Morgunblaðið - 29.01.1981, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
+
ÞORGEIR BJARNASON,
bóndi,
HæringsstöAum, Stokkseyrarhreppi,
lést í sjúkrahúsinu á Selfossi þriöjudaginn 27. janúar.
Aöstandendur.
t
SIGÞÓR KARL ÞÓRARINSSON,
hreppstjóri Einarsnesi,
sem lést hinn 23. þessa mánaöar veröur jarösettur aö Borg á
Mýrum laugardaginn 31. janúar.
Athöfnin fer fram frá Borgarneskirkju kl. 14.
Sigríóur Guómundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma,
HALLFRÍDUR JÓNA JÓNSDÓTTIR,
Meöalholti 8,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. janúar kl. 3
e.h.
Bryndís Gísladóttir, Reynir Schmidt,
Björgvin Gíslason, Guöbjörg Ragnarsdóttir
Halla Gísladóttir,
og barnabörn.
+
Móöir okkar og fósturmóöir,
KARÓLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Vatnsnesvegi 25, Keflavík,
lést 27. janúar.
Gunnar Guönason,
Jóhanna Guönadóttir,
Karl Steinar Guönason,
Selma Guðnadóttir,
Ólafía Bergþóra Guönadóttir,
Guöni Þór Andrews.
Móöir okkar, +
JONÍNA KRISTJANSDÓTTIR
frá Þórshöfn,
Hvassaleiti 153,
andaölst aö Hátúni 10 B, þriöjudaginn 27. janúar.
Rósa Jóhannsdóttir,
Jóhanna Jóhannsdóttir.
+
Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
sem andaöist í sjúkrahúsinu á Húsavík 26. janúar veröur
jarösungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 31. janúar kl. 14.
Ingimar Stefánsson,
Brynhildur Ingimarsdóttir Eydal, Brynjar Eydal,
Gunnar Ingimarsson, Helga Karlsdóttir
Mikael Sigurösson, og barnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
RAGNHEIDUR Ó. STEPHENSEN,
Grenigrund 14, Kópavogi,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, föstudaglnn 30. janúar kl.
13.30.
Steinunn Siguröardóttir, Halldór Jónsson,
Ragnheiöur Þorsteinsdóttir, Hafþór Sigurösson,
Guömundur Þorsteinsson, Anna Hjaltadóttir,
Ólafur Þorsteinsson, Hlíf Siguröardóttir.
+
Faöir okkar og tengdafaöir,
BJÖRN JÓNSSON,
fyrrverandi verkstjóri í Landssmiöjunni,
er lést föstudaginn 23. janúar veröur jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju, föstudaginn 30. janúar kl. 13.30.
Guörún Björnsdóttir, Páll AAalsteinsson,
Eva Björnsdóttir, Gísli Jóhannsson,
Aöalheiöur Björnsdóttir,
Hrafnhildur Björnsdóttir, Bjarni Þór Kjartansson,
Björn H. Björnsson, Jenný Jónsdóttir.
Minning:
Magnús Magnússon
rafmagnsverkfr.
Fæddur 2. október 1904.
Dáinn 21. janúar 1981.
í dag verður borinn til grafar
ágætur nágranni og eldri fyrir-
rennari í starfi. Kynni mín af
Magnúsi Magnússyni verkfræð-
ingi voru ánægjuleg og það var
forvitnilegt að spjalla við hann
um hvernig staðið var að ýmsum
tæknilegum framkvæmdum fyrr á
árum þegar efnahagur var minni
og möguleikar færri en nú, verk-
færi og tækni öll ófullkomnari og
færri sérhæfðir menn til aðstoðar
og samstarfs. Jafnframt var gam-
an að geta upplýst hann um
nýjungar í símatækni því hann
vildi fylgjast með framþróun í
þeim efnum.
Magnús Magnússon var fæddur
2. október 1904 í Reykjavík. Hann
tók próf í rafeindafræði í Dresden
í Þýzkalandi árið 1934 og starfaði
frá þeim tíma og ti! ársins 1946
hjá Landsíma íslands. Hann vann
við áætlanagerðir og stjórnun á
uppbyggingu símakerfisins, meðal
annars fyrir lagningu innanbæjar
og langlínujarðstrengja og upp-
setningu fjölrásakerfa fyrir lang-
línusambönd, sem farið var að
taka í notkun á þessum árum.
Hann hafði einnig umsjón með
byggingu stuttbylgjustöðvanna á
Vatnsenda og Gufunesi og var
stöðvarstjóri á Vatnsenda 1935—
1937. Eftir að hafa starfað við
Raftækjasöluna hf. í Reykjavík á
árunum 1946—1952 kom Magnús
aftur til Landsímans og starfaði
þar til 1959 við framkvæmdaáætl-
anir á línukerfum bæjarsímans í
Reykjavík, ásamt kennslu við
Símvirkjaskólánn. Magnús starf-
aði fyrir Hitaveitu Reykjavíkur
1960—1%2, en eftir þann tíma rak
hann eigin verkfræðistofu, við
gerð ýmissa áætlana og rafteikn-
inga, þar til hann sökum van-
heilsu og aldurs varð að láta af
störfum fyrir nokkrum árum.
Magnús ritaði margar faggreinar
bæði í Símablaðið og Tímarit
Verkfræðingafélagsins, ennfrem-
ur samdi hann kennslubók í raf-
magnsfræði er gefin var út á
árunum 1950—1951.
Árið 1929 kvæntist Magnús Jón-
björgu Björnsdóttir og eignuðust
þau tvo syni, Björn og Þór.
Þótt fljótt fenni í spor okkar
mannanna og yfir verk okkar og
athafnir, veit ég að margir fyrr-
verandi samstarfsmenn og læri-
sveinar Magnúsar munu minnast
hans með hlýhug, virðingu og
þakklæti.
Magnús Magnússon var einkar
þægilegur nágranni, alltaf virðu-
legur en hlýr í viðmóti, fróður
eldri verkfræðifélagi, sem ég kveð
með þökk fyrir góða samfylgd.
ólafur Tómasson
Ég get ekki minnst svo ná-
granna okkar og vinar Magnúsar
Magnússonar verkfræðings að
minnast ekki konu hans, Jón-
bjargar, líka. í mínum huga eru
þau alltaf saman og minningar
mínar alltaf tengdar þeim báðum,
því raunverulega hurfu þau okkur
bæði á sama tíma. Við fundum
sárt til með Magnúsi þegar Jón-
björg dó, því þá var honum trúlega
farið eins og Jónasi forðum er
hann einn sat eftir við „ferðalok"
og næturskýin skýldu ástar-
stjörnu yfir Hraundranga — og —
nhryggur þráir sveinn í djúpum
dali“. En hann sagði líka: — „En
anda sem unnast, fær aldrei eilífð
að skilið" — og því vil ég trúa um
þau góðu hjón.
Við komum hér á þessar slóðir
ung og hress til að ráðast í
húsbyggingu. Það verk unnum við,
eins og flestir þá, í áföngum, og
glöddumst yfir hverju því þrepi
sem okkur og öðrum, sem hér voru
í sömu erindum, tókst að yfirstíga.
Börn fæddust og byrjað var að
gróðursetja blóm og tré. Allt voru
þetta gleðigjafar bæði börn og
blóm og þeirra líf og velferð
sameiginlegt áhugamál allra.
Magnús og Jónbjörg byggðu hús
sitt við Þinghólsbraut nokkru áð-
ur en við komum hér, og með þeim
synirnir tveir, Björn og Þór. Báðir
voru giftir og búnir að eignast
börn, og þarna og víðar við þessa
götu eignuðumst við góða ná-
granna. Þegar sonabörnunum
fjölgaði og þröngt varð í húsinu,
réðust synirnir í að byggja sér hús
sem þeir svo fluttu í og síðustu
árin voru þau ein í ibúð sinni. Það
eru ekki stórir salir í þessu húsi,
en allt var þar hjá þeim með
slíkum heimsbrag að stofurnar
sýndust mun stærri en þær raun-
verulega voru. Fallega minjagripi
áttu þau frá námsárum Magnúsar
í Þýzkalandi og við þá gripi
tengdar margar minningar. Þau
sögðu mér ýmislegt frá þeim árum
þegar við sátum á sólbökuðum
tröppunum og fengum okkur
kaffisopa. Þau voru samhent við
allt sem gera þurfti innanhúss
sem utan og það var svo notalegt
að sjá þessi fullorðnu hjón vinna
saman í garðinum. Jónbjörg var
einu sinni að sýnr. mér rósir sem
hún hafði eignast og gróðursett,
þá heyrðum við að sagt var hlýrri
og karlmannlegri röddu úr dyrun-
um fyrir ofan okkur: „Það þarf
ekki rósir í garð, þar sem konan
mín gengur um í bleika sloppnum
'sínum." Hún leit upp og brosti og
mér fannst það forréttindi að fá
að vera viðstödd þessi tján-
ingarskifti.
Þannig man ég þau Jónbjörgu
og Magnús og ég er forsjóninni
þakklát fyrir að eiga svo fallega
mynd af þessu samferðafólki
mínu. Við þökkum þeim samfylgd-
ina þennan stutta spöl.
Þeirra ágætu sonum Birni og
Þór, tengdadætrunum Ingibjörgu
og Stefaníu, svo og börnum þeirra,
sendum við samúðarkveðjur og
biðjum almáttugan Guð að blessa
allar góðar minningar sem þau
eiga um foreldra, tengdaforeldra,
ömmu og afa.
„Þar blAa okkar bak við hAf
hin björtu HÓlarlönd.
Við skulum hætta ad hugHa um gröí
en horfa á lífsinH strrtnd.“
Þannig mæltist Ólöfu frá Hlöð-
um í erfiljóði, og ég sit hér og sé
þau Jónbjörgu og Magnús fyrir
mér þar sem þau leiðast hönd í
hönd, eins og þau fyrrum gerðu
hér á Þinghólsbrautinni, en núna
„á lífsins strönd".
Friður sé með þeim.
Stefanía M. Pétursdóttir
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem bi’rtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
+
Kveöjuathöfn eiglnmanns míns og sonar,
JÓNS GUÐBRANDSSONAR,
Höföa Vatnalaysuatrönd,
veröur gerö frá Fossvogsklrkju þann 31. janúar næstkomandi kl.
10.30. Jaröarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju sama dag kl.
14.00.
Þeim sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagiö eöa
orgelsjóö Kálfatjarnarkirkju njóta þess.
Ásta Þórarinsdóttir, Guöbrandur Jónasson,
börn og tengdabörn.
+
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur
minnar, tengdamóöur og ömmu,
ALDISAR ÓLAFSDÓTTUR,
Sólvallagötu 27, Keflavík.
Oddný Valdimarsdóttir, Jón Arinbjarnarson,
Aldís Jónsdóttir, Hafsteinn Ingólfsson,
Ingibjörg Jónsdóttir, Gísli Guömundsson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jaröarför systur okkar og mágkonu
HÓLMFRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR,
Reynimel 63.
Guöný Kristinsdóttir,
Ólöf Kristinsdóttir,
Unnur Kristinsdóttir, Viggó Nathanaelsson,
Haukur Kristinsson, Vilborg Guðmundsdóttir,
Haraldur Kristinsson, Helga Benónýsdóttir,
Valdimar Kristinsson, Áslaug Jónsdóttir,
Kristjana V. Jónsdóttir.