Morgunblaðið - 27.01.1981, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
Áhugalausir KR-ingar
töpuðu með tuttugu stigum
LIÐ VALS gjörsigraði KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í
Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Lokatölur leiksins voru 86—66 fyrir
Val en sá sigur hefði hæglega getað orðið enn stærri. „Mótio er búið
fyrir okkur og því gaf ég ungu leikmönnunum tækifæri í kvöld. Ég er
hinsvegar alls ekki ánægður með það baráttuleysi sem var i liðinu,“
sagði Einar Bollason þjálfari KR eftir leikinn í gærkvöldi.
KR-liðið lék án Jóns Sigurðs-
sonar sem var meiddur í baki. Og
jafnframt var alveg ljóst á leik
KR að leikurinn hafði ekki mikla
þýðingu fyrir liðið. Baráttuleysi
og oft á tíðum kæruleysi í leiknum
var einkennandi fyrir leik liðsins.
Þetta varð til þess að Valsmenn
voru i engum vandræðum með
mótherja sína. Lið Vals lék á
köflum vel og áttu leikmenn
skemmtilegar sendingar og góð
barátta var í leikmönnum framan
af. En er líða tók á leikinn og
yfirburðirnir voru ljósir fóru leik-
menn Vals að taka lífinu með ró
og fóru sér í engu óðslega.
Valsliðið hafði ávallt frum-
kvæðið í leiknum og staðan í
hálfleik var 45—31 þeim í hag.
Þeir byrjuðu líka síðari hálfleik-
inn mjög vel og komust fljótt í
53—31. Smátt og smátt juku þeir
við forystu sína og tuttugu stig
skildu liðin í lokin. Torfi Magnús-
son átti góðan dag í liði Vals og
skoraði 25 stig. Pétur og Miley
léku báðir vel svo og Ríkharður.
Lið Vals hefur mjög sótt sig eftir
Kar 86-66
að liða tók á mótið og leikur nú
mun betur en í upphafi þess.
Lið KR var frekar dauft í
leiknum. Garðar Jóhannsson var
besti leikmaður KR og sá eini sem
barðist. Ágúst Líndal er í stöðugri
framför og lék hann all vel gegn
Val. Yow skoraði 17 stig í leiknum
en skaut líka mikið.
Stig Vals: Torfi 25, Pétur 14,
Miley 14, Ríkharð 11, Kristján 8,
Jóhannes 8, Jón 4 og Guðmundur
2.
Stig KR: Yow 17, Garðar 15,
Ágúst 14, Ásgeir 8, Gunnar 6,
Bjarni 6. — þr.
• Liði Vals hefur verið mikill fengur í því að fá hinn hávaxna og sterka leikmann Pétur Guðmundsson til
liðs við sig. Pétur er mjög sterkur undir körfunni hvort heldur er í fráköstum eða í þvi að skora. Hér sést
kappinn einbeittur á SVÍp. Uém. Raxnar Axelsaon.
Vorum slegnir út heima
„VIÐ VORUM slegnir út heima, ástæðu til að vera óánægðir með
en ekki hér í Lundi, leikurinn í hann. Það var aumingjaskapur-
dag var góður og við höfum ekki inn heima, sem réð úrslitum,“
Þróttur og
IS sigruðu
ÍSLANDSMÓTIÐ í blaki var á
fullri ferð um helgina og tveir
leikir fóru fram í 1. deild karla.
Efsta liðið, Þróttur, sigraði Fram
3—1 i slökum leik. Þróttur vann
fyrstu tvær hrinurnar 15—6 og
15—9, en síðan sneru Framarar
vörn i sókn og unnu þriðju
hrinuna 15—13. En Þróttarar
létu það ekki á sig fá og tryggðu
sér sigur i lokahrinunni, 15—8.
Virðist það veikia lið Þróttar
mjög, að Jason Ivarsson hefur
yfirgefið félagið og gengið til liðs
við lið Samhygðar, sem leikur i 2.
deild.
ÍS lagði Víking að velli 3—0 og
sýndi stórleik. Hrinurnar enduðu
15—<8, 15—13 og 15—5. Víkingur
sigraði Þrótt 3—2 í 1. deild kvenna
og í 2. deild vann ÍBV lið Hvera-
gerðis 3—1.
sagði Þorbergur Aðalsteinsson,
markhæsti leikmaður Vikings
eftir leikinn f Lundi.
Bjóstu við að vinna leikinn i
dag?
„Ég geng alltaf til leiks til að
vinna og þess vegna gerði ég mér
nokkrar vonir, en þrátt fyrir
frábæran stuðning íslenzku áhorf-
endanna tókst okkur ekki að
vinna. Mér fannst það einnig
talsvert athyglisvert að leikmenn
Lugi kunnu alveg á öll okkar
leikkerfi og það er engu líkara en
að þeir hafi fengið upplýsingar að
heiman. Mér finnst einnig að lið
eins og Víkingur, með 4 til 7
landsliðsmenn ætti að geta unnið
sænskt félagslið.
En þó að við höfum ekki komizt
áfram, er fullur hugur í okkur og
við munum halda okkar striki í
þeim mótum, sem enn eru eftir
heima."
- IIG
Steinar Birgisson lék vörn Lugi oft grátt en að þessu sinni var hann tekinn
Jafnt í I
Víkingui
ÍSLANDSMEISTARAR Víkings
féllu út úr Evrópukeppni meistara-
liða í handknattleik þegar þeir
gerðu jafntefli við sænsku meistar-
ana frá Lundi, 17—17. í æsispenn-
andi leik voru Vikingar aðeins
hárshreidd frá þvi að komast i
undanúrslit Evrópukeppninnar.
Þeir sýndu mjög góðan leik —
börðust til siðustu stundar en urðu
i lokin að sætta sig við jafntefli. Og
það jafngilti ósigri, þvi Vikingur
tapaði fyrr leiknum i Reykjavik
17—16 eftir að hafa náð sex marka
forustu þegar langt var liðið á
siðari hálfleik.
„Hamingjudísirnar voru í liði
með Lugi — því kemst liðið áfram,"
sagði sænskur kollegi minn eftir
viðureignina í Lundi. Og það er
vissulega rétt — sigurinn gat fallið
hvoru liði sem var í skaut. Svo jöfn
voru þau. Hins vegar virtust Sví-
arnir hafa fengið góðar upplýsingar
um leikaðferðir Víkings og kann það
að hafa ráðið úrslitum. Hvaðan þær
upplýsingar komu er óráðin gáta en
ljóst, að einhverjir leikmanna Vík-
ings munu ekki gefa kost á sér í
íslenzka landsliðið.
Viðureignin í Lundi var æsi-
spennandi. Lugi fékk óskabyrjun í
leiknum, — komst í 4—1. Víkingar
hins vegar létu ekki deigan síga og
náðu að jafna, 4—4, og raunar gott
betur, þeir komust í 5—4. Skömmu
síðar var Þorbergi Aðalsteinssyni
vísað útaf í annað sinn og Víkingar
breyttu um leikaðferð í vörninni.
Þorbergur settur í það að taka
Ribendahl úr umferð en Páll tók
stöðu hans í vörninni. Leikmenn
Lugi náðu að komast yfir á ný —
komust í 7—5 og staðan í leikhléi
var 9—7. Víkingar höfðu þá misnot-
að tvö vítaköst — Mats Ohlson
varði frá þeim Páli Björgvinssyni og
Árna Indriðasyni.
Það var greinilegt að Bogdan
Kowalczyk hafði talað hressilega
yfir sínum mönnum í leikhléi —
Víkingar mættu tvíefldir til síðari
hálfleiks og náðu að snúa leiknum
sér í vil. Skoruðu þrjú fyrstu mörk
síðari hálfleiks, Guðmundur Guð-
mundsson, Þorbergur Aðalsteinsson
og Árni Indriðason. Staðan breytt-
ist í 10—9, Víking í vil. Heinonen
náði að jafna, 10—10, en Þorbergur
svaraði með tveimur mörkum, stað-
an 12—10 þegar 12 mínútur voru af
síðari hálfleik. Hinir fjölmörgu
áhangendur Víkings sem voru í
Lundi létu vel í sér heyra og
stemmningin gífurleg. Heinonen
minnkaði muninn í 12—11 en Þor-
bergur svaraði, 13—11. Vikingar
léku gífurlega sterkan varnarleik og
leikmenn Lugi áttu í erfiðleikum
með að komast í gegn um vörn
Víkings. En engu að síður náðu þeir
að minnka muninn í eitt mark,
13—12, Davidson skoraði úr víti.
Aftur svaraði Þorbergur sem nú var
óstöðvandi, 14—12 og þrettán mín-
útur til leiksloka.
Skömmu síðar var Árna Indriða-
syni vísað af leikvelli og það reynd-
ist Vikingum afdrifaríkt. Svíarnir
náðu að jafna, 14—14, og ellefu
mínútur til leiksloka. Árni kom
aftur inná og þá gerðist umdeilt
atvik — hann náði að rífa sig lausan
úr gæzlu Ribendahl en gróflega var
brotið á honum. Þýzku dómararnir
dæmdu ekkert og Svíarnir fengu
knöttinn, og komust yfir á ný,
15—14. Aðeins fjórar mínútur til
leiksloka og Víkingar áttu nú mjög
á brattan að sækja. Þorbergur náði
að jafna 15—15 en Heinonen svar-
aði fyrir Lugi, 16—15. Aftur svaraði
Þorbergur með þrumuskoti, og jafn-
aði 16—16. Spennan í íþróttahöll-
inni í Lundi var með ólíkindum,
bæði lið voru óspart studd af
áhangendum sínum og rétt um tvær
mínútur voru til leiksloka. Þegar
Jonsson skoraði sautjánda marka
Lugi og rétt ein og hálf mínúta til
leiksloka virtust Víkingum öll sund
lokuð.