Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANUAR 1981 Hæstaréttardómur frá 1975: Gildi opinberra hækk- ana miðast við birtingu í Stjórnartíðindum RÍKISSTJÓRNIN ákvað á gamlársdaK ad hækka alla opinbcra þjónustu um 10%. Jaínframt var svo ákveðið með bráðabirKÓa- lóRum. að vísitala í nóv- emher or desember skyldi skert ofí verða ekki bætt þar 7 visitölustijí. I>rátt fyrir ákvörðun ríkisstjórn- arinnar. var hækkun opin- beru þjónustunnar ekki tilkynnt í stjórnartíðind- um á Kamlársdají. heldur aðeins birt þar bráða- hirRðalöKÍn. Ilakkun opinberu þjónustunnar tekur samt ekki RÍldi fyrr en hún hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda. Fyrir því er Hæstaréttar- dómur frá 1975. Hæstaréttardómurinn er í máli Rafveitu Hafnarfjaróar gegn Raftækjaverksmiðjunni hf. og var kveðinn upp 28. október það ár. Málavextir voru þeir, að Rafveitan hafði fengið leyfi iðnaðarráðherra til hækkunar á gjaldskrá sinni frá 10. febrúar 1972, en hækkunin, 10%, var ekki tilkynnt í B-deild Stjórnartíðinda, fyrr en í júlímán- uði 1972. Krafa Raftækjaverk- smiðjunnar var að hún fengi andvirði hækkunarinnar þennan tíma endurgreidda og féllst undir- réttur á það. Hæstiréttur staðfesti síðan undirréttardóminn. í forsendum undirréttardóms- ins, sem Hæstiréttur staðfesti, er vitnað í lög nr. 64 frá 1943 um birtingu laga og stjórnvaldser- inda. I 1. grein þeirra laga segir, að í A-deild Stjórnartíðinda skuli birta lög öll, tilskipanir, opinber bréf, auglýsingar og aðrar tilskip- anir annars efnis, sem út eru gefnar af æðsta handhafa fram- kvæmdavalds, svo og reglur og þingsályktanir, sem Alþingi sam- þykkir. í 2. grein er mælt fyrir um birtingu reglugerða í B-deild og vitnar dómurinn sérstaklega i 1. málsgrein 7. greinar laganna, þar sem segir, að fyrirmæli, sem felast í lögum, auglýsingum, tilskipun- um, reglugerðum, opinberum bréf- um, samþykktum eða öðrum slík- um ákvörðunum almenns eðlis megi eigi beita, fyrr en birting samkvæmt 1. og 2. jrrein laganna hefur farið fram. I dómsorði er vitnað í undirréttardóminn, sem Hæstiréttur staðfesti m.a. með skírskotun til forsendna hans. Ljósm.: Raxnar Axelsson. Þetta er Grímur A. Grímsson leigubifreiðarstjóri, sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu fyrir helgi, að á hann var skotið úr riffli af farþega hans. Skotið hljóp í hurð hílsins. er Grimi tókst að ná taki á hiaupi riffiisins, og bendir hann á skotgatið. sem sést betur á innfelldu mynd- inni. Riffilskytta í gæsluvarðhald MAÐURINN, sem á aðfaranótt föstudagsins ógnaði leigubílstjóra í Reykjavík með riffli og skaut að honum, hefur nú verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 21. janúar og honum gert að sæta geðrann- sókn. Að sögn Erlu Jónsdóttur deild- arstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, er unnið að rannsókn málsins, en enn hefur ekkert það komið fram er skýri gerðir mannsins, sem er rösklega tvítug- ur að aldri, umrædda nótt. 0' 1% hækkun fiskverðs kostar 1,4 milljarða INNLENT Misritun leiðrétt I FRÉTT í Morgunblaðinu fyrir skömmu misritaðist að Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafé- lags íslands væri framkvæmda- stjóri þess. Þetta er að sjálfsögðu rangt, því að framkvæmdastjór- inn er eins og kunnugt er Hannes Hafstein. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessari mis- ritun. REIKNAÐ er með að fundur verði haldinn í Yfirnefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins um nýtt fiskverð á morgun. Ekki er enn ljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst leysa þann vanda. sem fylgir ákvörðun fiskverðsins, en Morg- unblaðið raddi þetta mál í gær við Eyjólf ísfeld Eyjólfsson. sem sæti á í Yfirnefndinni. — Fiskverðshækkunin, sem er framundan er miklu meiri, en sem nemur þeim afkomubata, er leiddi af gengissigi síðustu mánuði árs- ins, en gengissigið var t.d. um 7% í desember. Til að styrkja stöðu útflutningsatvinnuveganna hefur verið rætt um millifærzlu á 8—10 milljörðum króna m.a. í gegnum verðjöfnunarsjóð. Hvernig sú upp- hæð á að skiptast virðist enginn vita, en í þessu sambandi er talað um útflutning sjávarafurða, sam- keppnisiðnað og það er talað um annan útflutningsiðnað, t.d. ullar- og skinnaiðnað. I raun eru átta eða tíu milljarðar ekki stór upp- hæð í þessu dæmi því þarna er verið að tala um miklar upphæðir. Hvert prósentustig til hækkunar á fiskverði kostar t.d. 1,4 milljarða (g.kr.). — Svo er annað, sem alveg virðist gleymast í þessu sambandi. Það er að hér verða áfram kostn- aðarhækkanir þrátt fyrir hin nýju lög ríkisstjórnarinnar og ef það á að binda gengið í marga mánuði leiðir það af sjálfu sér, að ekkert getur jafnað það nema verðhækk- anir erlendis eða þá að gengið verður að gefa eftir. Ef verðhækk- anir verða á erlendum mörkuðum virðast mér næg tilefni kostnaðar- hækkana hér innanlands til að éta þær upp. Nefna má vísitöluhækk- unina, sem verður 1. marz og fiskverðshækkun, sem væntanlega verður að taka í framhaldi af því, en nú er ekki verið að ræða um ákvörðun fiskverðs lengur en í 2 mánuði, sagði Eyjólfur Isfeld Eyj- ólfsson að lokum. ■ Ólafur Ragnar Grímsson: Sighvatur ekki vitni að neinu „ÞESSAR ásakanir Sighvats Björgvinssonar eru alvarlegar og staðlausar. Sighvatur Björgv- insson var ekki vitni að einu eða neinu í þessu samhandi og það er fordæmanlegt. að hann skuli hafa hlandað forsetaemha'ttinu inn í pólitískt ár<>ðursstríð sitt. Ég tck ekki þátt i sliku,“ sagði Ólafur Itagnar Grimsson, for- maður þingflokks Alþýðuhanda- lagsins. er Mbl. spurði hann í gær í framhaldi af orðaskiptum hans og Sighvats Björgvinssonar, formanns þingflokks Alþýðu- flokksins, í Morgunpósti útvarps- ins á föstudagsmorgun. hvenær bráðahirgðalögin hefðu verið undirrituð á gamlársdag og hvenær hann hefði talað við Guðrúnu Ilelgadóttur, alþing- ismann. en í Morgunpóstinum dró Sighvatur þá ályktun af orðum ólafs Ragnars, að hann hefði talað við Guðrúnu fyrir setningu bráðabirgðalaganna. en ólafur sagði það samtal hafa farið fram síðar. Sighvatur ítrek- aði þá orð sín og sagði Ólaf Ragnar hafa gefið forseta ís- lands rangar upplýsingar. «Ég hef sagt það, sem ég vil segja um þetta mál.“ svaraði Ólafur Ragn- ar ítrekaðri spurningu Mbl. um fyrrgreindar tímasetningar. Samkvæmt þeim upplýsingum. sem Mbl. hefur, mun forseti íslands hafa undirritað bráða- birgðalögin á sjötta tímanum á gamlársdag. I Morgunblaðinu í gær er getið að nokkru orðaskipta Sighvats og Ólafs Ragnars, en þar skýrði Ólafur frá því, að. síðdegis á gamlársdag hafi hann haft sam- band við Guðrúnu Helgadóttur og í því samlali hafi komið fram, að hún tengdi nú málið Gervasoni- málinu og vildi áskilja sér rétt til þess að fresta því að lýsa opinber- lega afstöðu sinni til bráðabirgða- laganna. Ólafur segist þá hafa spurt Guðrúnu, hvort þetta þýddi að hún væri andvíg efni bráða- birgðalaganna, þar sem hann teldi sig þá þurfa að skýra forseta íslands frá því og segist hafa spurt, hvort þessi nýja staða hennar þýddi, að hann þyrfti aftur að fara til forseta. Því hefði Guðrún svarað neitandi. Kjarni málsins væri sá, að Guðrún hefði ekki tekið afstöðu gegn málinu. Sighvatur sagði þá, að nú hefði Ólafur Ragnar upplýst það, að þegar ríkisstjórnin hefði sett bráðabirgðalögin, hafi hún ekki vitað, hvort þingmeirihluti væri fyrir þeim í neðri deild, þar sem einn þingmanna hennar hefði lýst því yfir opinberlega, að hann væri ekki búinn að taka afstöðu til málsins. Ólafur Ragnar sagði víst að ekki væri þingmeirihluti á móti, en Sighvatur sagði þá ekki það skipta máli, heldur hitt að Ólafur Ragnar hafi vitað um það áður en bráða- birgðalögin voru sett, að Guðrún Helgadóttir hefði ekki gert upp sinn hug og þar með ekki tekið afstöðu til bráðabirgðalaganna. Ólafur Ragnar sagði þá, að það hefði ekki gerzt fyrr en eftir að bráðabirgðalögin voru sett, en Sighvatur sagði, að það hlyti að hafa verið áður, því Ólafur Ragnar hefði sagt, að hann hefði getað gengið á fund forseta íslands og tilkynnt honum þessa afstöðu Guðrúnar Helgadóttur, ef hún hefði viljað. Það sé fordæmalaust í þingsögunni, að formaður þing- flokks gefi forseta íslands vísvit- andi rangar upplýsingar og afleið- ingin sé sú, að sett hafi verið bráðabirgðalög án vitneskju um það, hvort þingmeirihluti væri fyrir þeim og væri það mjög alvarlegur atburður í íslenzkri þingsögu. Ólafur Ragnar mót- mælti þessum ásökunum, en Sig- hvatur ítrekaði það, að formaður þingflokks Alþýðubandalagsins hefði legið á þeirri vitneskju við forseta íslands, að einn af þing- mönnum flokks hans hefði ekki gert upp hug sinn til efnis bráða- birgðalaganna. Mbl. spurði Guðmund Bene- diktsson, ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneytinu, að því í gær, hvenær bráðabirgðalögin hefðu verið undirrituð. Hann kvaðst ekki geta sagt til um það ná- kvæmlega. Það hefði verið síðdeg- is á gamlársdag. Hins vegar kvaðst hann fullyrða, að farið hefði verið að lögum í hvívetna við setningu bráðabirgðalaganna. Það væri útgáfudagurinn, sem máli skipti, en ekki hvenær dagsins lögin væru undirrituð. Guðmund- ur sagði gang mála þann, að forsætisráðherra gerði tillögu til forseta um setningu bráðabirgða- laga og skrifaði hann um það tillögu, en síðan væri tillagan og texti laganna lögð í einu lagi fyrir forsetann. Þá hefði forsætirað- herra meðundirritað lögin. Forseti skrifaði fyrst á tillöguna: „Fellst á tillöguna" og síðan undirritaði forseti Islands lögin, en lagagildi fengju þau ekki fyrr en þau hefðu verið prentuð og það hefði fengizt með útkomu Stjórnartíðinda á gamlársdag. Áramótaspilakvöld Varðar á Sögu LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður heldur sitt árlega Áramótaspila- kvöld að Hótel Sögu í kvöld, sunnudagskvöld 4. janúar. klukkan 20.30. Að venju er spilað um mjög vegleg verðlaun, en einnig gildir aðgöngumiðinn sem happdrættismiði og er vinningur- inn flugfar til Kaupmannahafn- ar og til haka. Geir Hallgrímsson alþingismað- ur, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp. Skemmtiatriði verða þau að Hjálmtýr Hjálmtýsson og Mar- grét Matthíasdóttir syngja óperu- lög, við undirleik Gísla Magnús- sonar. Þá syngur Sigríður Hann- esdóttir gamanvísur við undirleik Aage Lorange. Að lokum leikur Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar fyrir dansi til klukkan 1 eftir miðnætti. Gest- ir eru hvattir til að koma stund- víslega svo unnt verði að hefja spilamennskuna á réttum tíma. Fjölmennið. (Fréttatilkynning frá Verði). Síðasti dagur afmælissýningar I DAG, sunnudag, lýkur 20 ára afmælissýningu Ásgrímssafns, sem staðið hefur frá 9. nóv. Á þessari sýningu eru mörg af úrvalsverkum safnsins og spannar hún yfir langt tímabil á ferli Ásgríms. Safnið verður lokað um tíma meðan komið er fyrir næstu sýningu þess, sem verður hin árlega skólasýning. Ásgríms- safn, Bergstaðastræti 74 er opið í dag kl. 1.30—4. Aðgang- ur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.