Morgunblaðið - 04.01.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
11
tilgangur þjóðgarðs er sá, að fólk
geti skoðað og notið landsins, þarf
að vera sæmilega greiðfært, þó
með þeim hætti að umferð raski
ekki kyrrð eða valdi mengun og
hávaða. Og ekki síst, að verndaðir
séu viðkvæmustu staðirnir, sem
ekki þola mikla umferð.
— Til þess að átta okkur á
hvernig mætti koma þessu fyrir,
fengum við náttúrufræðing, Helga
Hallgrímsson, til þess að gera
úttekt á þjóðgarðslandinu. En
síðar hafa þeir Einar Sæmundsen,
landslagsarkitekt og Stefán Örn
Stefánsson, arkitekt unnið að
skipulagi á grundvelli úttektar-
innar. I tillögum þeirra er mælt
með því að aðaltjaldstæði og
móttaka ferðamanna verði í utan-
verðu Asbyrgi, á landi sem liggur
mjög vel við umferð og þjónustu
og sem hentar mjög vel til upp-
græðslu. Enda er það stefna okkar
að leggja ekki fegurstu staði
landsins undir mannvirkjagerð, og
að sjálfsögðu gilda sömu lögmál
um okkar eigin starfsemi sem
annarra. Með þessu eigum við að
geta létt verulega á þeim tjald-
stöðum, sem hingað til hafa verið
notaðir, en þeir eru botn Asbyrgis
og Vesturdalur, þótt þar verði sem
Einar Sæmundsen, landslagsarkitekt og Helgi Hallgrímsson náttúru-
fræðingur að störfum í þjóðgarðinum.
— Annað höfuðatriði er að
leggja bílvegi um þjóðgarðinn,
heldur Árni áfram þar sem frá var
horfið fyrr í viðtalinu. Þarna var á
sínum tíma aðeins lélegur moldar-
slóði og ekki fært nema jeppum,
sem auk þess lá um viðkvæm og
athyglisverð svæði. Höfðu orðið
verulegar skemmdir af akstri út
fyrir þennan slóða, sem viidi verða
gjörsamlega ófær þegar rigndi.
Þegar þessi þáttur var skoðaður,
gerðum við ráð fyrir því að umferð
um þjóðgarðinn gæti margfaldast
á næstu árum og áratugum, og að
markmiðið yrði að gera fólki á
öllum bílum fært að helstu skoð-
unarstöðum þjóðgarðsins, en að
halda hávaða, ryki og öðru slíku í
lágmarki. Því var ákveðið að færa
umferðarþungann vestur fyrir
gljúfrin á land sem þolir vel slíkt
álag. Út frá þeim vegi eru síðan
afleggjarar að helstu útsýnis- og
skoðunarstöðum, og víða sést af
veginum sjálfum yfir þjóðgarðs-
landið og sveitina, sem ekki sást
frá gamla veginum. Með þessu
móti teljum við að almenningur
hafi greiðari aðgang að helstu
náttúruundrum þjóðgarðsins en
áður og fleiri geti notið hans. Og
að þrátt fyrir vaxandi umferð, sé
þessum viðkvæmu stöðum hlíft og
Margt býr í klettunum ef grannt er gáð. Hér er „Kristsmyndin“ i Vígabjargi í Forvöðum við Jökulsá.
fyrr frumstæðari tjaldstæði í
skógarjaðri. Þannig er gefinn
kostur á tvenns konar tjaldvist.
Fólk getur valið um að komast á
tjaldstæði með fullkominni þjón-
ustu og hins vegar að vera meira
út af fyrir sig í sem náttúru-
legustu umhverfi, en þá við frum-
stæðari aðbúnað.
Fleiri undur gljúfr-
anna aðgengileg
— Hvað um botninn í Ásbyrgi í
þessu sambandi?
— Innsti hluti Ásbyrgis er tví-
mælalaust ein helsta perla þjóð-
garðsins og að sjálfsögðu er stefnt
að því að sem flestir geti gengið
þar um og notið náttúrunnar. Það
getur því reynst nauðsynlegt að
draga úr tjaldvist þar, bæði til aö
hlífa gróðri skógarbotnsins og til
að skapa sem best næði til að
ganga þar og skoða sig um. Mér er
vel ljóst, að slíkar breytingar, hér
sem annars staðar, geta fallið
þeim þungt, sem hafa bundið
tryggð við þann stað, sem í hlut á.
En ég er iíka viss um, að flestir
fallast á að örlítil sjálfsafneitun
getur ráðið úrslitum um það,
hvernig til tekst með verndar-
störfin.
Tjaldstæði i Vesturdal. Hugm.vndin er að fólk geti valið um að komast á tjaldsta'ði með fullkominni
þjónustu eða verið út a( fyrir sig i náttúrulegu umhverfi. en þá við frumsta'ðan aðhúnað.
fólk geti haft þar sæmilegt næði.
Loks er svo gert ráð fyrir því að
gerðir verði göngustígar víðar um
þjóðgarðinn en nú er. Þannig verði
enn fleiri undur gljúfranna að-
gengileg en hingað til. Einhvern
tíma í framtíðinni kemur svo
kannski göngubrú á Jökulsá sjálfa
og þannig getur opnast hringleið
um allt þjóðgarðslandið.
Alvarlegur
uppblástur
— Og hvað um búskap innan
þjóðgarðsins?
— Við stefnum að sjálfsögðu að
sem allra bestri sambúð við íbúða
Kelduneshrepps, sem hafa átt
þarna upprekstrarland frá alda
öðli. Því er ekki stefnt að alfriðun
þjóðgarðslandsins, eins og mál
standa nú.
— Ekki þurfa menn þó lengi að
horfa á árangur skógverndar í
Ásbyrgi til að sjá, að freistandi er
að halda áfram friðunarstörfum í
þjóðgarðinum, heldur Árni áfram.
Og til athugunar er að girða t.d.
Hólmatungur og leyfa öllum þeim
gróðri að dafna, sem þar getur
þrifist. Að vísu erum við ekki
alltof hrifnir af girðingum á
útivistarsvæðum af augljósum
ástæðum, þær hindra umferð og
eru til lítillar prýði. Best væri að
ná slíkum markmiðum fram með
öðrum hætti, ef hægt er. Því er
ekki að neita, að alvarlegur upp-
blástur herjar á stór svæði innan
þjóðgarðsins. Það er kannski al-
varlegasta vandamálið, sem steðj-
ar að þjóðgarðinum við Jökulsár-
gljúfur. Þegar hægist um vegna
b.vggingar gestamóttöku, bíður
okkar mikið starf í samvinnu við
Keldhverfinga við að leggja á
ráðin um aukna gróðurvernd.
Andstæðar hug-
myndir um Jökulsá
— Þá komum við að siðasta
þættinum, sem þú nefndir, Árni,
mannvirkjagerð í Jökulsárgljúfr-
um?
— Ekki er því að leyna að uppi
eru andstæðar hugmyndir um
hagnýtingu Jökulsár á Fjöllum.
Náttúruverndarráð hefur fyrir
sitt leyti lagt til að Jökulsá verði
friðuð í gljúfrinu með fossum
sínum, enda er hætt við að gljúfrið
verði eins og draugaborg þegar
þetta mikla vatnsfall er þaðan
horfið og gnýrinn sem því f.vlgir.
Það er því stefna okkar að halda
sem allra lengst í þetta magnaða
náttúruundur.
— En hvernig á nú ferðafólk,
sem kemur þarna í þjóðgarðinn,
að vita um þetta allt og þekkja
þau mörgu undur, sem þarna er að
finna?
— Það er rétt, að fólk lætur sér
ekki nægja að dáðst að gljúfrun-
um, heldur fer það að velta því
fyrir sér hvernig þau hafi orðið til.
Þjóðsagan um það hvernig Sleipn-
ir myndaði Ásbyrgi með einu
duglegu sparki sýnir glöggt að
menn byrjuðu fljótt að velta fyrir
sér tildrögunum. Eitt meginhlut-
verk Náttúruverndarráðs í þjóð-
görðum er að hjálpa fólki til að
svala forvitninni og svara spurn-
ingum um allt frá nafni á blómi og
til þess að rekja náttúrusöguna,
hvernig þetta hefur allt orðið til.
Til dæmis er fæstum Ijóst að
Hljóðaklettar og Rauðhólar eru
myndaðir í sama gösinu. Að
Hljóðaklettar eru raunverulega
gígkjarnar úr Rauðhólum, sem áin
hefur hreinsað allt laust utan af.
— Bíddu aðeins við. Nú eru enn
að gerast atburðir í jarðsögu þessa
svæðis með jarðskjálftum og
gliðnun lands, sem mvnda nýjar
gjár..
— Já, og ný stöðuvötn, grípur
Árni inn í. Stuttu eftir umbrotin
fyrir fáum árum, sem leiddu til
þess að nýtt vatn myndaðist, var á
aðalfundi náttúruverndarsamtak-
anna norðlensku verið aö velta
fyrir sér nafni á þessu nýja vatni.
Þá stakk ég upp á því i grini að
skíra það eftir myndunarsögu þess
og kalla Skjálftavatn, sem líka
SJÁ NÆSTU SÍÐU