Morgunblaðið - 29.01.1981, Síða 34

Morgunblaðið - 29.01.1981, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 Ipswich og Wolves halda áfram keppni - Coventry sigraði West Ham 3—2 Þrír kunnir kapparganga í Fram Knattspyrnuliði Fram hefur íormloKa borist mikill iiðsauki fyrir komandi knattspyrnuvertíð. Þrír sterkir leikmenn hafa nú ííentrið frá félagaskiptum yf- ir í Fram, þeir hofðu allir verið orðaðir við liðið að undanfornu. en nú hafa þeir sem sagt ákveðið sig. Þetta eru þeir Sighvatur Bjarna- son, miðvörðurinn sterki frá ÍBV, Arsa-ll Kristjánsson úr Þrótti og Sigurgeir Guð- jónsson miðherji frá Grinda- vík. Sigurgeir skoraði óhemjumikið af mörkum á síðasta keppnistímahili, var einn markhæsti maður landsins. Áður hafði Ágúst Hauksson gengið í Fram úr Þrótti, einnig Halldór Ara- son úr Þrótti. Þjóðverji til Breiðabliks í ÍOK vikunnar kemur vestur-þýskur knattspyrnu- þjálfari til Breiðabliks og mun hann kynna sér aðstæð- ur og leikmenn félagsins. Ef hann kann vel við sig og öfugt, munu samningavið- ræður hefjast. Maður þessi heitir Fritz Kissing og er 33 ára gamali. Hann er háskólagenginn þjálfari og hefur fengist nokkuð við þjálfun síðustu árin. Hann ku hafa ágæt meðmæli i vasanum. 4 flokkur UBK sterkur PILTARNIR f 4. flokki f Breiðabliki f handknattleik eru mjög sterkir. Þeir hafa leikið 10 leiki f vetur og engum tapað. hlotið 20 stig og eru 9 stigum fyrir ofan næsta lið. Góð frammistaða það. Bikarmót UM NÆSTU helgi fer fram bikarmót á skfðum. Keppt verður f göngu og stökki á Siglufirði en í alpagreinum á Akureyri. Leiörétting 5 flokkur en ekki 4 flokkur f BLAÐINU f gærdag var skýrt frá því að Valur hefði unnið stórsigur i 4. flokki i handknattleik gegn Breiða- bliki. Þetta var ekki rétt. Það reyndist vera f 5. flokki sem lið Vals sigraði Breiða- blik 31-0. Fjórði flokkur Brciðabliks vann alla sina leiki um sfðustu helgi og hefur mjög sterku liði á að skipa. Lið Breiðabliks f 5. flokki er skipað mjög ung- um drengjum sem eiga ef- laust eftir að sækja sig mikið f iþróttinni þrátt fyrir þetta stóra tap. Það verður enginn óbarinn bískup. og oft er fail fararheill. LEIKIÐ var bæði í deiidarbikar og FA bikarkeppnunum i Eng- landi i fyrrakvöld. Coventry og West Ham léku fyrri leik sinn í undarúrslitum deildarbikar- keppninnar og fór leikurinn fram á Highfield Road í Cov- entry. Coventry sótti lautlaust allan leikinn, en West Ham komst þó í 2—0 með tveimur sjálfsmörkum. Fyrst skoraði markvörðurinn Les Sealy sjálfsmark og síðan miðherjinn Garry Thompson. Thompson bætti það upp með þvi að skora tvfvegis réttu megin á vellinum. Bakvörðurinn David Thomas skoraði annað mark Coventry, jöfnunarmarkið. Nokkru áður en Arnarmótið í borðtennis 24. 1. 1981 Úrslit: Meistaraflokkur karla: 1. Tómas Sölvason KR 2. Stefán Konráðsson Víkingi 3. Gunnar Finnbjörnss. Erninum 4. Hilmar Konráðsson Víkingi Úrslitaleikurinn fór 21—19, 13-21 og 21-17. 1. flokkur karla: 1. Jóhannes Háuksson KR 2. Guðmundur Maríusson KR 3. Alexander Árnason Erninum 4. Bjarki Harðarson Víkingi Jóhannes vann Guðmund 21—17 og 21-17. 2. flokkur karla: 1. Gunnar Birkisson Erninum 2. Ágúst Hafsteinsson KR 3. Kristinn Már Emilsson KR 4. Halldór B. Jónsson Fram Gunnar vann Ágúst 21—10 og 21-11. Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB 4 vinn. 2. Ásta Urbancic Erninum 3 vinn. 3. Guðrún Einarsdóttir Gerplu 1 vinn. 4. Kristín Njálsdóttir UMSB 1 vinn. 5. Guðbjörg Stefánsdóttir Fram 1 vinn. að Thompson skoraði sigurmark- ið, sendi Alan Devonshire knött- inn f netið hjá Coventry, en markið var dæmt af vegna rang- stöðu. Þótti dómurinn strangur. Þá léku Ipswich og Shrewsbury annars vegar og Wolves og Wat- ford hins vegar, en lið þessi skildu jöfn í 4. umferð FA bikarkeppn- innar á laugardaginn. Ipswich var ekki í vandræðum með Shrews- bury, sigraði 3—0 með mörkum Eric Gates (2) og John Wark. Og þeir John Richards og Derek Parkin skoruðu mörk Wolves í 2—1 sigrinum gegn Watford. Ósanngjarn sigur, Malcolm Posk- ett svaraði fyrir Watford. Úrslit í leik Ragnhildar og Ástu voru 19-21, 21-18 og 21-18. 1. flokkur kvenna: 1. Hafdís Ásgeirsdóttir KR 2 vinn. 2. Erna Sigurðardóttir UMSB 1 vinn. 3. Anna Sif Kjærnested Víkingi 0 vinn. Hafdís vann Ernu 17—21, 21— 16 og 22-20. í karlaflokkum var leikinn tvö- faldur útsláttur en allar við allar í kvennaflokki. Punktastaðan í kepnninni um Stiga gullspaðann er nú þannig: Meistaraflokkur karla: 1. Stefán Konráðsson Vík. 40 punkta 2. Tómas Sölvason KR 26 punkta 3. Gunnar Finnbjörnsson Ernin- um 21 punkt 4. Bjarni Kristjánsson UMFK 18 punkta Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB 12 punkta 2. Ásta Urbancic Erninum 7 punkta 3. Guðrún Einarsdóttir Gerplu 5 punkta 4. Kristín Njálsdóttir UMSB 3 punkta Stefán Konráðsson Vfkingf er efstur i keppninni um Stiga- gullspaðan. Stefán hefur um langt skeið verið einn af fremstu borðtennismönnum íslands. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsxon. Stefán efstur í punktakeppninni Páll Pálmason ÍBV Páll kjörinn HINN kunni markvörður ÍBV Páll Pálmason var í fyrrakvöld kjörinn íþróttamaður Vest- mannaeyja. Það er Rotaryklúbb- ur Vestmannaeyja sem stendur fyrir hinni árlegu atkvæða- greiðslu. Páll er aldursforseti í liði ÍBV og er vel að útnefning- unni kominn. „Manchester Utd er eina almennilega liöiö þarna“ SPÁMAÐUR vikunnar að þessu sinni er Július Hafstein, formaður HSÍ. Júlíus hefur reyndar aldrei unnið í getraunum, en komist mest í nfu rétta. Þar sem enginn spámaður Morgunblaðsins hefur komist nálægt því, er ekki stætt á öðru en að hleypa Júliusi að nú. Spá hans fer i lok þessa pistils, en þó vildi Július taka fram að erfitt væri að spá á þessum árstima, „þetta er allt saman háð veðrinu, vellirnir eru forarsvöð um þessar mundir og leikmenn vaða skitinn í ökkla.“ sagði Július. Július hefur lengi verið áhugamaður um enska knattspyrnu og eftirlætislið hans er Manchester Utd. „Það er eina almennilega liðið þarna um slóðir,“ skýtur hann inn i. En Júlíus er með mörg járn í eldinum. Sem fyrr segir er hann formaður HSÍ og framundan eru mikil verkefni. Landsliðið íslenska keppir í B-heimsmeistarakeppn- inni í Frakklandi í lok febrúar og fram að þeim tíma leikur liðið 5 landsleiki hér á landi. Fyrstir á dagskrá eru þrír landsleikir við Frakka. Þeir fara fram á morgun, föstudag og sunnudag. íslendingar mæta Frökkum í riðlakeppninni í Frakklandi. Mbl. spurði Júlíus hvort ástæða væri til að ætla að Frakkar tefldu fram sínu sterk- asta liði af þeim sökum. „Við mætum ekki Frökkum fyrr en í fjórða leik í B-keppninni og verða þeir þá löngu búnir að taka okkur upp á myndsegulband og öfugt. Ég á því von á því að þeir sjái sér engan hag í öðru en að nota þessa leiki vel og tefli fram sínu besta liði. Þeir eru gestgjafar á. B-keppninni og sem heimalið verða þeir hættulegir mótherjar í Frakklandi. Úrslit leikjanna hér á landi tel ég ekki muni gefa hina minnstu vísbendingu um hvernig fer í Frakklandi og ég vara við of mikilli bjartsýni," sagði Júlíus, en þess má geta, að í fjórum síðustu landsleikjum þjóðanna hafa ís- lendingar unnið tvívegis, en Frakkar einnig tvívegis. Júlíus heldur áfram: „Síðan koma Austur-Þjóðverjar hingað með sitt sterkasta lið og við mætum þeim í tveimur landsleikj- um 13.—15. febrúar. Leikir þessir eru lokaþolraun íslenska liðsins fyrir keppnina í Frakklandi. Og lið Þjóðverjanna er ekki af lakara taginu, þeir eru Ólympíumeistarar og sigurvegarar á tveimur síðustu Baltic-keppnunum. Það er mál manna, að austur-þýska liðið sé það sterkasta í heiminum í dag og leikir þess og íslands verða örugg- lega hörkuleikir og þar fá íslensk- ir handknattleiksaðdáendur að sjá allt það besta í handknattleik í dag.“ „Síðan er það sjálf B-keppnin. Þar verðum við að ná fimmta sætinu og til þess verðum við helst að sigra í 3 af fimm fyrstu leikjum okkar. Og helst í fjórum fyrstu til að guiltryggja okkur. Fari svo að við leikum um 5.-6. sætið, gætu mótherjar okkar hugsanlega orðið Tékkar, Danir eða Svisslendingar. Meðal mótherja okkar í riðla- keppninni eru síðan Svíar, Pól- verjar og Frakkar. Ég fullyrði því, að ísland hafi aldrei keppt á erfiðari B-keppni en nú. En það er þó einlæg von mín, að landsliðið nái saman svo að takast megi að ná settu marki. En til þess þurfa ýmsir þættir að smella saman, þ.á m. fjárhagsþátturinn, en við' höfum leitað stuðnings hjá fyrir- tækjum og stofnunum til þess að hægt verði að greiða leikmönnum vinnutap og annan kostnað. Ég vona að okkur verði vel tekið og við mætum velvilja," sagði Júlíus að lokum. En áður en botninn er sleginn í rabb þetta, skulum við renna yfir spá Júlíusar: Arsenal—Coventry 1 Aston Villa—Manch.City 1 Brighton—Tottenham 2 Ipswich—Stoke 1 Leeds—Norwich 1 Manch. Utd.—Birmingham 1 Middlesbrough—Cr. Palace X Nott. Forest—Evérton 1 Southampton—Sunderland X Wolves—WBA X Bristol Rov,—Bristol C. 1 Sheffield Wed.—Notts County X Július Ilafstein Valur á möguleika STAÐAN i úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir leik Vals og KR er nú þessi: Valur-KR 86-66 stig Njarðvík 14-12-2 1382-1151 24 Valur 15-11-4 1318-1220 22 KR 15-8 -6 1199-1129 16 ÍR 15-7 -8 1238-1255 14 ÍS 14-4 -10 1135-1226 8 Ármann 14-1 -13 1044-1335 2 Eins og hægt er að sjá á stöðunni er hugsanlegt að Valur eigi möguleika á að ná Njarðvik að stigum. Næsti leikurinn i úrvalsdeildinni er á morgun i íþróttahúsi Kennaraskólans, þá leika ÍS og KR. Leikur liðanna hefst kl. 20.00. - þr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.