Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 27
27 Kvlkmyndir eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Leikstjóri: Blake Edwards. Handrit: Blake Edwards. Myndatokustjóri: Frank Stan- ley. SýninKarstaður: Austurbæjar- bió. Loks er kyntröllið Bo Derek komið í bæinn. Gefst mönnum tækifæri til að skoða gripinn í Jólamynd Austurbæjarbíós „10“. Ég verð að játa að nokkur fiðringur var í sumum bíógesta þegar fyrirbrigðið birtist, enda eiginmaður Bo, John Derek bú- inn að undirbúa jarðveginn rækilega. Er ég ekki frá því að Bo sé jafnvel betur heppnuð hjá John Derek en t.d. fyrri eigin- konan hans Ursula Andress sem karl græddi þó vel á. Samt er stúlkan ekki ýkja fríð til munns- ins. Líkaminn er hins vegar rennilegur og vöðvarnir til dæm- is á fótunum eins og á antilópu, hefur ræktunin tekist vel að þessu leiti. Það er reyndar hrein unun að sjá Bo hreyfa sig, röddin er einnig silkimjúk og augun með rafurgrænni glóð. Hárið er sett upp líkt og á myndum Babiloníumanna. Raunar er öll persónan sveipuð huliðshjúp. Það er ef til vill of mikil áhætta að kynna persónuna bak við nafnið nánar fyrir áhorfendum? Hins vegar fá bíógestir að nálg- ast aðalleikara „10“ Dudley Moore. Og verð ég að segja að því nánar sem maður kynntist þeim ágæta manni því vænna þótti manni um kauða, slíkur galdra- leikari er hann. Dudley Moore leikur hér George nokkurn Webber sem er miðaldra tónskáld. Webber er einmitt á þeim punkti lífsins sem sumir kalla „síðara gelgju- skeiðið“. Þá ku mönnum finnast sem æskan sé að baki og nú sé um að gera að sanna karlmanns- þróttinn. Liggur þá ekki beinast við að snúa sér að ungum og ferskum blómarósum? Webber En er þetta ekki lífsins saga:. Menn leita drauma sinna á fjarlægri strönd en hafna að lokum við gamla túngarðinn, þar sem þeir leggjast og taka að jórtra; auðsveipir sauðir í eigin hjörð. Er sagan sem sögð er í „10“ þannig ekki sú sama og Laxness hittir Bo og býðst þar tækifæri til að sanna karlmennsku við undirspil Bolero Ravels. Bo hin alfrjálsa ástargyðja vekur hins vegar upp allar þær siðferðis- hömlur sem hinn miðaldra „tán- ingur" hefur hlaðið um hjarta sitt og að lokum fer allt í baklás. Er grátbroslegt að fylgjast með þegar Webber skríður aftur heim til sinnar gömlu vinkonu Samantha Taylor sem Sound of Music hetjan Julie Andrews leikur af húsmóðurlegu öryggi. segir okkur nú í Paradísar- heimt? Draumar Steins bónda og George Webber eru ólíkir en báðir snúa aftur heim. Annar að föllnu koti á hjara veraldar en hinn að opnum Rolls Royce Silver Shadow og villu í Beverly Hills, Summit Drive. Ólíkar um- búðir utanum einn kjarna. Þannig er ólíkt léttara yfir „10“ enda leikstjórinn Blake Edwards þekktur fyrir skemmtimyndir. Hver man ekki eftir Bleika Pardusinum? Blake er mjög tæknilegur brandarakall ef svo má að orði komast. Brandarar hans eru nauða ómerkilegir en birtast svo óvænt að hláturtaugarnar ná ekki að verjast. Er ég viss um að Edwards hefur oft hugsað til samtalsins milli Chaplins og leikritaskáldsins Charles Mac- Arthur en þar spyr sá síðar- nefndi: „Hvernig er best Chaplin að fá fram hlátur þegar maður lætur feita frú sem er á labbi niður Fifth Avenue, detta um bananahýði eins og þegar er búið að gera milljón sinnum? Gæti maður ekki til dæmis fyrst sýnt bananahýðið, þá feitu frúna nálgast. Næst þegar hún dettur ... eða fyrst feitu frúna þá bananahýðið og svo þegar hún dettur?“ „Hvorugt ...“ svaraði Caplin að bragði „... þú sýnir feitu konuna að nálgast, síðan ban- anahýðið, þá feitu konuna og bananahýðið saman, svo stígur hún yfir bananahýðið og hverfur niður uin gangstéttarop." Einföld lausn hjá Chaplin, en hvar verðið þið með flóknu lausnirnar eftir 50—60 ár, sann- arlega ekki á hvíta tjaldinu eins og litli maðurinn með stafprikið og kúluhattinn. „10“ verður væntanlega ekki á tjaldinu á þeim tíma en samt á hún erindi í skammdegið sem stundargaman, fyrir fullorðna. Þorkell Gislason. Skipaður borgarfógeti FORSETI íslands hefur að til- lögu dómsmálaráðherra skipað Þorkel Gíslason borgarfógeta við embætti Yfirbogarfógetans í Reykjavík frá 1. janúar sl. Þorkell tekur við starfi \sbergs Sigurðssonar, sem hefur verið skipaður deildarstjóri \ ið við- skiptaráðuneytið frá sama líma og mun hafa yfirumsjón með skrán- ingu hlutafélaga í samræmi við ný lög þess efnis, sem gengu í gildi um áramótin. Þorkell Gíslason er l(> ára gamall, fæddur í Re\l.javík 9. janúar 1934, sonur Gísla Þorkéls- sonar og Rannveigar Jónxlóttur. Hann varð stúdent frá MR 1954 og lauk lagaprófi frá HÍ 1900. Hann var um hríð lögreglustjori í Bol- ungarvík, var síðar fulltrui sýslu- mannsins í Stykkishólmi og hefur nú um nokkurra ára skeið verið fulltrúi yfirborgarfógeta. Kona Þorkels er Margrét Sjöfn Davíðsdóttir. Hafís er nokkuð yfir meðallagi Hafísrannsóknadeild Veður- stofu íslands sendi í gær eftirfar- andi frettatilkynningu og kort af legu hafíssins við strendur lands- ins. Meðfylgjandi kort sýnir hafís- inn í Islandshafi milli íslands, Grænlands og Jan Mayen í árslok. Kortið er dregið samkvæmt ís- könnun íslensku landhelgisgæsl- unnar norðvestur af íslandi, veð- urtunglamyndum og ýmsum öðr- um gögnum. ís er í meðallagi og meiri en um sama leyti í fyrra. Hafsvæðið, sem táknað er á myndinni með heildregnum ská- línum og hringjum, er þakið að 7 til 9 tíundu hlutum, en nær Grænlandi er sjór alþakinn. Lóð- rétt smástrik tákna nýmyndun. Brotalínur á auðu hafi austur af ísjaðrinum gefa til kynna í stórum dráttum, hvernig háttað er hita við yfirborð sjávar. Sjórannsókna- dpild Hafrannsóknastofnunar kannar um þessar mundir hita og seltu í sjónum norður af íslandi. Seltan ákvarðar ásamt hitanum eðlisþyngd sjávarins og þar með ísmyndunarskilyrði við ísland næstu mánuði. Fjölmiðlar Islendinga ættu að sýna mikinn áhuga á Islandshaf- inu öllu og rannsóknum á því. Stöðug vitneskja um hafísinn á Islandshafi er mikilvæg. Hafsvæði þetta var nýlega „lagt undir" Island með miklum látum. Þar eru miðin og þangað sækja menn björg í bú til hagsældar landi og lýð. Illt er þegar hafnir lokast, en það er landkrabbaháttur að láta sig einungis varða hafís í sjónmáli frá ströndum íslands. Þess ber einnig að gæta, að því meiri vitneskju sem menn hafa um hafís á íslandshafi hverju sinni, þeim mun minna kemur hann á óvart, þegar hann gerist nærgongull við strendur landsins. • •*••***•••*••••••••••••••••••••••?•••••••••••iíií•••iiii•••••••? •. A*iMt*l*«**M*t***********t*****tM#t*ltl***IV«*tMM*MI«*tttaZ^ • V* • 0 •••••••*••••••••••••••••••••••••••••••••••• m •••••••••• • •••• * I ~ • 9 A _............................................ .......................................................... 'r>* ::: Bridgeskólinn Bridgeskólinn ( »#••• »••• »#••* | Næstu námskeiö Bridgeskólans: LÆRIÐ BRIDGE A) fyrir byrjendur, hefst mánudaginn 12. janúar, 10 skipti, vikulega til 16. marz 0G BRIDGE FYRIR ALLA B) fyrir lengra komna, framhalds- og endurhæfingarnám- skeiö, hefst þriöjudaginn 13. janúar vikulega til 17. marz. >#••• >••••* #•••• #•••• Upplýsingasíminn er 19847 Innritun dagana 6., 7. og 8. janúar kl. 18.00 til 20.00 á kennslustaö í húsi Sparisjóös vélstjóra, Borgartúni 18. Spilaklúbburinn er opinn öllum fyrrverandi nemendum skólans á miövikudagskvöldum kl. 20.30 í félagsheimili > !••• { >••• I >••• «••• I >••• ( >••• flugfelagsstarfsmanna, Siöumula 11 ( ►#♦••• ( >•••*- ( >••*•■ ••••- •••- #•••*- #••••> •••*;.' ••;:* •v Bridgeskólinn s. 19847 Bridgeskólinn »• **••••••••••••••••■■••••••••••••••••••••••••••••••••«■• • •••••• • • • • • i _• **•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• • •••••• • •• • **••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••*•••••••• ••••••• ••• » •/•••••••••••••••••••••••*•••••••••••••••••••••••••••••••••••*«•*( *•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.