Morgunblaðið - 04.01.1981, Side 30

Morgunblaðið - 04.01.1981, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981 30 + Móöir mín, GUÐRÚN JÓNMUNDSDÓTTIR, lést 27. desember 1980. Jaröarförin ákveðin þriöjudaginn 6. janúar 1981 í Fossvogskirkju kl. 10.30. Jónmundur Jensson. Eiginmaöur minn, HANNES SVEINSSON, fyrrverandi veghefilsstjórí, Skriöustekk 23, Reykjavík, lézt 31. desember sl. Arndís Jónsdóttir. + Eiginmaöur minn op faöir okkar, RIKHARÐUR HALLGRÍMSSON byggingaeftirlitsmaöur, er lést á jólanótt, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 7. janúar kl. 3. e.h. Þórdís Stefánsdóttir og börn. + Eiginmaður minn og faöir okkar, SIGURDUR JÓHANNESSON, Njálsgötu 85, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 6. janúar kl. 1.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Landspítalans og Krabbameinsfélagiö. Ingibjörg Úlfarsdóttir, Anna Ósk Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Unnur Siguröardóttir, Ásta Nína Siguróardóttir, Bragi Hrafn Sigurösson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ELÍNAR ÞORKELSDÓTTUR. Valdimar Þórðarson, Þorkell Valdimarsson, Sigríður A. Valdimarsdóttir, Sigurður Valdimarsson, Bryndís Frióþjófsdóttir og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGURÐAR HARALDSSONAR, Ingjaldsstöóum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Bestu þakkir fyrir auösýnda samúö og skeyti viö útför ÓLAFS Þ. INGVARSSONAR, Baldursgötu 3B. Guð gefi ykkur gleöilegt nýár. Guórún Olafsdóttir og aórir vandamenn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför MATTHÍASAR JÓNSSONAR, Amtmannsstíg 5. Börn og tengdabörn. Þetta gerðist 4. janúar 1762 — Bretar segja Spáni og Napoli stríð á hendur. 1797 — Napoleon Bonaparte sigr- ar Austurríkismenn við Rivoli á Ítalíu. 1919 — Rússneskir bolsévíkar taka Riga, Lettlandi. 1921 — Indverska þingið kemur fyrst saman. 1932 — Japanir sækja að Shan- haikwan við Kínamúrinn — Neyðarástandslög á Indlandi. Kongressflokkurinn bannaður og Mahatma Gandhi handtekinn. 1935 — íbúar Saar samþykkja sameiningu við Þýzkaland. 1938 — Bretar fresta áætlun um skiptingu Palestínu. 1948 — Burma verður sjálfstætt lýðveldi. 1951 — Norður-Kóreumenn og Kínverjar taka Seoul, Kóreu. 1959 — Óeirðir brjótast út í Leopoidville, Kongó. 1978 — Fundur Jimmy Carters og Anwar Sadats í Aswan. 1979 — Fundur Jimmy Carters, James Callaghans og Valery Gis- card d’Estaings á Guadeloupe. Afmæli. James Usher, írskur biskup fræðimaður (1581 — 1656) — Jakob Grimm, þýzkur þjóð- sagnafræðingur og málfræðingur (1785-1863). Andlát. 1941 Henri Bergson, heimspekingur — 1958 Ralph Vaughan Williams, tónskáld — 1960 Albert Camus, rithöfundur - 1965 T.S. Eliot, skáld. Innlent. 1656 d. Þorlákur Skúla- son biskup — 1883 d. Jón landrit- ari Jónsson — 1891 d. Konráð Gíslason prófessor — 1907 Hér- aðsskólinn að Núpi tekur til starfa — 1917 Fyrsta íslenzka ráðuneytið tekur við stjórn — 1969 Stórbruni á Akureyri — 1961 d. Björgvin Guðmundsson tónskáld. Orð dagsins. Stefnur eru eins og mannfólkið — þær snúa aftur til upphaflegra heimkynna sinna — Giovanni Ruffini, ítalskur rithöf- undur (1807-1881). Þetta gerðist 5. janúar 1477 — Orrustan við Nancy. Svisslendingar sigra og fella Karl djarfa af Búrgundi. 1809 — Bretar og Tyrkir semja um Dardanellasund. 1895 — Þýzki eðlisfræðingurinn Wilhelm Röntgen kunngerir upp- götvun röntgengeisla. 1899 — Aguinaldo hershöfðingi krefst þess að Bandaríkin veiti Filippseyjum sjálfstæði. 1919 — Uppreisn Spartakista hefst í Berlín — Flokkur þjóðern- isjafnaðarmanna stofnaður í Þýzkalandi. 1929 — Alexander konungur I nemur stjórnarskrá Júgóslavíu úr gildi og tekur sér alræðisvald. 1964 — Páll páfi VI og Benedikt- os patriarki hittast í Landinu helga — fyrsti fundur páfa og patriarka rétttrúnaðarkirkjunnar í fimm aldir. 1969 — Rússar senda ómannað geimfar til Venusar. 1972 — Brezkum hermönnum veitt aukið svigrúm til að skjóta skæruliða á Norðurírlandi. 1976 — Sjónvarp leyft í fyrsta sinn í Suður-Afríku. Afmæli. Konrad Adenauer, þýzk- ur kanzlari (1876—1967) — Juan Carlos de Borbon y Borbon Spán- arkonungur (1937 —). Andlát. 1589 Catherine de Medici Frakkadrottning — 1762 Elísabet keisaradrottning af Rússlandi — 1858 Josef Radetzky, hermaður — 1922 Ernest Shacídeton, land- könnuður — 1941 Amy Johnson, flugmaður. Innlent. 1874 Stjórnarskráin gef- in út — 1959 Fjórir farast í flugslysi á Vaðlaheiði — 1965 Útför Ólafs Thors — 1972 Cessna flugvél nauðlendir við Engey — 1979 Fyrsta breiðþota íslendinga kemur — 1874 f. Jón Krabbe. Orð dagsins. Diplómat er maður, sem man eftir afmælisdegi konu, en aldrei hvað hún er gömul — Robert Frost, bandarískt skáld (1874-1963). SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Pilturinn vinur minn er „gæðablóð“. Ilann er alltaf að tala um atriði eins og siðgæði og verðmæti, en ég botna ekkert í þess konar tali. Honum finnst eg hafi ekki neina „kjölfestu“, en eg er ung og þrái að njóta lífsins. Haldið þér, að eg ætti að slíta sambandinu við hann? Mér býður í grun, að þú verkir frekar á piltinn þinn eins og áskorun en að hann beri til þín rómantískar tilfinningar. Þér finnst, eins og mörgu æskufólki nú á dögum, að kjölfesta sé gamaldags orð og óþarft í köldum og hraðfara heimi. En þú ættir, stúlka mín, að taka þér tíma til að lesa mannkynssöguna, og þá kemstu að raun um, að það eru einmitt menn, sem höfðu fasta skapgerð og þunga kjölfestu, sem gerðu heiminn svo úr garði, að hér er líft, en ekki ólíft. Ef þið, unga fólkið, farið ekki að reyna að „botna í“ orðum eins og siðferði, verðmæti og hegðum, stefnum við heiminum í hreina vitfirringu. Eg hef helgað krafta mína því hlutverki að predika fagnaðarerindið um Jesúm Krist, ekki vegna þess að eg er alinn upp á kristnu heimili, heldur af því að eg hef komizt að raun um, að Kristur getur gefið mönnum kjölfestu. Eg veit vel, að sumir segjast fylgja honum, en eru ekki annað en skrípamynd raunverulegra lærisveina Krists og nota heitið „kristinn" til að hylja yfir vonzku sína. En eg hef séð með eigin augum frámunalega lítilsiglt fólk umbreytast í menn, sem mátu mikils orðin siðferði, heiðarleika og mann- gæzku, og það var allt að þakka trúnni á Jesúm Krist. + Þökkum innilega samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐLAUGAR K. KRISTINSDÓTTUR, Hólsvegi 6, Bolungarvík. Eyjólfur Júlíusson, Guómundur H. Eyjólfsson, Bjarni Aóalsteinsson, Guörún Kristjánsdóttir, Sigurrós F. Elíasdóttir og barnabörn. Hershöfð- ingi myrt- ur á ítaliu Rómaborg, 2. janúar. AP. MEÐLIMIR Rauðu her- deildanna á Ítalíu myrtu Enrico Galvaligi hershöíð- ingja á gamlárskvöld. Morðingjarnir dulbjuggu sig sem sendla og fóru að íbúð hershöfðingjans. Þeg- ar hann kom til dyra skutu þeir hershöfðingj- ann umsvifalaust. Enrico Galvaligi var næstæðsti maður herfögreglunnar og var yfirmaður öryggiseft- irlits í fangelsum þar sem fjölmargir dæmdir hermd- arverkamenn eru hafðir í haldi. I orðsendingu Rauðu herdeild- anna segir, að Galvaligi og Gio- vanni D’Urso, dómari, en hann er einn helsti yfirmaður fangelsis- mála á Ítalíu, hafi verið nánir samstarfsmenn og fulltrúar „kúgunar borgarastéttarinnar". Sandro Pertini, forseti Ítalíu, batt endi á heimsókn sína til Frakklands þegar Galvaligi var myrtur og hann var viðstaddur útför hershöfðingjans. Meðal þeirra sem fylgdu Galvaligi til grafar var Arnaldo Frolandi, forsætisráðherra landsins. Hermdarverkamenn Rauðu her- deildanna hafa koinið upp víð- tæku upplýsinganeti til að velja fórnarlömb sín. Einn helsti hers- höfðingi landsins, Umberto Gap- uzzo, skýrði frá þessu í blaðavið- tali. „Þau sapnindamerki sem við höfum aflað okkur henda til, að þeir (hermdarverkamennirnir) hafi komið víðtæku upplýsinga- neti og búi sig vandlega undir ódæði sín auk þess að þeir velja sem fórnarlömb þá, sem eru auðveld skotmörk," sagði hers- höfðinginn í blaðaviðtali. liASIMINN KK: pA 22480 'sjí JHaruimblnbiti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.