Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Reykja Megi VR a tíö vera vettvang- ur i sókn til bœttra lífskjara Hátíðarrœða Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR Magnús L. Sveinsson flytur hátiðarræðu sina i afmælishófinu á HÓtel SöKU. I.josm. Kristján Góðar gestir og félagar. Ég vil bjóða ykkur öll hjartan- lega velkomin á þessa afmælishá- tíð, sem haldin er í tilefni af 90 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem er eitt elsta félags landsins. Það var hinn 27. janúar 1891, að 33 menn komu saman í kaffihús- inu „Hermes", sem Þorlákur 0. Johnsson rak að Lækjargötu 4, og stofnuðu Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Mikili meirihluti stofnenda fé- lagsins voru verzlunarmenn, þ.e. a.s. launþegar í verzlunarstétt. Þeir voru 22, kaupmenn voru hins vegar 5, 3 verzlunarstjórar, 1 veitingamaður, 1 kennari og 1 póstritari. Uppistaðan í félaginu við stofn- un þess voru því verzlunar- og kaupsýslumenn og þannig var það sameiginlegt félag launþega og vinnuveitenda í þessari atvinnu- grein allt til ársins 1955, að félagið varð hreint launþegafélag. Frumkvæði að stofnun félagsins átti Þorlákur 0. Johnsson, sem starfaði í Reykjavík sem verzlun- arþjónn upp úr 1875, en gerðist síðar umsvifamikill kaupmaður. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Th. Thorsteinsson, en hann var þá að hefja verzlunar- rekstur í Reykjavík og varð síðar einnig þekktur sem umsvifamikill útgerðarmaður. Þeir sem í dag eru á miðjum aldri og hafa meginhluta ævi sinnar lifað ár tækninnar og hraðans, sem sífellt fer vaxandi, eiga erfitt með að gera sér í raun grein fyrir þeirri þjóðfélagsmynd, sem forfeður okkar og mæður lifðu við fyrir 90 árum síðan þegar V.R. var stofnað. Reykjavík var þá lítill bær með aðeins 2—3 þúsund íbúa. Nærri má því geta, að félagslíf bæjarins hafi verið fábrotið á þessum tíma. Stofnun V.R. hefur því verið talinn merkur viðburður og kær- kominn, ekki síst fyrir það, að meðal félaga V.R. voru mennta- og framámenn þjóðfélagsins, sem höfðu góða hæfiieika til forustu. Má þar nefna auk Þorláks 0. Johnsson og Th. Thorsteinsson, sem áður er getið, þá Björn Jónsson, ritstjóra, síðar annan fyrsta ráðherra á íslandi, Sigfús Éymundsson bóksala og Tryggva Gunnarsson, athafnamanninn mikla. Samkvæmt fyrstu lögunum, var tilgangur félagsins að leitast við að efla samheldni og gæta hags- muna félagsins. Fyrstu áratugina var starfsem- in einkum fólgin í fyrirlestrahaldi og umræðum um sameiginleg hagsmunamál. Sem dæmi um mál, sem sér- staklega voru tekin fyrir og rædd í félaginu má nefna: verzlunar- löggjöfina, verzlunarnám, eftir- laun og tryggingar verzlunar- manna, stofnun verzlunarbanka, launamál verzlunarmanna, af- greiðslutíma verzlana, sem var til umæðu strax á fyrsta ári félags- ins. Afgreiðslutíminn til umræðu 1891 Það var hinn 17. apríl 1891, að Þorlákur O. Johnsson kom á fundi með þá áskorun til kaupmanna, sem voru í félaginu, að þeir gengjust fyrir því að búðum væri lokað kl. 8, því ekki væri það gott fyrir verzlunarmenn að standa í búð frá kl. 6 á morgnana fram tii kl. 9 og 10 á kvöldin, en vera svo við íþróttir fram yfir miðnætti. Það er merkilegt, að þessi orð Þorláks 0. Johnsson eiga ekki síður við í dag en fyrir 90 árum síðar, nema e.t.v. að því leyti, að ég vil ekki fullyrða að algengt sé að afgreiðslufólk stundi almennt íþróttir fram yfir miðnætti. Óhætt er að fullyrða, að umræð- ur og fyrirlestrar í félaginu á sínum tíma, hafa í mörgum tilfell- um fyrr eða síðar leitt til fram- kvæmda, sem haft hafa ómetan- lega þýðingu fyrir verzlunarstétt- ina og reyndar landsmenn alla. V.R. stofnaði V erzl u narskólann í því sambandi vil ég t.d. nefna að í kjölfar slíkra umræðna, stofn- aði V.R. ásamt Kaupmannafélag- inu Verzlunarskóla íslands, sem tók til starfa haustið 1905 og hefur starfað æ síðan. Verzlunarskólinn hefur útskrif- að þúsundir manna, sem sett hafa mikinn svip á þjóðlíf okkar og mótað það með beinum og óbein- um hætti. Margir, sem þaðan hafa útskrif- ast, hafa gegnt miklum valda- og áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Fullyrða má, að menntun verzl- unarstéttarinnar með stofnun Verzlunarskólans rétt upp úr aldamótum, hefur haft afgerandi þýðingu fyrir hversu farsællega Islendingum tókst að taka verzl- unina í eigin hendur eftir margra alda verzlunareinokun og áþján útlendinga. En slíkt var eitt af forsendum þess, að landið hlaut sjálfstæði. Strax á fyrstu árunum kom félagið sér upp myndarlegu bóka- safni, sem rekið var um langan tíma. Snemma var stofnaður hús- byggingarsjóður, sem var grund- völlur að því, að V.R. eignaðist sitt eigið féiagsheimili 1939, að Von- arstræti 4. Var þar um nokkurra ára bil rekinn einhver vinsælasti veitingastaður borgarinnar. Er ekki ósennilegt, að yfir kaffibolla þar hafi margar þýð- ingarmiklar ákvarðanir verið teknar. Með kaupum á þessari húseign, var í raun lagður grunnur að núverandi húseign V.R. 1939 byrjar félagið að gefa út tímaritið „Frjáls verzlun", sem komið hefur út æ síðan, en síðasta áratuginn á vegum Frjáls fram- taks. Auk þess að blaðið var baráttu- vettvangur stéttarinnar, hefur með útgáfu þess varðveizt ómet- anlegur fróðleikur frá fyrri árum um verzlun og viðskipti. Eigaiallir, sem að útgáfu þess hafa unnið, frá því fyrsta til þessa dags, miklar þakkir skyldar. Stofnað var byggingarsam- vinnufélag V.R., sem stóð fyrir byggingu íbúða eftir seinni heims- styrjöldina. Frídagur verzlunarmanna er fyrst haldinn 1894 og hefur árlega verið haldinn síðan og njóta nú flestar stéttir frís þennan dag. Árið 1935 var stofnuð sérstök launþegadeild innan félagsins og hlaut hún heitið „Starfsmanna- deild". Var hugsunin sú, að hún væri hreint stéttarfélag launþega í verzlunarstétt. Þetta mun vera fyrsti áþreifan- legi vísirinn að myndun hreins launþegafélags verzlunarmanna. 1945 eru síðan stofnaðar þrjár launþegadeildir innan V.R., þ.e. Skrifstofumannadeild, Afgreiðslu- mannadeild og Sölumannadeild. Þrátt fyrir stofnun þessara deilda fara allar helztu umræður um Aðeinsgóðar minningar... Hann er fæddur Vestur- bæingur og býr þar enn. Hann hefur alla tið unnið þar og svo er hann KR-ingur! Gunnar Magnússon, framkvæmdastjóri i Héðni, er fæddur árið 1923, sonur Magnúsar Þórðasonar, sjómanns og konu hans Jónu Jónsdóttur. Hann kláraði Verzl- unarskólann 1943, byrjaði að vinna i Héðni árið áður og hefur unnið þar siðan. Ungur gaf hann sig að félagsmálum og hefur nú fengið i harminn gullmerki Verzlunarmannafé- lags Reykjavikur. Vonarstræti 4 — Ég var kosinn í stjórn VR árið 1944, segir Gunnar, og varð þar brátt gjaldkeri. Það var verulega gaman að fá að starfa í VR — margir ágætismenn þar og mjög samhentur hópur. Fé- lagsáhugi var þá gífurlegur og ævinlega fullt útúr dyrum á aðalfundum VR. Það var ansi mikið félagsiíf í þá daga og alltaf líka troðfullt á afmælishátíðum VR á Hótel Borg. Svo minnist maður alltaf hinna árlegu jóla- trésskemmtana. Þá átti VR Vonarstræti 4 og rak þar félagsheimili. Það hafði verið keypt 1940 og var Friðþjóf- ur heitinn Johnson aðaldriffjöð- urin í því. Á skólaárum mínúm í Verslunarskólanum var Von- arstræti 4 vinsælasti skemmti- staðurinn í Reykjavík. Alltaf fullt á böllunum og kvöldvökun- um, og þar var líka fæðissala. En um 1946 tók að draga úr aðsókn- inni og reksturinn gerðist ábata- lítill. Þá var ákveðið að leigja utanaðkomandi aðilum húsið og eftir það var Vonarstræti 4 aldrei sem áður. VR seldi húsið seinna. Frjáls verslun og skólanefnd VR Já, ég fór í ritnefnd Frjálsrar verslunar árið 1948 og sat þar með Baldri Pálmasyni og fleiri góðum mönnum. Ritstjóri varð ég svo 1950 með Njáli vini mínum Símonarsyni. Þegar VR varð að algeru launþegafélagi 1955, sættust kaupmenn á að ganga úr félag- inu með því skilyrði að tilteknar eignir VR rynnu til Verzlunar- skóla íslands. Það varð úr, en í staðinn hélt VR sínum skóla- nefndarmanni í Verzlunarskól- anum. Ég sat í skólanefnd VÍ fyrir hönd VR í skólanefnd Verzlunarskólans frá árinu 1955 til ársins 1973. Mörgum kaupmanninum sárn- aði breytingin, þeir vildu að VR yrði áfram það sem það hafði verið — eingöngu menningarfé- lag. Víst er það, að ákveðin starfsemi datt niður innan fé- lagsins eftir að það varð laun- þegafélag. Einu sinni t.d. kom VR upp vísi að bókasafni, sem félagsmenn voru farnir að nota en það hefur nú lagst af. Starf- semin beinist nú orðið skiljan- lega næstum alfarið að kjara- málum. Styrktar- og sjúkrasjóður Það var árið 1964, sem það stóð til að leggja Styrktar- og sjúkrasjóð verslunarmanna í Reykjavík niður, en þá voru einungis þrjú ár í aldarafmæli hans. Ég var ákveðið á móti því að hann yrði lagður niður og það var svo samþykkt á félagsfundi Gunnar Magnússon i.jóxm. Rax. að halda sjóðnum við. Og sjóður- inn er enn við lýði. En ég var gerður að formanni hans, þarna árið sem ég talaði gegn því að hann yrði lagður niður og var það alls ekkert ætlunin. Styrktar- og sjúkrasjóðurinn er elsti starfandi félagsskapur kaupsýslu- og verslunarmanna á íslandi, stofnaður 24. nóvember 1867. Ég held það sé leitun á því, að nokkur félagsskapur geti rak- ið sögu sína jafn nákvæmlega og Styrktar- og sjúkrasjóður versl- unarmanna í Reykjavík — en allar fundargerðarbækur og sjóðbækur hans hafa varðveist fram á þennan dag. Félagar sjóðsins hafa ávallt verið helstu framámenn verslun- arstéttarinnar á hverjum tíma — en öllu verslunarfólki er frjálst að gerast sjóðsfélagar. Félagar hafa verið um 1250 frá upphafi og 300 þeirra eru nú á lífi. Sjóðurinn byggist á frjálsum framlögum félagsmanna og gegnir því hlutverki að styrkja sjúka verslunarmenn, sem eru félagar í sjóðnum og ekkjur látinna sjóðsfélaga. Sjóðurinn úthlutar þessum styrkjum fyrir hver jól, og fyrir síðustu jól nam styrkveitingin milli sex og sjö hundruð þúsund g.kr. en eignir sjóðsins eru nú um 220 þúsund nýkrónur (22 millj. g.). Ég á mjög góðar minningar frá þeim árum sem ég starfaði í VR og þar hafa alltaf valist hæfir menn til forystu, eins og Guðjón Einarsson, Guðmundur H. Garðarsson og Magnús L. Sveinsson. Á 90 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykja- víkur á ég ekki annað að færa félaginu, en hugheilar óskir um samheldni félagsmönnum og allri þjóðinni til heilla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.