendur séu aðrar: Manneskjan frýs í köldum örlagastraumi. Það má dylja kalið í bili með glaðbeittri, grunnfærri framfara-og lífs- nægtatrú, hvort sem menn þá setja traust sitt á þjóðfélags- kenningar, sem eiga að leysa allan vanda mannlegs lífs, eða menn byggja á fullnægju sinni við kjötkatla allsnægtalanda. Hvort tveggja verður skamm- góður vermir og svikahler. Það mun tíðin sanna og hefur þegar sannað. Nægir manni að skynja sjálfan sig sem dropa í straumi blindra skapa? Hverju mæti ég í auga barnsins míns, þegar þau opnast fyrst á móti mér? Hvað er á bak við augu ástvinar míns, þegar þau eru brostin og stara brostin fram- hjá mér eða í gegnum mig út í eitthvað, sem enginn veit hvað er? Hvað er á bak við hjarta- slögin mín, sviðann þar og þrána, leitina, hamingjuna, harminn? Hvað er á bak við óróa og ásökun samviskunnar, þegar ég geri rangt? Af hverju er ég til? Hvar er það líf, sem er líf, samsvörun og svar og fullnægja við því, sem bærist dýpst í barmi? III Nú voru sungin hér áðan orð úr Biblíunni, játning, lofgjörð: Drottinn, þú ert. Áður en fjöllin fæddust, áður en jörð og himnar urðu til, ert þú, já, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð, athvarf vort frá kyni til kyns. Þessi orð eru, eins og hver önnur játning og þakkargjörð Heilagrar Ritningar, andsvar mannlegrar vitundar. Það er verið að taka undir orð frá þeim Guði, sem er. Það orð hefur brugðið ljósi yfir ferlið allt, frá upptökum að ósi fram: Hjá þér, Drottinn, er uppspretta lífsins, og í þínu ljósi sjáum vér ljós. Tilveran er eitt voldugt orð af vörum lifandi skapara, orð, sem ómar út í tómið og myndirnar í eilífum huga hans koma fram, geimurinn leiftrar, stjörnurn- ar sindra, sólin kemur og jörðin, lífið kemur, aldirnar, sagan, ég og þú, allt kemur af því að hann segir Kom þú. Og það fer ekki fyrr en hann segir: Komið aftur. Þessi dagur er kominn af því að hann bauð svo og ég hef fengið að mæta honum af því að hann lætur svo verða. Og hvort tveggja fer að boði hans, ég og sú stund, sem ég þigg, andrá þessa morguns og lífsins stund. Og ejtt sinn mun allt fara, sem nú er í mennskri augsýn eða skynjanlegt. En hann er. Og þá mun hann birta það, sem ekkert auga sá og ekkert eyra heyrði, allt það, sem Guð fyrirbjó þeim, sem elska hann. Sú andrá, sem er saga, mann- lifssaga, ævisaga, það augna- blik, sem ég mæti og mætir mér svo, að tveir gestir tímans snertast til þess að skilja aftur strax, allt hefur það eilífa merkingu og gildi. Stundin kemur og stundin fer, ég kem og fer, en eilífur Guð er og verður. Og allt, sem kemur, skilar einhverju frá eilífum búa til handa sér. Hún getur og verið afvegaleidd hugsjón um mannfélag og mannlíf. En sá sem afneitar Guði er líka að glíma við hann, losnar ekki úr greip hans, þó að hann vilji flýja. Oftast er það duld í sálarlífi, sem tekur á sig þessa mynd, djúprætt, ómeðvituð duld. Þeir vita ekki, hvað þeir gjöra, sagði sá, sem negldur var á krossinn. Faðir, fyrirgef þeim. Svo mikið er víst, að vitsmunir, þekking, vísindi, skera ekki úr neinu í þessu. Kristin trú höfðar til vits- muna, þekkingar, skynsemi. Og hún þakkar vísindin, eins og allt, sem er gott, og að því leyti sem það er gott. En hún hlýtur að fyrirlíta glært skrum og falsanir í nafni vísinda. Hrokafull hálfmenntun er einn versti óvinur vits og hugsunar. Við þann óvin hefur kirkjan átt að etja, bæði innan eigin vébanda og utan. Kristin trú er engin hugar- þraut. En það mættu menn samt vita og muna, að innviðir hennar hafa verið kannaðir, rýndir, íhugaðir um aldir af mörgum mestu vitsmuna- mönnum og lærdómsmönnum, sem lifað hafa. Engar heimild- ir hafa gengið gegnum líkt því annan eins eld rannsókna og gagnrýni eins og frumheimild- ir kristinnar trúar. Og engar forsendur í hugsun hafa verið rýndar eins til róta og þær, sem kristin trú byggir á. Þettá ættu menn að vita á upplýstri öld, ef þeir vilja vera annað en óvitar í tali um kristindóm. Guð deyr ekki fyrir neinum eldflaugum eða dauðageislum úr smiðjum vísinda. En hann lifir ekki í dauðu hjarta. Ekki nema hann fái að lífga það að nýju. Það getur hann. Én það er margur með svelt og deyj- andi hjarta við nútímans alls- nægtaborð, eða með sljóvgan, svefnþungan anda. Þú spyrð ekki um Guð af því að þig vantar ekki neitt. Mikið skelf- ing ertu fátækur þá. Það muntu sjá og finna, þegar falsið flettist af eins og rotið hold af beinagrind, eins og börkur af ormétnum ávexti, eins og skæni yfir fúlu sári. Megir þú ekki þurfa að mæta Guði þannig. V En nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig og myndaði þig: Óttast þú eigi, ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. Þetta sagði Guð áður en þú fæddist. Það áréttaði hann, þegar þú varst skírður. Og þetta segir hann í dag. Hann hugsar til þín og talar til þín eins og ekkert væri til nema þú. Með nafni. Það þýðir það, að hann þekkir þig til grunna. Hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag. og ekki frá sínum háa himni, ekki ofan úr sinni ómælanlegu eilífð. Ilann er hér. Hann lifir og líður í þér, hann þjáist í efa þínum og villu, hann gleðst í gæfu þinni, syrgir í sorg þinni. Hann þráir að tala svo til þín að þú vaknir, lifnir, að blik frá hans eilífa degi, að geisli hans eilífa skapandi orðs upplýsi huga þinn, svo að óttinn hverfi og tómið víki og Kristur Jesús lýsi þér og sigri í þér, Já, Kristur Jesús. Hann er það orð Guðs í mynd jarðnesks bróður, sem segir: Ég frelsa þig, þú ert minn. Þegar fylling tímans kom sendi Guð son sinn, segir Nýja testamentið. Hefur þú lifað einhverja stund, sem var þannig, að þú gætir hugsað eða sagt: Þetta var fylling, lífsfyll- ing, alhliða fullnægja. Nú veit ég hvað það er, þegar lífið er ekki bara tími, þar sem eyktir og ár raðast upp og rása brott, ég veit hvernig það er þegar tíminn stendur kyrr og í hans tóma mæliker drýpur líf, sem gagntekur, og maður skynjar í leiftri, að það er óendanlega stórt og dásamlegt að vera til. Þegar Guð allrar náðar kom inn í tímans heim til þess að afhjúpa merkingu og markmið hins jarðneska tima og opna tímans börnum nýjar dyr til lífsfyllingar, það voru alda- hvörf sem hvert ártal minnir á. Og það eru tímahvörf í lífi hvers manns, þegar þessi veru- leiki lýkst upp, verður per- sónulega sannur. Á því ári sem nú er byrjað verður þess minnst, að þúsund ár eru liðin síðan kristniboð hófst á landi hér, það kristniboð, sem leiddi til þess, að Kristur var tekinn til konungs yfir íslandi. Kristniboðsár 1981 verður helgað mikilli minningu. En það verður jafnframt ár nær- göngulla spurninga: Hvar stendur þjóðin í andlegum og trúarlegum efnum? Þetta skyldi hver og einn taka til sín: Hvar stend ég? Kom þú, Drott- inn Jesús. Það verði bæn þín á þessum degi og alla daga ársins. Hann kallar þig með nafni. Ég hef átt það erindi eitt í þennan stól undanfarin ár á nýársmorgni að minnast þess og minna á og þakka það að mega lifa í hans nafni, að mega mæta augum hans, þeg- ar skíma nýs dags og óræð ásýnd nýs árs gægist fram. Og að mega fylgja þeim augum á óförnum vegi og að sjá þau og nafnið hans yfir öllum þeim firnindum alheims og örlaga, sem sjáaldur skammsýnna augna fær greint. í hans nafni blessa ég þig, sem hér ert og þig sem hlustar annars staðar. I hans nafni blessa ég þjóðina mína. I hans nafni blessa ég hverja stund, hvert atvik, öll ský og hvern bjarma á himni reynslu minnar. Því hann er sú reynsla, sem ekki fer, það líf, sem-er fylling tímans og ekk- ert haggar né hnekkir að eilífu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.