Morgunblaðið - 27.01.1981, Page 26

Morgunblaðið - 27.01.1981, Page 26
Fólk og fréttir í máli og myndum mm MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 WILLE van de Kerkof ann- ar hinna frægu Kerkof- brædra í hollenska landslió- inu i knattspyrnu skoraði um daginn mark með liði sínu PSV Eindhoven. Það er i sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að markið kom 23 sekúndum eftir að leikurinn hafði verið flautaður á. Þetta var i leik í 1. deildinni hollensku gegn MVV Maasstricht. Þetta er þó ekki heimsmet. Landi hans Johan Cruyff á metið. Hann skoraði einu sinni i leik eftir 10 sekúndur. Það var árið 1971 er kappinn var að komast á hátind frægðar sinnar. • Eins og þið vitið þá hefur liði okkar gengið mjög illa að kljást við alla skallabolta á keppnistimabiiinu. Ég hef því keypt nýjan leikmenn, og hann verður með i dag. • ítalska fyrir- tækið Cerutti framleiddi þennan glæsi- lega skíðabún- ing á Sten- mark. Hann mun keppa i honum i vetur. • Ann Uvhagen fylgist spennt með sinum heittelskaða Ingemar Stenmark. Ann er frá Finnlandi. Samband hennar við skiðakónginn hefur farið mjög leynt fram til þessa. En nú er hún farin að fara með honum í allar keppnisferðir. Sumir vilja halda þvi fram að við það hafi Stenmark misst þá einbeitingu sem þarf til þess að vera á toppnum. • Þeir byrja snemma að sparka bolta i Englandi sem viðar. Og þar sem umferðin getur verið hættuleg ungum börnum er ekki slæmt ráð að tjóðra þau við staur eins og gert hefur verið við þennan snáða. Mirus Yfter, sigurvegar- inn í 5 og 10 km metra hlaupunum á OL—leikunum í Moskvu, heimsótti Finn- land nýlega. Hér sést hann kasta peningum út f hinn stóra Havis Amanda-gos- brunn. Peningarnir sem safnast í þennan gosbrunn eru sendir barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna. • Skiðakóngurinn Ingemar Stenmark ætlar sér að vinna í 11 svig og stórsvigskeppn- um i heimsbikarnum i vetur og slá þar með met það sem Anne Marie Moser Pröll setti. Stenmark hefur ekki gengið of vel i keppni til þessa í vetur en virðist vera að sækja sig. • Brun þykir vera einna hættulegast af þeim greinum sem stundaðar eru af skiðamönnum. Þá er eins gott að vera vel búinn til höfuðsins. Hér að ofan má sjá skiðahjálm þann er Ingemar Stenmark notaði i það eina skipti sem hann hefur keppt i bruni. Hann sagði eftir þá keppni að það gerði hann aldrei aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.