Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 HÖGNI HREKKVlSI „ m flb m' . ÚU.I0VR1Ð IXW i]P? AB Mte . m m\)\m HM i’Ao... MJÁ / * er... ... að yceía barns- ins, svo konan kom- ist út i búd. TM Rag U.S P«t Off —aN rtghts rwarved _____• 1978 Los Anga*— Tim—_ Liferni þitt «k barheimsóknir er að verða mikið aivörumál! Með morgnnkaffinu É|? hef látið mér detta i huK að nætrar annir geti hjálpað hon- um, læknir! COSPER Þú baðst um eKgsjampó, ekki satt? Ofugþróun í kirkjubyggingum Ingvar Agnarsson skrifar: Margar kirkjur hafa risið í Reykjavík á seinni árum. Miklu hefur verið til þeirra kostað, enda sumar þeirra allásjálegar að ytra útliti, en aðrar ekki. Eg geri ráð fyrir að öll hönnun kirkna sé að mestu verk arkitekta og að það sé að mestu þeirra sök eða sómi, hvernig til tekst með ytra útlit þeirra, sem og alla tilhögun innan- húss. Fáránleg staðsetning Það er aðeins eitt atriði, sem ég vil gera hér að umtalsefni, en það eru söngpallar þeir, sem kirkju- kórum eru ætlaðir. í svo að segja öllum kirkjum eru pallar þessir settir upp undir rjáfur, ofan og aftan við kirkjugesti. Staðsetning þessi er auðsjáanlega sú fárán- legasta, sem hægt er að hugsa sér. Mætti eins notast við hljómplötur og segulbönd Kirkjur eru ekki síður hljóm- leikahús en ræðuhús. Fólk kemur í kirkju til að hlusta á tónlist eða söng, ekki síður en til að hlusta á ræðu prestsins. Ef það er viðeig- andi að setja söngfólkið aftan við áheyrendur, þá mætti hið sama segja um staðsetningu prestsins, og sjá þó allir, hversu fráleit sú tilhögun væri. Ef kirkjugestir mega ekki sjá söngfólkið, þá mætti eins láta sér detta í hug að notast mætti við hljómplötur eða segulbönd í staðinn. Það mundi líklega ekki gera svo mikinn mun. Kirkjugestir líta um öxl Það er eðli allra að vilja hafa flytjendur söngs og tónlistar fyrir framan sig, enda nýtur þessi list sín ekki vel, nema hún berist hlustendum framan frá en ekki aftan frá. Áberandi er það, hve kirkju- gestir snúa sér oft við í sætum sínum, og iíta um öxl, til að geta þó sem snöggvast séð örlítinn glampa af því fólki, sem lögin flytur. Þetta getur þó aldrei átt við aðra en þá, sem innarlega sitja, en ekki þá, sem sitja framar- lega, undir söngpöllunum. Þeir hafa ekki tækifæri til slíks. Á villigötum Það er nokkuð furðuleg hug- mynd að staðsetja flytjendur söngs og tóna á þessum stað í kirkjunum. Það er eins og hönnuð- ir kirkna, arkitektarnir, api þess- ar fráleitu hugmyndir hver eftir öðrum, og að ekkert nýtt geti komist þarna að. Því ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn kirkjusafn- aða heimti þessa tilhögun. Hér er verið á slæmum villigötum, og skyldi varast þessi víti þegar nýjar kirkjur verða reistar. Ilvers eiga kirkj- urnar að gjalda? Kirkjur eru öðrum þræði hljóm- leikasalir. Hverjum kæmi til hug- ar að útbúa hljómleikasali þannig, að hljómsveitirnar væru staðsett- ar aftan við tilheyrendur? Auðvit- að þætti slík tilhögun hin mesta fjarstæða, og kæmi víst engum til hugar. Hvers eiga kirkjurnar að gjalda? Er ekki aðsókn að þeim nógu dræm, þótt fólk sé ekki flæmt frá þeim, með svona frá- leitri tilhögun? Eða er þetta að- eins eitt af mörgu fleiri, sem veldur því, að fólk sækir ekki kirkjur, sem skyldi? Að túlka skoðanakann- anir eins og guðspjöllin G.E. skrifar: „Velvakandi góður. Er ekki kominn tími til, að settar séu einhverjar reglur um framkvæmd skoðana- kannana hérlendis? Mér finn'st hreint ekki eðlilegt, að hægt sé eftirlitslaust að hringja í einhvern hóp manna og spyrja hann einhverra spurninga og draga af því einhverjar ályktanir, sem síð- an er hamrað á fram og aftur og endalaust, eins og um hávísindaleg vinnubrögð hafi verið að ræða. Það er kannski sök sér, að „frjáls og óháð" dagblöð noti slíkar aðferðir til þess að auka sölu og búa til plmenningsálit, en þá þykir mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn, þegar Valdimar Gislason skrifar: „Velvakandi góður, Mig langar til að biðja þig fyrir þakklæti til Sjónvarpsins fyrir „Hellisheiðarþáttinn" sem Jón I. Bjarnason ritstjóri flutti í Sjónvarpinu laugar- daginn 17. janúar sl. Svona þættir hljóta að vera mjög vinsælir því í þeim er mikill fróðleikur og skemmtun ríkisfjölmiðlarnir fjalla um þessi uppátæki dögum og jafnvel vikum saman eins og væru þetta sjálf guðspjöllin. Mér er fullkunnugt um, að í sl. forsetakosningum lét al- menningur þessar svokölluðu skoðanakannanir síðdegis- blaðanna hafa stórkostleg áhrif á sig. Menn létu sann- færingu sína lönd og leið í ákafanum við að veðja á þann sigurstranglegasta eða til þess að koma í veg fyrir að sá sigurstranglegasti næði kjöri. Á meðan fyrirbærið skoðana- kannanir er tiltölulega nýtt hér á landi, þykir mér rétt, að settar verði um þær einhverj- ar lágmarksreglur, þannig að og vonandi lætur Sjónvarpið gera fleiri þætti af þessu tagi. Jón I. Bjarnason á sérstakar þakkir skilið fyrir frábæran flutning og meðferð á efninu, frásögnin var svo lifandi og skýr, enda mun hann manna fróðastur um landið — ferða- lög og gönguleiðir eru hans sérgrein. Meira af þessu tagi. Kær kveðja." kosningarétturinn, sem er á meðal okkar helgustu mann- réttinda, verði ekki notaður sem seðill í verðlauna- samkeppni eða kosningaget- raun.“ „Meintar“ fréttir Útvarpshlustandi skrifar: „Þar sem fréttastofa Ríkis- útvarpsins hefur verið í kast- ljósi að undanförnu, hef ég gert mér far um að sperra eyrun við því, sem frá henni hefur komið. Það vakti til dæmis athygli mína, að í kvöldfréttum 23. janúar var ekki minnzt á mótmælaað- gerðir starfsmanna í gos- drykkjaiðnaði gegn þeim ráðstöfunum stjórnvalda, er svipta munu stóran hóp þeirra atvinnunni. Á laugardag 24. janúar skýrði fréttastofan hins vegar frá því, að forsætis- ráðherra myndi kanna meint- an samdrátt í sölu gosdrykkja, eftir að vörugjaldið hækkaði. Nú sp’-r ég, hvort er frétt- næma a — aðgerðir verka- fólks gegn atvinnumissi, eða „mei itar“ ástæður fyrir þeim? Meira af þessu tagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.