Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 17 Trjádrumbum landað úr einum fossa Eimskipafélagsins við Reykja víkurhöfn i gær. Verkamannafélagið Dagsbrún átti sjötíu og fimm ára afmæli í gær, og hefur þess verið minnst með margvíslegum hætti. Morgunblaðið leitaði í gær til nokkurra verkamanna, félaga í Dagsbrún, og spurði þá álits á kaupi og kjörum, og fleiru því er að þeim lýtur nú, hvað sem ræður hástemmdum hátíðarræðum og glasaglaumi á stórafmælum. . Kalt var í veðri og slagveðursrigning, er blaðamaður og ljósmyndari voru á ferðinni við Reykjavíkurhöfn og Sundahöfn, og ekki var að sjá að afmælisdagurinn byði upp á mikla tilbreytingu í lífi þeirra er eru grundvöllur félagsins og hefur verið allar götur frá stofnun. Það var kuldalegt inn við Sunda- höfn í gær, þar sem Dagsbrún- armenn unnu við lestun og losun skipa, enda virtust veðurguðirnir ekki hafa áhyggjur af 75 ára Aðeins utar! Aðeins utar! afmæli Dagsbrúnar. ffi heima! fór aðallega í land vegna þess að ég var orðinn hálf slappur, veikur í maga.“ Sigurður sagðist lítið vilja tjá sig um kjörin, vinnuaðstöðuna eða félagið, Dagsbrún. „Ég sæki lítið fundi, og það gera víst alltof fáir, sjálfsagt væri hægt að ná meiri árangri ef menn skiptu sér meira af félagsmálum en nú er.“ — En hvað með 75 ára afmæli Dagsbrúnar, fórst þú í afmæl- iskaffið? „Nei, ekki gerði ég það nú, enda hef ég nóg kaffi heima hjá mér!“ Sigurður Árnason handleikur mjölpokana, ekki alla mjög létta að því er virðist. Sigurður Árnason: Ahuga- leysið er það versta við „LAUNIN verða að duga, ef þau gera það ekki verður maður að vinna meira eða þá að herða sultarólina," sagði Sigurður Árnason. félagsmaður í Dags- brún, sem Morgunblaðsmenn hittu við Reykjavíkurhöfn i gær, þar sem hann var að stafla mjölsekkjum á palla. „Ég hef verið í Dagsbrún í um 20 ár," bætti Sigurður við, „og mér sýnast kjörin vera svona svipuð og þau hafa verið, ekki verri held ég. Nei, ég nennti nú bara ekki í Dagsbrúnarafmælið, ég var að vinna allan laugardaginn, og svo Dagsbrún þessi kuldi úti. — En það versta við félagið er annars hvað menn eru áhugalausir um það, sinntu menn því meira væri sennilega um betri kjör að ræða hjá okkur en raun ber vitni. Menn ræða ekki mikið þjóðmál hér, og kemur það sjálfsagt til af því, hve menn eru í mörgum stjórnmálaflokkum og hafa mis- jafnar skoðanir á hinum ýmsu málum. — Varðandi 7% kjara- skerðinguna segi ég það fyrir mína parta, að ég sætti mig við hana. Það verður að lækna verð- bólguna, þótt það hafi nú gengið illa undanfarið.“ Jón Ragnarsson við vinnp sína við Sundahöfn í gær. Hann sagðist vera frá Akureyri, en hefði þó búið hér sunnan heiða i fimmtiu ár. Jón Ragnarsson: Vil ekki segja allt sem mér finnst um „Ég hef verið í Dagsbrún í um það bil átta ár. og kjörin eru að ég held mjög svipuð nú og þau voru er ég kom fyrst í félagið," sagði Jón Ragnarsson, sem við hittum þar sem hann var við vinnu sína í einum skála Eimskipafélagsins við Sunda- höfn í gær. „Það er hins vegar alveg augljóst," sagði Jón ennfremur, „að það er mun betra að lifa núna en fyrir 50 árum er ég fór að vinna fyrir mér." Jón kvaðst yfirleitt ekki sækja fundi Dagsbrúnar, „enda er það alveg tilgangslaust," sagði hann. Dagsbrún „Ég vil nú helst ekki segja allt sem mér finnst um Dagsbrún, en ekki er ég ýkja hrifinn af þeim félagsskap." — Hver er skoðun þín á vísitöluskerðingunni, sem ríkis- stjórnin hefur boðað núna í mars? „Ég veit það varla, verst er líklega að þetta er allt til einskis, ástandið lagast ekkert. En svo mikið veit ég, að það væri eitthvað talað um þetta ef Sjálf- stæðisflokkurinn væri í stjórn. Hætt er við að þá gengi eitthvað á, en nú er allt samþykkt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.