Morgunblaðið - 03.01.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
23
Ólympíuskákmótið - 8. umferð:
Filippseyingar sigraðir
UppganKur skáklistarinnar
á Filipseyjum hefur verið með
fádæmum mikill siðustu tvo
áratugina og nú eru þeir óum-
deilanlega fremstir i fiokki
Asiuþjóða í skák.Á ólympiu-
mótunum 1976 og 1978 mátti
islenska sveitin þannig sætta
sig við tap gegn þeim. þannig
að það var okkur ekkert sér-
stakt faKnaðarefni er þær frétt-
ir bárust að þeir yrðu andstæð-
ingar okkar i áttundu umferð.
Snemma leit líka heldur dap-
urlega út fyrir okkur og engu
líkara en við myndum tapa
fyrir þeim i þriðja skiptið i röð.
Varnir okkar reyndust þó
traustar og á einu borði teygði
Filipseyingurinn sig of langt ok
þar með varð sigurinn okkar en
ekki þeirra.
Torre — Helgi 1—0
Mascarinas — Jón 'k — 'k
Rodriguez, R. — Margeir 0—1
Pacis — Jóhann 0—1
Helga urðu á mistök í byrjun-
inni og sá aldrei til sólar. Jón
tefldi byrjunina einnig fremur
ónákvæmt með hvítu og andstæð-
ingur hans náði þannig miklum
uppskiptum og fremur auðveldu
jafntefli. Ég lenti einnig í erfiðri
vörn eftir byrjunina, en tókst að
létta mikið á stöðunni og er
Rodriguez fór að reyna að tefla
uppá timahrak mitt lék hann
sjálfur af sér:
Svar: Margeir
Hvítt: R. Rodriguez.
í þessari stöðu nýtti Rodriguez
ekki síðasta tækifæri sitt til að ná
jafntefli með 38. Bxd4 — cxd4, 39.
De5 - d3, (Eða 39.... h5, 40. Dc7+
- Kg6, 41. Dd7!) 40. Dc7+ - Kg6,
41. h5+ - Kh7 42. Df7 - Dg4, 43.
Dd7 — De2, 44. Df7 o.s.frv. Hann
lék:
38. Bc3? - h5!
(Nú getur hvítur ekki lengur
náð jafntefli á sama hátt og í 38.
leik, því að hann getur ekki sjálfur
leikið h5. Hann reyndi:)
39. Bxd4 - cxdl. 40. Df3 -
Dxf3+!, 41. Kxf3 - Ke7, 42. Ke2
- Kd6. 43. f3 - g6. 44. Kd2
(Takið eftir því að ef svarta
peðið á a6 væri á a7 væri staðan
dautt jafntefli)
Kc5 45. Kd3 — a6! og hvítur gafst
upp, því hann lendir í leikþröng.
Jóhann Hjartarson tefldi mjög
vel gegn Pacis og fékk snemma
góða stöðu. Hann stóð síðan af sér
örvæntingarfullar atlögur and-
stæðingsins og vann örugglega.
I þessari umferð áttust við
ungversku og júgóslavnesku sveit-
irnar og lauk þeirri viðureign með
fjórum stuttum jafnteflum. Rúss-
ar unnu því hálfan vinning á með
því að sigra Englendinga 2‘k —
1 * l * * * 5 6 7 * * * * 12k. Á þremur efstu borðunum var
jafntefli, en Kasparov bjargaði
sovézkum sigri í höfn:
SkáK
eftir Margeir
Pétursson
Hvitt: Kasparov
Svart: Speelman
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 -
b6, 4. g3 - Ba6, 5. Rbd2 - Bb4
(I skák sinni við Helga Ólafsson
í síðustu umferð lék Portisch hér
5. ... Bb7 og fékk góða stöðu eftir
6. Bg2 - Be7 7. 0-0 - 0-0, 8. Dc2?!
- d5)
6.1)b3 - Rc6?
(Nú nær hvítur öflugu frum-
kvæði. Betra var 6. ... De7 eða 6.
... Bxd2+)
7. d5! - Bxc2+, 8. Bxd2 - Re7,9.
Bc3 - Rf5, 10. Rd2! - Rd6, 11.
f3 — 0-0
(11. ... De7? 12. e4 — e5 má
svara með 13. c5! — Bxfl 14. cxd6)
12. e4 - exd5,13. cxd5
(En ekki 13. e5? — d4, 14. Bxd4
- Rf5)
Bxfl, 14. Hxfl
(Klunnaleg staðsetning svörtu
riddaranna gerir það að verkum
að hvítur á nánast auðunnið tafl.
Speelman á auðvitað erfitt með að
bíða aðgerðarlaus eftir því að
hvítur hróki langt og láti svo peð
sín flæða yfir á miðborði og
kóngsvæng. í stað þess að leika
hinum ömurlega leik 14. ... Rfe8
reynir hann því mannsfórn.)
a5? 15. e5 - a4. 16. Dc2 - De8,
17. Kf2 Rxd5,18. Dd3!
(Hér hefur Speelman vafalaust
aðeins reiknað með 18. exd6 —
Re3, en þessi snjalli millileikur
tryggir hvítum auðveldan sigur).
De6, 19. exd6 - c6. 20. Dd4 -
Dh6 21. h4 - Í5, 22. f4 - Hf6.23.
Hael - b5, 24. Rf3 - Hxd6, 25.
Dc5 - Hf8, 26. He2 - He6. 27.
Hxe6 - Dxe6, 28. Ilel - Dh6, 29.
Bd4. - Dg6, 30. a3 - Ha8, 31. h5
- Dxh5, 32. Dd6 - Df7, 33. Rg5
- Dh5,34. Dxd7 - Dh2+, 35. Kf3
- Dh5+, 36. Kg2 - Rxf4+ 37.
Kgl og svartur gafst upp, því að
meira liðstap er óumflýjanlegt.
Um þetta leyti mótsins komu
Finnar geysilega á óvart og unnu
hvern sigurinn á fætur öðrum. í
áttundu umferð hefðu þeir með
réttu átt að sigra Búlgara 3—1, en
voru slyppifengir í biðskákum
þannig að jafntefli varð niðurstað-
an. Þeir voru þó samt sem áður í
fjórða sæti.
Hvitt: Tringov (Búlgariu)
Svart: Hurme (Finnlandi)
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6. 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — g6, 5. c4 — Bg7,
6. Be3 - Rf6, 7. Rc3 - 0-0,8. Be2
- b6, 9. 04) - Bb7,10. Hel
(Gegn hinu vafasama afbrigði
sem svartur velur gegn Maroczy-
uppbyggingu hvíts er 10. f3 talið
nákvæmast)
Db8,11. Rb3 - Rd8!
(Hurme er þekktur fyrir að vera
mjög hugmyndaríkur skákmaður.
Hann hefst þegar handa um að
flytja menn sína yfir á kóngs-
vænginn. í sókn!) 12. Bd3 — Re6,
13. Hcl - Rh5, 14. Dd2 - f5,15.
exf5 - gxf5 16. Bbl - De8 17. f3
- Kh8 18. Rd5 - Df7.19. Bf2?!
(Hér og í næstu leikjum hefði
hvítur átt að freista þess að ná
uppskiptum og leika 19. Rd4.
Ráðleysislegar tilfæringar hans
valda því aftur á móti að svörtum
tekst að byggja upp sterka sókn-
arstöðu).
Hae8, 20. Hcdl - Hg8, 21. Khl
- d6, 22. Dc2?! - Ref4, 23. Rxf4
- Rxf4, 24. Be3?
(Þar sem þessi leikur gerir
svörtum kleift að vinna þvingað
hlýtur að verða að mæla með 24.
Bg3 í staðinn, þótt svartur hafi
samt sem áður undirtökin efti'r 24.
... Bd5)
Rxg2! 25. Dxg2 - Dh5. 26. Hfl
— Be5, 27. De2 — Bxh2! og
Tringov gafst upp.
Friðrik Þorvaldsson:
Hvalfjörður í hel-
greipum hins ellefta
Móses bjó til 10 boðorð og var
fljótur að. Svo liðu ár og aldir, unz
þáverandi vegamálastjóri á ís-
landi, frændi minn og málvinur,
skóp hið ellefta. Blessuð sé samf
minnin^ hSus. Pað er sýnu orð-
fleira en hjá Mósesi en yfirfært í
hans form, gæti það verið svona:
Þú skalt gera allt nema brúa
Hvalfjörð.
Eins og það 10. hefir hið 11.
fengið sína kynningu. Davíð Aðal-
steinsson, alþm., gerði því skil í
nýlegri hingræðu og Haraldur
Jóhannsson, hagfr., útlistaöi það í
útvarpinu.
En um leið og það komst í móð
að gera predikanir um 11. boðorð-
ið, hefir opnast ný opinberunar-
bók, að vísu án atbeina þeirra
manna, sem textann skýrðu. Hún
var þó áður kunn afa Davíðs, mér
o.fl. hugsandi mönnum. Við létum
1944 gera athugun á rekstri bíl-
ferju. Allt sannaði, að slíkt væri
fjarstæða. Að okkur frágengnum
tóku Akurnesingar upp þráðinn
með sömu niðurstöðu. Ef sagt
væri, að þær ályktanir hefðu
fengist með ólíkum forsendum, þá
byggðum við á reynslu og fram-
sýni en Pétur Ottesen og félagar á
afspurn og vitsmunum, en auðvit-
að tel ég, að allt þetta hafi verið
samverkandi í hugum okkar allra.
Svo gerist það 30 árum síðar, að
nýir menn tóku af skarið og
„keyptu“ ferju. Eftir 6 ára reynslu
blasir árangurinn við. Þrátt fyrir
600 millj. kr. skell ríkissjóðs,
nokkur hundruð millj. kr. styrk og
söluskattseftirgjöf, ágæta natni
og útsjónarsemi við umsýslu er
þarna svo stopult og dýrt sam-
göngukerfi að enga hliðstæðu á
nema í óbyggðum. Samt vil ég ekki
gera lítið úr nokkrum gjaldeyr-
issparnaði, sem þó rýrígt af þörf
fcrjunnar sjálfrar.
Það eru því engar dylgjutölur,
sem hér eru í sigti heldur blákald-
ar sannanir um það, að ferjur á
Hvalfirði er della. Ef tekið er tillit
til afreka Cleveland Bridge &
Engineering Co, Skánska Cem-
entgjuteriet, Anglo-German Bos-
porus Bridge Consortiuum o.fl. frá
árinu 1972 (ári hins ellefta) er
víst, að befð; ';sr.5 Dyrjað þá á
Hvalfjarðarbrú, væri hún nú nær
því hrein eign miðað við það, sem
síðan hefir skeð.
En nýtt sönnunargagn vegur
hér þungt. Það er Borgarfjarðar-
brúin. Þótt fyrsta verðspá væri
innan við 1 milljarð kr. þá ofbauð
mér svo hvernig út í það fen var
anað, að ég skrifaði 16. jan. 1972
greinina Borgarnes — Seleyri, þar
sem ég ræddi að brú yrði gerð á
þurru landi milli tveggja blágrýt-
ishamra og Hvítá síðan sett í
nýjan farveg, sem færði hana
fram um óslitið blágrýtis aðhald
beggja vegna. Til að róa Borgnes-
inga nefndi ég nokkrar stórár, sem
renna um þéttbýli t.d. Pó, Rín, Rio
Grande, Thames, Signu, Volgu og
Dóná, sem sögð var „svo blá“, en
þar sem ég fór yfir hana var hún
jafn gruggug sem allt heimsins
skolp hefði borizt í hana.
Eftir að Hvítá hefði verið
spönnuð í slíkum blágrýtisgreip-
um og jafnvel gerð að orkustöð,
taldi ég það létt verk að dæla
Sigurðareyrunum í vegarstæðið
Seleyri — Borgarnes. Ég hafði
1969 séð hvernig japönsk atorka
gerði uppfyllingu af hafsbotni.
Þar sá ég dælu, sem ég taldi að
Ijúka mundi vegstæðinu á viku.
Síðan mætti með meiri dælingu
breikka og hækka að vild ófor-
gengilegt barð, sem bryddað yrði
með skriðugrjóti úr Hafnarfjalli
ásamt tilbúnum grundum.
í haust heyrði ég í Borgarnesi
þá sögu, að leitað hefði verið álits
Hollendinga á vegfyllingunni, sem
í sumar var gerð barna. Juiuvj
þeirra var lítill, þar sem aðeins
væri um 3 vikna verk að ræða. Ég
virðist því hafa verið nærri veru-
leikanum sem fyrr.
Þegar þessi ódýra lausn fékk
engan hljómgrunn, fór ég á fund
míns kæra frænda með ný ráð.
Rétt við Seleyraroddann er blá-
grýtissker, sem ég taldi kjörið
undir endastöpul. Jafnhliða mætti
gera á þurru landi stöpla inn eftir
sjálfri eyrinni, sem að brúarsmíð
lokinni yrði rudd þvert yfir vegna
árrennslis og sjávarfalla. Annars
myndu árnar sjálfar víkka og
dýpka þá rás, sem þeim væri
fyrirsett en stöplarnir hefðu sömu
bergfestu og Hafnarfjallið, sem
hefir sín útskot á stangli undir
eyrinni.
Þetta þótti fráleit hugmynd.
Hvítá og Andakílsá yrðu að hafa
sinn farveginn hvor og eyrin væri
náttúra. „Environmental" vaðall
var sem sé í tízku þá. Eyrin er nú
eins og hver önnur drusluleg
uppfylling og árnar geta ekki
passað sitt eigið vatn.
Ég benti á staðhátta þekkingu
mína, hefði verið mótorbátsmaður
upp í árnar, sem hefðu breytt
álum frá ári til árs. Ég hefði verið
við straummælingar með Finn-
boga R. Þorvaldssyni, síðar próf-
essor og vissi, að straumurinn
gæti náð 8 mílna hraða. Mælingar
sýndu og, að sjávarfallið gat
hækkað um 3 sm. á mínútu, sem
þýddi að þegar slík vatnssveifla af
17—1800 m. breiðum fleti yrði
hneppt í 500 m. breiða rás, kæmi
fram sargandi núningur, einkum
þegar ísskrið bættist við, svo að
óvarlegt væri að treysta einskonar
„fljótandi" grunnlausum stðplum
á 80 m. þykkri leirbeðju.
Nýlega notuðu Þjóðverjar svip-
aða aðferð og ég benti á í nefndri
grein. Á þessu ári luku þeir við
rúml. eins km. langa brú, en ekki á
sléttri eyri heldur var aðstaðan
svo hrikaleg — mishæðótt og
skáhöll að gera þurfti yfir 8 km.
vegi svo starfsmenn kæmust
skildra erinda milli stöpla, sem
aðeins eru með tænlpoa 140 krr,.
loftlínu bili. 0.. so betrung ihre
Entfernung voneinander nach
Strazsenkilometern gemessen
doch úber 8 km). Þetta sýnir, að
nokkuð er í sölurnar leggjandi til
að losna við annað verra.
Nú stendur Bfj.brú á settum
stað. Þar sannar hún fræðilega
hæfni og dugnað við framkvæmd,
sem var grunduð á röngum for-
sendum og þar með dæmd til að
verða fjárhagslegt ofverk. Stór-
hugur Halldórs E. Sigurðssonar,
þáv. samgönguráðherra, er jafn
lofsverður samt, en þá hafði Jón
Sigurðsson, forstj. á Grundar-
tanga því miður ekki skrifað sína
áhugaverðu grein.
Hér að framan hefi ég verið að
rökstyðja, að vegayfirvöld höfðu
og hafa enn rangt fyrir sér. Þrátt
fyrir það er næsta þarflegt á að
minna, að Bfj.brúin hefir lækkað
hvern farseðil um 900 kr. við að
stytta leiðina um 28 km. með 750
millj. kr. þjóðhagslegum sparnaði
á ári. Þannig er hún orðin auðs-
uppspretta, sem á skýlausan hátt
hrópar um hvernig á að leysa
Hvalfjarðarvandann.
Það skulum við reikna í samein-
ingu.
Hvalfjarðarbrú mun stytta leið-
ina um 47 km., sem sparar hverj-
um ferðamanni 1510 kr. í hlutfalli
28 km. gefa 900 kr. Ef sá sparnað-
ur væri summaður yfir á farþega
Akraborgar einnar yrði hann hátt
í 300 millj. kr. á ári.
Þessu næst má reikna hinn
þjóðhagslega sparnað í saman-
burðinum 750 millj. á Bfj.brú.
Útkoman verður tæpl. 1259 millj.
kr. á ári, og er þá ekki tekið tii
greina að losnað hefir verið við
miklu verri vegalegan kost inn
fyrir Hvalfjörð en í lágsveitunum.
Engin kostnaðarspá er til um
Hvalfjarðarbrú, en hliðstæð verk í
ýmsum löndum sanna, að það er
auðveld framkvæmd, enda standa
engar hindranir í vegi, hvorki
tækni- né grunnfræðilegar.
Engu öðru fé þarf að verja til
verksins en því, sem að öðrum
kosti yrði árlega goldið fyrir
benzín, bílaslit, of dýran ferða-
máta o.s.frv. Valið stendur því
m.a. milli þess, að árvisst verði
borgað eldsneyti, sem “deyr“ í
vélum stritandi farartækja á
langri leið eða í eitt skipti verði
komið upp varanlegri, gjaldeyris-
og tímasparandi eign.
Danskur þingmaður, Arne
Melchior, segir, að Dönum bjóðist
hvaðanæva ódýrt lánsfé til brúar-
gerða, enda hafi enginn né hvergi
haft ástæðu til að iðrast slíkra
framkvæmda. Ég veit, að auð-
hlaupið er að góðum lánum vegna
Hvalfjarðarbrúar. Hinn orku-
sveltandi fjármálaheimur lítur
ekki á slík lán sem venjulega
skuldasöfnun í hagsýslulegum
skilningi.
Hér er svo við að bæta, að tvö
ferðatengsl gætu fallið niður eða
breytzt. Ferjuformið hyrfi og inn
fyrir Hvalfjarðarbotn gæti hinn
núv. tiltölulega góði sveitavegur
enzt lengi en fé til hraðbrautar
þarna gæti gengið til annarra
þarfa svo og sparaður ríkisstyrk-
ur.
Friðrik Þorvaldsson