Morgunblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 Þingmenn slá á léttari nótur: „Þetta litla frumvarp fjallar um þing- sköp en hvorki jólahald né fengitíð/4 — sagði forseti neðri deildar VILMUNDUR Gylfason (A) mælti í gær fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum Alþýðu- flokks, þess efnis, að ráðherrar megi taka til máls svo oft sem þurfa þykir, til jafns við aðra þingmenn; þeir skuli njóta forgangs til að svara spurningum eða bera af sér sakir, en þó aðeins í 3 mínútur eða skemur hvert sinn. Frumvarpið skerðir núverandi forréttindi ráð- herra til ræðutíma og „tryggir jafnrétti þingmanna í ríkara mæli en nú er“ að dómi flutningsmanns. • Vilmundur Gylfason sagði þessa breytingu flýta umræðum og gera þær efnismeiri. Núverandi forréttindi ráðherra auki á hlut framkvæmdavalds á kostnað lög- gjafarvalds. Reynt sé að snúa þessari þróun við með flutningi þessa frumvarps. • Svavar Gestsson, félgsmála- ráðherra, sagði margt betur mega fara í þingsköpum. Ekki væri þó rétt að knýja fram breytingar með litlum meirihluta; leita þyrfti breiðrar samstöðu og viðkomandi þingnefnd ætti að taka þingsköpin til endurskoðunar í heild. • Benedikt Gröndal (A) sagði að Alþingi ætti að sýna hóflega íhaldssemi í breytingum á þing- sköpum. Endurskoða mætti þau í heild á áratugsfresti. Hann boðaði frumvarp til breytinga á þing- sköpum sem fjalla myndi um; 1) ALÞINGI Meðferð þingsályktunartillagna, 2) Fyrirspurnartíma (sem oft yrði að almennum eldhúsdegi), 3) Um- ræður utan dagskrár, sem gegndu mikilsverðu hlutverki. • Páll Pétursson (F) varaði við skerðingu málfrelsis þingmanna en skaut í leiðinni á „fyrrverandi kennara", sem ekki mættu í ræðu- stól stíga svo þeir töluðu ekki minnst í 45 mínútur. • Árni Gunnarsson (A) sagði að ekki þyrfti að takmarka almennan ræðutíma, hinsvegar mætti lengja þingtímann, þing sæti nú aðeins rúmlega hálft árið og fundir væru ekki á föstudögum. • Sighvatur Björgvinsson (A) tók undir hugmyndina um lengri þingtíma, í kjölfar hækkaðs þing- fararkaups. Jólahlé þingmanna væru t.d. alltof löng og miðuð við bændur í þingliði, en hrútar Páls á Höllustöðum ættu ekki ráða starfsramma þess. • Benedikt Gröndal (A) sagði ekkert þjóðþing takmarka ræðu- tíma jafn lítið og Alþingi. Hins væri að gæta að langar ræður einstakra þingmanna kynnu að skerða málfrelsi annarra. Hann áréttaði íhaldssemi í breytingum. • Pétur Sigurðsson (S) sagði eðlilegt, eftir að þingmönnum hefði verið haldið frá starfi heilan mánuð, að þeir þyrftu margs að Vilmundur Gylfason spyrja. Hann þakkaði Benedikt Gröndal þörf fræðsluerindi í hljóðvarpi um starfshætti Alþing- is og kvað þau eiga erindi í skóla landsins. Þegar ráðherrar væru orðnir 10 talsins væri þörf á að rétta hlut hinna óbreyttu í jöfnun ræðutíma. Ef þróunin heldur svo áfram sem horfir um fjölgun ráðherra gætu óbreyttir þurft að sitja þar sem ráðherrar sitja nú en ráðherrar á þingmannastólum um það bil sem forsætisráðherra verður 110 ára. • Páll Pétursson (F) taldi stutt þing sízt til ama, þingmenn gerðu ekki vitleysur í þingstörfum með- an þinghlé væri. Hann minnti Sighvat Björgvinsson á að jól væru haldin vegna fæðingar frels- arans en ekki hrútanna á Höllu- stöðum. • Vilmundur Gylfason (A) leið- rétti þann misskilning að skerðing málfrelsis fælist í þessu frum- varpi. Það stefndi að jafnari skiptingu ræðutíma. • Sverrir Hermannsson, forseti þingdeildarinnar, upplýsti að for- setar Alþingis hefðu ákveðið að prenta og gefa út hljóðvarpserindi Benedikts Gröndals um Alþingi. Hann sagði að ráðherrar hefðu ekki forréttindi um ræðutíma nema í þeim málaflokkum sem undir þá heyra, utan forsætisráð- herra, sem alltaf hefði þennan rétt. • Halldór Blöndal (S) taldi rétt að Alþingi sæti allt árið. Tak- marka eða afnema ætti rétt ríkis- stjórna til útgáfu bráðabirgðalaga til að styrkja þingræðið. Spurning væri ennfremur hvort varaþing- menn ættu ekki að taka sæti aðalmanna, ef þeir gegndu ráð- herraembættum. • Sighvatur Björgvinsson (A) tók undir orð Halldórs. Ríkis- stjórnir sýndu vaxandi hneigð í þá átt að afgreiða meiriháttar mál í þinghléum, sem stangaðist á við þingræðið. Hann minnti á rétt- mæta ádrepu Guðrúnar Helga- dóttur í útvarpsviðtali nýlega um „valdhroka ráðherra". Hann sagði afturhaldssemi Páls Péturssonar koma fram í andstöðu við allar breytingar, hverjar sem væru. Meðaltekjur væru lægstar í kjör- dæmi hans; þó stæði hann hinn þverasti gegn stórvirkjun og iðn- væðingu nyrðra. Að gefnu tilefni vildi hann og minna á, að þótt frelsarinn væri fæddur í fjárhúsi hefði ekki verið um að ræða fjárhúsið á Höllustöðum. • Sverrir Hermannsson, forseti, bað þingmenn halda sér við dagskrárefnið. Þetta litla frum- varp fjallaði um breytingu á þingsköpum en hvorki jólahald né fengitíð. Þannig héldu umræður áfram nokkra stund, að þingmenn brugðu fyrir sig kímni og kátínu í bland við alvöru málsins, en loks var því vísað til þingnefndar, sem væntanlega fær þá einnig til meðferðar boðað frumvarp Bene- dikts Gröndals og tilmæli félags- málaráðherra um heildarendur- skoðun þingskaparákvæða. Vaxtafrádrætti breytt: Röng skattvísitala gefur rík- issjóði 10 milljarða gkróna — sagði Lárus Jónsson á Alþingi Ragnar Arnalds, fjár- málaráöherra, mælti fyrir frumvarpi um breytingu á Þingmenn Sjálfstæðisflokks: Benzinskattar verði föst krónutala Fimmföldun benzínskatta frá 1978 Tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Birgir ís- leifur Gunnarsson og Albert Guðmundsson, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðflutningsgjold og sóluskatt af benzíni, sem felur í sér eftirfarandi efnis- atriði: • 1. Aðflutningsgjöld af benzíni skulu ekki hækka prósentvís, eins og verið hef- ur, heldur skal ákveðið gjald koma á hvern lítra eða kr. 1.06. • 2. Söluskattur af benzíni skal einnig vera ákveðin upp- hæð á hvern lítra eða kr. 11,32. • 3. Aðflutningsgjöld og söluskattur skulu vera grunntaxtar. Ráðherra er heimilt að hækka þessi gjöld þann veg að þau hækki í réttu hlutfalli við hækkun vísitölu byggingarkostnaðar, sú hækkun má þó aldrei vera meiri en sem nemur hækkun Birifir tsl. Gunnarsson á innkaupsverði benzíns er- lendis frá. Hér er sem sagt lagt til að benzínskattar verði föst krónutala, í viðmiðun við byggingarvísitölu, en verð- hækkanir erlendis hækki Albert Guðmundsson ekki krónutöluálagningu ríkisins í benzínverði sjálf- krafa. Tekjur ríkissjóðs í benzínverði 1978 vóru níu milljarðar gamalkróna en eru áætlaðar 1981 tæplega 43 milljarðar gamalkróna — eða hafa hátt í fimmfaldast. lögum um tekju- og eigna- skatt í efri deild Alþingis í gær, sem felur í sér að hámarksfrádráttur vegna vaxtagjalda einstaklinga utan atvinnurekstrar verði hækkaður úr gkr. 1.500.000.- í 2.500.000.-. í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir skattvísitölu 145 við álagningu 1981. Miðað við þá vísitölu verð- ur hámark vaxtafrádrátt- ar einhleypings í gkr. 3,625.000.- en hjóna 7.250.000.-. Lárus Jónsson (S) spurði ráð- herra hvenær væri að vænta frumvarps til efnda á fyrirheiti ríkisstjórnar um skattalækkun. Lárus sagði að skattvísitala 145 væri úr takt við hækkun tekna milli áranna 1979 og 1980, sem metin væri 51%. Þessi ranga skattvísitala þýddi því hækkun tekju- og eignaskatta að raungildi um 10 milljarða gamalkróna milli áranna 1980 og 1981, ef henni yrði ekki breytt. Fjármálaráðherra hélt fast við ákveðna skattvísitölu en boðaði nýtt frumvarp til breytinga skattalögum, til samræmis við gefin fyrirheit, það timanlega að afgreiða megi fyrir lok febrúar- mánaðar nk. Hinsvegar þyrfti að afgreiða þetta frumvarp fyrir lyktir framtalsfrests, 10. febrúar nk. Erindi Benedikts um Alþingi gefin út Sverrir Hermannsson, for- seti neðri deildar Alþingis, upplýsti úr forsetastól neðri deildar í gær, að forsetar þingsins hefðu ákveðið að láta prenta og gefa út fræðsluer- indi um starfshætti Alþingis, sem Bencdikt Gröndal, alþing- ismaður, samdi og flutti í hljóðvarp nýverið. Forseti gaf þessar upplýs- ingar í framhaldi af því að Pétur Sigurðsson, aiþingismað- ur, gat þess í umræðu um þingsköp, að Benedikt ætti þakkir skyldar fyrir fræðsluer- indi í útvarpi um Alþingi og að þessi erindi ættu erindi inn í skóla landsins til kynningar á Alþingi. Frumvarp til staðfest- ingar bráðbirgðalaga í fyrradag var lagt fram á Alþingi frumvarp til stað- festingar á bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar (gamlárskveldslögum) um ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, sem m.a. fela í sér ákvæði um skerðingu verð- bóta á laun, frestun vaxta- ákvæða Ólafslaga, verð- fryggða sparifjárreikninga, nýjan vísitölugrundvöll, heimild til frestunar fram- kvæmda o.fl. Þess er vænst að forsætis- ráðherra mæli fyrir þessum lögum einhvern næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.