Morgunblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
tri0nw®íllíifeií>
21. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Níu þingmenn til
liðs við Jenkins
London, 26. jan. — AP.
NÍU þinKmcnn Verkamanna-
flokksins Keniíu i lið með „fjór-
menningaklikiT hæKrimanna i
flokknum i da«. ok lýstu yfir
stuðninKÍ við „Lýðra“ðisjafnaðar-
ráð“ þeirra, sem stjórnmálaflokk-
Gíslarnir
við messu
West Point, 26. jan. AP.
BANDARtSKU gislarnir og
fjölskyldur þeirra sóttu þakk-
arKjörðarmessu i kapellu
herskólans I West Point og
Kislarnir sungu sálmana, sem
hjálpuðu þeim að lifa af þreng-
ingarnar i Iran. Einn gfslanna
fyrrverandi. Kathrayn Koob,
kallaði cndurhcimt frelsi sitt
„ástarbað“.
í Washington skrifaði Ronald
Reagan forseti undir tilskipun
um að næsti fimmtudagur skuli
verða þakkargjörðardagur þjóð-
arinnar vegna endurheimtar
gíslanna.
Þeir gíslanna, sem kæra sig
um skýra þjóðinni frá reynslu
sinni á blaðamannafundi í
fyrramálið, en fara svo til
Washington, þar sem ríkis-
stjórnin mun tjá þeim þakklæti
sitt fyrir 14* l/i mánaðar fórn,
sem var þröngvað upp á þá.
Sex þúsund gestum er boðið
að verða við athöfnina á lóð
Hvíta hússins og 600 munu vera
við móttöku í Hvíta húsinu.
ar spá að verði fjórði stjórnmála-
flokkurinn i Bretlandi.
Vaxandi klofningur í Verka-
mannaflokknum eykur líkur Mar-
garet Thatcher forsætisráðherra á
að haldast við völd um árabil, þrátt
fyrir núverandi óvinsældir ríkis-
stjórnar íhaldsflokksins.
Roy Jenkins, fyrrverandi vara-
leiðtogi Verkamannaflokksins, og
þrír aðrir hægrisinnar hófust
handa um helgina að skipuleggja
flokksbrot sitt. Þótt fjórmenn-
ingarnir skildu ekki algerlega við
flokkinn var því spáð í dag, að nýr
lýðræðisj afnaðar man naf lokkur
yrði stofnaður fyrir næsta sumar.
Auk Jenkins eru í fjórmenninga-
klíkunni David Owen, fv. utanríkis-
ráðherra, Shirley Williams, fv.
menntamálaráðherra og William
Rodgers, fv. landvarnaráðherra.
Hinir óánægðu þingmenn Verka-
mannaflokksins birtu stutta yfir-
lýsingu eftir fund í skrifstofu
Owens og blaðið New Standard
segir að hún „gæti breytt yfir-
bragði brezkra stjórnmála". Þeir
hétu því að „berjast hver fyrir sig
og í sameiningu, innan þings og
utan, fyrir málstað lýðræðisjafnað-
arstefnu".
Fréttaskýrandi The Guardian,
Peter Jenkins, sagði í dag, að sigur
vinstrisinna á flokksþinginu á
laugardaginn væri „þríþætt áfall
fyrir Verkamannaflokkinn", sem
byði upp á „fullkomið tækifæri" til
að stofna nýjan stjórnmálaflokk.
Sjá einnig bls. 47.
Arabar bjóða
PLO hergögn
Taif, Saudi Arrabtu, 26. jan. AP.
LEIÐTOGAR múhameðstrúarrikja
ræddu i dag á fundi sinum i Taif
tillögu um að einangra ísrael hjá
SÞ og veita palestinskum skærulið-
um hernaðaraðstoð.
I tillögunni segir að stefna beri að
því að beita vini ísraels þrýstingi til
að neyða Gyðingaríkið til þess að
hætta hernámi arabískra svæða,
sem voru hertekin í stríðinu 1967.
Sagt er, að múhameðstrúarríki
eigi að beita öllum hernaðarlegum,
pólitiskum og efnahagslegum ráð-
um, þar á meðal olíuvopninu, til að
berjast fyrir réttindum Palestínu-
manna.
Ef tillagan verður samþykkt munu
múhameðstrúarríki heita Frelsis-
samtökum Palestínu (PLO) hergögn-
um og sérfræðiaðstoð og beita sér
fyrir samræmdri stefnu þeirra ríkja,
sem liggja að Israel.
Aðildarríki Arababandalagsins
hafa þegar skuldbundið sig til að
veita Jórdaníu og Sýrlandi 2,5 millj-
arða dollara aðstoð á ári til þess að
tryggja hernaðarviðbúnað ríkjanna,
og auk þess PLO 150 milljónir
dollara.
Vegna innbyrðis ágreinings ríkj-
anna þykja litlar líkur á því, að
áskoranir Khaleds konungs um ein-
ingu og aðgerðir geti orðið að
veruleika. Vegna ágreiningsins og
versnandi sambúðar Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna sagði Kurt Wald-
heim, framkvæmdastjori SÞ, á fund-
inum í dag, að horfur á lausn
deilumála í Miðausturlöndum væru
alls ekki góðar.
íranar sækja ekki fundinn vegna
stríðsins við íraka. Stærstu and-
spyrnusamtök Afghana tilkynntu
fundinum í dag að þau mundi
leggjast gegn öllum tilraunum til að
leysa Afghanistanmálið án beinnar
þátttöku þeirra.
I Washington sagði talsmaður í
kvöld, að Reagan-stjórnin væri að
endurskoða alla stefnu Bandaríkj-
anna gagnvart Miðausturlöndum, en
það þyrfti ekki endilega að tákna
breytingu.
Frá flóðunum í Suður-Afríku. Þjóðvegurinn milli Ilöfðaborgar og Jóhannesarborgar hefur rofnað á
nokkrum stöðum.
Gífurleg flóð í
Suður-Afríku
Jóhannesarborx. 26. jan. AP.
HUNDRUÐ manna misstu hcimili
sín og óttazt er að rúmlega 100
hafi farizt í flóðum, sem fylgdu i
kjölfar úrhellisrigningar i hérað-
inu Karoo i suðvesturhluta Ilöfða-
fylkis i Suður-Afriku.
P.W. Botha, forsætisráðherra,
sagði á þingi, að ástandið væri
„alvariegt“ og þyrlur hefðu verið
sendar með hjúkrunargögn, lyf,
matvæli, tjöld og rúm til Laings-
burg, lítils markaðsbæjar, þar sem
öll mannslátin hafa orðið af völd-
um flóðanna.
Ríkisútvarpið í Suður-Afríku
sagði, að flóðin í Karoo, sem er
flatlent svæði, þekkt fyrir þurrka
og með býlum þar sem stunduð er
hveitirækt, sauðfjárrækt og
nautgriparækt, væru talin mesta
slys af völdum náttúruhamfara í
sögu Suður-Afríku.
Enn er unnið að því að meta tjón,
sem hefur orðið á heimilum, býlum,
brúm, vegum og járnbrautarlínum,
en samkvæmt bráðabirgðatölum
nemur það milljónum dollara.
99
Mafíósar“
teknir fastir
Reggio Calabria. 26. jan. AP.
ÍTALSKA lögreglan segist
hafa handtekið 123 menn sem
eru grunaðir um að vera félag-
ar úr Mafíunni i Calabria-
héraði á Suður-Ítalíu og hafa
tekið þátt í fjárkúgunum,
mannránum og öðrum glæp-
um.
I hópi hinna handteknu er
Concretta Rottura, sem er
grunuð um að vera vinkona
Michelangelo Franconieri, sem
er grunaður um að vera foringi
undirheimanna. Lögreglan hef-
ur árangurslaust leitað að
Franconieri í 25 ár.
Buffels-áin (Vísundaá), sem
venjulega er aðeins 30 jnetra breið,
flæddi yfir bakka sína og flóðbylgja
skall á bæinn Laingsburg, sem er
256 km norðaustur af Höfðaborg.
Fréttamaður suður-afríska sjón-
varpsins, sem flaug í þyrlu til
Laingsburg, sagði að eyðileggingin
væri „aldeilis ótrúleg". Hann
sagði, að þegar flóðin stóðu sem
hæst í dag hefði aðalþjóðvegurinn,
sem liggur um Laingsburg og tengir
Jóhannesarborg og Höfðaborg, ver-
ið 10 metrum undir vatni.
A knattleiksvelli bæjarins sást
aðeins glitta í marksúlurnar þar
sem þær stóðu upp úr leðjunni,
sagði fréttamaðurinn. Hann sagði,
að venjulega sæist aldrei vatn í
Laingsburg, en á síðastliðnum sól-
arhring hefði þorpið næstum því
skolazt í burtu.
Leðjuhaugar og brak hamla
björgunarstarfinu og leitinni að
likunum.
Mótmæli stúdenta í
Póllandi breiðast út
Varsjá. 26.Jan. AP.
VERKALYÐSLEIÐTOGINN Lech Walesa fór í skyndi í dag til bæjarins
Rzeszow 1 Suðaustur-Póllandi til að reyna að koma í veg fyrir árekstra
milli yfirvalda og 300 reiðra verkamanna og bænda, sem eru í
setuverkfalli, og jafnframt hvatti stjórnmálaráð kommúnistaflokksins til
aðgcrða til að leysa eínahagsvandann.
Mótmæli stúdenta breiðast auk
þess út í borginni Lodz og ókyrrðin í
Póllandi er því greinilega að færast
á nýtt stig. Samkvæmt fréttum frá
Lodz hófu um 2.000 stúdentar í
háskólanum þar setuverkfall fyrir
einni viku og síðan hafa um 1.000
stúdentar við læknadeildina farið að
dæmi þeirra. Setuverkföll eru ráð-
gerð í tveimur öðrum háskóladeild-
um.
Stúdentar krefjast þess, að ríkis-
stjórnin geri ýmsar tilslakanir, til
dæmis að skyldunám í marxisma,
heimspeki og hagfræði verði lagt
niður og útilokað verði með öllu að
lögreglu sé beitt f háskólum til að
halda uppi lögum og reglu.
Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að
vinnustöðvun milljóna Pólverja á
laugardaginn hafi kostað 1,5 millj-
arða Zlotya ( um 150 milljónir
dollara) og jafnframt kom stjórn-
málaráðið saman til fundar til að
fjalla um ástandið.
í tilkynningu, sem var gefin út
eftir fundinn, sagði að stjórnmála-
ráðið hefði skorað á ríkisstjórnina
að gera nákvæma úttekt á tíðum
fjarvistum verkamanna, svo að unnt
yrði að gera nauðsynlegar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir að
efnahagsástandið héldi áfram að
versna.
Tilkynnt var í dag, að svokallað
ríkissamvinnuráð kæmi saman til
fyrsta fundar síns í þessari viku í
Rzeszow. Upphaflega átti að halda
fundinn í Gdansk á miðvikudag eða
fimmtudag, en vegna ástandsins í
Suðaustur-Póllandi var ákveðið að
fundurinn skyldi fara fram þar.
1 Rzeszow hafa bændur og verka-
menn frá um 30 svæðum gengið í lið
með bændum og verkamönnum, sem
hafa hreiðrað um sig í fyrrverandi
aðalstöðvum ríkisverkalýðshreyf-
ingarinnar. Þeir bera fram 70 kröf-
ur, flestar þeirra staðbundnar, en
aðalkrafan er sú, að leyfð verði
stofnun verkalýðshreyfingar
bænda, svokallaðrar Sveita-
Samstöðu.
Verkfalli er hótað, ef ríkisnefnd
með samningsumboð kemur ekki
fyrir hádegi á morgun til bæjarins. í
ráði er að fyrst verði gerð verkföll í
nokkrum verksmiðjum, en síðan í
héraðinu öllu frá og með 28. febr.,
sem hefur verið lýstur dagur sam-
stöðu bænda með verkamönnum.