Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 3

Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1981 3 Erfiðleikar hjá Siglósild: Milli 70 og 80 manns hafa misst atvinnuna Galli í dósum segir Siglósíld Galli í vélum segir Dósagerðin FRAMLEIÐSLA Siglósíldar á Sisrlufirði liggur nú niðri, og hefur milli 70 og 80 starfsmönnum fyrir- tækisins verið sagt upp störfum af þeim sokum, að því er Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins tjáði blaðamanni Morjíunblaðsins í j?ær. Framleiðsl- an hefur leKÍð niðri í eina viku. en starfsfólkinu. sem hefur viku upp- sagnarfrest. var sagt upp störfum fyrir hálfum ntánuði. Astæða stöðv- unarinnar er sú. að vegna tækni- legra erfiðleika hefur ekki verið unnt að loka niðursuðudósunum. ok einnig koma fjárhatcsorðuKleik- ar til ok skuldir Siglósíldar við Dósagerðina hf. í Kópavogi sem sér fyrirtækinu fyrir niðursuðudósum. Pálmi Vilhjálmsson sagði í gær. Fíkniefnamál: Einn í gæzlu- varðhald UNGUR maður var í gær úrskurð- aður í allt að 20 daga gæzluvarð- hald vegna rannsóknar fíkniefna- málsins, sem fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík hefur til meðferðar. Tveir menn sátu fyrir í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls. að ekki væri vitað hve lengi stöðv- unin myndi vara, vika gæti liðið áður en farið yrði af stað á ný, eða jafnvel mánuður í versta falli. Hann sagði, að þeir einu sem nú væru við störf hjá fyrirtækinu væru skrif- stofumenn og aðrir fastráðnir starfsmenn, en heildarfjöldi starfs- manna á launaskrá hefði verið milli 80 og 90 manns, í um 70 heiium störfum. Þeir 70 til 80 starfsmenn sem nú hefðu misst vinnuna um stundarsakir, væru því ýmist í heilum eða hlutastörfum, að yfir- gnæfandi hluta til konur. Að undanförnu hefur nú verið unnið að framleiðslu á gaffalbitum, sem fara á markað í Sovétríkjunum. Pálmi sagði vera framleidda um 200 kassa á dag, eða um 1000 á viku. Verðmæti framleiðslunnar sagði hann vera um 322 þúsund nýkrónur á viku hverri. Pálmi sagði ekki enn útlit fyrir að erfiðleikar yrðu á að standa við gerða samninga við Sovétmenn, en yrði um langt stopp að ræða kæmi óhjákvæmilega að því. Hann sagði ástæðuna fyrir framleiðslustöðvuninni vera þá, sem fyrr segir, að ekki hefði verið unnt að loka þeim dósum er fyrirtækið hefði fengið hjá Dósagerðinni. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið, sagði þó að svo virtist sem göllum í dósunum væri um að kenna, þótt hann vildi ekki fullyrða neitt þar um. Skorti á dósum sagði Kommúnistar í stúdentaráði: Neita að styðja pólska stúdenta Á SÖGULEGUM stúdentaráðs- fundi í HÍ þ. 27. jan. sl. neituðu kommúnistar að senda pólska sendiherranum mótmæli og jafn- framt að senda pólskum stúdentum stuðningsskeyti, sem nú eiga i átökum við yfirvöld þar í landi. „Á fundinum báru stúdentaráðs- liðar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta fram tillögu um stuðning við pólska stúdenta og kröfur þeirra. Brá þá svo við, að fulltrúar Félags vinstrimanna í stúdentaráði, töldu öll tormerki á því að sam- þykkja tillöguna og vildu svæfa málið í nefnd fram að næsta fundi ráðsins, sem jafnan eru haldnir mánaðarlega. Það er alveg ljóst, að félagar okkar í Póllandi eiga ekki vísan stuðning þeirra manna sem ekki geta tekið afdráttarlausa af- stöðu til krafna pólsku stúdentanna sem fram koma í tillögunni. Komm- únistar í stúdentaráði neita því í raun að styðja pólska stúdenta í baráttu þeirra við pólska alræðið," sagði Guðmundur Þóroddsson full- trúi Vöku í stúdentaráði. Tillaga Vöku-manna var svohljóð- andi: Rikisverksmiðjusamiiingar: Óformlegar viðræð- ur i undirnefndum AÐILAR í ríkisverksmiðju- samningunum unnu að samn- ingsgerð í sitthvoru lagi í gær, en formlegur sáttafundur hef- ur verið boðaður árdegis í dag, klukkan 09.30. hann ekki um að kenna né fjárhags- örðugleikum Siglósíldar, ekki hefði staðið á greiðslum til Dósagerðar- innar. Dósirnar væru fyrir hendi, hugsanlega gölluð sending, þó ekki væri um það hægt að fullyrða. Morgunblaðið sneri sér einnig til Jóhannesar Ólafssonar, forstjóra Dósagerðarinnar hf. i Kópavogi, og leitaði álits hans á málinu. Jóhann- es kvaðst lítið vilja um málið segja á þessu stigi að minnsta kosti. Hann gæti þó sagt það, að vélamaður frá fyrirtækinu væri nú norður á Siglu- firði til að kanna málið. Svo virtist sem nýjar niðurlagningarvélar hæfðu ekki dósunum, og þess vegna hefði ekki reynst unnt að loka þeim. Hann hefði hins vegar gert við vélarnar og ynni nú að því, og yrði hugsaniega unnt að koma þeim af stað aftur í dag eða næstu daga. „Við erum með samskonar umbúðir og við höfum verið með undanfarin þrjú ár,“ sagði Jóhannes, „nákvæm- lega sömu dósir. — Hins vegar er svo þess einnig að gæta, að Siglósíld hefur lent í greiðsluerfiðleikum gagnvart okkur, sem er líklega stærra vandamál en erfiðleikarnir með vélarnar núna.“ Að svo stöddu kvaðst Jóhannes ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál. Forseti og framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasamhands íslands ræða samningsstöðuna við einn fulltrúanna úr samninganefnd sjómanna á sáttafundi í gær. Ljósm.: Kristinn. Togara- og bátakjarasamningar: Fundur um bátakjör SATTAFUNDUR í togara- og bátakjaradeilunni var haldinn i gær. en þá voru um 10 dagar frá því er síðast var haldinn fundur. Á fundinum gerðist fátt frétt- næmt annað en það að skipaðar voru undirnefndir. sem boðaðar hafa verið til fundar klukkan 09 í dag. Til nýs sáttafundar hefur verið boðað klukkan 16 i dag. Á fundum undirnefnda verða málin rædd óformlega og reynt að finna flöt á áframhaldandi viðræð-- um. Á sáttafundinum í gær gerðist ekkert efnislegt, sem glætt gæti vonir manna um að viðræður kæmust í alvöru af stað. Ein mesta matarveizla og skemmtun ársins v Þ0RRABLÓT v Stúdentaráð HÍ lýsir stuðningi við kröfur pólskra stúdenta um að þeir verði losaðir undan kerfisbund- inni innrætingu í marxískri hug- myndafræði og að lögreglu-ofbeldi gegn háskólastúdentum verði þegar hætt. Ljóst er, að pólska alræðið á nú í vök að verjast og hriktir nú í grunnstoðum þess. Þetta birtist m.a. í baráttu pólskra stúdenta gegn marxíska alræðinu innan sem utan háskólanna, baráttu pólskra verka- manna fyrir félaga- og fundafrelsi. Það er staðreynd, að hvarvetna í heiminum þar sem samfélög hafa verið mótuð samkvæmt marxískri hugmyndafræði, hefur það ætíð leitt til alræðis með tilheyrandi mann- réttindaskerðingu og skoðanakúgun. Pólland er engin undantekning í þessu efni. Því tökum við stúdentar í HÍ undir kröfur pólskra stúdenta um fullt félagafrelsi, að pólitískri inn- rætingu í háskólunum verði hætt, að ofbeldisaðgerðum lögreglu gegn stúdentum verði þegar hætt, að stúdentar og háskólakennarar fái notið akademísks frelsis. Feröask rifstof an ÚTSÝN Sunnudaginn 1. febrúar aö Hótel Sögu A liibhur *5 sala 19.00 Húsiö opnað — Afhending happdrættismiöa og bingóspjalda (vinningsverömæti nýkr. 16.000.00). Lystauki á barnum handa þeim, sem koma fyrir kl. 19.45. 19.30 Kvöldverður hefst stundvíslega: Þorrablót ársins — Glæsilegt borö, hlaðiö 20 þorrarétt- um og hvers kyns góögæti. Borðið eins og lystin leyfir fyrir aðeins kr. 95.00. 20.00 Skemmtiatriði: Gítarsnillingurinn Pétur Jónasson og sjónvarpsstjarnan Þorgeir Astvaldsson skemmta undir borðum. Módel 79 sýna glæsilegan dömu- og herrafatnað frá Álafossi Hafa aðilar skipzt á skoðun- um í undirnefndum og í gær- kveldi var ætlunin að undir- nefndir störfuðu áfram, aðilar hvor í sínu lagi. Pétur dama og herra kvölds- ins — Feröaverðlaun. Fegurð 1981 — Forkeppni: ^ Ungfrú Útsýn 1981 Ljósmyndafyrirsætur verða valdar úr hópi gesta. 10—20 stúlkur fá í ferðaverðlaun ókeypis Útsýnarferð. Ferða-annáll Útsýnar: Allir gestir fá glæsilegt dagatal Útsýnar með feröaáætlun. Feröist ódýrt og vel 1981 — Nýju verðin kynnt. Diskótek: Þorgeir Ástvaldsson kynnir. Dansað til kl. 01.00. — Hin fjölhæfa, vinsæla og fjöruga hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söng konunni Maríu Helenu l koma öllum í stuð Missiö ekki af glæsilegri, ódýrri skemmtun í sérflokki Aðgangur ókeypis — aöeins rúllugjald og heimill öllu skemmtilegu fólki, sem kemur í góöu skapi og vel klætt. Myndasýning: Myndir frá sólarferöum 1980 sýndar á risa-sjónvarps-^ skermi allt kvöldið. Borðapantanir hjá yfirþjóni frá kl. 16.00 í dag, fimmtudag. Símar 20221 og 25017.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.