Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
Matthías Bjarnason, ív. sjávarútvegsráðherra, flutti
fróðlegt yfirlitserindi á ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins
um sjávarútvegsmál í lok síðustu viku. Hér fer á eftir
fyrri hluti þessa erindis en síðari hluti þess verður
væntanlega birtur í Mbl. á morgun.
Staöa sjávar-
útvegsins
Hver er staða íslenzks sjávar-
útvegs í okkar þjóðfélagi? Hvernig
stendur hann í samkeppni við
aðrar þjóðir? Þetta eru spurn-
ingar sem leita fyrst á hugann
þegar maður fer að ræða um
sjávarútvegsmál. Fyrri spurning-
unni verður svarað í sem fæstum
orðum á þá leið, að sjávarútvegur-
inn er undirstaða atvinnulífsins,
útflutningsins og efnahagslegrar
stöðu þjóðfélagsins af þeirri einu
ástæðu að hann er langstærsti
atvinnuvegur okkar og hann er
það sem aðrar greinar atvinnulífs-
ins byggja stöðu sína á og þá ekki
síður samfélagið eða ríkissjóður.
Þegar við lítum á samkeppnis-
stöðu íslenzks sjávarútvegs gagn-
vart þeim sem við keppum við um
sölu á sjávarafla, þá er ólíku
saman að jafna. Margar fiskveiði-
þjóðir greiða útgerð sinni og
vinnslu mikla ríkisstyrki, en ís-
lenska samféiagið greiðir ekkert
til sjávarútvegsins. Hann verður
að standa á eigin fótum í sam-
keppni við erlenda aðila, sem
njóta styrkja úr sínum ríkissjóð-
um. Þetta er í stuttu máli staða
sjávarútvegs í okkar þjóðfélagi.
Samt heyrum við, að þráfaldlega
er á því stagazt að sjávarútvegur-
inn njóti fríðinda og styrkja frá
íslenzka ríkinu. Sjávarútvegurinn
nýtur engra styrkja. Hann verður
að standa á eigin fótum og eins og
ég sagði áðan í harðri samkeppni
við niðurgreidda framleiðslu
en á síðustu árum hefur þeim
farið ört fjölgandi og aukin
menntun hefur átt sér stað í
sambandi við fiskvinnslu og stjórn
útgerðar. Þetta eru ánægjulegar
breytingar, sem ber að fagna.
Ríkisvaldið á hverjum tíma hef-
ur mikil áhrif á stöðu sjávarút-
vegs, hvernig er að honum búið á
hverjum tíma, og þar hefur
mönnum sýnzt sitt hvað í þeim
efnum og hvernig þar hafi verið
unnið. En þrátt fyrir það að nú
syrti í álinn í rekstri sjávarútvegs,
þá hafa verið unnir stórir og
Matthias Bjarnason,
alþingismaður.
1967, að þá veiddu erlendar þjóðir
53,5% af bolfiskaflanum.
Það var sjáanlegt að þrátt fyrir
að árið 1972 hafði fiskveiðilögsag-
an verið færð út í 50 sjómílur,
þyrfti að halda áfram og stíga
róttækt skref hvað sem hver segði.
Sjálfstæðisflokkurinn lagði á það
höfuðáherzlu í sambandi við
samninga um myndun ríkisstjórn-
arinnar, sem tók við í ágústlok
1974, að fiskveiðilögsagan yrði
færð út í 200- sjómílur, en sam-
starfsflokkurinn vildi bíða átekta
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna til næsta árs en að
lokum náðust samningar um það,
að reglugerð yrði gefin út 15. júlí
1975 um útfærslu fiskveiðilögsögu
okkar í 200 sjómílur. Þar með var
fiskveiðilögsagan stækkuð úr 216
þús. ferkm í 758 þús. ferkm og var
þessi ákvörðun sú mikilvægasta,
sem tekin hefur verið. í fyrsta lagi
til þess að tryggja lífsafkomu
þessarar þjóðar og í öðru lagi til
þess að ráða sjálfir yfir 200
sjómílna hafsvæði umhverfis ís-
land. Þessi ákvörðun átti eftir að
draga dilk á eftir sér, því að við
vorum fyrstir hér í hinum vest-
ræna heimi, sem stigum þetta
mikilvæga skref. Viðbrögð þeirra
þjóða sem hér höfðu stundað
veiðar í allt að 6 aldir voru
mótmæli og aftur mótmæli, sem
fylgt var eftir, eins og allir þekkja,
með tilstyrk herskipa að halda
áfram að veiða innan íslenzkrar
fiskveiðilögsögu.
En við skulum líta yfir farinn
veg. Ég nefndi áðan, að árið 1967
fiskveiðilögsögu 6 mánuðum síðar.
Með þeim sama samningi fengum
við tryggingu fyrir því að tolla-
samningur sá er við höfðum gert
við Efnahagsbandalag Evrópu
tæki gildi frá 1. júlí það ár. Eg
minnist nú þeirra mótmæla sem
þá áttu sér stað og tveir stjórn-
málaflokkar stóðu að og kröfðust
þess, að Alþingi yrði kallað sam-
an, því að þeir töldu, að hér hefði
verið gerður stórfelldur svika-
samningur, sem yrði til skaða
fyrir land og þjóð um langa
framtíð og töldu að Bretar myndu
ekki fara úr íslenzkri fiskveiði-
lögsögu. Þessi boðskapur varð að
engu. Bretar fóru út eins og um
var samið og tollasamningurinn
tók gildi. Það var lítið gert úr
gildistöku þessa samnings af
mörgum andstæðingum okkar
sjálfstæðismanna, en tollasamn-
ingurinn gaf okkur í tollafríðind-
um á sl. ári á milli 11—12
milljarða kr. Þessi samningur
hefði trúiega ekki tekið gildi, ef
samningurinn við Breta hefði ekki
verið gerður.
Sú ríkisstjórn sem sat á þessum
árum eyddi löngum tíma í land-
helgismálið og þurfti að taka
vandasamar og erfiðar ákvarðanir
í sambandi við það. Henni tókst að
koma þessu máli heilu í höfn.
Eftir sitjum við með þrjá samn-
inga: í fyrsta lagi samning við
Belga, sem smám saman fjarar út
með gömlum skipum, sem þeir
gera hér út og fara ekki fram á
annað en fá að halda útgerð þeirra
áfram og veiða hér takmarkað
magn. Lítils háttar samningur við
Norðmenn, sem skiptir þá engu og
okkur sama sem engu. Samningur
við Færeyinga, nágranna okkar og
frændur, sem nú nýlega hefur
verið framlengdur.
Ég hef alltaf verið stuðnings-
Matthías Bjarnason:
Brottför
útlendra
mikilvægasta
fiskverndaraðgerðin
Framtak einstaklinga aflgjafinn í sjávarútvegi
margra keppinauta okkar um sölu
á fiskafurðum.
Það er athyglisvert, að sjávarút-
vegurinn er byggður upp af ein-
staklingum og félagasamtökum
þeirra. Útgerðin er að verulegu
leyti í höndum einstaklinga og
félaga. Sama er að segja um
fiskvinnsluna, allar greinar henn-
ar að undanskildum örfáum bæj-
arútgerðum. Hverjir eru þessir
einstaklingar, sem standa í farar-
broddi fyrir íslenzkan sjávarút-
veg? Flestir menn sem standa í
fararbroddi í sjávarútvegi hafa
lifað og starfað við sjávarútveg
frá blautu barnsbeini. Það er
áberandi að sjómenn, sem hafa
unnið sig áfram á sjónum, síðan
gerzt eigendur í útgerð, eru lang-
fjölmennastir í sambandi við
stjórnun útgerðar og fiskvinnslu í
þessu landi.
Fram til þessa dags má því
segja að skóli forvígismanna
fyrirtækja í sjávarútvegi á íslandi
hafi verið hinn harði skóli lífsins,
skólinn á sjónum, skólinn við
fiskvinnsluna. Langskólamennt-
aðir menn hafa verið örfáir í
sjávarútvegi fram á þennan dag,
miklir sigrar. Eg get ekki látið hjá
líða að minnast þess, að frá
árunum 1947—1956 voru sjávar-
útvegsráðherrar allan þennan
tíma úr Sjálfstæðisflokknum. Á
þessu tímabili hófst uppbyggingin
eftir stríðið, á þessu tímabili voru
sett landgrunnslögin, sem við höf-
um byggt á allar okkar aðgerðir í
landhelgismálinu. Á síðustu 25
árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn
farið með forystu í ríkisstjórn í 12
ár, en hann hefur aðeins farið með
sjávarútvegsmál í 4 ár á þessu
aldarfjórðungstímabili, árin
1974-1978.
Afliútlendinga
við ísland
Af því að ég þekki af vissum
ástæðum vel til þessara starfa á
þessum árum, þá langar mig að
draga hér upp nokkra mynd af því
sem helzt gerðist og hvernig
staðan var þegar að var komið í
ágústlok 1974. Bátaflotinn var þá
rekinn með miklum halla, togara-
flotinn, einkum stóru togararnir,
höfðu ekki rekstrargrundvöll,
frystiiðnaðurinn og aðrar greinar
útflutningsframleiðslu áttu við
mikla örðugleika að etja. Verðfall
hafði orðið á flestum mörkuðum
okkar, en verðlag á innfluttri vöru
tii sjávarútvegsins, einkum olíu,
fór sífellt hækkandi. Það þurfti
því að gera margar og víðtækar
breytingar, en erfiðast var það að
verðfallið hélt áfram allt árið
1975, en fór ekki að rétta við fyrr
en í ársbyrjun 1976.
Auk verðfallsins olli það
mönnum mestum áhyggjum, hve
aflinn fór síminnkandi og vil ég
nefna, að á árinu 1970 varð
botnfiskaflinn samtals 820 þús.
lestir, en á árinu 1974 fór hann
niður í 650 þús. lestir og árið þar á
eftir niður í 628 þús. lestir. Hitt,
sem olli mönnum miklum áhyggj-
um var hve erlendar þjóðir tóku
gífurlega hátt hlutfall af þessum
afla.
Erlendar þjóðir hafa lengst
af veitt um og yfir 50% af
bolfiskaflanum og þarf ekki að líta
lengra aftur í tímann en til ársins
hefðu erlend ríki veitt hér af
bolfiskaflanum 53,5% 1973, tveim-
ur árum eftir útfærsluna í 50
sjómílur, var veiði þeirra 41,1%.
En 1978 voru veiðar útlendinga
komnar niður í 4,6% og eru nú á
sl. ári komnar niður í 3,67%, en
þær veiðar eru með frjálsum
samningum okkar íslendinga við
þrjár þjóðir.
Árangurinn sem náðist með
þessum hætti lagði grundvöllinn
að aukningu okkar í fiskveiðum,
grundvöllinn að betri rekstri fyrir
íslenzka útgerð og þar með fyrir
þjóðina í heild.
Oslóarsamningurinn
Samningur okkar við Breta, sem
gerður var í Osló árið 1976, er
einhver stærsti sigur sem við
íslendingar höfum unnið í sjálf-
stæðisbaráttu okkar frá því að
ísland varð lýðveldi 17. júní 1944.
Með þeim samningi skuldbundu
Bretar sig að fara út úr íslenzkri
maður þessara þriggja samninga
alveg jafnt á meðan ég var í stjórn
og nú sem stjórnarandstæðingur.
Ég breyti ekki um skoðun eftir því
hvernig vindurinn blæs hverju
sinni. Ég iefyi mér að hafa sömu
skoðun á málum hvort sem ég er í
stjórn eða stjórnarandstöðu. Belg-
ar brutu ísinn fyrir okkur í
Efnahagsbandalaginu, Færey-
ingar eru nágrannar okkar og
vinir. Við myndum hljóta fyrir-
litningu annarra þjóða, ef við
rækjum þá út úr íslenzkri fisk-
veiðilögsögu með öllu. Samningur
við Norðmenn er undir stjórn
sjávarútvegsráðherra á hverjum
tíma. Læt ég svo útrætt um
samninga við útlendinga og um
þennan þátt fiskveiðilandhelginn-
ar.
Fiskverndaraðgerðir
Að sjálfsögðu var mikilvægasta
fiskverndaraðgerðin að losna við
veiðar útlendinga úr 200 sjómílna
fiskveiðilögsögu. En samhliða því
höfum við tekið upp ströng ákvæði
um stjórnun veiða til verndar
ofveiddum eða fullnýttum fisk-