Morgunblaðið - 29.01.1981, Page 12

Morgunblaðið - 29.01.1981, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUr * 29. JANÚAR 1981 Rætt viö yfirmann Evrópu- herstjórnar NATO: Hernaðarmáttur Sovétríkjanna eykst jafnt og þétt Bernard Rogers, hershöfðingi frá Bandaríkjun- um, sem tók við af Alexander Haig sem yfirmaður Evrópuherstjórnar Atlantshafsbandalagsins, ræddi nýlega við Cay Graf Brockdorff, blaðamann þýska blaðsins Die Welt. Fjölluðu þeir um hæfni herja bandalagsins í Evrópu til að fæla hugsanlegan andstæðing frá árás, niðurstöður ráðherrafunda NATO í desember sl. og ráðstafanir, sem gripiö yrði til, ef herir kommúnistaríkjanna réðust inn í Pólland. Viðtalið hér á eftir, en nokkuð stytt. Bernhard Rogers, hershöfðingi. Welt: Sagt er, aö þér hafiö lagt fram merkilega skýrslu á ráö- herrafundum NATO í desember. Teljiö þér, aö dregið hafi úr mætti NATO-herjanna til að fæla óvin frá árás? Rogers: Kjarni máls míns var sá, aö þessum mætti herjanna heföi stórlega hrakað. En á hinn bóg- inn hefur hernaöarmáttur Sovét- manna vaxiö aö sama skapi. Sveitir þeirra, skriödrekar og flugvélar eru tvisvar eöa þrisvar sinnum fleiri en okkar. Hvaö gæöi snertir, þá eru vígvélar Sovétmanna engu síöri en okkar, jafnvel fremri. Áöur vorum viö þeim langtum fremri, en nú er þetta breytt. Þetta er þeirri þróun aö kenna aö draga úr fjárfram- lögum til varnarmála. Welt: Hverju spáöiö þér um framtíöina? Rogers: Ég spái því, aö Sovét- menn muni auka enn viö hernaö- armátt sinn. Almennt er búist viö aö þeir muni halda fast viö þá stefnu allan næsta áratuginn. Viö, aftur á móti, sýnum tilhneig- ingu til hins gagnstæöa, þó aö þaö sé ails ekki tímabært. Ég tel því að afleiöingin veröi sú aö traustiö á varnarmætti NATO muni dvína. Welt: Hver verður árangur ráö- herrafundanna í desember? Rogers: Þetta voru mikilvægir fundir og því vil ég fjalla um niöurstöður þeirra nánar. Mikiö liggur viö aö samningar, sem geröir hafa verið, veröi haldnir. Einnig er mikilvægt, að Evrópu- menn geti brugöið skjótt viö og hlaupiö í skarðiö ef Bandaríkja- menn kynnu aö þurfa aö draga úr liðsstyrk sínum í Evróþu fyrirvaralítiö. Ennfremur var afar mikilvægt aö NATO-ríkin sýndu samstööu sína gagnvart þeim atburöum sem eru aö gerast í Póllandi. Ég var mjög ánægöur með fundina. Þaö skýröist margt á þeim, og engu var látiö ósvar- aö. Welt: Hafiö þér áhyggjur af liösafla þeim sem Sovétmenn hafa viö landamæri Póllands, og mætti telja hann ógnun viö friö í Vestur-Evróþu? Rogers: Ekki má viröa þann liössafnað aö vettugi, enda fylgj- umst við vel hneö honum. En þaö á eftir aö koma í Ijós, hvort þessi herafli er bein ógnun viö Vestur- Evrópu. Frekar má gera ráö fyrir, aö honum sé stefnt gegn Pól- landi einvöröungu, og því sé Vestur-Evróþu engin hætta búin að svo stöddu. Þetta er mín persónulega skoöun, og byggist hún m.a. á þeim ummælum sem komiö hafa frá Moskvu í tilefni af fyrrnefndum atburöum. Þó má ekki sofna á veröinum, heldur vera við öllu búinn. Þaö er hollt aö hafa þaö hugfast, aö einnig áriö 1968 var tímabil, þar sem allt virtist meö kyrrum kjörum, en svo kom innrásin í Tékkóslóvakíu öllum aö óvörum. Welt: Eru Sovétmenn ennþá í árásarstööu? Rogers: Þeir eru ennþá í árás- arstöðu, en dregiö hefur úr æfingum og flugumferð síöustu dagana. Welt: Hafiö þér gert einhverjar ráðstafanir í þessu sambandi? Rogers: Ég gekk á fund aöalrit- ara NATO í byrjun desember til þess aö fræöast um stefnu þá sem taka skyldi, ef Sovétmenn réöust inn í Pólland. Mér var tjáö hver sú stefna ætti aö vera. Mér var falin heimild til þess aö hafa yfirumsjón meö öryggisráöstöf- unum og aögeröum sem kunna þyrfti aö gera, bæöi fyrir og eftir hugsanlega innrás Sovétmanna inn í Pólland. Welt: Má ræða um þessar hugs- anlegu ráöstafanir? Rogers: Aöeins aö takmörkuöu leyti. Sumt hefur þegar veriö skrifaö um í blöö. Viö höfum bæöi gert ráðstafanir til þess aö fá nákvæmar loftmyndir meö notkun AWACS-flugvéla og svo hefur starf leyniþjónustunnar veriö eflt. Viö fáum tíðar og nákvæmar fréttir, og ég tel þar vel aö verki staöiö. Welt: Hvaö myndi gerast, ef Sovétmenn réöust inn í Pólland? Rogers: Á utanríkisráöherra- fundinum var stefna Vesturlanda mótuö. Þaö verður að taka skýrt fram, þegar um hernaðarlegu hliðina er rætt, aö NATO er varnarbandalag. Sem yfirmaöur herafla NATO mun ég gera þær ráöstafanir sem mér þykja viö- eigandi. Viö erum meö á skrá fjölmörg atriöi, sem borin veröa undir þá, er meö pólitísku völdin fara, ef tími vinnst til. Aögeröir þessar eiga þaö allar sammerkt, aö þær eru varnarráöstafanir, því aö NATO er varnarbandalag. Viö megum umfram allt hvorki hvetja Pólverja né Sovétmenn til eins eöa neins. Wolt: Hvaöa áhrif heföi þaö ef ákvöröun NATO-ríkjanna um aukinn vopnabúnaö brygöist? Rogers: Þaö yröi til þess aö veikja enn einn hlekk í varnar- keöjunni. í Evróþu eru engir möguleikar til þess aö verjast meöaldrægum flugskeytum Sov- étmanna. Viö höfum því ákveöiö aö flytja 572 meðaldrægar eld- flaugar til Evrópu og styrkja þannig varnarmáttinn. Eg tel, aö fjöldi eldflauganna dugi til aö fæla óvin frá árás, en betur mætti þó gera, eins og ég hef látiö í Ijós viö ráðamenn. Ég hef áhyggjur af því, að Belgar eru ekki ennþá búnir aö taka ákvörö- un um staösetningu þessara vopna í landi sínu, þótt þeir hafi lofað að gera þaö innan hálfs árs í desember 1979. En ég er ánægöur meö ákvarðanir ítala, Þjóöverja, Breta og Bandaríkja- manna um þessi mál. Welt: Verður yfirmaöur Her- stjórnar NATO í Evrópu ætíö aö vera Bandaríkjamaður? Rogers: Ég forðast aö nota oröin „alltaf“ eöa „aldrei”. Ef til vill veröur yfirmaöur herjanna ann- arrar þjóöar maöur einhvern tíma. Welt: Næsta sumar veröiö þér búinn aö vera í stööu yðar í tvö ár. Ætlið þér aö halda áfram? Rogers: Eg verð aö fá framleng- ingu á stööu minni sem yfirmað- ur Evrópuherstjórnar Atlants- hafsbandalagsins á tveggja ára fresti. Ég vona, að ég fái þá staðfestingu. Væri ég spuröur aö því, hvort ég kysi aö halda starfinu áfram, myndi ég svara því játandi. Tímar þeir, sem nú fara í hönd, eru viðsjárveröir, og ég vil gjarnan geta lagt mitt af mörkum. Grímur Karlsson skipstjóri: Búum að Gæslunni svo sómi sé að Eitt íslenzkt ríkisfyrirtæki er að mínum dómi nauðsynlegra og bet- ur rekið en önnur ríkisfyrirtæki, en það er Landhelgisgæzlan. Hún auglýsir sig ekki í fjölmiðlum og vinnur sín skyldustörf í kyrrþey, og það sem Gæzlunni er falið að leysa af hendi, þar fyrir utan, er hreint ótrúlegt. Eflaust hefur Gæzlan skýrslur um þau störf og finnst mér að þær ætti að birta í fjölmiðlum einu sinni á ári. Ég get sagt frá því að á tuttugu og fimm ára tímabili nefur Gæzlan dregið minn bát samanlagt sem samsvar- ar tveimur hringum kringum landið vegna ýmissa óhappa og bilana. Þó tel ég ekki þau skipti sem þeir hafa hjálpað mér að gera við siglingatæki, þar sem engan viðgerðarmann var að fá, eða losað úr skrúfunni, svo eitthvað sé nefnt. Mér þykir vænt um Land- helgisgæzlu Islands og ber traust til hennar. Hún er Islandi ómiss- andi. Að vísu hef ég aldrei verið skipstjóri á nýju skipi, enda frá Suðurnesjum, en það er sama, allur þorri sjómanna hefur svip- aða sögu að segja, ég fuliyrði það. Að draga úr starfi þessarar stofnunar er ekki sparnaður held- ur aukinn kostnaður. Öryggisleys- ið er alltof mikið miðað við þær aðstæður sem eru. Verðmætin eru svo himinhrópandi há sem í húfi eru, ekki aðeins veiði sem tekin kann að vera frá okkur, heldur skip og mannslíf, þegar eitthvað út af ber. Við fengum ekki yfirráð fiski- miðanna á silfurfati, og megum aldrei gleyma því. Útlendingar Greinarhöfundur við bát sinn. munu eftir sem áður reyna óvið- eigandi afskiptasemi eftir ýmsum leiðum. Því ber okkur að vera vel á verði og varðveita rétt okkar. Við sjáum ekki lengur yfir land okkar og haf af næsta hól eða hæð. Það hefur stækkað og okkur ber að varðveita það. Meðan við eyðum ekki einni krónu í eigin her og landvarnir, ættum við að sjá sóma okkar í því að búa Gæzluna þannig, að sómi sé að, og hún fái gegnt sínum skyldustörfum. Allir hljóta að sjá, að þegar tækin eru tekin úr höndunum á mönnunum, er ekki nema eitt svar, það er að fá þeim önnur betri í hendur. Þótt við viljum ekki innlendan her getum við haft öfluga Land- helgisgæzlu, og brúað með því það öryggis- og ráðaleysi sem því fylgir að vera varnarlausir með öllu. Allir lýðræðisþjóðir vilja vera þess megnugar að get höggvið á óleysanlega hnúta í tíma, og leysa sín vandamál, jafnóðum og þau birtast. Allir vilja vera sjálfum sér nógir og helst aflögufærir og þá hjálpað öðrum. Gæzlan er svo til daglega að sinna neyðartilfellum innanlands, þar sem slys ber að höndum. Einnig meðal nágrannaþjóða, svo sem hjá Grænlendingum, þegar líf liggur við að sjúkum sé komið til hjálpar. Mér er spurn, er ákveðið að leggja þetta niður? Nær væri að efla Gæzluna, og í framhaldi af því, gera heimild- arsjónvarpsmynd um störf Gæzl- unnar til þessa dags. Það yrði okkur til meiri heiðurs en „Lénharður fógeti", eða „Blóð- rautt sólarlag" svo eitthvað sé nefnt, og gæfi sannari mynd af lífi þessarar þjóðar, lífsbaráttu, og menningu. Gjaldeyrisskammturinn aukinn Engar hækkanir erlendis á sólarlandaferðum sólarlandaferðum væru vænt- anlegar. jjann sagöj að enn hefði gengissig frá þvi í des- ember ekki verið tekið inn í verðið, það væri venjulega gefið upp talsverðan tíma fram í tímann og hækkaði það ekki fyrr en eftir á. Steinn sagði ennfremur að gengis- breytingar yllu mestu um verðhækkanir á sólarland- aferðunum og að ef gengi héldist stöðugt þyrfti ekki að búast við verulegum hækkun- um á næstunni. Gjaldeyrisskammtur fyrir ferðamenn hefur nú verið hækkaður úr 1.000 dollurum upp i 1.200 og mun það hafa verið gert vegna aukins ferðakostnaðar erlendis. I>á er nú einnig leyfilegt að taka hærri upphæð í íslenzkum peningum með sér til út- ianda, eða alls 500 nýkrónur. Ekki má þó hafa þá upphæð í stærri seðlum en 50 og 10 króna seðlum. Séu gamlar krónur teknar utan má ekki vera um stærri seðla en 1.000 að ræða. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust í Seðlabankanum gengur yfirleitt vel að skipta íslenzkum peningum í ná- grannalöndum okkar, en vegna ýmislegs kostnaðar er gengi erlendis fyrir íslenzku krónuna svipað og er á ferða- mannagjaldeyri hér heima. „Þó mun rétt að fólk athugi vel sinn gang áður en það skiptir íslenzkum peningum erlendis og gæti þess að vera ekki með stærri peningaseðla en leyfilegt er, því þá eru líkur á því að minna verð fáist en ella, fari svo að tekið verði við þeim,“ sagði Björn Tryggvason hjá Seðlabankanum er Mbl. ræddi við hann. Morgunblaðið sneri sér einnig til Steins Lárussonar framkvæmdastjóra ferða- skrifstofunnar Úrvals og spurði hvort verðhækkanir á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.