Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
VER<jLD
ATÓMVOPN
Samkvæmt upplýsingum sem ný-
lega komu frá Bandaríkjastjórn er
ljóst, að bandaríska þjóðin hefur á
undanförnum árum ekki verið leidd í
allan sannleikann um slys, sem orðið
hafa vegna kjarnorkuvopna. Banda-
ríska hermálaráðuneytið hefur kall-
að þessi slys dulnefninu „brotnar
örvar". Frá árinu 1945 hafa slík slys
orðið 26—36 sinnum og er það hálfu
meira, en hingað til hefur verið
álitið.
Þar að auki hafa orðið hundruð
minniháttar óhappa með kjarn-
orkuvopn. Dulnefnið fyrir þau er
Verður
„bogin spjót", en óhöpp, sem eru
ennþá lítilvægari eru kölluð „sljó
sverð".
Um það bil 10 „brotnar örvar"
hafa verið flokkaðar sérstaklega
vegna þess að þessi tilvik geta haft
stjórnmálaleg áhrif, að því er tals-
maður hermálaráðuneytisins segir.
Þessi slys hafa m.a. átt sér stað
þannig að kjarnorkuvopn hafa eyði-
lagzt og geislavirkt, krabbameins-
valdandi plúton dreifðist um byggðir
bandamanna Bandaríkjanna. Hins
vegar hefur Bandaríkjamönnum tek-
izt að halda þessum mistökum
leyndum.
Ein hinná „brotnu örva“, sem ekki
tókst að halda leyndri, var slysið, er
B-52 sprengjuflugvélin hrapaði í
Paiomare á Spáni árið 1966 með
þeim afleiðingum að plúton dreifðist
yfir víðlent svæði, og hreinsun þess
kostaði 50 milljónir dollara á þeim
tíma. Tveim árum síðar hrapaði
flugvél með svipuðum afleiðingum
skammt frá Thule á Grænlandi.
Hermálaráðuneytið leggur
áherzlu á, að engin hinna „brotnu
Launungin viröist einatt
af „atjórnmálalegum istœöum
örva“ hafi haft í för með sér
kjarnorkusprengingu vegna þess hve
varúðarráðstafanir séu rækilegar í
sprengjum og flaugum-.
En samkvæmt upplýsingum frá
bandarískum embættismanni skall
samt eitt sinn hurð nærri hælum að
ekki sé meira sagt. Það var árið 1961,
er sprengjuflugvél af gerðinni B-52
missti 24-megatonna kjarnorku-
sprengju yfir Goldsboro í Norður-
Karólínu í Bandaríkjunum. í
sprengjunni voru 6 öryggiskerfi, en
þegar hún lenti á jörðunni voru 5
þeirra óvirk og aðeins einn öryggis-
lás kom í veg fyrir að þarna yrði
kjarnorkusprenging og hún tvö þús-
und sinnum öflugri en sprengjan
sem varpað var á Hiroshima á sínum
tíma.
Þrátt fyrir þessar játningar sagði
talsmaður hermálaráðuneytisins, að
varúðarráðstafanir Bandaríkja-
manna hefðu reynzt vel.
En ýmsir telja, að hætta sé á fleiri
„brotnum örvum". Varnar-
málastofnunin í Washington, sem er
hugmyndabanki einstaklinga, segir,
að Bandaríkjamenn hafi nú þegar
yfir að ráða 31 þúsund kjarnorku-
vopnum af ýmsum gerðum.
Ymsir sérfræðingar telja óum-
flýjanlegt að á næsta áratug bætist
ýmsar þjóðir í hóp kjarnorkuvelda,
og aukist þar með stórlega hættan á
fleiri „brotnum örvum".
- RICHARD THAXTON.
banamein mannkyns
„brotin ör“?
HJARTASJÚKDÓMAR
Dæmið
gerist
flóknara
Samtímis því að dauðsföllum af
völdum hjartaáfalla hefur fækkað
mjög mikið í sumum löndum hefur
þeim fjölgað í öðrum, að því er
segir í nýrri skýrslu frá Alþjóða
heilbrigðisstofnuninni. Raunar
hafði verið vitað, að hjartasjúk-
dómum hafði farið fækkandi í
Bandaríkjunum en það kom á
óvart, að sama þróun hafði átt sér
stað víða annars staðar.
Þessar nýju upplýsingar, sem
taka til áranna 1968—77, hafa
slegið sérfræðinga svo út af laginu
að nú er fyrirhuguð ný rannsókn á
sérstökum svæðum í Evrópu,
Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og
e.t.v. Kína. í skýrslu Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar kemur fram,
að dauðsföllum af völdum hjarta-
Meö sumum þjóöum er
þetta allt aö lagast
áfalla hefur fækkað verulega í
Ástralíu, Belgíu, Kanada, Finn-
landi, ísrael, Nýja Sjálandi og
Noregi. I Búlgariu, Póllandi og
Júgóslavíu hefur þeim aftur á móti
fjölgað allískyggilega og nokkru
minna í Danmörku, Frakklandi,
Ungverjalandi, írlandi, Rúmeníu,
Norður-írlandi og Svíþjóð.
í flestum öðrum löndum, sem
skýrslan tók til, hafði engin breyt-
ing orðið á tíðni hjartaáfalla og
dauðsfalla af völdum þeirra. I
Belgíu og Japan, þar sem tiltölu-
lega fáir deyja vegna hjartaáfalls,
hafði enn dregið úr tíðninni, en á
írlandi og N-írlandi, þar sem
tíðnin er mikil, hafði enn sigið á
ógæfuhliðina.
Hjartasjúkdómar verða fiestum
að fjörtjóni víðast hvar um heim,
að því er segir í skýrslu Alþjóða
heilbrigðisstofnunarinnar. í
Bandaríkjunum eru þeir banamein
þriðjungs þeirra, sem falla frá, svo
að dæmi sé tekið. Dr. Zbynek Pisa,
sem veitir hjartasjúkdómarann-
sóknum Alþjóða heilbrigðisstofn-
unarinnar forstöðu, sagði í viðtali,
að ástæðan fyrir ýmist fækkun eða
fjölgun hjartasjúkdóma væri með
öllu ókunn.
Sumir vísindamenn hafa komið
með þá kenningu, að landfræði-
legar aðstæður ásamt lífsvenjum
fólks, reykingum, mataræði, kól-
esterolmagni í blóði og hreyfingu,
ráði hér mestu um. Pisa segir þó,
að vegna þess, að ekkert augljóst
samband sé á milli breytinga á
tíðni hjartasjúkdóma og breytinga
á lífsvenjum fólks sé hætt við
auknum deilum um þau atriði, sem
talin eru valda mestu um hjarta-
sjúkdóma.
- LAWRENCE K. ALTMAN
PRETTIR
Horn af nashyrningum hafa
löngum þótt eftirsóknarvert stofu-
stáss í Vestur-Evrópu, en nú er
svo komið, að þau eru nær ófáan-
leg. Af þeim sökum hafa menn
freistazt til þess að setja á markað
eftirlikingar úr plasti, og eru þær
seldar sem ósvikin horn. Nashyrn-
ingahorn eru einnig eftirsóknar-
verð á Austurlöndum, en þar
þykja þau hafa hagnýtt gildi og
lækningamátt og ástarkveikju.
Anne Cox, sem starfar hjá
þeirri deild uppboðsfyrirtækisins
Christie í Suður-Kensington í
London, þar sem má eru seld horn
villtra veiðidýra, segist hafa séð
furðulega góðar eftirlíkingar —
Nýlega munaði minnstu að við
keyptum nokkur horn sem ósvikna
vöru. En til allrar hamingju kom-
umst við að raun um að þau voru
úr plasti áður en við höfðum
Flest er nú
hægt
að falsa.J
gengið að kaupunum. — Verð á
ósviknum hornum er að jafnaði 10
sterlingspund, eða 14000 krónur
fyrir hvert pund, svo virðist sem
talsverður fjöldi manna safni
hornum villidýra. Þetta er yfir-
leitt fólk sem hefur ekki aðstöðu
til að fara sjálft á dýraveiðar og
kaupir einfaldlega horn og setur
þau upp á veggi hjá sér. Þetta
virðist vera stöðutákn í Vestur-
Þýzkalandi, — segir Anne Cox.
Fyrir skömmu var birt skýrsla
um nashyrningaveiðar. Höfundur
hennar var Dr. Esmond Martin,
sem starfar á vegum World Wild-
life sjóðsins og Alþjóðasambands
um verndun náttúru og náttúru-
auðlinda. Ýmis fyrirtæki hafa
sýnt náttúruverndarsjónarmiðum
vaxandi skilning og hið fræga
uppboðsfyrirtæki Sotheby í Bret-
landi vill ekki höndla með nas-
hyrningahorn vegna hættunnar á,
að þessari dýrategund verði út-
rýmt.
Eins og fyrr segir eru nashyrn-
ingshorn talin hafa annað og
veigameira gildi en að vera stöðu-
tákn hjá betri borgurum. í Suð-
Austur-Asíu eru þau talin geta
læknað hitasótt, hjartakvilla og
húðsjúkdóma. Þar getur kílóið af
þessari eftirsóttu vöru kostað allt
að 7.000 sterlingspund.
- DONALD WINTERSGILL
SPADOMAR
Gömul indíánakona frá N-Arizona.
„Jördin mun
umhverfast“
Gamli og lúni IIopi-
indíáninn frá Norður-Ariz-
ona sat fyrir utan ráðstefnu-
salinn í Rotterdam og heið
þess að tekið yrði fyrir
málið um indíánamorðin í
Perú. „Ég vil ekki vera að
hræða neinn.“ sagði hann.
~en á steintöflunum okkar
segir, að ragnarök séu í
nánd. Jörðin mun umhverf-
ast og þa*r hamfarir munu
aðeins maurarnir lifa af.
Kannski munu þeir verða
ættfeður nýs manns þegar
stundir líða.“
Þetta voru fjórðu Russell-
réttarholdin um örlóg ind-
íánanna í Ameríku og hvert
vitnið á fætur öðru sagði frá
fjöldamorðum, níðingsverk-
um og svikum. Það varð þó
fljótlega ljóst, að ekki var
eingöngu verið að fjalla um
mannréttindabrot og yfir-
gang einstakra ríkisstjórna.
Fulltrúar þessara gömlu
samfélaga voru að vara hið
iðnvædda þjóðfélag við og
leiða því fyrir sjónir, að það
væri komið langt með að
uppfylla hina gömlu spá-
dóma um ragnarök alls
mannkyns.
Menning indíána var í
nánum tengslum við náttúr-
una, sagði Phillip Deer, and-
legur leiðtogi Muskogee-
ættflokksins í Oklahoma.
Það var engin þörf á fangels-
um, geðveikrahælum eða lás-
um. „Evrópubúar hafa misst
sjónar á náttúrunni. Þeir eru
orðnir vanir því að láta
stjórnast af vekjaraklukk-
unni. Aðeins þeir, sem skilja
frumlögmál lífsins munu
erfa jörðina."
Shoshone-indíánarnir frá
Nevada þurftu ekki á neinum
slíkum yfirlýsingum að
halda: Bandaríkjastjórn hef-
ur farið fram á að þeir láti af
hendi 10.000 fermílur af
landi þeirra vegna „þjóðar-
hagsmuna" en þar á að koma
fyrir MX-eldflaugakerfinu
svokallaða. „Það er verið að
binda enda á lífshætti
okkar," sagði fulltrúi þeirra,
Pearl Dann. „Það er verið að
ógna lífríkinu. Landið er
blóðmjólkað meðan það get-
ur gefið eitthvað af sér án
nokkurs tillits til afleið-
inganna.“
Eftir því sem á leið réttar-
höldin og vitnaleiðslurnar
kom æ betur í Ijós sú aðför,
sem verið er að gera um
allan heim að síðustu griða-
stöðum frumstæðra samfél-
aga. Oftar en ekki eru þeir á
hrjóstruguin og afskekktuin
svæðum en þarfir hins iðn-
vædda þjóðfélags eru óseðj-
andi og eira engu. „Guð
skapaði heiminn fyrir alla en
ekki bara fyrir fáa útvalda,"
sagði indíáni frá Perú en
hann og hans fólk hafa verið
flutt nauðungarflutningi
tvisvar sinnum á þessu ári,
húsin brennd til grunna,
búfénaði og öðrum eigum
stolið og tveir úr hópnum
drepnir.
Maori frá Nýja-Sjálandi
með társtokkið andlit hélt á
eftirgerð af 140 ára gömlum
samningi við bresku krún-
una. „Við tókum ykkur sem
gestum en nú eruð þið búnir
að éta okkur út á gaddinn. Af
þeim 66 milljónum ekra, sem
voru okkar land, eru nú eftir
tvær og hálf. Japönsk fyrir-
tæki hafa skógana okkar á
leigu og allt okkar erfðagóss
er niðurkomið í Evrópu.
Stundum finnst mér sem
hjarta mitt ætli að bresta."
Við réttarhöldin urðu
margir til að beina spjótum
sínum að Bretum. Fulltrúi
ástralskra frumbyggja sagði,
að með komu þeirra þangað
hefði fagur draumur breyst í
martröð enda hefði frum-
byggjendunum verið slátrað
í þeim stíl, að jafnvel Hitler
og Pol Pot hefðu mátt
skammast sín. Kanadískur
indíáni mótmælti því harð-
lega, að frú Thatcher og
drottningin hefðu neitað að
ræða kanadísku stjórnar-
skrána og gengið með því á
rétt indíána. „Við höfum
aldrei afsalað okkur ættlandi
okkar, Kanada. Við eigum
það enn,“ sagði hann.
í dóminn vantaði einn
mann, Mario Juruna, leið-
toga Xavante-indíána í Bras-
ilíu, og var fjarvera hans
lýsandi dæmi um þá auknu
kúgun, sem Funai, brasilíska
indíánastofnunin, hefur beitt
sér fyrir að undanförnu.
Vitni sögðu frá Nambiqu-
arra-ættflokknum, sem á síð-
asta áratug hefur verið
sviptur næstum öllu sínu
landi; frá Yanomami-fólkinu
sem er sjúkt og volað vegna
innrásar vegagerðarmanna
og jarðabraskara, og frá
Aruak- og Tukano-fólkinu,
en því var haldið fram, að
trúboðar frá Slesíu hefðu
skipulega unnið að því að
uppræta menningu þess.
Russell-dómstóllinn hefur
ekki vald til að fylgja dómum
sínum eftir en við það eru
vonirnar bundnar, að unnt sé
að ýta svo við samvisku
mannanna, að hún vakni af
værum blundi.
- STUART WAVELL