Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
Fárviðri í
Grikklandi
Aþenu, 26. janúar. — AP.
NEYÐARÁSTANDI var lýst I
tveimur norðurhéruðum Grikk-
lands á laugardag vegna fann-
ferjfÍN og vatnavextir trufluðu
samgdngur og ollu tjóni viða um
land.
Florinahérað við júgóslavnesku
landamærin varð verst úti, þar
sem snjó kyngdi niður. Hermenn
voru kvaddir út til að ryðja götur
og leita að týndu fólki.
Aflýsa varð öllum járnbrautar-
ferðum í norður- og norðaustur-
héruðunum.
Mikil flóð urðu á eynni Krít,
syðstu eyju Grikklands, og hlaust
talsvert tjón af. Ýmsar útborgir
Alþenu voru hálfar á kafi í vatni
vegna mikilla rigninga í höfuð-
borginni.
Fyrir utan tjón á mannvirkjum
og truflanir á samgöngum má
rekja dauða alidýra og uppskeru-
tjón til votviðrisins.
David Frost og Lynne Frederick eftir hjónavígsluna i þorpinu
Theperton i Suffolk. Brúðurin er ekkja leikarans fræga, Peter Sellers,
og er sjálf kunn leikkona.
Þetta geröist
1606 — Réttarhöldin gegn Guy
Fawkes og öðrum samsærismönnum
hefjast í London.
1695 — Mustafa II verður Tyrkja-
soldán við lát Ahmed II.
1822 — Sjálfstæði Grikklands
formlega lýst yfir.
1865 — Sjálfstæði Perú viðurkennt
með samningi Perú og Spánar.
1914 — Oreste forseti leggur niður
völd á Haiti og bandarískir land-
gönguliðar koma til að koma á
reglu.
1916 — „Spartakus“-samtök komm-
únista stofnuð í Berlín.
1926 — Sjónvarp sýnt í fyrsta sinn
opinberlega í Bretlandi.
1944 — Leníngrad frelsuð að fullu
úr höndum Þjóðverja.
1950 — Bandaríkin samþykkja að
útvega aðildarlöndum NATO her-
gögn.
1964 — Frakkar taka upp stjórn-
málasamband við Kínverja.
1965 — Herforingjar í Suður-
Víetnam steypa stjórn Tran Van
Huong.
27. janúar
Veður
víða um heim
Akureyri 10 hétfskýjaó
Amsturdam 5 heióskírt
Aþena 12 skýjaó
Beríín 2 lóttskýjaó
BrUtsel 8 skýjaó
Chicago 11 skýjaó
Feneyjar 3 lóttskýjað
Frankfurt 1 rigning
Ftareyjar 6 úrkoma
Genf 0 þoka
Heltinki 0 heiöskírt
Jerútalem 11 skýjaó
Jóhannetarb. 24 skýjaó
Kaupmannahðfn > 3 lóttskýjaó
Las Palmas 20þokumóöa
Lissabon 17 lóttskýjaó
London 11 skýjaó
Lot Angeles 21 haiósklrt
Madrid 13 haióskírt
Malaga 14 haiósklrt
Mallorca 14 heiótkírt
Miami 20 haióskírt
Moskva -o sáýtaö
wt Vttab rWW T OT K 5 skýjaó
öiX 2 léttskýjaó
Parts 10 skýjaó
Reykjavík 6 rigniný
Ríó da Janeiro 31 skýjaó
Rómaborg 7 heióskírt
Stokkhólmur +2 lóttskýjaó
Tal Aviv 11 skýjað
Tókýó 8 skýjaó
Vancouvar 8 rigning
VínarborJ 2 heiöskírt
1967 — Þrír bandarískir geimfarar
farast í eldsvoða í Apollo-geimfari
sínu á jörðu niðri (Virgil Grissom,
Edward White og Roger Chaffee).
1969 — Fjórtán menn, þar af níu
Gyðingar, líflátnir í trak, sakaðir
um njósnir.
1973 — Samningar undirritaðir í
París er binda endi á Víetnamstríð-
ið.
Afmæli. Wolfgang Amadeus Moz-
art, austurrískt tónskáld (1756—
1791) — Edouard Lalo, franskt
tónskáld (1823—1892) — Lewis Car-
oll, enskur rithöfundur (1832—1898)
— Vilhjálmur II Þýzkalandskeisari
(1859—1941) — Jerome Kern,
bandarískt tónskáld (1885—1945).
Andlát. 1901 Giuseppe Verdi,
tónskáld — 1951 Carl Gustaf vor
Mannerheim, hermaður og forseti.
Innlent, 1878 d. Þorleifur Þorleifs-
son bóndi og smáskammtalæknir í
Bjarnarhöfn — 1891 Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur stofnað —
1940 Útför Einars Benediktssonar
gerð — 1945 Loftferðasamningur
við Bandaríkin undirritaður — 1960
„Óðinn“ kemur — 1976 Viðræðum
Geirs Hallgrímssonar og Harold
Wilsons í London lýkur — 1980
Lútherskur prestur messar í Landa-
kotskirkju — 1893 f. Jón Eyþórsson
veðurfraeðingur.
Orð dagsins. Makk stunda þeir sem
skortir manndóm — Rudyard Kipl-
ing, breskur rithöfundur (1865—
1936).
Gíslarnir fyrrverandi við komuna til Bandarikjanna — i Stewart-flugstöðinni i Newburgh, New York
ríki.
Hetjur heimt-
ar úr helju
Washinston, 26.1.81, fri rtnnu Bjarna-
dóttur fréttarltara Mbl.
BANDARÍSKU gíslarnir fyrr-
verandi komu loks heim á
sunnudag. Fjölskyldur þeirra
fengu að fagna þeim i kyrrþey i
West Point, New York, en það
var eins og þjóðin öll væri að
heimta syni sina og dætur úr
helju. Á þriðjudag mun Ronald
Reagan bjóða þá velkomna
heim í Hvita húsinu. Þangað
munu gíslarnir og fjölskyldur
þeirra keyra frá Andrewsher-
flugstöðinni skammt fyrir utan
Washington. Þeir munu aka
sömu leið frá þinghúsinu að
Hvita húsinu og Reagan ók i
broddi fylkingar fyrir viku sið-
an, þegar hann hafði tekið við
embætti forseta og gislarnir
voru nýlagðir af stað frá Teher-
anflugvelli. Mikils mannfjölda
er vænst við komu gislanna til
Washington, en 200.000 manns
hyiltu þá við komuna til West
Point.
Fátt hefur þjappað banda-
rísku þjóðinni eins saman og
fangavist sendiráðsstarfsmann-
anna í Iran. Fjölmiðlar hafa
verið fullir af fréttum af þessum
52 Bandaríkjamönnum og fjöl-
skyldum þeirra undanfarna
daga, og ekki leið sá dagur, á
meðan þeir voru í varðhaldi, að
ekki væri minnzt á þá. Sumar
fjölskyldur kusu að hleypa
fréttamönnum inn á gafl hjá sér
til að halda áhuga þjóðarinnar á
gíslunum vakandi, en aðrar kusu
að bera angist sína í einrúmi. í
vikunni kom í ljós, að margir
gíslanna voru undrandi yfir, að
þjóðin lítur á þá sem hetjur. Þeir
voru þreyttir og slæptir eftir
erfiða dvöl í Iran, og margir
vildu helst ró og hvíld eftir erfitt
ferðalag þaðan. Það mun vænt-
anlega taka nokkurn tíma, áður
en áhugi þjóðarinnar dvín og
gislarnir geta aftur hafið hvers-
dagslegt líf, lausir við martraðir
og áminningar annarra um
fangavist þeirra í Iran.
Þjóðin sýnir gleði sína á ýms-
an hátt. Gulir borðar hafa verið
hnýttir út um allt, en þeir hafa
verið merki gíslanna síðan
skömmu fyrir jól 1979. Tvær
systur tóku sig þá til og gáfu
vinum sínum og vandamönnum
gula borða til að minna á
gíslana. En í borgarastríði
Bandaríkjamanna á síðustu öld
voru gulir borðar á höttum
norðurríkjamanna merki þess,
að þeir ætluðu að snúa aftur
heim heilir á húfi. Gleði stórfyr-
irtækja kemur fram í auglýsing-
um þeirra. Texaco olíufyrirtækið
birti óð til fánans í auglýsingu
sinni, McDonalds hamborgara-
staðirnir bjóða þá velkomna
heim stórum stöfum við mynd af
starfsmanni matstaðanna að
draga upp fánann og Safeway
matvörubúðirnar birta kvæðið
„America the beautiful" við hlið
tveggja blaktandi bandarískra
fána í fullum lit. Onnur fyrir-
tæki og einstaklingar hafa sent
gíslunum gjafir og kveðjur, og
allir óska þeim vel.
Flugvélin, sem gíslarnir flugu
með frá Þýzkalandi til New
York, var kölluð Freedom One og
strætisvagnar, sem fjölskyldur
þeirra tóku í Washington á
sunnudag, út á flugvöll á leið til
New York með viðkomu í Hvíta
húsinu, voru númer 52 H fyrir
hostages. Heiftin í garð íran er
nokkuð mikil þó til séu þeir, sem
minna á að ekki megi dæma
þjóðina alla af verkum ofstæk-
ismannana, sem fara með völd.
Warren Christopher, fv. að-
stoðarutanríkisráðherra, sem sá
um samningagerðir við íran
fyrir hönd Bandaríkjanna, Ed-
mund Muskie fv. utanríkisráð-
herra og Charles Percy formað-
ur utanríkisnefndar þingsins
sögðu allir á sunnudag í sjón-
varpsfréttaþáttum, að Bandarík-
in ættu að standa við samning-
ana við Iran. Aðrir, eins og
George W. Ball fv. aðstoðarut-
anríkisráðherra og William
Safier dálkahöfundur New York
Times telja, að virða eigi samn-
inga gerða við hryðjuverkamenn
að engu. Á næstu vikum og
mánuðum mun það verða rætt
fram og aftur, en utanríkisnefnd
þingsins hefur ákveðið að kynna
sér til hlýtar alla málavöxtu í
gíslamálinu.
Réttarhöldunum í Peking lokið:
Ekkja Maós fær skil-
orðsbundinn dauðadóm
Pfklnx. 25. jan. — AP.
í HINUM löngu og viðamiklu
réttarhöldum, sem nú er nýlokið i
Peking, voru kveðnir upp dómar
yV.T 10 V?!í?amestu mönnum i
Kinaveldi á dögum „menningar-
byltingarinnar“. Auk Jiang Qing,
ekkju Maós, voru fimm aðrir menn
sakaðir um að hafa ætlað að koma
«-ó fyrir kattarnef en allir tiu
voru þeir sai'»íí.r um Harnsapri
ofsóknir i þeim tilgangi að irýs*j-
sér völdin.
Jiang Qing, ekkja Maós og ein úr
svokallaðri „fjórmenningaklíku",
var dæmd til dauða en fullnusta
dómsins fer eftir því hvort hún sér
að sér og iðrast gerða sinna næstu
tvö árin. Henni var gefið að sök að
hafa „stefnt ríkinu í voða, reynt að
steypa stjórnvöldum og ofsótt al-
menning" auk annarra glæpa.
Zang Chun-qiao, annar fjór-
menninganna í frá og fyrrum vara-
forsætisráðherra, var einnig dæmd-
ur til dauða með sömu skilmálum
og Jiang Qing en hann var ákærður
fyrir að hafa ofsótt Liu Shao-chi,
fyrrum forseta, ýtt undir æsingar
og oltoul °? la5,1 á ráðin ,um
uppreisn hersins. neitaði að
segja nokkuð við réttarhöldin.
Wang Hong-wen, fyrrum vara-
formaður kommúnistaflokksins,
var dæmdur í lifstíðarfangelsi fyrir
að standa að heruppreisn í Shang-
hai og að ýta undir ofbeldisverk.
Yao Wen-yuan, fyrrum meðlimur
stjórnmálanefndarinnar og áróð-
ursfulltrúi „klíkunnar" var dæmdur
í 20 ára fangelsi en rétturinn taldi
hann fremur vera verkfæri í hönd-
um klíkunnar en að hann hefði
sjálfur lagt á ráðin.
Auk “fjórmenningaklíkunnar"
voru kveðnir upp dómar yfir „klíku
Lin Piaos", en hún er kennd við
fyrrum varnarmálaráðherra, sem
er sagður hafa farist í flugslysi
jg.ýý l'0|'ar hann reyndi að flýja úr
landi eftir samsíT.1 5e8n Maó. Auk
ásakananna um að hafa tekið þátt í
samsæri Lin Piaos um að myrða
Maó var þeim gefið að sök að hafa
ofsótt fólk og myrt og haft sam-
vinnu við „fjórmenningaklíkuna"
um önnur glæpaverk.
Li Zuo-peng, fyrrv. stjórnmála-
fulltrúi sjóhersins, var dæmdur í 17
ára fangelsi; Qiu Hui-zuo, fyrrv.
yfirmaður í hernum, fékk 16 ár;
Jiang Teng-jiao, fyrrum stjórn-
málafulltrúi flughersins, hlaut 18
ár; Chen Boda, fyrrum einkaritari
Maós, 18 ár; Huang Yong-sheng,
fyrrum yfirmaður herforingjaráðs-
ins, fékk 18 ára fangelsi, og Wu
Faxian, fyrrum yfirmaður flughers-
ins, var dæmdur í 17 ára fangelsi.
Lítil viðbrögð hafa enn sem
komið er orðið erlendis við dóms-
uppkvaðningunni í Peking að und-
anskilinni þjóðernissinnastjórninni
á Formósu en þar sagðist talsmaður
stjórnarinnar ekki telja dómana
vera til vitnis um að valdabarátt-
unni í Kína væri lokið. Þvert á móti
sagði hann þá vera til marks um
óeiningu og að búast mætti við
auknum átökum innan skamms.