Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
Páf inn hvetur til
hjálpar fötluðum
Páfagardi, 2. janúar. AP.
JÓHANNES PÁLL páfi II skoraði
á þjóðir heims i nýársboðskap
sinum að verja meira fé til hjálpar
fötluðum ok minna fé til hergagna-
smíði. Hann fordæmdi einnig morð
Rauðu herdeildanna á háttsettum
yfirmanni itölsku herlögreglunnar.
Tuttugu þúsund manns sótti ára-
mótamessu páfa í St. Péturskirkju
og 80.000 manns hlýddu á hann
flytja áramótaboðskapinn frá
glugga einkaíbúðar sinnar við Pét-
urstorg.
Jóhannes Páll páfi minnti á, að SÞ
hefðu tilnefnt árið 1981 „ár fatlaðra"
og kvað vísindamenn hafa sýnt, að
hægt væri að lækna margt fatlað
fólk.
„Vísindin færa því öllu mannkyni
boðskap vonar og skyldu. Ef aðeins
litlum hluta fjárframlaga, sem fara
til vígbúnaðarkapphlaupsins, væri
varið í þessu skyni, gætu orðið
mikilvægar framfarir í þá átt að
draga úr þjáningum mikils fjölda
fólks," sagði páfi.
Sendiráðstaka í
Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn, 2. janúar. AP.
FIMM manns með líhýsk vega-
bréf marseruöu i dag inn i
sendiráð Libýu i Kaupmanna-
höfn og lýstu sendiráðið „skrif-
stofu fólksins“. Fyrsti sendiráðs-
ritari sagði við fréttamenn, að
hann væri nú libýskur rikisborg-
ari — ekkert mcir. „Eins og
ykkur er kunnugt, þá hafa iand-
ar minir gengið inn i sendiráð
lands okkar og lýst þau „skrif-
stofu fólksins“. Nú var röðin
komin að Danmörku," sagði
sendiráðsritarinn, E1 Barani við
fréttamenn.
Svipaðir atburðir hafa gerst í
nokkrum löndum Evrópu eftir að
Khadafy, einræðisherra Líbýu
hvatti landa sína til að taka
sendiráð landsins og lýsa þau
„skrifstofur fólksins". í yfirlýs-
ingu fimmmenninganna sagði að
atburðurinn hefði gerst vegna
þess, að „viðteknar diplómatískar
venjur þjóna ekki hag fólksins".
Danska lögreglan fór til sendi-
ráðsins skömmu eftir sendiráðs-
tökuna en eftir að fyrsti sendi-
ráðsritari í fjarveru sendiherrans
hafði fullvissað lögregluna um, að
sendiráðstakan hefði farið frið-
samlega fram og að því er virtist í
þökk líbýskra stjórnvalda, yfirgaf
lögreglan sendiráðið.
Jólaveizla gíslanna
Issaie, biskup armensku kirkjunnar I Teheran, sker sér tertusneið
og einn bandarisku gislanna sleikir krem af tertunni. Myndin er
frá hinni opinberu fréttastofu Pars og var tekin á jóladag.
íranar fá svar
frá Washington
ALSÍRSKU milligöngumennirnir
f gisladeilunni komu til Teheran í
gær, föstudag, með svar Banda-
rikjastjórnar við kröfu írana um
24 milljarða dollara. Kunnur ir-
anskur klerkur sagði, að íranar
ættu að hætta að semja um gíslana
og leiða þá fyrir rétt eins og
hverja aðra glæpamenn, þvf að
þeir væru njósnarar, ekki gislar.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum í Washington býðst Banda-
ríkjastjórn til þess í svarinu að
leggja um 12 milljarða dollara á
reikning í hlutlausu landi, senni-
lega Alsír, og segir að Iranar geti
fengið féð þegar gíslarnir hafi
verið látnir lausir.
Flestir sérfræðingar telja, að
Jimmy Carter takist ekki að leysa
málið áður en Ronald Reagan,
næsti forseti, tekur við völdum 20.
janúar.
Blaðið Washington Post sagði í
dag, að í svarinu fái Iranar frest til
16. jan. til að samþykkja tillögurn-
ar. Ef tillögurnar verða samþykkt-
ar fyrir þann tíma hefur stjórn
Carters ráðrúm til að hrinda þeim í
framkvæmd áður en hún lætur af
störfum.
Blaðið segir, að Carter vilji ekki
skilja þannig við gíslamálið að þar
fari eitthvað á milli mála, þar sem
það muni takmarka svigrúm næstu
ríkisstjórnar.
Vesco horfinn á
Bahama-eyjum
Naxsau. 2. janúar. AP.
Fjármálamaðurinn Robert Vesco
er horfinn, en rikisstjórnin á Ba-
hamaeyjum hefur ekki f hyggju að
reyna að hafa upp á honum i bráð
að sögn talsmanns stjórnarinnar i
dag.
Vesco hvarf í síðustu viku, einum
degi áður en embættismenn fóru til
heimilis hans til að skipa honum að
fara úr landi innan 14 daga.
Embættismenn segja, að Ulysses
Brown, skipstjóri á bát Vescos, hafi
sagt, að Vesco hafi safnað fjölskyldu
sinni sarnan og farið, en hann vissi
ekki hvert.
Bandarísk stjórnvöld lýstu eftir
Vesco 1974, þegar því var haldið
fram, að hann hefði .rænt 224
milljónum dollara frá fyrirtækinu
Investors Overseas & Services og
hann hefði reynt að fá ákærur
felldar niður í málinu með því að
leggja 200.000 dollara í kosningasjóð
Richard Nixons 1972.
Vesco hefur búið í Nassau í húsi
sem er í eigu gríska kaupsýslu-
mannsins Georgs Mosko síðan 1978.
Nairobi, Kenya. 2. janúar. AP.
VÍÐTÆK leit stóð i dag yfir i
Kenya að manni og konu. sem
grunuð eru um að hafa komið
fyrir sprengju á Norfolkhótelinu
f Nairobi á gamlárskvöld með
þeim afleiðingum, að 16 manns
fórust og 85 slösuðust. Enn er 50
saknað, starfsfólk og gestir en
talið er, að það fólk hafi ekki
verið á hótelinu þegar sprengjan
átti sér stað.
Sprengjunni var komið fyrir í
herbergi á 2. hæð hótelsins. í því
herbergi dvaldi maðurinn, sem
lögreglan leitar að. Kona nokkur
kom í heimsókn til mannsins og
leitar lögreglan einnig hennar.
Lögregluyfirvöld hafa ekki skýrt
frá nöfnum látinna eða nafni
mannsins, sem leitað er að. Talið
Dóminum gegn van
der Lubbe hnekkt
er, að hann hafi sýnt vegabréf á
hótelinu, gefnu út á Möltu.
Sprengingin á gamlárskvöld var
gífurlega öflug og grófst fólk
undir braki. Fyrir neðan herberg-
ið þar sem sprengjunni var komið
fyrir var matstofa hótelsins og
grófust margir undir braki þar.
Þeir sem fórust voru flestir út-
lendingar, hvítir menn. Nú stend-
ur ferðamannatíminn sem hæst í
Kenya. Lögreglan leitaði í dag að
sprengju á öðru stóru hóteli en
engin fannst.
Sprengjutilræðið í Nairobi er
hið fyrsta í Kenya í fimm ár.
Stöðugleiki hefur verið meiri í
Kenya en víðast í Afríku og
sambúð kynþátta óvíða betri í
Afríku en einmitt í Kenya. Það að
hinn grunaði maður bar vegabréf
útgefið á Möltu kom orðrómi á
kreik, að arabískir hermdar-
verkamenn hafi komið sprengj-
unni fyrir en eigendur hótelsins
eru einmitt gyðingar.
Carter fram-
lengir korn-
sölubannið
Washlngton, 2. janúar. AP.
JIMMY Carter, forseti Bandaríkj-
anna. hefur framlengt kornsölu-
banni á Sovétrikin i eitt ár, hins
vegar má búast við að stefnubreyt-
ing verði á þegar Ronald Reagan,
verðandi forseti tekur við embætti.
I kosningabaráttunni lýsti Reagan
því yfir, að hann mundi afnema
bannið vegna áhrifa þess á afkomu
bandarískra bænda. Philip Klutznik,
viðskiptamálaráðherra Bandaríkj-
anna, réttlætti framlengingu banns-
ins með áframhaldandi veru Sovét-
manna í Afganistan.
Indland:
Yfir 100 þús.
ólöglega í
fangelsi
Nýju Delhl, 2. janúar. AP.
YFIR 100 þúsund manns eru nú í
indverskum fangelsum án þess
nokkurn tima að hafa hlotið dóm,
að sögn indverska blaðsins „Indi-
an Express". Þar af eru yfir 50
þúsund manns i haldi i héruðun-
um Uttar Pradesh og Bihar að
sögn blaðsins.
Að sögn blaðsins þá er er algengt
að fólki sé haldið í fangelsum frá
sex mánuðum upp í eitt ár áður en
dómur fellur í málum. Samkvæmt
indverskum lögum, þá má ekki
halda manni lengur en í 24 klukku-
stundir án þess að verða leiddur
fyrir dómara.
Sextán biðu bana í
sprengingu í Kenya
Veður
víða um heim
Akureyri -8 snjókoma
Amsterdam 6 rigning
Aþena 13 skýjað
Berlín 5 skýjað
BrUasel 8 rigning
Chicago 1 heiðskírt
Feneyjar 10 heiðskírt
Frankfurt 6 skýjað
Færeyjar 0 slydda
Genf 5 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Jerúsalem 9 skýjað
Jóhannesarb. 27 heiðskírt
Kaupmannahöfn 4 heiðskírt
Las Palmas 18 léttskýjað
Lissabon 14 heiðskírt
London 11 skýjað
Loa Angeles 26 heiðskirt
Madrid 11 heiðskirt
Malaga 15 heiðskfrt
Mallorka 14 léttskýjað
Miami 22 heiðskirt
Moskva 3 heiðskírt
New York -2 skýjað
Osló -3 heiðskirt
París 8 skýjað
Reykjavík A skýjaö
Ríó de Janeiro 30 skýjað
Rómaborg 10 heiðskírt
Stokkhólmur 0 skýjað
Tsl Aviv 17 skýjað
Tókýó 7 skýjað
Vancouver 6 skýjað
Vínarborg 8 skýjað
Þetta gerðist
Bonn, 30. des. AP.
DÓMSTÓLL í Vestur-Berlín hefur
hnekkt dómnum, sem var upp
kveóinn fyrir 47 árum yfir Hollend-
ingnum Marinus van der Lubbe
fyrir Rikisþinghúsbrunann. sem
nazistar notuðu til að treysta sig í
sessi.
Dómstóllinn úrskurðaði, að rang-
ur dómur hefði verið upp kveðinn
yfir van der Lubbe, en lét ósvarað
þeirri spurningu, hvort hann hefði í
raun og veru kveíkt í ríkisþinghús-
inu.
Adolf Hitler notaði þinghúsbrun-
ann til þess að banna starfsemi
kommúnista og van der Lubbe var
hálshöggvinn, en fjórir búlgarskir
kommúnistar, sem voru ákærðir
ásamt honum, voru sýknaðir.
Margir sagnfræðingar álíta, að
nazistar hafi sjálfir kveikt í þing-
húsinu til þess að fá átyllu til að
bæla niður andstöðu gegn stjórninni,
en aldrei hefur tekizt að fá með vissu
skorið úr um eldsupptökin. Bent
hefur verið á, að göng lágu til
byggingarinnar frá aðsetri Hermans
Görings, staðgengils Hitlers.
Robert Kempner, lögfræðingur
bróður van der Lubbe, sem höfðaði
málið, benti á þessi rök í réttarhöld-
unum og sagði að van der Lubbe
hefði í raun réttri verið handhægt
verkfæri nazista. Kempner, sem var
varasækjandi í réttarhöldunum í
Núrnberg, lítur svo á, að með
úrskurðinum hafi réttlætið sigrað að
lokum.
Bróðir van der Lubbe, J.M. van der
Lubbe frá Amsterdam, hafði reynt
síðan 1955 að fá dóminum hnekkt, en
honum tókst aðeins að fá dóminn
„mildaðan" úr dauðarefsingu í
fangavist.
Dómstóll í Vestur-Berlín úrskurð-
aðí 1968, að van der Lubbe hefði ekki
átt skilið að deyja, en sagði að hanh
hefði samt verið sekur um þinghús-
brunann.
1959 — Alaska verður ríki í
Bandaríkjunum.
1777 — Órrustan við Princeton.
1521 — Marteinn Lúther bann-
færður.
Afmæli — Marcus Tulluis Cicero,
rómverskur stjórnmáialeiðtogi og
rithöfundur (106 f.Kr. - 43 f.Kr.)
— Clement Attlee, brezkur stjórn-
málaleiðtogi (1883-1967) - Her-
bert Morrison, brezkur stjórn-
málaleiðtogi (1883-1951).
Andlát. 1670 George Monck, her-
maður — 1931 Joseph Joffre,
hermaður.
Innlent. 1597 Heklugos hefst —
1875 Stórfelld eldgos í Dyngju-
fjöllum valda miklu tjóni 1895
Eldgos í Dyngjufjöllum — 1898 f.
Pálmi Hannesson — 1903 Land-
varnarflokkur stofnaður — 1969
Verksmiðja eyðileggst og önnur
skemmist í stórbruna á Akureyri.
Orð dagsins. Við höfum alltaf
nógu mikinn tíma, ef við aðeins
viijum nota hann rétt — Johann
Wolfgang von Goethe, þýzkt skáld
(1749-1832).