Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
27
Þórir Hall
Minningarorð
Fæddur 19. marz 1922.
Dáinn 21. janúar 1981.
Skömmu eftir að við hjónin
settum okkur niður í eigin íbúð í
Kvisthaga, fluttu hjón í næsta hús
við okkur með börn á líkum aldri
og sonur okkar. Fljótlega tókust
kynni með drengjunum og þá var
auðvitað stutt í, að foreldrarnir
tækju tal saman.
Kynni hófust með okkur og
þessum hjónum, sem reyndust
vera Katrín Hjaltested og Þórir
Hall — einhverjir þeir beztu vinir
og nágrannar, sem við höfum átt,
að öllum öðrum ólöstuðum.
Þarna hófst vinátta, sem ég
held, að megi fullyrða að aldrei
hafi borið skugga á. Fljótlega
fundum við, að þarna fór ljúf-
menni, drengur góður og hinn
bezti heimilisfaðir.
Þórir var fæddur í Reykjavík
þann 19. marz 1922, sonur hjón-
anna Ragnheiðar Kristínar Árna-
dóttur og Niljóníusar Hall. Auk
Þóris áttu þau eina dóttur, Jónu,
hjúkrunarkonu.
Að loknu námi í Verzlunarskóla
Islands stundaði hann skrifstofu-
störf lengst af hjá Vélaverkstæði
Björns og Halldórs en nú hin
síðari ár hjá Vélsmiðjunni Nonna.
Þórir var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Dóra Þorvaldsdótt-
ir og áttu þau tvo syni, Þóri og
Hrafnkel.
Þau slitu samvistum og seinni
kona hans var Katrín dóttir Lár-
usar Hjaltested á Vatnsenda og
Sigríðar konu hans. Þeim Katrínu
varð þriggja barna auðið. Þau eru
Sigurður Lárus, Ragnheiður
Kristín og Sigurveig Salvör auk
þess sem hann ættleiddi Frank
Pétur, son Katrínar af fyrra
hjónabandi.
Þegar við hjónin komum heim
úr síðbúnu sumarleyfi í nóvember
sl. fengum við þær fréttir að Þórir
lægi meðvitundarlaus á sjúkra-
húsi. Ekki gerðum við okkur grein
fyrir því þá, að þetta væri byrjun-
in á endinum, svo mjög treystum
við á læknavísindin og mannlegan
mátt. En það er nú svo, að allt á
sinn endi og það eru aðrir okkur
æðri, sem stjórna lífshlaupinu —
hvað sem öðru líður.
En minningarnar hrannast upp
í hugskoti manns, sem dýrmætar
perlur á festi lífsins og það eru
þær, sem ylja okkur á sorgar-
stundu. Nú, þegar vinur er kvadd-
ur hinsta sinni, sendum við hjónin
samúðarkveðjur heim á Flókagötu
til Katrínar og barnanna, sem
ásamt aldraðri móður geyma
minningu, sem aldrei gleymist.
Megi algóður Guð vera með þeim í
sorg þeirra.
Ásthildur G. Steinsen
Kveðja frá barnabörnum
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(Vald. Briem).
Við þökkum elsku afa okkar
fyrir allt og allt.
Barnabörnin.
Sláttumaðurinn með ljáinn hef-
ir komið við og verið stórtækur.
Skólabróðir, félagi og vinur
minn Þórir Hall er látinn.
Hann lést á Borgarspítalanum
þann 21. þ.m. eftir að hafa fengið
hjartaáfall og legið milli heims og
helju í tæpar 9 vikur. Hin mikla
tækni vísindanna gat ekki bjargað
lífi hans. Lát Þóris er mikið
reiðarslag fyrir ástvini hans og
alla sem höfðu kynnst honum.
Þórir var fæddur í Reykjavík 19.
marz 1922. Foreldrar hans voru
hjónin Niljonius Hall og Ragn-
heiður Árnadóttir Hall. Föður
sinn missti Þórir árið 1950, en
móðir hans lifir.
Útför Þóris Hall fer fram frá
Fossvogskirkju í dag.
Það eru sumarhugsanir sem
vakna í sál minni, þó vetrarlegt sé
út að líta, þegar ég leiði fram í
hugann minningar þær, sem ég á
um Þóri Hall. Svo bjartar eru þær
og hlýjar, hafa allar á sér einkenni
sumarsins. Eg kynntist honum
fyrst í Miðbæjarbarnaskólanum
við Tjörnina og leiddi það til
fullrar vináttu. Að loknu barna-
skólanámi var næsta skrefið að
útvega sér atvinnu og fékk Þórir
vinnu hjá Soffíubúð sem sendill.
Hinn mikilsvirti kaupsýslumaður
Axel Ketilsson sá strax að Þórir
var góðum gáfum gæddur og
hvatti hann til náms í verzlunar-
fræðum. Úr Verzlunarskóla Is-
lands útskrifaðist Þórir vorið 1940
með ágætiseinkunn.
Þórir Hall var mikill lærdóms-
maður, þegar út í lífsbaráttuna
kom stóð hann sig vel, var mjög
eftirsóttur til starfa. I tungumál-
um var hann einkar vel heima og
unni þeim mjög, skrifaði fram-
úrskarandi verzlunarbréf á ensku,
þýzku, dönsku eða íslenzku. Rit-
hönd Þóris var guilfalleg.
En umfram allt var Þórir lærð-
ur verzlunarmaður, og þess vegna
fylgdi ætíð svo mikið vald því, sem
hann hafði til málanna að leggja.
Það var Þóri hjartans mál að
komast að sem ábyggilegastri og
sannastri niðurstöðu í öllum mál-
um. Þá gat hann staðið óbifan-
legur eins og bjargið. Þórir stóð
fyrir ýmsum fyrirtækjum og síð-
astliðið ár vann hann sem skrif-
stofustjóri hjá fyrirtækinu Nonna
og fór margar ferðir utan vegna
samninga um sölu á sjávarafurð-
um.
Fyrir um það bil 36 árum lágu
leiðir okkar aftur saman, en þá
innan Oddfellowreglunnar.
Þórir var mjög félagslega þrosk-
aður enda ávallt valinn til stjórn-
arstarfa. Hann aðhylltist hugsjón-
ir Oddfellowreglunnar og vann
mikið starf í þágu hennar.
Þegar ég stofnaði Kiwanis-
hreyfinguna á íslandi leitaði ég
eftir aðstoð Þóris og var hann
reiðubúinn til þess að starfa að
stofnun hreyfingarinnar, vegna
meginmarkmiða Kiwanis, mann-
úðar og líknarmála. Þórir var
mikill hugsjónamaður og sú hug-
sjónin, sem hafði tekið hann
sterkustum tökum fyrir utan
Guðstrúna, var Kiwanis. Hann
var ávallt reiðubúinn að aðstoða
þá er minna máttu sín í þjóðfélag-
inu og áhugi hans var óþrjótandi
til eflingar betra bæjarfélagi.
Þórir var mjög áhugasamur
Kiwanisfélagi og stundaði það af
hinni mestu alúð og vandvirkni.
Löngunin var svo sterk að gera
þar gagn og augun opin fyrir
þörfinni á því að Kiwanishugsjón-
in væri innrætt yngri og eldri.
Þórir gegndi æðstu stöðum innan
Kiwanishreyfingarinnar. Ræður
Þóris voru málefnalegar og vel
upp byggðar, skörulega fluttar og
oftast blaðalaust.
Árið 1967 var stofnaður félags-
skapur manna úr hinum ýmsu
stéttum þjóðfélagsins, er tók fyrir
hin ýmsu mál er efst voru á baugi
í þjóðfélaginu hverju sinni. Þess-
um félagsskap helgaði Þórir sig
algjörlega og var annt um mark-
mið hans og tilgang.
Þórir var einn ^f stofnendum
klúbbsins K-21 og verður sæti
hans þar vandskipað. Þóris er sárt
saknað af félögunum og hans
minnst vegna hinna góðu starfa
hans í þágu klúbbsins.
Þórir var mikið prúðmenni.
Hann naut ástsældar og virðingar
ungra sem gamalla, en var þó í
sérstöku uppáhaldi meðal barna,
því hann gaf sér ávallt tíma til
þess að tala við þau þrátt fyrir
annir.
Við hjónin sendum eftirlifandi
konu hans, Katrínu Hall, aldraðri
móður hans, börnum, barnabörn-
um og tengdabörnum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur í von og
trú á að alvaldur Guð megi
styrkja þau í hinni miklu sorg
þeirra.
Einar A. Jónsson
Aðfaranótt 22. nóvember síð-
astliðins veiktist Þórir mágur
minn snögglega og var fluttur
strax á sjúkrahús og átti hann
ekki þaðan afturkvæmt. Hann lést
síðdegis þann 21. þessa mánaðar
án þess að komast nokkurn tíma
til meðvitundar. Það er mikið áfall
þegar maður á góðum aldri og við
góða heilsu að best var vitað, skuli
hrifinn á brott svo snögglega.
Fyrstu dagana eftir að Þórir
veiktist lifðum við í von um að
hann kæmist yfir áfallið en smám
saman hvarf sú von. í hinni erfiðu
sjúkralegu Þóris stóðu eiginkonan
Katrín og börnin eins og klettar
og voru við sjúkrabeð hans til
skiptis síðustu daga og nætur.
Hann var meðal ástvina þegar
hinsta stund rann upp. Árni Þórir
Hall, eins og hann hét fullu nafni,
var fæddur í Reykjavík 19. mars
1922 og var hann eldra barn
hjónanna Niljohniusar Hall,
verslunarmanns og Ragnheiðar
Árnadóttur Hall. Yngra barn
þeirra hjóna er Jóna Hall hjúkr-
unarfræðingur. Niljohnius lést
1949 en Ragnheiður, sem nú er
háöldruð, lifir son sinn. Árin fyrir
heimsstyrjöldina voru erfiðleika-
ár. Atvinnuleysi var ríkjandi í
landinu og margir lifðu við þröng-
an kost. Þessir erfiðleikatímar
komu líka við heimili Þóris sem þá
var enn í foreldrahúsum. Ragn-
heiður og Niljohnius lögðu dugnað
og metnað í að styðja son sinn til
náms þrátt fyrir lítil efni. Þórir
hóf nám við Verslunarskólann og
lauk þaðan verslunarprófi vorið
1940, með hárri einkunn. Þórir hóf
verslunar- og skrifstofustörf strax
að námi loknu og hefir síðan unnið
við slík störf tengd innflutningi og
nú síðast var hann skrifstofustjóri
hjá Vélainnflutningsfyrirtækinu
Nonna hf. í Reykjavík. Áður hafði
Þórir starfað í allmörg ár við
skrifstofu- og innflutningsstörf
hjá Vélaverkstæði Björns og Hall-
dórs í Reykjavík. Við innflutn-
ingsstörf á sviði véltækni og
búnaðar fiskiskipa öðlaðist Þórir
mikla þekkingu á allri tækni í
tengslum við þennan höfuðat-
vinnuveg okkar, fiskveiðar og út-
gerð. Hann hafði næmt auga fyrir
ýmsum tækninýjungum og beitti
sér fyrir kynningu þeirra á ís-
lenskum markaði og í íslensku
atvinnulífi. Þórir fór margar
utanferðir á vegum fyrirtækja
þeirra er hann starfaði fyrir til
ýmissa samninga um kaup á
vélum og tækjum. Kom sér þá vel
góð málakunnátta, viðskiptaþekk-
ing og siðast en ekki sist hin
tæknilega innsýn hans.
Þórir starfaði mikið í Kiwanis-
hreyfingunni og Oddfellowregl-
unni og hafði verið við stjórnar-
störfum í báðum þessum hreyfing-
um og ætla ég að munað hafi um
lið hans þar. Þórir var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Dóra Þor-
valdsdóttir og áttu þau tvo syni
sem upp komust, en þeir eru Þórir
Jón framreiðslumaður og Hrafn-
kell húsasmiður, búsettur á Siglu-
firði. Einn son áttu þau Þórir og
Dóra áður, sem lést á fyrsta
aldursári. Þórir og Dóra slitu
samvistum. Síðar gekk Þórir að
eiga Katrínu Hjaltested, dóttur
Sigríðar og Lárusar Hjaltested frá
Vatnsenda við Elliðavatn. Börn
þeirra eru Sigurður Lárus mat-
reiðslumaður, sem starfar nú í
Noregi, Ragnheiður Kristín
læknaritari, og Sigurveig Salvör
verslunarmær. Einnig gekk Þórir í
föðurstað syni Katrínar, Frank,
nú vélstjóra í Áburðarverksmiðju
ríkisins. Öll börn Þóris eru gift
nema Sigurveig, sem enn er í
foreldrahúsum. Barnabörnin eru
orðin tíu. Kynni okkar Þóris
hófust nokkru áður en ég gekk að
eiga systur hans. Kynni okkar
urðu síðan að vináttu, sem aldrei
bar neinn skugga á. Fjölskyldur
okkar hafa verið mjög samrýndar,
ást og virðing hafa ávallt setið þar
í fyrirrúmi. Þórir var einstaklega
barngóður og sakna börn mín
hans mikið, þau héldu mikið upp á
frænda sinn, sem ávallt hafði tíma
til að tala við lítil börn.
Við, sem eftir stöndum, höfum
vart áttað okkur á að Þórir er
horfinn okkur um sinn, en minn-
ingin um góðan dreng lifir og
vermir hjörtu okkar sem þekktum
hann og unnum honum.
Deyr fé.
deyja frændr,
deyr sjalfr et sama.
En orfatirr
deyr aldri«i.
hveim es sér gódan getur.
Eg sendi Ragnheiði tengdamóð-
ur minni, Katrínu og börnunum,
ættingjum og vinum Þóris innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Eiríksson
Hvad hindur vorn Huk við heimsins Klaum.
sem, himna arf skulum taka?
Oss dreymir i leiðslu lifsins draum,
en látumst þó allir vaka,
ok hryllir vió daudans. dökkum straum.
þó dauóinn oss meKÍ’ ei saka.
Til moldar oss víkóí hid mikla vald.
hvert mannslif, sem jöróin elur.
Sem hafsjór. er rís meó fald við fald.
þau falla, en Guð þau telur,
þvi heiðloftið sjálft er huliðstjald.
sem hæðanna dýrð oss felur.
En ástin er björt, sem barnsins trú
hún blikar i Ijóssins Keimi,
ok fjarlæKð ok nálæxð, fyrr ok nú,
oss finnst þar i eininK streymi.
Frá heli til lifs hún byKKÍr brú
ok bindur oss öðrum heimi.
Af eilifðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þunKU Kreiðir.
Vort lif, sem svo stutt ok stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Ok upphiminn feKri’ en auK&ð sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Einar Benediktsson.
Hverjum klukkan glymur, hver
má það vita, uns glumin er. í dag
mér, á morgun þér. Það eina, sem
þú átt öruggt í þéssum heimi, er
að kallið kemur.
Mér hefur oft orðið það minn-
isstætt, þegar ég hef orðið agndofa
yfir slætti mannsins með ljáinn,
að fyrir mörgum árum var ég
vakinn með símhringingu að
morgni dags. Það var gamall
frændi minn, þá orðinn saddur
lífdaga, sem var í öngum sínum,
viss um að maðurinn með ljáinn
hefði verið sendur eftir honum um
nóttina, en þeir fórust á ntis, þar
sem frændi gamli svaf á gólfinu,
ljáði vegalausum vini bólið sitt, og
vinurinn féll. Ef til vill hefur
dauðinn einnig verið vininum þráð
líkn við þraut.
Og nú er Þórir fallinn fyrir
Ijánum. Að vísu kom dauðinn til
hans sem líkn við þraut, því að
sláttumaðurinn mikli reiddi til
höggs fyrir mörgum vikum, en
höggið það geigaði.
I dag mér, á morgun þér. Af
hverju endilega hann? Það er
eilífa spurningin hverju sinni, og
við eigum aldrei svar.
Þórir var fæddur 19. mars 1922
og var því tæpra 58 ára að aldri,
þegar hann féll frá. Hann var
sonur hjónanna Ragnheiðar Árna-
dóttur og Níelsjóhníusar Hall.
Föður sinn missti hann ungur, en
móðir hans öldruð lifir einkason
sinn.
Þegar hann óx úr grasi, varð
þess brátt vart, að auk fríðleika og
föngulegrar ásýndar var hann
atgervismaður á marga lund.
Hann lét að sér kveða i skóla,
var aðalræðumaður síns bekkjar,
en hann útskrifaðist úr Verslun-
arskóla íslands vorið 1940, og er
því höggvið skarð í afmælisár-
ganginn í vór.
Ég kynntist Þóri fyrir um 30
árum, þegar við urðum svilar. I
þann tíð fannst mér 6 ára ald-
ursmunur þó nokkur, þótt í dag sé
hann smár. Ég var þá skóla-
strákur, en hann hafði þegar
haslað sér völl í viðskiptalífinu.
Ég leit því eðlilega upp til hans, og
það hef ég alltaf gert síðan, en
ekki af sömu ástæðum. Kynnin af
Þóri í öll þessi ár kenndi mér að
meta mannkostamanninn, meta
hlýjuna, sem streymdi frá honum
jafnt í sorg og gleði, að meta ágæti
hans sem föður og eiginmanns og
umhyggju hans fyrir tengdafólki
sínu öllu.
Þessi fáu orð eiga því að flytja
þakkir okkar allra í Vatnsenda-
fjölskyldunni fyrir það sem hann
reyndist okkur.
Þórir var tvíkvæntur. Með fyrri
konu sinni, Dóru Þorvaldsdóttur,
átti hann 2 syni, Þóri Jón og
Hrafnkel, en með seinni konu
sinni, Katrínu Hjaltested, átti
hann 3 börn, Sigurð Lárus, Ragn-
heiði Kristínu og Sigurveigu Sal-
vöru auk þess sem hann ættleiddi
Frank Pétur, son Katrínar af
fyrra hjónabandi hennar.
Börnunum hans öllum, móður
hans og systur, sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur, en við
þig, Kata mín, segi ég aðeins: Þú
átt styrkinn, sem kemur frá þeim
stóra þarna uppi. Það kemur sér
vel í dag. Þórður Sigurðsson.
Ingibergur Stefáns-
son - Minningarorð
Það leitar á huga minn að
kveðja minn kæra mág, Ingiberg
Stefánsson forstjóra.
Eðlilega eru margar minningar
frá áratuga kynnum okkar, en efst
í huganum er myndin af honum úr
veiðikofa eða á árbakka, en þar
nutum við okkar jafnan best,
báðir með veiðieðli í blóðinu, sem
maður losnar aldrei við. Þó Ingi-
bergur væri sjúkur og farinn að
heilsu, fór hann í veiðiferðir
meðan líkamlegir kraftar leyfðu,
því kjarkinn vantaði ekki og hann
var alla tíð óbilaður. Veikindum
sínum tók hann með karlmennsku
og af æðruleysi og aldrei heyrði
nokkur maður hann kvarta, jafn-
vel þó sárkvalinn væri. — Undir
svo erfiðum kringumstæðum gerði
Ingibergur mágur minn áætlanir
fram í timann. Uppgjöf var hon-
um framandi.
Við fráfall Ingibergs verður lífið
óneitanlega fátækara. Mér var
hann alla tíð mjög mikils virði,
sem maður og vinur. En úr því
verður ekki bætt og ég þakka
þessum góða vini mínum fyrir
samfylgdina, já, þakka honum allt
og alít.
Sig. Sveinsson