Morgunblaðið - 29.01.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 29.01.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 23 Rússar unnu á hársbreidd Þvert ofan i útreikninga okkar bárust þær fréttir að andstæðingar okkar i síðustu umferð yrðu ólympíumeistar- arnir frá 1978, Ungverjar. Þetta kom okkur þvi mcira á óvart vegna þess að bæði Ilanir og Sviar voru fyrir ofan okkur, en þær þjóðir höfðu litið teflt i toppnum. Dönum var raðað KCRn Rússum, en Sviar sluppu, þvi þeir höfðu þetíar teflt við Unirverja. Þá vorum við næstir. I sænsku blaði sá ég nýletja grein eftir einn i sænsku sveit- inni þar sem það var staðhæft að Sviar hafði reynt að haira úrslitum í keppnum sinum þannÍK að þeir kæmust hjá þvi að mæta Rússum og jafnvel gefið jafntefli ef svo bar undir. Það má e.t.v. segja að slik aðferð sé að vissu leyti skyn- samlei;, en ber aftur á móti ekki vitni um mikinn kjark. Eftir velgengnina gegn Hol- lendingum mættum við vongóðir til leiks, en snemma kom í ljós að Ungverjarnir voru sem tví- efldir, enda til mikils að vinna fyrir þá. Helgi — Portisch 0—1 Jón — Ribli 0—1 Margeir — Sax xk — 'k Jóhann — Pinter 0—1 Portisch, Ribli og Pinter tefldu allir skínandi vel og þrátt fyrir harða mótspyrnu okkar manna voru þeir allir vel að sigrum sínum komnir. Reyndar leit á tímabili út fyrir 4—0 sigur Ungverjanna, því Sax hafði þá unnið tafl, en rétt fyrir bið lék hann illa af sér og mér tókst að hanga á jafntefli. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Gyula Sax Katalan-byrjun 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. g3 — c5,4. Rf3 — cxd4,5. Rxd4 — d5, 6. Bg2 - e5. (Þessi leikaðferð hefur notið talsverðra vinsælda upp á síð- kastið, ekki síst fyrir tilstuðlan Kasparovs). 7. Rb3 - d4, 8. 0-0 - Rc6, 9. e3 - Bgl, 10. Bf3. (Nýr leikur sem ég hafði sérstaklega haft í huga er ég undirbjó mig fyrir þessa skák. Fyrr á mótinu hafði G. Garcia frá Kúbu leikið 10. f3 gegn Alburt, Bandaríkjunum og fékk lakara tafl eftir 10. ... Be6, 11. exd4 — exd4, 12. Hel — Be7, 13. Bg5 - 0-0, 14. Rld2 - d3!) Bxf3, 11. Dxí3 - Be7, 12. exd4 — exd4, 13. Bg5 — 0—0, 14. Rld2 - Rd7!?. (Fyrirfram hafði ég aðeins búist við 14. ... Hc8 hér, en þá stendur hvítur betur eftir 15. Hfel). 15. Bxc7 — Dxe7,16. Hfel — Rde5, 17. De4 - Dd7, 18. Rc5 - Dc7,19. b4! - Db6, 20. a3 - Had8. 21. Df5?! (Hvítur stóð mjög vel eftir 21. Rd3!, en nú fer hann senn að missa þráðinn) Hfe8 (Hér bauð Sax jafntefli) 22. Rce4 - d3!, 23. c5 - Dc7, 24. Rd6 - He6, 25. De4 - b6!, 26. f4? (Nauðsynlegt var 26. Hacl og staðan er tvisýn) bxc5, 27. fxe5 (Eða 27, bxc5 — Rd7, 28. Dd5 - Rxc5!) IIxe5, 28. Dxd3 - Hxd6, 29. Dc3 — Hd8, 30. Hxe5 — Rxe5, 31. Hel - f6, 32. He3 - c4. 33. h3 - Dd7, 34. Rf3! - Ddl+, 35. Kg2 (Tímahrakið réði hér lögum og lofum hjá báðum.) Kf8, 36. g4 - Rxf3. 37. Hxf3 - De2+, 38. Kg3. Skák eftir Margeir Pétursson Hd3? (Eftir 38. ... Hd2, 39. De3 er Dh2+ að vísu ekki gott, en svartur ætti að vinna endatafiið eftir 38. ... Hd2, 29. De3 — Dxe3, 40. Hxe3 - Hb2!) 39. Hxd3 — cxd3, 40. Dc8+ — Ke6, 41. Dc7+ - Ke6. 42. Dc6+ - Ke5, 43. Dc5+ - Ke6, 44. Dc6+ — Ke5. Jafntefli. Viðureign Rússa og Dana lauk á sama hátt, með sigri hinna fyrrnefndu 3 xk — xk. Því varð að grípa til stigaútreiknings til að úrskurða sigursveitina. Þessi margumræddu stig eru ekkert annað en samanlagðir vinningar andstæðinganna og því reið nú á að þær þjóðir sem sveitirnar höfðu teflt við snemma á mótinu fengju sem bezta útkomu. Sér- Frá viðureign fslendinga og Ungverja 1 síðustu umferð. Frá vinstri: Helgi ólafsson, teflir við Portisch, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, teflir við Sax, og Jóhann Hjartarson, við Pinter. staka athygli vakti þannig viður- eign Skota og Grikkja, en Ung- verjar höfðu teflt við Skota, én Rússar við Grikki. Kasparov var nú settur í að aðstoða Grikkina við biðstöðurannsóknir, enda fór svo að þeir sigruðu Skotana og Rússar unnu mótið! Lokastaðan: 1. Sovétríkin 39 v. (449Vfe stig), 2. Ungverjaland 39 v. (448 stig), 3. Júgóslavía 35 v., 4. Bandaríkin 34 v., 5. Tékkóslóv- akía 33 v. 6.—7. ENgland og Pólland 32‘k. 8.—9. Kanada og ísrael 32 v. 10.-13. Kúba, Hol- land, Rúmenía og Svíþjóð 31 xk v. 14.—18. Argentína, Danmörk, Frakkland, Wales og Filippseyj- ar 31 v. 19,—22. Austurríki, Búlgaria, Finnland og Ítalía 30'k v. 23.—30. ísland, V-Þýzkaland, Noregur, Brazilía, Venezúela, Spánn, Grikkland og Sýrland 30 v. Duttlungar kerfisins gerðu það að verkum að sæti okkar í lokin var það lægsta sem við höfðum nokkru sinni á mótinu. Það var auðvitað súrt í brotið að sjá hverja þjóðina á fætur ann- arri, sem aldrei höfðu komið nálægt toppbaráttunni, fara upp fyrir okkur á meðan við áttum í höggi við Ungverja. Hins vegar var óneitanlega miklu skemmtilegra að tefla við toppþjóðirnar heldur en kljást við miðlungssveitir umferð eftir umferð og hin spennuþrungna lokaumferð er auðvitað ógleym- anleg. Efstir á borðunum voru: 1. borð: Hook, Brezku Jóm- frúreyjum 11% v. af 14, eða 82,14%. 2. borð: Rantanen, Finnlandi 9% v. af 13 eða 73,07%. 3. borð: Villareal, Mex- íkó 9 v. af 11 eða 81,81%. 4. borð: Csom, Ungverjalandi 7 v. af 9 eða 77,77%. 1. varamaður: Balashov, Sov- étrikjunum 7% v. af 10 eða 75%. 2. varamaður: Nikolic, Júgó- slavíu 6% v. af 8 eða 81,25%. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö — útboö ÚTBOÐ Tilboð óskast í loftstreng fyrir Rafmagnsveit- ur Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin verða opnuð á sama staö, mánu- daginn 2. marz nk. kl. 14 e.h. INNKAUFASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 8 — Simi 25800 Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiöar í tjónsástandi. Toyota Mark II árgerö 1973. Mazda 323 árgerö 1977. Ford Escord árgerö 1973. Volkswagen 1300 árgerð 1972. Lada 1500 árgerð 1977. Mazda 818 árgerö 1976. Austin Alegro árgerö 1978. Lancer 1400 árgerö 1975. A M C Hornet árgerð 1971. Daihatsu Charmant árgerö 1978. Bifreiöarnar veröa til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfiröi, laugardaginn 31. janúar frá kl. 1—5. Tilboöum sé skilað til aöalskrifstofu Laugavegi 103 fyrir kl. 5 mánudaginn 2. febrúar. _ . Brunabotafelag Islands. húsnæöi i boöi Verzlunar- og skrifstofu- húsnæði til leigu Til leigu er neösta hæöin (verzlunin) aö Lágmúla 7, Reykjavík, sömuleiðis skrifstofu- húsnæöi á 2. hæö. Nánari upplýsingar gefur Hjalti Geir Krist- jánsson, Laugavegi 13, sími: 25870. Verzlunarhúsnæði til leigu til lengri eöa skemmri tíma, hentugt fyrir ýmiskonar, fataverzlun, útsölumarkaö o.þ.h. Hugsanlegt aö leigja t.d. 2 vikur í senn, ef um útsölur væri aö ræöa. Húsnæöiö er 140m2 rétt við Laugaveg, gæti leigst í tvennu lagi, ef vill. Upplýsingar í síma 13044 eftir kl. 18. fundir — mannfagnaöir ........ Árshátíð og 50 ára af- mælisfagnaður Sjálfstæö- is félags Akureyrar veröur haldin í Sjálfstæöishúsinu, laugardag- inn 31. janúar nk. og hefst stundvíslega kl. 19.00 meö hanastéli. Forsala aögöngumiða og borðapantanir í Sjálfstæðishúsinu, fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. janúar milli kl. 17—19 og laugardaginn 31. janúar milli kl. 13—15. Sjálfstæðisfélag Akureyrar. Málfundafélagiö Óðinn heldur félagsfund, fimmtudaginn 29. janúar 1981. kl. 20.30 íValhöll, Háaleitis- braut 1. Fundarefni: Pétur Sigurösson, alþingismaöur. ræöir um efnahagsráöstafanir ríkisstjórnarinn- ar og verkalýösmál. Félagar fjölmenniö. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi boðar til fundar með umdæmafulltrúum fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Á fundlnn mæta Guömundur H. Garöarsson. Gunnlaugur B. Daníelsson og Davíö Oddsson. Umdæmafulltrúar eru hvattir til aö mæta stundvislega. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.