Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 35 Raunar hafa glöggir menn bent á, að þær systur, Nóra og Hedda, eigi þó eitt sameiginlegt, þ.e. að báðar fremja þær glæp í þágu maka sinna. Forsaga Brúðuheim- ilis er sem sé sú, að mörgum árum áður falsaði Nóra undirskrift föð- ur síns til að fá lán hjá okrara nokkrum til þess að kosta Ítalíu- för, sem bjargaði svo lífi og heilsu bónda hennar. Okrarinn, Krog- stad, sem er nú undirmaður Helm- ers bankastjóra, birtist í fyrsta þætti og hótar að skýra manni hennar frá glæpnum, beiti hún ekki kvenlegum áhrifamætti sín- um til að koma í veg fyrir stöðumissi hans. Bréf Krogstad verður svo sá hvati, sem leysir atburði leiksins úr læðingi, ör- væntingu Nóru og lokauppgjör þeirra hjóna. í leikritinu kemur mjög vel við sögu læknir nokkur, Rank að nafni, sem fljótt á litið skiptir litlu máli fyrir framvindu þess. Rank er vinur þeirra hjóna og daglegur gestur á heimilinu, en heldur ber hann drungalegt and- rúmsloft með sér, enda kemur síðar í ljós að hann er dauðveikur af mænusyfilis, sem hann erfði frá nautnasjúkum föður sínum. Ákveður hann þá að loka sig af á meðan upplausnin sé að vinna sitt verk og hverfur við svo búið á braut. I sýningu Hákansons fór ekkert á milli mála hverju þessi dularfulli heimilisvinur væri að slægjast eftir þar á heimilinu. í texta leikritsins er gefið í skyn, að á milli þeirra Nóru séu nokkuð hlýjar tilfinningar og í sýningunni var því fylgt eftir þannig, að Nóra daðraði við Rank á allt að því sjúklegan hátt. í skiptum þeirra kom þannig fram í senn kynferð- isleg ófullnægja hennar og van- geta til heilbrigðs sambands við hitt kynið. Það kom líka brátt í ljós, að maður hennar notaði hana einungis sem tæki til að svala sér á og varð misheppnuð nauðgun- artilraun hans undanfari endan- legs viðskilnaðar þeirra. I þessari sýningu var því lögð mun ríkari áhersla á duldar til- finningar og hvatalíf persónanna en yfirleitt hefur tíðkast á sýning- um á Brúðuheimili. Ég skal láta ósagt, hvort túlkunarmöguleikar verksins eru tæmdir með þessu eða hvort þessi skilningur er „réttari" en sú hefð, sem fyrr var lýst; sjálfum virtist mér hann færa verkið miklu nær okkur sem nú lifum. Ibsen hafði ævinlega mikinn áhuga á því, að skoða inn í manninn og skipti þá ekki öllu, hvort það sem í ljós kom var ljótt eða fagurt; og oft hefur verið bent á, að hann hafi verið freudisti á undan Freud sjálfum, enda átti Freud til að grípa til dæma úr leikritum hans til að styðja sitt- hvað í kenningum sínum. Þetta á ekki síst við um seinni verk Ibsens eftir útkomu Villiandarinnar 1884, en þar verður sálkönnuðurinn þjóðfélagsgagnrýnandanum greinilega yfirsterkari. En jafnvel í „samfélagsádeilunum", sem fyrr voru nefndar, má sjá margt, sem bendir í þessa átt. í brúðuleiknum, burðartákni verksins, birtist þannig tilhneiging manna til að eigna ser þann sem þeir leggja hug á, leika sér með hann eins og dauðan hlut. Þegar Nóra kemst að raun um, að maður hennar vill ekkert á sig leggja hennar vegna og fordæmir á bleyðimannlegan hátt verknað hennar sem glæp, rennur upp fyrir henni á hvaða sandi tilvera hennar er byggð. Hún sér að hvorki faðir hennar né maki hafa miðlað henni neinni ást, heldur hafa þeir leikið sér að henni og að hún fer nú sjálf með sín eigin börn á sama hátt. í þessum punkti verða skilin á milli nýtúlkunar Hákansons og hinnar hefðbundnu túlkunar hvað skýr- ust. Nóra Lenu Granhagen rís ekki upp tvíefld og segir manni sínum til syndanna, heldur hnígur hún grátandi niður, yfirbuguð af sársauka og angist. Hún neyðist til að horfast í augu við hvernig komið er fyrir henni og að hún verður að takast á við sjálfa sig, eigi hún að geta haldið áfram að lifa. Leiknum lyktar þannig ekki í einhliða fordæmingu á karlveld- inu, heldur miklu fremur í prédik- un þess, að hver einstaklingur verði að hafa hugrekki til þess að „setja dómsdag yfir sjálfum sér“ — eins og Ibsen segir í frægri vísu. Þessi grátbólgnu endalok Brúðuheimilis komu reyndar ekki illa heim og saman við aðra visu, sem hann orti allmörgum árum áður inn í bálk sinn um Pétur Gaut. Þegar Pétur snýr aftur heim til Noregs eftir að hafa sólundað æviárum sínum í útlöndum og gamlar syndir draga hann uppi, syngja daggardroparnir, sem drjúpa til hans frá trjánum: Vér erum tárin, sem áttu að renna og mýkja sárin, sem brjóst þitt brenna. Nú felur bringa brodda, sem stinga, og byrgð er undin; vor áhrif bundin. (Þýð. Einar Benediktsson) í Brúðuheimili Hákansons var niðurstaðan einnig sú, að klaka- brynja tilfinningaleysisins yrði ekki þídd nema í sársauka og niðurlægingu. Nóra daðrar vlA Rank lækni (Christer Banck). árslok kom í ljós sem vitað var að tekjur hans urðu of litlar að dómi skattstjóra. En hann hafði haft fæði og húsaskjól hjá foreldrum sínum þannig að hann taldi sig geta komist af. Þarna hjálpaðist allt að bæði vinnutap vegna bilun- arinnar og svo varahlutir og við- gerðir vegna óhappsins. Eftir að bifreiðastjórjnn hafði skilað skattframtali sínu fékk hann bréf frá skattstjóra þess efnis að með tilvísun til ákvæða 59. greinar gildandi skattalaga beri að hækka tekjur hans um 2 milljónir. Hér skipti því engu máli þó bifreiða- stjórinn hafi orðið fyrir framan- greindu áfalli. Hér var ekki staðar numið, því þingmennirnir okkar 60 höfðu sam- ið aðra lagagrein, sem snerti sér- staklega stöðu bifreiðastjórans, en það er 53. gr. skattalaga, sem ég nefndi áðan. Það varð að ganga betur á bifreiðastjórann. Hann hafði eins og ég gat um áðan skuldað 15 milljónir á nýárs- dag 1978 og af þeim sökum fékk hann annað bréf frá skattstjóran- um, sem tilkynnti honum að skv. ákvæðum 53. greinar gildandi skattalaga og með tilliti til þess að hann hafi skuldað 15 millj. króna 1.1.1979 beri að hækka tekjur hans sem næmi 45,51% af skuldinni eða um kr. 6.826.500.- Nú mun einhver spyrja hvaða tala er þessi 45,51%, hvernig er hún fundin, hún getur ekki verið fundin af einhverju handahófi, þar sem hún er með tveimur aukastöf- um og endar á einum (talan einn er orðin svo lítil í okkar þjóðfélagi). Þessu get ég ekki svarað, en þó hef ég heyrt að þetta sé sú prósentu- tala sem bifreiðastjórinn hefur grætt vegna þess að skulda og að hún sé nákvæmlega útreiknuð af sprenglærðum hagspekingum. Ef bifreiðastjórinn hefði verið svo heppinn að vera búinn að selja einkabílinn sinn, sem ég gat um áðan, fyrir klukkan 24 á gamlárs- kvöld 1978, þá hefði skuldin lækkað um 7 milljónir, en það var það verð, sem hann fékk fyrir hann 2. janúar 1979. Bifreiðastj. fór strax með þá peninga og greiddi hluta af skuld sinni. Vegna þess að bifreiðastjórinn var ekki búinn að selja nefndan bíl sinn nokkrum klukkutímum fyrr, þá telja alþingismenn rétt að skattleggja bifreiðastjórann miðað við 15 millj. skuld í stað 8 milljóna. Ef lánið hefði verið með bifreiða- stjóranum og hann búinn að selja bílinn fyrir áramót, þá hefði tekju- viðbót frá skattstjóranum vegna 8 milljóna skuldar numið aðeins 3.640.800,- krónum. Á þessu munar 3.185.700.- krónum. Þetta gæti munað í opinberum guöldum sem næst kr. 2.070.700 - Það munar um minna. Þegar þetta er skrifað hafa ekki fleiri bréf borist bifreiðastjóranum varðandi hækkun á tekjum, en hann bíður fullur ótta um að ef til vill finni skattayfirvöld einhverjar fleiri lagagreinar, settar af þing- mönnum, sem gefa heimild til hækkunar á gjöldum. Skv. því sem ég hef hér sagt er búið að hækka tekjur þessa vesal- ings bifreiðastjóra um kr. 8.826.500.- — þetta getur þýtt í opinberum gjöldum kr. 5.737.225.- Hvar á nú þessi maður að taka þessa peninga til að standa skil á þessum gjöldum? Hann getur tvennt, fengið vaxtaaukalán til að greiða gjöldin og hann getur reynt að selja vörubifreiðina. Ef hann velur fyrri kostinn, þá stendur hann frammi fyrir þeirri staðreynd að skuld hans verður hærri sem láninu nemur og þá veit hann að hann fær tekjuviðbót af þessu eina vaxtaaukaláni, sennilega 45,51%, en það gerir 2.611.011.-. Hvar á hann svo að taka peninga til að greiða vaxtaaukalánið og skattana vegna vaxtaaukalánsins? Gott væri, ef þingmennirnir, sem stóðu að samþykkt laga þessara, segðu bifreiðastjóranum það. Hinn möguleiki bifreiðastjórans er að hætta öllu baksi við atvinnu- rekstur og veita ekki lengur ná- grönnum sínum og öðrum þá þjón- ustu sem flutningastarfsemi gerir og selja vörubifreiðina. Hver vill þá kaupa spengda og snúna vörubifreið og þá fyrir hvaða verð? Tæki með þennan galla er ekki auðselt. Hér er því búið að króa bílstjór- ann okkar af eins og bakarann hjá honum Óskari Jóhannsyni. Eina leiðin virðist vera að selja bílinn fyrir slikk og greiða skattana, því nú falla á bílstjórann dráttarvextir sem nema kr. 272.518 - fyrir hvern byrjaðan mánuð. Ég held að við verðum að, vera sammála um, þó dæmið sé stund- um ekki eins hrikalegt eins og hjá bílstjóranum, að fráleitt sé að skattleggja skuldir, sökum þess að við vitum aldrei hvað við erum með í höndum fyrr en búið er að breyta því í peninga. Við vitum t.d. ekkert um hversu mikils virði fjárhúsin í Árneshreppi eru fyrr en þau eru seld og þá fyrst gæti komið til álita hvort þá yrði lagður skattur á söluverðið. Það er ekki fræðilegur möguleiki að greiða opinber gjöld af gjaldstofni sem þessum á annan veg en þann að selja eignirnar. Ég á erfitt með að trúa því að það sé ásetningur þingmanna að draga sem mest úr sjálfstæðum atvinnu- rekstri og þá láta t.d. ríkið taka við starfi vörubifreiðastjórans okkar. Sennilega yrði þá að hækka eitt- hvað flutningskostnaðinn eða taxta manna, sem eins er ástatt fyrir. Ef við komumst að þeirri niður- stöðu að rétt sé að skattleggja skuldir, þá verðum við að láta það ganga yfir alla jafnt og á ég þá við þá sem leggja fé sitt í íbúðarhús- næði, sem er umfram eigin þarfir. Jón Jónsson alþingismaður keypti á árinu 1978 1200 rúmm. íbúðarhúsnæði, en það er sú stærð íbúðarhúsnæðis, sem skattalög telja að sé hæfilegt að menn eigi. Hér er þó um að ræða rúmlega fimm 90 fermetra íbúðir. íbúðir þessar kostuðu um 13 milljónir hver árið 1978. Verð þeirra var því um 65 milljónir, sem Jón alþingis- maður þurfti að greiða. Hann skuldaði um helming af andvirðinu 1/1 1979 eða við skulum segja 30 milljónir. Hvað gera nú skattyfirvöld, sem að sjálfsögðu eru einungis að framfylgja lögum, sem þessi sami Jón Jónsson hefur staðið að að samþykkja. Reikna þau Jóni 45,51% tekjur af 30 milljónum og senda honum bréf upp á 13.633.000.- króna tekjuvið- bót? Nei, ekki aldeilis, hér á ekki að reikna tekjur af skuld, segja al- þingismennirnir. Jón Jónsson al- þingismaður fær því ekkert bréf frá skattstjóra um tekjuviðbót. Hver hefur svo grætt mest, bóndinn í Árneshreppi, vörubíl- stjórinn eða Jón Jónsson alþingis- maður? Um þetta ætla ég ekkert að segja en ég vil benda á að við getum gert okkur í hugarlund hversu mikið útihús í afskekktum sveitum hækka eða halda í við verðlagið, við vitum hvað fæst fyrir brotinn og snúinn vörubíl og við vitum að verð á fimm 90 fermetra íbúðum í Reykjavík á verðlagi í dag nær fast í það að vera 200 milljónir króna. Ef Jón Jónsson alþingismaður á svo þessar íbúðir í fimm ár eða til ársins 1983 og selur þær þá, þá fær hann engan skatt af sölunni. Ef atvinnutæki, fasteign eða skip væri hins vegar selt þá yrði að greiða skatt af söluhagnaði. Reykjavik 22. desember 1980. Jóhann Þórðarson Tryggingaeftírlit rikisins: Endurgjaldslaus tryggingaráðgjöf HJÁ tryggingaeftirliti rikisins hefur á undanförnum árum ver- ið tekið við kvörtunum við- skiptavina vátryggingarfélaga, sem til eftirlitsins hafa leitað. Hafa verið veittar upplýsingar og ráðleggingar, reynt að kanna sannleiksgildi og rétt- mæti kvartana, eyða misskiln- ingi og stuðla að sanngjarnri og eðlilegri lausn mála. Þessi þátt- ur á starfsemi tryggingaeftir- litsins hefur litið verið kynntur og því trúlega litt kunnur al- menningi. í viðtali sem Morgunblaðið átti við Guðnýju Björnsdóttur, sem hefur yfirumsjón með þessum málum hjá tryggingaeftirlitinu, kom fram að nú hefur verið ákveðið að kynna og efla þessa þjónustu við eftirlitið. Verður þessi þjónusta veitt endur- gjaldslaust kl. 10—12 á miðviku- dögum, fimmtudögum og föstu- dögum. Getur fólk hringt til tryggingaeftirlitsins á þessum tíma, komið á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 6 eða beðið um upplýsingar bréflega. „Þessi starfsemi felst fyrst og fremst í því að veita upplýsingar og ráðgjöf.", sagði Guðný. „Fólk getur leitað til okkar með kvart- anir varðandi tryggingamál. Við könnum þá hvort þær eiga rétt á sér og ef svo er, hvað hægt sé að gera í málinu. Við höfum þá jafnvel samband við viðkomandi tryggingafélag til að knýja á um að viðkomandi kröfu sé sinnt. En við erum þó að sjálfsögðu enginn úrskurðaraðili í tryggingamálum heldur aðeins ráðgefandi. Það er nýfarið að kynna þessa þjónustu og í ráði að efla hana. Ég vona að sem flestir leiti til okkar með vandamál sín í fram- tíðinni,” sagði Guðný að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.