Morgunblaðið - 27.01.1981, Page 19

Morgunblaðið - 27.01.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 19 eykjavíkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ara — voru yfirleitt handhefluð hér heima. Þá mætti nefna sykur og kaffibaunir og ýmislegt fleira sem flutt var í minna magni — að ógleymdu spritti. Bakkabrennivín — hrafnaskítsvatn Með skipunum kom alltaf veru- legt magn af spritti — eða óblönd- uðu áfengi — á tunnum. Það var svo blandað með rennuvatni af þaki verzlunarhúsanna — þess vegna var það almennt kallað hrafnaskítsvatn á Eyrarbakka en Bakkabrennivín annars. Það voru alltaf sömu mennirnir sem höfðu það embætti að blanda vatni í brennivínið, man ég. Þessir blönd- unarmenn drukku svo mikið við starf sitt að þeir rétt gátu staðið á fótunum. Það var sagt að þeir „hlæðu" tvisvar á dag — þ.e. drykkju sig óvinnufæra tvisvar á dag. Fyrrihluta dags þegar þeir voru orðnir svo útúr drukknir að þeir rétt komust heim um hádegið, þá sváfu þeir úr sér það mesta en fóru svo í blöndunina aftur og voru orðnir þéttfullir að kvöldi. Maður sér á þessu að starfsfólki leiðst ýmislegt þá ekki síður en nú, því þessir sömu menn héldu emb- ættinu ár eftir ár. Þegar sprittið hafði verið bland- að var því hellt í geysistórar ámur sem voru kallaðar uxahöfuð og stóðu frammi í verzluninni. A þeim voru þrískiptir kranar, var einn stúturinn fyrir flöskur, annar fyrir kúta en sá þriðji fyrir tunnur. Siggi fjórði Það var fastur siður að sá sem fyrst sá til er þau komu á vorin fékk gefins þriggja potta brenni- vínskút hjá Lefolii-verslun. Ég man að það var karl sem kallaður var Siggi fjórði sem alltaf tókst að koma, fyrstur auga á skipin og hreppa kútinn. Auknefnið hafði hann af embætti sínu sem var að vera fjórði aðstoðarmaður beykis- ins í þorpinu. Meðal annars sá hann um að salta lax og ýmislegt tilfallandi í sambandi við tunnu- smíði. Hvað var svo flutt út með skipunum? „Það var ull, saltfiskur og lýsi. Auk þess var flutt út saltað kindakjöt á haustin. Ullin var flokkuð, sem var mikið verk, og síðan troðið í stóra ullarballa. Fiskurinn sem fluttur var út var flattur, sólþurrkaður saltfiskur og einnig nokkuð af pækilsöltuðum laxi. Þá var flutt út þorskalýsi en ekki í miklu magni og einnig saltað kindakjöt sem Norðmenn keyptu mikið af fyrir fiskiflota sinn. Ull var flutt til verzlunarinnar á hestalestum — frá einu stóru sveitaheimili gátu verið tíu áburð- arhestar klyfjaðir ull í lest. Sumir komu mjög langt að — ullarferðin var t.d. mikill leiðangur fyrir Skaftfellinga, gat tekið um þrjár vikur og ekki var óalgengt að bændur þyrftu að bíða í tjöldum við búðarvegginn í 2 til 3 daga áður en þeir gátu fengið af- greiðslu. Þeir létu sig hafa það þessir karlar. Hvað tóku þeir svo út? „Það var korn, skeifnajárn og hóffjaðrir, kramvara og ýmislegt fleira — að ógleymdu brennivíni á kútinn. Gildari bændur keyptu sumir heila tunnu — 110 potta. — Á haustin keypti verzlunin slát- urfé, sá um slátrun á því og söltun. Tómthúsmenn á Eyrarbakka keyptu sér sláturfé á fæti fyrir veturinn og slátruðu sjálfir. Það var mjög tíðkað að útgerðarmann skiptu við bændur á sláturféi og fiski. Hvernig voru lífskjör almenn- ings á þessum tima? „Þau voru fráleitt góð en þó höfðu flestir í sig og á — ég man ekki eftir því að fólk byggi við sult, þó oft væri þröngt í búi hjá stórum fjölskyldum. Þá var vinnu- Frá Krambúðinni i Lefoliiverzlun (vefnaðarvörudeildinni) — heldur virðist afgreiðslufólkið áhúðarmikið á svip enda ekki hver sem er ráðinn innanbúðar hjá danskinum. Lj<ism. Fr. Lund Bændur koma með ull til Lefolii-verzlunar. Ullina reiddu þeir i hærupokum sem sjást vel fremst á myndinni. Hjá sumum þeirra tók ullarferðin allt að þrjár vikur og oft þurftu þeir að tjalda við búðarveginn og bíða eftir afgreiðslu í 2—3 daga. Ljósm. Fr. Lund Eyrarbakki um aldamót. Fremst á myndinni sjást tjöld bændafólks sem komið er meö ullarlestir til þorpsins og bíður afgreiðslu i Lefolii-verzlun. Ljósm. Fr. Lund tími mjög langur, unnið frá kl. 6 á morgnana til kl. 8 á kvöldin með tveim klukkutíma matarhléum, frá kl. 9.30 til 10.30 og kl 3 til 4, sek daga vikunnar. Kaupið var lágt. Það miðaðist við verðskrá sem gilti fyrir allt landið, tíma- kaupið var kr. 2.50 um sláttinn en utan sláttar kr. 2.00. Annars stundaði ég aldrei neina landvinnu aðra en uppskipun fyrr en ég snéri mér alveg að verzlun- inni. Ég fór ungur að stunda sjó — fyrst á áraskipum frá Þorláks- höfn. Þetta voru tólfrónir árabát- ar og áhöfnin venjulega 16 til 18 manns." Fylgdi ekki töluverð vosbúð þessari sjómennsku? „Nei, hún var fjandakornið ekki svo mikil. Menn voru skinnklædd- ir og skinnklæðin voru ansi góð. Verbúðirnar voru hins vegar fremur óhrjáleg húsakynni — þar inni voru grjótbálkar hlaðnir fyrir rúmstæði, ofan á þeim var hey- ruddi en á hann var breitt poka- druslum — og á þessu sváfu menn. En lendingin í Þorlákshöfn var góð og miðin fiskisæl. Ég kunni ágætlega við þessa sjómennsku. Frá 1914—19 varð ég svo mótor- isti, eða vélamaður eins og nú á að nefna þetta starf, á stærri bátum. Ég hef eiginlega alltaf séð hálf- partinn eftir að hafa hætt á sjónum — ég fór í land vegna þess að þar hafði ég stöðugri og öruggari atvinnu. Hvenær byrjaði svo að halla undan fæti fyrir Lefolii-verzlun? „Henni byrjar að hnigna um 1910 eftir að Peter Nielsen, gamli faktorinn féll frá. Hann var á margan hátt merkilegur maður, mikill nátturuskoðari og eggja- safnari. Hann safnaði ekki auði og varð aldrei ríkur. I hans tíð varð Húsið hins vegar frægt fyrir gestrisni og gestaauð. Embætt- ismenn og aðrir slíkir áttu þar fastan samastað er þeir komu til Eyrarbakka. Kona P. Nielsen var dóttir Thorgrímsen fyrri verslun- arstjóra hjá Lefolii. Hún átti mikinn þátt í að efla félagslíf á staðnum, kom upp kórum og stóð að leikstarfsemi í þorpinu. Gamli Nielsen missti heilsuna á efri árum og bjó við þröngan kost síðustu árin sem hann lifði. Ekkert eftir nema audur sandurinn Tengdasonur hans, Jens D. Niel- sen, tók svo við Lefolii-verslun um 1910 en eftir það fór veldi hennar 'inignandi. Þá var stofnað kaupfé- lagið Hekla á Eyrarbakka sem náði smátt og smátt til sín verzl- uninni. Þetta gekk hljótt fyrir sig og bar ekki mikið á því gagnvart almenningi — það var til dæmis engin samkeppni um vöruverð milli þessara verzlana, — það var ekki lægra verð í kaupfélaginu en hjá Lefolii, það verður að segjast eins og er. Fólkið verzlaði þar sem það hafði meiri möguleika á að fá lánað — þá byggðust öll viðskipti á þessum lánum frá hausti og þar til fiskurinn var lagður inn. Ég starfaði innanbúðar í Lefolii- verzlun tvö síðustu árin sem hún starfaði, 1917 og 1918 og þekki þetta þvi vel. Kaupfélagið var Islendingum hins vegar miklu hagkvæmari verzlun þegar litið var til lengri tíma — Lefolii- verzlunin lagði ekki í neitt hér, enda var hún ekki annað en selstöðuverzlun frá Danmörku. En Lefolii-verzlun fór aldrei á hausinn — hún keppti við kaupfé- lagið Heklu i nokkur ár en gafst svo upp 1918. Verzlunarhúsin stóðu auð í mörg ár — allt þar til Egill Thorarensen, kaupfélags- stjóri kaupir þau og lætur rífa þau til grunna árið 1947, en úr timbr- inu byggði hann fiskverkunarstöð í Þorlákshöfn. Nú stendur ekkert eftir nema auður sandurinn þar sem þessi hús voru.“ Hvað fórst þú að gera eftir að þú hættir hjá Lefolii? „Þá fór ég í verslunarskóla í Danmörku, ég hafði stefnt að því lengi og það tók auðvitað nokkur ár að vinna fyrir skólagjaldinu. Það var hagkvæmara fyrir mig að taka skólann úti því þar var hægt að ljúka náminu á einu ári með tíu mánaða samfelldum skóla. Að loknu námi vann ég í tvö ár hjá kaupfélaginu Heklu á Eyrar- bakka. Arið 1925 fór ég svo til Reykjavíkur og byrjaði að vinna í Völundi hf. sem bókari og gjald- keri. Því starfi gegndi ég allt til ársins 1976. — Ég gekk í Verzlun- armannafélag Reykjavíkur 1929. Þá var félagið bæði fyrir kaup- menn og verzlunarmenn en árið 1955 gengu kaupmenn úr því og stofnuðu Kaupmannasamtökin. Fyrir aðskilnaðinn náði félagið ekki verulegum tökum á viðfangs- efni sínu sem starfsmannafélag og kjaramál urðu nokkuð útundan. Framanaf var engin kauptaxti gildandi í verzlunarmannastétt og menn urðu að semja eftir aðstæð- um hverju sinni. Eftir aðskilnaðinn óx Verzlun- armannafélagi Reykjavikur hins vegar fiskur um hrygg og það fór að láta kjaramál verzlunarmanna og önnur hagsmunamál til sín taka. Það hefur unnið mikið og þarft starf síðan í þágu verzlun- armanna og eru nú stærstu laun- þegasamtök landsins. Ég vil leyfa mér að færa þvi heillaóskir á þessu merka afmæli þess,“ sagði Andreas að lokum. - bó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.