Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 32 HÖGNI HREKKVISI »••06 MVA© \HLL anna litla fA 'I JöLAáJÖF ?■"' ásí er.. ... aö hugsa um hann og hjúkra honum. TM Reg U S_ Pat Ott ail rights reservec) I Tin> • 1978 Los Angetos Times 1240 Já dóttir mín kær: Oj? svo Ertu viss um að yoga sé heilsu- eignast þú þetta allt einn góðan samlegt? veðurdag! COSPER C PIB carimMCiM COSPER 6513 Reyndu nú að bera þig dálítið vel á götunni, því þarna sé ég að fyrri konan mín kemur! Smáfuglarn- ir og jólin Ingvar Agnarsson skrifar: „Nú er vetur konungur í veldi sínu og honum fylgja fannir og frost, svo tvísýnt er um líf margra villtra dýra, fleygra og ófleygra, sem heima eiga á landi okkar. í vetrarhörkum flykkjast smá- fuglar heim að hýbýlum manna, bæði í borg og sveit. Líf þeirra getur oltið á góðsemi og hjarta- hlýju þeirra, sem þeir heimsækja. Og sem betur fer, gleðjast flestir af návist þessara litlu vina og gefa þeim brauð og korn. Nú eru jólin komin, hátíð, sem ætti að glæða hjartahlýju og góðvild í brjóstum allra manna, ekki síst barnanna. Þegar ég var að alast upp á Steinstúni í Norðurfirði, var „Jólakveðja til íslenskra barna frá dönskum sunnudagaskóla- börnum“, send inn á hvert heimili. Þetta litla blað var okkur börnun- um mikið tilhlökkunarefni fyrir hver jól, enda flutti það fagrar sögur og ljóð, og einnig frásagnir og myndir frá fjarlægum löndum. Mun þó engum ævin köld? I einu þessara blaða var saga og ljóð um fuglana, sem koma heim að húsum manna á aðfangadags- kvöld. Lítil stúlka er látin syngja kvæði það, sem hér fer á eftir: Hér er glatt og hlýtt i kvöld, heilsast ifleði og friÖur. Mun þó engum ævin köld? — ójú, þvl er miöur. Úti flýgur fuglinn minn, æm fyrrum söng I runni; ekkert hús á auminginn og ekkert sætt I munni. FroHtiÖ hart og hriöin köld hug og orku lamar; ó, ef hann veröur úti i kvöld hann aldrei syngur framar. Ljúfi Drottinn littu á hann, leyfÖu aÖ skíni sólin, láttu ekki aumingjann eiga bágt um jólin. Drottinn, þú átt þúsund ráö, þekkir ótal vegi, sendu hjálp og sýndu náö, svo hann ekki deyi. (Erindin eftir S.J. Jóhannesson, Winnipeg.) Hvetjið börnin til að gefa fuglunum Þetta hugljúfa ljóð á sama „Mafía mafía“ Þorsteinn Daníelsson, Gutt- ormshaga, skrifar: „Mafía, mafía," hreytti Ólafur Jóhannesson út úr sér á frægum þingfundi fyrir nokkrum árum. Mér skildist hann vera að bera það á einhverja þingfélaga sína, að þeir væru í þeim illræmda félagsskap. Ekki hef ég þó heyrt að hann sem þáverandi dóms- málaráðherra léti það neitt til sín taka, eða aðrir sem síðan hafa gegnt því embætti. Þess vegna gætu mafíumenn setið á Alþingi ennþá. Ný skattalög voru sett á þessu ári og ný gerð af framtalseyðublöðum tekin í notkun. Ekki veit ég hvort þar hafa að unnið óvitar eða ofvitar, venjulegir menn virðast þar hvergi hafa nálægt komið. Að „réttum“ landslögum Ekki man ég orðið hvað þau blöð voru mörg sem hver bóndi varð að útfylla. Víst ein 6—8. Ég var svo vitlaus að reyna að útfylla mínar skýrslur svo réttar sem ég hafði vit á. Hjálp mér færari manna varð ég að fá, tel mig of gamlan til að reyna að læra slíkar hundakúnstir. Ekki dugðu mér samt allar skýrslurn- ar, því skattstofumenn sáu að ég hafði ekki haft nógar tekjur til að hægt væri að leggja skamm- litla skatta á okkur hjón. Þá varð að bæta úr því. Almáttugur kertiskarl hafði séð við svona lekum. Að „réttum" landslögum bætti skattstofan við tekjumegin kr. 2.143.895.- Það var mér sagt að ég gæti fært sem rekstrartap á næsta ári. Þessi skattstofu- tekjuviðbót svarar til þess að ég hefði selt 100 lömbum meira en ég átti. Af því vilja yfirvöldin fá í sinn hlut 17—20 alvörulömb. Sjálfum sér til skammar en skrattanum til skemmtunar Alþingismenn tala stundum um að virðing Alþingis og al- þingismanna fari minnkandi hjá þjóðinni og eru undrandi á því. Fólkið í landinu ætti þó að sjá og vita að allt hlýtur að vera í lagi meðan þeir sitja þar, þessir sem sjá að frumvarpið er ólán eins og það er, en greiða því samt atkvæði í von um að ekki verði farið eftir lögum. Eitthvað þessu líkar voru skýringar Tómasar ráðherra í því, að hann greiddi atkvæði með því ákvæði skatta- laganna, að ekki þyrfti að fara eftir skýrslum tekjulágra bænda. Þeim skyldu áætiuð lágmarks- laun það rífleg, að verulegir skattar séu á þá lagðir. Alþingi og alþingismenn sem svona lög setja, sé ég ekki að hægt sé að líta öðruvísi en sem ræningja í ræningjabæli. Væri það ekki alþingismönnum þarfara verk- efni að sníða verstu vankantana af gömlum lögum áður en þeir unga út nýjum ólögum, sjálfum sér til skammar er skrattanum til skemmtunar?"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.