Morgunblaðið - 04.01.1981, Page 31

Morgunblaðið - 04.01.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981 31 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR í dag ætla ég ekki að koma með mataruppskriftir, heldur öliu fremur verkuppskriftir. Og hvað er nú það? Eitt og annað i sambandi við eidhús- verkin, sem e.t.v. getur komið einhverjum að gagni. Ég er a.m.k. sannfærð um, að það er gagnlegt að hugleiða þessa hlið eldamennskunnar. Ég vona að þið hafið átt ánægjuleg jól, þakka ánægju- leg samskipti á liðnu ári og óska ykkur innilega gleðilegs árs... Til þess að okkur líði vel við matseldina, er ekki aðeins nauð- synlegt að við höfum áhuga á því sem við erum að gera. Það þarf einnig að fara sæmilega vel um okkur. Þið skuluð ekki álíta, að með þessu eigi ég við að eldhúsin sem annars erum vön bólstruð- um hægindum. íhugið málið vel, næst þegar þið takið ykkur hníf í hönd við eldhússtörfin. Haldið hæfilega fast um hnífinn. Það þarf engin meginátök ti að hafa stjórn á honum. Hin hendin á að hvíla laust á því sem þið eruð að skera, þó þannig að það sé stöðugt. Síðan skerið þið og gætið þess að halda handleggnum eins af- slöppuðum og þið getið. Það er líklega óþarfi að taka það fram, að hlutverk axlanna er ekkert annað en að vera afslappaðar á sínum stað. Hugsið ekki aðeins um þetta meðan þið skerið fyrstu sneiðarnar, heldur allan tímann. Hafið einkum aðgát á öxlunum. Þær hafa ótrúlega tilhneigingu til að spennast upp þeim til að skilja eigin hreyf- ingar. Það er reyndar svo kúnst- ugt, að allt fram á á kynþroska- aldurinn finna börn sitt bezta verklagið nokk sjálf. En upp úr því virðast þau missa þennan hæfileika og þá er gott að hafa gætur á þeim. En það þarf varla að segja foreldrum unglinga, að fólk á þeim aldri er ekki alltaf tilbúið til að taka hollráðum sér eldri og reyndari, svo það er rétt að gera þetta í léttum dúr. En það þarf fleira til, ef eldhússtörfin eiga að vera auð- unnin. Því miður eru eldhúsinn- réttingar í alltof ríkum mæli tízkufyrirbæri, sem er nokkuð undarlegt með jafnmikilvægan vinnustað. Einu sinni var t.d. í tízku að eldhúsborð væru lág. Hávaxið fólk þarf að bogra við slík borð, og það er ekki nein heilsubót. Ef þið ráðið ekki sjálf VIÐ ELDHUSBORÐH) eigi að vera glæsilegar vistar- verur, búnar fullkomnustu tækj- um og áhöldum, sem völ er á. 0, nei og nei... Það sem ég á við er að þið beitið líkamanum rétt. Hvernig farið þið að, þegar þið sneiðið t.d. gulrót? Grípið þið hnífinn traustataki svo að hnú- arnir hvítna, spennið alla hand- leggsvöðvana, keyrið höfuðið niður á milli spenntra axlanna og læsið tánum í gólfið? Það kannast sennilega ýmsir við þessa lýsingu, því kunnugir segja að alls kyns vöðvabólga sé ein af aðal meinsemdum okkar, og stífna um leið og hugurinn fer á flakk ... Þessi afslöppuðu vinnubrögð eiga auðvitað ekki aðeins við þegar við handleikum hnífinn. Hafið þetta Hka í huga þegar þið hrærið í pottum, þvoið upp eða vinnið þau önnur störf, sem falia til i eldhúsinu. Og vel á minnzt, þó það sé ekki mitt svið, þá sakar ekki að hafa þetta í huga við öll ykkar störf, hver sem þau eru. Vöðvabólgur nútímafólks stafa vist örugglega ekki aðeins af óheppilegum vinnubrögðum í eldhúsinu ... Því segi ég þetta: Athugið hvernig þið beitið Hkamanum við störf ykkar og reynið að vinna þau öll með sem minnstri áreynslu. Ef þið fylgið þessu út í yztu æsar uppskerið þið ríku- lega, á því er enginn vafi. Ef þið eruð með börn á ykkar snærum, fylgizt vel með þeim og hjálpið innréttingu, getur verið úr vöndu að ráða. Ef eldhúsborðið er aðeins svolítið of lágt, er ráð að fá sér væna plötu til að leggja ofan á það. Platan er þá eins og vænt skurðarbretti, og þar á reynið þið að vina sem mest, þe. skera, hræra og annað slíkt. Þetta getur hjálpað að nokkru leyti en eftir sem áður er vaskurinn væntanlega of lágur. Við því kann ég ekkert ráð, nema að gæta þess að uppþvotturinn dreifist nokkuð jafnt á alla fjölskyldumeðlimi, ef þeir eru fleiri en einn. Og svo bakæfingar og leikfimi... Ég hef séð mjög góðar úrbæt- ur í gömlu eldhúsi, þar sem borðplatan var mjög lág. Borð- platan var tekin af og undir hana settur breiður rammi, hæfilega breiður til að hækka hana. Þetta var einkar laglegt, auk þess sem þetta var beinlínis lífsnauðsyn. Hafið svona úrbæt- ur i huga, ef þið eruð óánægð með eldhúsið hjá ykkur. Oft er það svo í húsum, að upprunalega innréttingin hæfir þar vel og aðeins þarf að laga hana að nýjum íbúum. Ef þið eruð að innrétta eldhús, athugið þá vel ykkar gang. Borðhæðinni getið þið ráðið, bæði með þykkt borðplötunnar, ef litlu skeikar, en þó einkum með sökklunum sem eru settir undir skápana. En það er ekki aðeins borð- hæðin, sem skiptir máli. Þeir hlutir sem við notum í eldhúsinu þurfa að eiga sér skynsamlegan stað. Þeir sem við notum mest, eiga þá að vera þar sem við getum náð þeim án þess að beygja okkur. Og ef þið þið þurfið að beygja ykkur, beygið þá hnén en ekki bakið. Það er gott að ofninn sé upp á vegg, en ekki niðri við gólf, ef hægt er að koma því við. Annað tæki er þó mun verra viðureignar, en það er uppþvottavélin, sem æ fleiri hafa. Langflestar uppþvottavél- ar eru á gólfinu við hliðina á vaskinum. Það að raða í vélina er ærið slæmt fyrir mjóhrygg- inn. Við þessu er fátt að gera, annað en að hafa verkaskipti við vélina og eins að raða öllu í vélina í einu. Vegna þess að sett er í vélina nokkrum sinnum á dag árið út og árið inn er þetta ótrúlega slítandi. Hafið því í huga að raða skynsamlega í eldhúsið, svo þið þurfið sem minnst að bogra og beygja ykkur, og þá fyrir alla muni í hnjánum en ekki í baki eða mjóhrygg. Það hæfir vel að byrja nýtt ár með góðan ásetning í huga. Hvernig væri því að bæta eld- hússiði sína, ekki sízt ef þið getið uppskorið bætta líðan á einfald- an hátt... Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaöi Lögbirtinga- blaðsins 1980, á Birkihvammi 18. — hluta —, þinglýstri eign Karls Benediktssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. janúar 1981 kl. 10:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1980, á Hamraborg 6 — hluta —, þinglýstri eign Sportborgar hf., fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. janúar 1981 kl. 10:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 96. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1979, á Hamraborg 22 — hluta —, þinglýstri eign Guðmundar Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. janúar 1981 kl. 14:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 96. tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1979, á Þverbrekku 2, — hluta —, þinglýstri eign Róberts Róbertssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 13. janúar 1981 kl. 16:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1979, á Vatnsenda, þinglýstri eign Magnúsar Hjaltested, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. janúar 1981 kl. 15:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1980, á Hraunbraut 37, þinglýstri eign Jóns Inga Júlíussonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. janúar 1981 kl. 11:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Utsala elle Buxur Flauel — kaki — galla Blússur Peysur Allt nýjar og nýlegar vörur Ath.: Saumum buxur eftir máli. Skólavörðustíg 12. sími 11506.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.