Morgunblaðið - 29.01.1981, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
m w*m
Fjórir fórust í
óveðri í Noregi
Osló, 28. janúar. Frá frétta-
ritara Mbl., Jan Erik Lauré.
FJÓRIR menn íórust er mik-
ið óveður gekk yíir norður-
hluta Noregs í gærkvöldi og
nótt.
Þrír þeirra fórust er bifreið
þeirra varð fyrir snjóskriðu
rétt fyrir sunnan Mo í Rana.
FRELSINU FAGNAÐ. — Þessi mynd var tekin af bandarísku gíslunum þegar þeir komu til Alsír á dögunum
á leið sinni til Wiesbaden í Þýskalandi. AP-nimamynd.
Eins mikill samhugur hefur
sjaldan ríkt i Bandaríkjunum
Frá Önnu Bjarnadóttur. fréttaritara
MorRunhlaÓNÍns í WashinRton.
NÚ ÞEGAR bandarísku gíslarnir
fyrrverandi, sem voru í haldi í íran
i 444 daga. eru loks komnir heim
við ótrúlegan fögnuð þjiiðarinnar
allrar. eru menn farnir að velta
fyrir sér, hvers vegna þjóðin hefur
hrugðizt svo innilega við lang-
þráðri heimkomu þessara 52 sálna.
Varla nokkru sinni hefur þjóðin
brugðizt eins sjálfkrafa við og
borið tilfinningar sínar eins opin-
skátt á torg. Striðshetjum hefur
verið fagnað og allt ætlaði um koll
að keyra. þegar John Glenn kom
heim úr fyrstu geimferðinni i
kringum jörðina. En síðan Kenn-
edybra-ðurnir og Martin Luther
King voru myrtir. Víetnamstríðið
var háð og Watergate eitraði and-
rúmsloftið hefur þjóðin verið
sundruð og vonleysi náð tökum á
mörgum. lranir ætluðu að ná sér
niður á Bandaríkjamönnum fyrir
gamlar syndir með því að taka
sendiráð þeirra í Teheran yfir, en
þeir færðu þjóðina saman í staðinn
og fengu almenning til að lýsa yfir
ættjarðarást og þjóðrækniskennd
feimnislaust á götum úti.
Þjóðin öll var gísl námsmannanna
í Teheran, forsetinn sagðist ekki
vinna að öðru en lausn gíslanna
framan af, og fjölmiðlar voru fullir
af fréttum af fjölskyldum gíslanna,
sem aldrei vissu hvenær eða hvort
þeir kæmu heim. Myndir sýndu
mótmælagöngur gegn Bandaríkjun-
um í Iran, rusl borið út í bandaríska
fánanum og æðsta prest vingsa
leifum látinna hermanna úr björg-
unartilrauninni misheppnuðu. Þjóð-
in var kölluð Satan og henni misboð-
ið á allan hugsanlegan hátt. Margir
Bandaríkjamenn fylltust heift og
eldmóði, en hið eina, sem dugði, var
þolinmæði og þjóðinni 'tókst að sýna
hana. Bruce Laingen fv. sendiráðs-
ritari í íran sagði á þriðjudag, að
spænski sendiherrann hefði snemma
sagt við sig í Teheran eftir að
sendiráðið var tekið: „Þolinmæði er
bitur drykkur, sem aðeins hinir
sterku geta drukkið." En við komu
gísianna til Washington varaði Ron-
ald Reagan við þeirri skoðun, að
Bandaríkin myndu sýna sömu þolin-
mæði í framtíðinni.
Á næstu dögum og vikum munu
gíslarnir fá tækifæri til að segja frá
meðferðinni í íran. Þjóðin mun
hlusta, eins og týndi sonurinn sé að
segja sögu sína. Bækur verða vænt-
anlega skrifaðar og bíómyndir gerð-
ar. í Washington eru götusalar
önnum kafnir við að selja minjagripi
um heimkomuna og gulir borðar eru
enn hnýttir alls staðar, á kústsköft
sópara, um hálsa varðhunda við
Hvíta húsið og í hár kvenna. Sagt
hefur verið, að gulu borðana megi
rekja aftur til borgarastyrjaldarinn-
ar á síðustu öld, en sagnfræðingar
hrista höfuðið yfir því. Svarsins er
víst aðeins að leita í laginu „Tie a
Yellow Ribbon ’Round the Old Oak
Tree“, sem kemur nú tárum fram í
augun á fólki.
Allt er gott, sem endar vel. Reagan
sagði gíslunum á þriðjudag að horfa
fram á við. Sjálfur mun hann nú
hefjast handa við efnahagsvanda
þjóðarinnar, en þingið mun grafast
fyrir um gíslatökuna og -haldið í
íran. Gíslarnir sjálfir munu væntan-
lega þurfa nokkurn tíma til að jafna
sig eftir lífsreynsluna. Flestir eru
við góða heilsu, þó var Robert Ode,
sem var elztur gíslanna, lagður inn á
sjúkrahús með lungnabólgu og til
hvíldar á þriðjudagskvöld og nokkrir
eiga eðlilega við sálræn vandamál að
stríða. Gíslarnir vilja komast aftur
til vinnu sem fyrst, en varla munu
þeir eða aðrir, sem upplifðu heim-
komu þeirra og ótrúlega gleði og
ánægju þjóðarinnar, nokkru sinni
gleyma þessum kafla í sögu Banda-
ríkjanna.
Pundmynt
slegin
London, 28. janúar. AP.
BRÁÐLEGA hverfa brezkir
pundseðlar úr umferð og í
þeirra stað verður gefin út
mynt að sama verðgildi, sam-
kvæmt tilkynningu stjórn-
valda þar að lútandi í dag.
Hin nýja mynt er nú í
hönnun og verður byrjað að slá
hana innan fárra mánaða. Ekki
hefur verið ákveðið hvenær
seðlarnir verða teknir úr not-
kun.
Það er tekið sem viðmiðun
fyrir verðbólguna sem sett hef-
ur strik í reikninginn í brezku
efnahagslífi upp á siðkastið, að
fyrir 15 árum fengust 12 kollur
af bjór fyrir sterlingspundið á
brezkri krá, en í dag aðeins
tvær.
Og hinn fjórði fórst er skriða
féll á þrjú hús skammt norður
af Mo í Rana. Þrjú hús gjör-
eyðilögðust í skriðunni, og
þykir það mildi, að fimm
manns skyldu geta bjargað sér
út úr húsunum.
Flestir vegir í norðurhéruð-
um Noregs lokuðust vegna
skriðufalla og vatnsflóða í
nótt. Vindhraðinn í nótt fór
upp í 12 vindstig og á stuttri
stundu breyttist lofthitinn úr
mínus tíu gráðum í núll gráð-
ur, og af þeim sökum varð
flóðahætta mikil.
Stór hellir
Miri. 28. janúar. AP.
BREZKUR leiðangur hefur fundið
stærsta helli jarðar, en hann er í
svokölluðum Mulu-hellum í
Malaysíu. Hvelfing hellisins er
eins kílómeters löng, 250 metra
breið og hæð undir loft er 70
metrar.
Til að gefa hugmynd um stærð
hellishvelfingarinnar, má nefna,
að þar kæmust 16 knattspyrnu-
vellir fyrir.
Efnahagsvandinn í Svíþjóð:
Þjóðarflokkurinn leggur
fram sparnaðartillögur
ERLENT
Stokkhólmi, 28. janúar. Frá fréttaritara
Mbl. GuÓfinnu RaKnarsdóttur.
RÍKISSTJÓRNIN verður að hafa
komið sér saman um sparnaðartil-
lögur í síðasta lagi á miðvikudag-
inn í næstu viku, sagði Ulla Ulsten.
formaður Þjóðarflokksins, þegar
hann i gær. þriðjudag, lagði fram
sparnaðartillögur Þjóðarflokksins
á fundi með formönnum hinna
tveggja stjórnmálaflokkanna, þeim
Gösta Bohman. formanni Ilægri
flokksins og Thorbjörn Fálldin,
forsætisráðherra, formanni Mið-
flokksins.
Á miðvikudag eru almennar um-
ræður í þinginu og slíkar umræður
er ekki hægt að hafa nema efna-
hagsmálin séu á hreinu, sagði Ulla
Ulsten, en helst, sagði hann, þyrfti
ríkisstjórnin að hafa sparnaðartil-
lögurnar tilbúnar innan tveggja
daga.
Það sem hefur valdið mestum
vandræðum innan sænsku ríkis-
stjórnarinnar að undanförnu eru
erfiðleikar Miðflokksins við að taka
ákvarðanir í efnahagsmálum og á
fundi innan Þjóðarflokksins í gær
var Thorbjörn Fálldin forsætisráð-
herra gagnrýndur harðlega fyrir
aðgerðarleysi sitt í efnahagsmálun-
um.
Hægri flokkurinn hefur markað
sína sparnaðarstefnu og Þjóðar-
flokkurinn lagði nú fram sínar
tillögur í 20 liðum og krafðist þess,
að stjórnin gerði þær að sínum
tillögum. Næstu dagar munu því
Ástandið í breska Verkamannaflokknum:
„Þremenningaklíkunni“ vex
ásmegin í skoðanakönnunum
Frá Einari K. GuófinnHsyni, fréttaritara Mbl. í Bretlandi.
DAG HVERN dregur nú til tíðinda á sjúkrahúsi Verkamanna-
flokksins. Síðustu daga hefur hver sprengjan á fætur annarri
sprungið og varla geta nokkur tíðindi sem þaðan berast komið
lengur á óvart.
Laugardaginn 24. janúar kárnaði gamanið i Verkamanna-
flokknum. Þann dag var aukaþing flokksins haldið. Verkefni þess
var að ákveða nýja löggjöf um kosningu leiðtoga Verkamanna-
flokksins. Fyrir lá að ný kosningalöggjöf yrði umdeild og ýmsir
áhrifamiklir armar litu á hana sem prinsipmál.
Hinir róttæku unnu frækinn
sigur á aukaþinginu. Leiðtogi
Verkamannaflokksins er nú kos-
inn þannig, að verkalýðsfélögin
ráða 40% atkvæða, kjördæmisráð
30% og þingflokkur 30%. Þar með
má segja, að vald verkalýðsfélag-
anna yfir flokknum hafi verið
endanlega innsiglað. Fyrir réðu
þau 10% atkvæða og 80% fjár-
magnsins. Þessi úrslit voru mikið
áfall fyrir Foot, hinn nýkjörna
leiðtoga, sem hafði barist fyrir
öðru kosningafyrirkomulagi.
Sunnudaginn 25. janúar létu
jafnaðarmenn til skarar skríða.
Þremenningaklíka ásamt Rodgers
fyrrverandi ráðherra tilkynnti, að
þeir hygðust stofna „jafnaðar-
mannaráð", sem hefði það megin-
verkefni að stilla saman kraftana
og undirbúa klofning úr flokknum.
Mánudagurinn 26. janúar var
heldur ekki tíðindalaus. Dennis
Healey, sem keppti við Michael
Foot um leiðtogasætið fyrr í vetur,
sagði í sjónvarpsviðtali, að niður-
staða aukaþingsins væri gegn vilja
meirihluta flokksmanna og að
kosningareglurnar yrði að taka
upp að nýju. Tony Benn, leiðtogi
hinna róttæku, gaf í skyn að hann
mundi bjóða sig fram í embætti
varaformanns og vegna hinna
nýju laga gæti hann sigrað.
Fjármálaráðherra skuggaráðu-
neytisins tók mjög í sama streng
og Healey varðandi reglurnar um
leiðtogakosningarnar og það mega
teljast nokkur tíðindi því hann
hefur verið talinn hallur undir
vinstri menn.
Um kvöldið sagði svo Shirley
Williams í sjónvarpsviðtali, að
aðgerðir þeirra, sem stóðu að
breytingunum á kosningareglun-
um græfu undan lýðræðinu.
Þriðjudagur 27. janúar. Þann
dag kom saman nokkurs konar
miðstjórn Verkamannaflokksins
og fyrir henni liggur nú tillaga frá
Tony Benn. Verði hún samþykkt
er ljóst að margir hægfara jafnað-
armenn munu segja sig úr mið-
stjórninni. Varla var þessum lát-
um lokið þegar William Rodgers,
fyrrv. varnarmálaráðherra, sagði
sig úr skuggaráðuneytinu. I kosn-
ingunum til skuggaráðuneytisins
fyrr í vetur var Benn kjörinn
fyrsti varaformaður og kemur því
sjálfkrafa í stað Rodgers. Eins og
málum er háttað nú vekur það
sennilega lítinn fögnuð hjá leið-
toga Verkamannaflokksins.
Miðvikudagur 28. janúar. í dag
var birt skoðanakönnun og í henni
kemur fram að kosningabandalag
frjálslyndra og jafnaðarmanna
undir forystu Shirley Williams
nýtur vaxandi fylgis. 43% kjós-
enda styðja slíkt bandalag en í
skoðanakönnun fyrir rúmri viku
studdu það 31%. Af þessu virðist
mega ráða, að jafnaðarmönnum
aukist fylgi dag frá degi.
skera úr um hvort sænsku stjórninni
tekst að sameinast um efnahagsað-
gerðir og þar með halda velli.
Helstu úrbótatillögur Þjóðar-
flokksins eru: 1. Styrkir til bæjar- og
sveitarfélaga lækka um einn og
hálfan milljarð sænskra kr. 2.
Niðurgreiðsla á mat lækkar um einn
milljarð sænskra kr., niðurgreiðslur
á mjólk lækka þó ekki. 3. Skattar
lækki niður í 50% á efsta hluta
launa frá 1982. 4. Frádráttarreglur
breytist og harðni. 5. Almennur
skyldusparnaður þar sem hver og
einn á sinn hluta, sem leggst í sjóði
til styrktar iðnaðinum, sem taka má
úr eftir vissan árafjölda. 6. Skattar á
skóg til að fá fram meiri við. 7. Betri
lán til þeirra sem eiga viðskipti við
vanþróuð lönd. 8. Endurskoðun á
möguleikum á að fá frí í vinnu. 9.
Endurskoðun á atvinnuöryggislög-
um, þ.e. lögum sem segja að ekki
megi segja upp fólki nema í sérstök-
um tilfellum. 10. Breytt og skert
réttindi í sambandi við kaup við
sjúkdóm. 11. Fjölskyldubætur hækki
um 100 kr. á barn á hverju ári.
Almennt er búist við því að Ulla
Ulsten stefni að því að sem breiðust
samstaða náist um aðgerðartillög-
urnar og þar með að einnig jafnað-
armenn geti veitt þeim fylgi en
marga liði í tillögum Þjóðarflokks-
ins er einnig að finna í tillögum
jafnaðarmanna, sem þeir lögðu fram
á sænska þinginu í gær, þriðjudag.
Og þótt það hafi hvergi verið
staðfest opinberlega þá er álit
margra, að Ulla Ulsten hafi krafist
þess að Thorbjörn Fálldin forsætis-
ráðherra hæfi nú þegar viðræður við
formann stjórnarandstöðunnar,
Olav Palme.
En Olav Palme er mjög harðorður
í garð ríkisstjórnarinnar í gær þegar
tillögur Jafnaðarmannaflokksins
voru kynntar. Hann tók það fram að
tillögurnar væru ekki móttillögur
við tillögur ríkisstjórnarinnar „því
það er ekki hægt,“ sagði hann, „að
leggja fram móttillögur við það sem
ekki er til.“ Hann sagði ennfremur
að það ríkti eins konar stjórnleysi
hjá stjórnvöldum landsins og að það
væri tími til kominn fyrir stjórnina
að segja af sér. Ekki vildi hann þó
segja hvort jafnaðarmenn hefðu
rætt um aðra vantrauststillögu á
stjórnina.