Morgunblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr.
eintakiö.
Dagsbrún og Versl-
unarmannafélagið
jr
Asunnudaginn var þess minnst, að 75 ár voru liðin frá stofnun
verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík og í dag, þriðjudag,
eru 90 ár liðin síðan Verslunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað. Að
ýmsu leyti er fróðlegt að bera sögu þessara tveggja verkalýðsfélaga
saman. I vitund flestra hefur Dagsbrún verið meira áberandi félag á
starfsferli sínum en Verslunarmannafélagið. Raunar eru ekki mörg ár
liðin síðan verslunarmenn þurftu að berjast harðri baráttu fyrir aðild
félaga sinna að Alþýðusambandi íslands.
Kjarabaráttan siðustu misseri hefur bent til þess, að hagur félaga í
Verslunarmannafélagi Reykjavíkur sé síst verri en í Dagsbrún. Það
hefur nefnilega oftar en einu sinni borið við, að félagsmenn í Dagsbrún
hafa talið sig betur setta með því að ganga í Verslunarmannafélag
Reykjavíkur. Raunar segir það sig sjálft, að félag eins og Dagsbrún, sem
gætir hagsmuna manna, er vinna til dæmis við upp- og útskipun, hlýtur
að staðna í félagatölu, þegar með tækni er reynt að gera mannshöndina
sem næst óþarfa nema til að stjórna vélum á hafnarbakkanum.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur á sama tíma verið félag í örum
vexti. Félagatala þess endurspeglar þá breytingu á þjóðfélagsháttum,
þegar vinnuaflið leitar í hvers kyns þjónustugreinar.
Ohætt er að fullyrða, að í almennum umræðum hér á landi geri menn
alltof lítið af því að vega og meta áhrif þeirrar þróunar, sem lýsir sér í
sögu þessara tveggja verkalýðsfélaga. Sé það gert innan verkalýðshreyf-
ingarinnar sjálfrar, er erfitt að sjá merki þess í störfum hennar, að
umræður um aukið gildi ákveðinna starfa hafi einhverjar breytingar í
för með sér. Líklega er þar komið inn á of viðkvæma hagsmuni einstakra
ráðamanna og félaga þeirra. Ýmsa grunar, að af sömu rót sé tregða
forystmanna verkalýðshreyfingarinnar í heild til að fjalla opinskátt um
eitthvert mesta misrétti þjóðfélagsins: lífeyrismálin. Á því sviði hafa
forystumenn Verslunarmannafélags Reykjavíkur verið á framtíðar-
braut, því að frá þeim eru komnar hugmyndir um gjörbreytingu á
lífeyriskerfinu, sem leiða mun til réttlátari skipan.
Grein Benedikts
Igrein í Alþýðublaðinu á fimmtudaginn, sem vakið hefur verðskuld-
aða athygli, lagði Benedikt Gröndal fyrrum formaður Alþýðuflokks-
ins höfuðáherslu á nauðsyn þess, að koma Alþýðubandalaginu úr
núverandi ríkisstjórn. Hvatti hann til þess að lýðræðisflokkarnir þrír,
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, gengju til
samstarfs í ríkisstjórn. Auðvitað má deila um áhrifamátt þess, þegar
menn segja þannig hug sinn um brýn úrlausnarefni. Að mati ýmissa
geta opinberar umræður um viðkvæma þætti stjórnmála tafið fyrir
skynsamlegustu niðurstöðunni. Telja verður, að slík viðhorf styðjist við
æ veikari rök. Menn vilja sjá meira af ísjaka stjórnmálanna nú á tímum
en 1/10.
Grein Benedikts Gröndals hefur þegar leitt til þess, að kommúnistar
leggja hann í einelti, en eins og kunnugt er þola þeir varla, að brotabroti
af fortíð þeirra sé haldiö á loft af þeim, sem skoða sögu þeirra og stefnu
af hlutlægni. Benedikt Gröndal kemst að niðurstöðu sinni með því að
meta núverandi stefnu Alþýðubandalagsins í ljósi uppruna þess og
tengsla við heimsvaldakerfi leiðtoganna í Kreml. Lesendum Morgun-
blaðsins ætti ekki að vera ókunnugt um þau haldgóðu rök, sem fyrrum
formaður Alþýðuflokksins hefur máli sínu til stuðnings í því efni. En í
umræðum við Svavar Gestsson, formann Alþýðubandalagsins, í
útvarpinu í gærmorgun, minnti Benedikt auk þess á það, að hann hefði
setið með nýrri forystusveit kommúnista hér á landi í ríkisstjórn og
þekkti hana því af eigin raun.
Viðureign þeirra Svavars og Benedikts í útvarpinu sýndi, hve mjög
kommúnistar óttast fortíð sína og uppruna. Þegar á þessa þætti var
minnst, ætlaði Alþýðubandalagsformaðurinn varla að geta bundið endi
á mál sitt fyrir slagorðaflaumi.
Árásin á Ellert
Kommúnistar grípa gjarnan til hinna frumstæðustu slagorða, þegar
að þeim er þrengt. Greinilega telja þeir stöðu sina ekki góða í
umræðunum um ráðningu nýrra fréttamanna til útvarpsins. Ellert
Schram útvarpsráðsmaður svaraði ágengum spurningum fréttamanns
um þessar mannaráðningar. Vegna þess fær hann eftirfarandi kveðju í
leiðara Þjóðviljans: „Þeir Adolf Hitler og McCarthy spurðu ekki um
flokksskírteini frekar en Ellert Schram."
Er það nýráðnum fréttamönnum á útvarpinu í hag, að umræðurnar
um þá séu færðar yfir á þetta sérsvið Þjóðviljans: órökstutt skítkast með
fúkyrðum? Þeir menn, sem slíkum aðferðum beita, óttast mest
sannleikann um sjálfa sig. Þeim má ekki takast að eyðileggja allar
þjóðfélagsumræður á íslandi með þröngsýni sinni, afturhaldssemi og
munnsöfnuði.
Birgir ísl. Gunnarsson:
Þegar Viðreisnar-
stjórnin afnam bóta-
og millif ærslukerfið
Eftir því sem árin líða verða æ
fleiri þeirrar skoðunar að við-
reisnarstjórnin, sem sat árin
1960—1971, hafi verið ein dug-
mesta og sterkasta ríkisstjórn,
sem hér hefur verið. Þrátt fyrir
margvíslega yrti erfiðleika tókst
þeirri ríkisstjórn að sigla þjóð-
arskútunni áfallalítið í gegnum
brim og boða og hún lagði grunn
að þeim lífskjörum, sem við
njótum í dag.
Grundvallarbreyt-
ing á efnahagskerfi
Sú ríkisstjórn braut upp á
ýmsum nýjungum og eitt af því
var að gera grundvallarbreyt-
ingu á efnahagskerfi landsins.
Horfið var frá rangri og marg-
faldri gengisskráningu og því
flókna kerfi millifærslu og upp-
bóta, sem lengi hafði verið við
lýði. Jafnframt var margvís-
legum höftum aflétt. Menn
þurftu ekki lengur að standa í
biðröðum til að fá leyfi fyrir
innflutningi eða ferðagjaldeyri
og öll varð sú afgreiðsla einfald-
ari og léttari í vöfum. Um árabil
hafði íslensk króna ekki verið
skráð í bönkum erlendis og
hvergi var hægt að fá henni
skipt. Þetta breyttist allt, þegar
viðreisnarstjórnin afnam bóta-
og millifærslukerfið og leiðrétti
gengisskráninguna.
Rök viðreisnar-
stjórnarinnar
Þegar við nú stöndum frammi
fyrir því að ríkisstjórn íslands
lýsir því yfir að hún ætli að
hverfa aftur til þess gamla
kerfis, sem viðreisnarstjórnin
afnam, er fróðlegt að lesa helstu
rök viðreisnarstjórnarinnar
fyrir því að afnema millifærslu-
kerfið. Viðreisnarstjórnin gaf út
„hvíta bók“, þar sem ítarlega var
gerð grein fyrir göllum þess
kerfis svo og þeim tillögum, sem
þá voru gerðar. Um uppbóta og
millifærslukerfið segir m.a.:
„Þess er þá fyrst að geta, að
ýmsum greinum útflutnings-
framleiðslu og gjaldeyrisöflunar
eru greiddar misháar bætur. Ef
gengið væri eitt eða bætur jafn-
ar, myndi verðlag erlendis og
framleiðslukostnaður innan-
lands hafa úrslitaáhrif á út-
flutningsframleiðsluna, eins og
hagkvæmast er frá þjóðhagslegu
sjónarmiði. Framleiðslan myndi
beinast inn á þau svið, þar sem
erlent verðlag er tiltölulega hag-
stæðast og framleiðslukostnaður
tiltölulega minnstur, en það er
einmitt framleiðsla á þeim svið-
um, sem gefur þjóðarbúinu mest
í aðra hönd. Þegar bætur eru
mismunandi, beinist framleiðsl-
an hinsvegar inn á þau svið, þar
sem bæturnar eru tiltölulega
hæstar samanborið við fram-
leiðslukostnað, og það má ein-
mitt gera ráð fyrir, að hæstar
bætur séu greiddar með þeirri
framleiðslu, sem ella ætti örðug-
ast uppdráttar."
Mismunandi gengi
Síðar segir: „Sömu afleiðingar
hefur hinn miklu mismunur,
sem er á raunverulegu innflutn-
ingsgengi ýmissa vörutegunda.
Sumar atvinnugreinar, sem að
öðrum kosti ættu hér góð lífs-
skilyrði, berjast í bökkum, eða
geta ekki komist á fót, vegna
þess að framleiðsla þeirra verð-
ur að keppa við vörur, sem
fluttar eru inn á gengi, sem er
langt fyrir neðan meðalgengi.
Aðrar framleiðslugreinar, sem
að öðrum kosti ættu hér engin
eða lítil lífsskilyrði, blómgast
vegna þess að þær keppa við
vörur, sem flytjast inn á gengi,
sem er langt fyrir ofan meðal-
gengi.“ Hér hefur verið gripið
niður í lýsingu viðreisnarstjórn-
arinnar í millifærslu- og upp-
bótakerfinu og þó ótalinn einn
megingalli kerfisins, þ.e. það
milla fjármagn, sem ríkið þarf
að afla til að halda kerfinu
gangandi.
Víðtækar
breytingar
Niðurstaðan um þetta atriði
var orðuð svo í greinargerð
viðreisnarstjórnarinnar: „í ljósi
þess, sem sagt hefur verið hér að
framan, telur ríkisstjórnin það
ekki álitamál, að nauðsynlegt sé
að afnema bóta- og gjaldakerfið
og leiðrétta gengisskráninguna
að fullu. Hitt er ríkisstjórninni
vel ljóst, að þetta verður ekki
gert nema með víðtækum breyt-
ingum á öllu efnahagslífinu.
Þessar breytingar eru erfiðar í
framkvæmd, vegna þess hve
víðtækar þær eru, og hversu
mjög þær varða hagsmuni allra
stétta þjóðfélagsins. Engin ríkis-
stjórn myndi gera slíkar tillögur
að óþörfu. Það er vegna þess að
ríkisstjórnin er sannfærð um, að
þjóðarvoði sé fyrir dyrum, ef
slíkar ráðstafanir séu ekki gerð-
ar, að hún gerir nú tillögur um
víðtækari ráðstafanir í efna-
hagsmálum en gerðar hafa verið
hér á landi síðasta áratuginn að
minnsta kosti.“
Af hálfu Sjálfstæðisflokksins
höfðu forgöngu fyrir hinni djarf-
huga stefnu þeir Ólafur Thors,
Bjarni Benediktsson og Gunnar
Thoroddsen. Þessi stefna leysti
úr læðingi íslenzkt efnahagslíf
og létti af hinni þungu og dauðu
hönd ríkisvaldsins.
ótrúleg
stefnuyfirlýsing
Það setur óneitanlega að
manni ugg, þegar núverandi
ríkisstjórn lýsir því yfir sem
stefnuatriði að hún ætli að
stefna að rangri gengisskrán-
ingu, mismunandi gengi og að
tap verði greitt með fjármunum,
sem ríkið útvegi einhversstaðar
frá. Menn segja að vísu nú, að
þetta eigi aðeins að verða í
litlum mæli, en ef dyrnar hafa
verið opnaðar á annað borð er
erfitt að snúa við og þess skulu
menn minnast að það varð aðal-
reglan að lokum en ekki undan-
tekning að tapið væri greitt með
sköttum, sem ríkið varð að afla í
einhverju formi.
Það er því vel skiljanlegt að
forsvarsmenn allra atvinnu-
greina á íslandi skuli síðustu
daga hafa eindregið varað við
þessari stefnubreytingu. Ríkis-
stjórnin hefur að vísu ekki enn
upplýst, hvernig hún ætli að
framkvæma þessa stefnu. Von-
andi sér hún að sér í tíma og
hverfur frá þessum fyrirætlun-
um.
Nýtt fiskverkunarhús
Ennis tekið í notkun
Ólafnvlk, 27. jannar.
SÍÐASTLIÐINN laugardag var
formlega tekið í notkun nýtt
fiskverkunarhús, sem eigendur
Ennis hf., Guðlaugur Guð-
mundsson og synir hafa reist.
Enni hf. hefur gert út bátana
Auðbjörgu og Jökul. Seldu þeir
Jökul til Sandgerðis á sl. vori og
reistu þetta hús þar sem þeir ætla
að verka afla sinn. Hús þetta er
hið myndarlegasta og vel fyrir-
komið á 520 fermetra fleti. Teikn-
ingar gerði Jóhannes Pétursson,
sveitarstjóri.
Eftir vinnu á laugardaginn var
boðið til veitinga í kaffistofu
stöðvarinnar ýmsum þeim er lagt
höfðu hönd á plóginn við byggingu
hússins. Var þar vel veitt og var
glatt á hjalla og stóð Laui Guð-
munds þar fremst’í flokki eins og
oft áður. A.m.k. þrír gestanna
þökkuðu fyrir sig með vísu. Tókst
fréttaritara að komast yfir eina
þeirra gjörða af Jóni Arngríms-
syni, rafvirkjameistara:
Gefi drottinn tið
OK icnvA af fiski Htðkkum.
Undir hilfri KnnishliA
i ÓlnfHvikurhðkkum.
— Ilelgi.