Morgunblaðið - 27.01.1981, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
Krefjast samkomulags
um fiskistefnu EBE
sjómanna kom í dag til
Brussel gagngert til að
kreíjast skjóts samkomu-
lags um fiskimálastefnu
Efnahagsbandalagsins.
47
Bru88el, 26. janúar. — AP.
NEFND þýzkra stjórn-
málamanna og leiðtoga
Pínupils ná
sér á strik
Parin. 26. janúar. — AP.
IIINN virti tizkufatahönnuður
Pierre Cardin kynnti huj{-
myndir sinar að klæðnaði árs-
ins á mikilli tizkusýningu i
Paris í «a r. þar sem mest bar á
stuttum pilsum. Áhrif hans á
klæðatizkuna eru mikil.
Sýndi Cardin yfir 100 afbrigði
pínupilsins, þar sem hugmynda-
flug hans naut sín til hins
ýtrasta. Hann hyggst héðan í
frá eingöngu efna til einnar
tízkusýningar á ári í stað fjög-
urra eins og venjulega. Hann
leggur nú áherzlu á að kynna
hugmyndir sínar að klæðnaði
fyrir allar árstíðir á einni sýn-
ingu. Viðeigandi þótti, að með-
an spengilegar tízkusýningar-
stúlkur gengu um sali, var
leikin tónlist Vivaldis, „Árstíð-
irnar“.
Á morgun, þriðjudag, koma
sjávarútvegsráðherrar EBE-ríkja
saman til fundar til að freista þess
að ná samkomulagi um sameigin-
lega fiskistefnu, en um þau mál
hafa þeir þráttað í fimm ár án
niðurstöðu.
Þar sem aðildaríkin vantar enn
sameiginlega fiskistefnu geta ein-
stök ríki bandalagsins ekki endur-
nýjað gamla samninga við önnur
lönd, t.d. Noreg og Kanada.
Af þessum sökum hafa vestur-
þýzkir sjómenn orðið að hverfa af
miðum Kanadamanna. Sjómenn-
irnir leggja ríka áherzlu á að
samkomulag náist um sameigin-
lega fiskistefnu á fundi ráðherr-
anna á morgun, því þá eiga þeir
kost á að halda áfram veiðum á
kanadísku hafsvæði, en vertíð á
þeim svæðum lýkur eftir tvo
mánuði rúma.
Fréttir í stuttu máli
Sjónvarpsmynd
eítir Brezhnev
Moskvu. 26. janúar. AP.
NÝ SEX klukkustunda lög heimilda-
kvikmynd, sem byggð er á bók
Brezhnves, „Nýræktarlöndin", verður
tekin til sýninga í sovézka sjónvarp-
inu í þessari viku. Kvikmyndin verð-
ur sýnd þrjú kvöld í þessari viku og
þrjú kvöld í þeirri næstu. Haft er
eftir framkvæmdastjóra upptökuver-
anna að myndin sé byggð á „bók-
menntaverki sem kvikmyndaleik-
stjóra venjulega dreymdi um að gera
mynd eftir".
„Fjölskyldumynd“ af Maf-
íuleiðtogum.
Chicago. 26. janúar. AP.
LÖGREGLAN í Chicago hefur kom-
ist yfir mynd þar sem saman eru
komnir 10 helztu leiðtogar undir-
heima borgarinnar. Myndin var tekin
er leiðtogarnir komu saman til há-
degisverðarfundar árið 1978. Talið er
víst að þetta sé í eina skiptið sem
þeir hafa látið taka mynd af sér
saman. Leiðtogarnir þykjast ekki
þekkja hvorn annan við lögregluyfir-
heyrzlur. Ekki er vitað hvað er til
umræðu á leiðtogafundinum, en ljóst
að það hefur skipt alla undirheima-
leiðtogana miklu máli, þar 'sem þeir
tóku þá áhættu að hittast saman.
Kenny Rogers
kaupir villu
New York, 26. janúar. AP.
KENNY Rogers, söngvari, hefur
keypt villu ítalska kvikmyndafram-
leiðandans Dino Delaurentiis í Bev-
erly Hills á 14,5 milljónir Banda-
ríkjadollara. Hærra verður hefur
ekki fyrr verið greitt fyrir fasteign í
einkaeign í Bandaríkjunum.
Rogers sá villuna, sem er með 35
herbergjum í fyrsta skipti í síðastlið-
inni viku. Villan er á fjögurra
hektara landi. í bílskúrunum er
aðstaða fyrir 13 bíla og er þar
þriggja herbergja íbúð einnig, ásamt
fullkominni aðstöðu bifvélavirkja. í
aðalbyggingunni eru níu svefnher-
bergi, átta baðherbergi, sjö þjóna-
herbergi, vínkjallari, bókasafn og
byssuherbergi.
Michael Foot,
formaður Verkamannaflokksins
David Owen, fyrrv.
utanrikisráðherra
Roy Jenkins, fyrrum vara-
formaður Verkamannaflokksins
Stórbreytingar í
aðsigi i breskum
stjórnmálaheimi
London, 25. jan. AP.
LEIÐTOGÁR hægri arms
breska Verkamannaflokksins
tilkynntu i dag, sunnudag. að
þeir hefðu stofnað „sósialdemó-
kratískt ráð“ og þykja nú hörf-
ur á þvi að til fulls klofnings
komi i flokknum. Á aukaþing-
inu i gær báru vinstri menn
sigurorð af hinum hófsamari og
má nú heita að verkalýðsleið-
togarnir hafi töglin og hagld-
irnar i fiokknum.
í tilkynningu fjórmenn-
inganna, leiðtoga hægri armsins,
sagði, að fyrir flokksmönnum
lægi nú að taka erfiða ákvörðun,
en þeir sögðust trúa því, að
„uppstokkun í breskum stjórn-
málum" væri óhjákvæmileg.
Fjórmenningarnir, sem að
Jafnaðarmannaráðinu" standa,
era Roy Jenkins, fyrrum vara-
formaður flokksins, David Owen,
fyrrum utanríkisráðherra, Shir-
ley Williams, fyrrv. mennta-
málaráðherra, og William Rod-
gers, fyrrum varnarmálaráð-
herra. Ef af nýrri flokksstofnun
verður er það í fyrsta sinn í 60 ár
sem meiriháttar breytingar
verða í breskum stjórnmálum.
Michael Foot, formaður
flokksins og löngum einn helsti
talsmaður vinstri manna, skor-
aði í dag á Owen og félaga hans
að kljúfa ekki flokkinn og sagði
það aðeins verða vatn á myllu
andstæðinga hans. Roy Jenkins
svaraði áskorun Foots með því
að segja, að nú væri svo komið,
að fáir valdamiklir verkalýðs-
leiðtogar hefðu öli ráð í hendi
sér og að hin skelfilega niður-
staða aukaþingsins kallaði á
uppstokkun í bresku stjórnmála-
lífi.
Fjórmenningarnir svokölluðu
sögðu í dag, að þeir mundu brátt
skýra frá því hverjir stuðn-
ingsmenn þeirra væru en
fréttaskýrendur telja, að um 20
af 268 þingmönnum Verka-
mannaflokksins muni koma til
liðs við þá.
Frammámenn Frjálslynda
flokksins, sem aðeins hefur II
sæti á breska þinginu, hafa látið
í ljós von um samstarf við
hugsanlegt flokksbrot úr Verka-
mannaflokknum en ekki er talið
að til formlegs klofnings komi
fyrr en eftir sveitarstjórnar-
kosningarnar í vor.
í stefnuskrá fjórmenninganna
er kveðið á um blandað hagkerfi,
velferðarríki, sem þó ekki dræpi
allt frjálst framtak í dróma,
stuðning við Efnahagsbandalag-
ið og Atlantshafsbandalagið,
vamarsamtök vestrænna þjóða.
Efnahagserfiðleikarnir í Svíþjóð:
Samdrátturinn eykur líkur
á gengisfellingu krónunnar
Fíl stolið í
Danmörku
Kaupmannahöfn. 26. janúar. AP.
DANSKA lögreglan leitaði i
dag til lögregluyfirvalda i
Sviþjóð, V-Þýzkalandi og
fleiri löndum um aðstoð við
leit að indverskum fil er
stolið var i dýragarði Kaup-
mannahafnar rétt eftir mið-
nætti siðastliðið laugardags-
kvöld.
Athygli lögreglunnar bein-
ist að júgóslavnesku fjölleika-
hússfólki sem kom með fílinn
til Danmerkur fyrir tveimur
mánuðum. Dönsk yfirvöld
lögðu þá hald á fílinn og komu
honum í vörzlu í dýragarðin-
um, meðan verið var að ganga
úr skugga um ágæti fylgi-
skjala með fílnum, en grunur
leikur á að hann sé í upphafi
illa fenginn.
Sjónarvottar voru að því er
tveir eða þrír menn leiddu
fílinn á brott frá dýragarðin-
um, en þeir höfðu skorið
stærðar gat á girðingu garðs-
Stokkhúlmi. 26. jan. Frá frúttaritara Mbi.
NEYÐIST SÆNSKA rikisstjórnin til að fella krónuna? Það er
spurning, sem margir velta fyrir sér þessa dagana. Eftir að vextir
voru hækkaðir um tvö prósent, úr 10 i 12 prósent, þann 20. janúar sl.
hefur spennan i sænsku efnahagslifi aukist að mun.
Vaxtahækkunin gefur rikisstjórninni timabundið svigrúm en
flestir eru þeirrar skoðunar, að timi stjórnarinnar til efnahagsað-
gerða sé mjög naumur. Vaxtahækkunin sýnir, að ástandið er mjög
alvarlegt og mikil hætta er á gengisfellingu ef stjórninni tekst ekki
mjög fljótlega að leggja fram nýjar sparnaðaráætlanir, sem geta
styrkt krónuna. Áætlað var, að stjórnin legði fram ýmsar áætlanir
þann 1. mars en hætta er á að sænska krónan þoli ekki svo langa bið.
Ríkisstjórnin situr nú á stöðug-
um viðræðum um nýjar sparnað-
aráætlanir og gert er ráð fyrir, að
hægt sé að spara þrjá-fjóra millj-
arða sænskra króna með því að
skera niður fjárhagsáætlunina og
breyta sköttum. En hvernig þetta
á að framkvæma eru stjórnar-
flokkarnir ekki sammála um.
Hægri flokkurinn hefur fyrst og
fremst barist fyrir sparnaði á
öllum sviðum. Þjóðarflokkurinn
vill auk sparnaðar hleypa nýju lífi
í iðnaðinn og m.a. vill hann auka
og bæta lánamöguleika fyrirtækja
í sambandi við vinnu og verkefni
fyrir vanþróuð lönd en mörg
sænsk fyrirtæki hafa að undan-
förnu misst af stórum verkefnum í
vanþróuðu löndunum vegna óhag-
stæðra lána. Betri lán, segir Þjóð-
arflokkurinn, geta veitt um 9000
manns vinnu í iðnaðinum. Flest
bendir til, að samkomulag geti
náðst milli Hægri flokksins og
Þjóðarflokksins en Miðflokkurinn
hefur enn ekki tekið ákvörðun um
stefnu.
Ekki er búist við neinum meiri-
háttar nýjungum í sparnaðaráætl-
uninni. Trúlega minnkar niður-
greiðsla á mat enn meira en verið
hefur en húsaleigustyrkir og aðrar
niðurgreiðslur í sambandi við hús-
næði munu sennilega ekki lækka.
Vaxtahækkunin hefur þegar gert
mörgum húseigendum og leigjend-
um erfitt fyrir.
Lækkun á ríkisstyrkjum til
sveitarfélaga er einnig rædd og
útsvör þeirra hafa hækkað um 500
millj. sænskra kr. í sambandi við
vaxtahækkunina. Auk efnahags-
erfiðleikanna bætast nú við launa-
og kjarasamningar verkalýðsfé-
laganna og atvinnurekenda og fátt
bendir til þess að þar fáist nokkur
skjót lausn á.
Ástandið í sænskum iðnaði hef-
ur versnað mjög á undanförnum
mánuðum. Sl. þrjá mánuði hafa
18.000 manns misst vinnuna og
13.000 eiga uppsagnarhótun yfir
höfði sér innan sex mánaða. Sé
litið á vinnumarkaðinn í heild
hefur atvinna einnig minnkað og
ríkið og bæjar- og sveitarfélög
hafa dregið saman seglin og fækk-
að nýráðningum. Alls voru 86.000
manns eða 2% vinnufærra manna,
atvinnulaus í desember og búist er
við enn hærri tölum fyrir janúar.
Af þesum 86.000 eru 35.000 ungl-
ingar en verst er ástandið hjá
unglingum og konum. Tala at-
vinnulausra í desember sl. var
ERLENT
15% hærri en á sama tíma árið
áður. Auk þessa eru um 115.000
manns við störf eða nám fyrir
tilhlutan atvinnumálasjóðsins.
Ástandið er eins og undanfarið
verst í Norður-Svíþjóð þar sem
10.000 atvinnulausir eiga kost á
sex hundruð störfum. En svipað
ástand er að finna víðar þar sem
skipasmíðastöðvar, námugröftur
og pappírsverksmiðjur leggja
niður störf. Á Skáni munu t.d.
4000 manns missa vinnuna þegar
Kochums-skipasmíðastöðin í
Málmey og Eyrarsunds-skipa-
smíðastöðin í Landskrona segja
upp fólki.
í vesturhluta Norður-Svíþjóðar
munu um 1200 manns missa vinn-
una þegar trjávörufyrirtækið
MGB minnkar starfsemina, en
fyrir í héraðinu eru margir at-
vinnuleysingar. Trjávöruiðnaður-
inn hefur einnig dregist mjög
saman í Vermlandi þar sem 5700
manns eru atvinnulausir. Og
ástandið hjá stáliðjufyrirtækinu
FSA, með 16.000 manns, sem ríkið
rekur að hálfu, er mun verra en
ætlað var. Tapið á sl. ári mun vera
um 500 milj. sænskra kr. og nú
bendir flest til að segja verði upp
starfsfólki.