Morgunblaðið - 29.01.1981, Page 36
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JtUrgunbbibife
Síminn á afgreióslunni er
83033
JtUrgunblnbift
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
Bruninn í
Kötlufelli 11:
Krafa gerð um
gæzluvarðhald yfir
eiginkonu hins látna
RANNSÓKN á hrunanum að
Kotlufclli 11 í Hreiðholti sl.
sunnudaK hefur leitt til handtöku
á eÍKÍnkonu mannsins sem þar
lézt, að því er Þórir Oddsson
vararannsóknarlöKreKlustjóri
staðfesti við MorKunblaðið i gær-
kvöldi. Rannsóknarlöurenla
ríkisins gerði I gær kröfu um að
konan yrði úrskurðuð i gæzlu-
varðhald til 11. febrúar nk. á
meðan frekari rannsókn fer fram
á málinu. Að sötjn I>óris beinist
lírunur að þvi að eÍKÍnkonan, sem
er 26 ára Komul. kunni með
einum eða öðrum hætti að eiga
hlutdeild að eldsupptökunum.
Eins og komið hefur fram í
fréttum, kom upp eldur í íbúð á 3.
hæð hússins Kötlufell 11 á
sjöunda tímanum á sunnudaginn.
Þegar reykkafarar brutust inn í
íbúðina fundu þeir heimilisföður-
inn látinn. Hann hét Sigfús
Steingrímsson og var 37 ára gam-
all.
Kötlufell 11. Eldurinn kom upp i
ibúðinni á 3. hæð.
Verðlagsráð:
Sjö hækkun-
arbeiðnir
samþykktar
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti
sjö hækkunarbeiðnir á fundi
sínum i gær auk hrauðahækk-
unarinnar, sem skýrt er frá á
öðrum stað i blaðinu. Beiðnirn-
ar „frusu inni“ hjá ráðinu á
gamlársdag. Ileimiluð hækkun
er á bilinu 5—20% og i lang-
flestum tilfellum hefur minni
hækkun verið heimiluð en beð-
ið var um.
Eftirtaldar hækkanir sam-
þykkti Verðlagsráð í gær sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins: Gosdrykkir 8—13%,
fargjöld Landsleiða á Hafnar-
fjarðarleið 11%, fargjöld hóp-
ferðabíla 11%, farmiðar í inn-
anlandsflugi 5%, aðgöngumiðar
kvikmyndahúsa 9%, smjörlíki
6—12,8% og loks saltfiskur í
smásölu (aðallega BÚR) 20%.
Búist er við því að ríkis-
stjórnin taki samþykktir Verð-
lagsráðs til afgreiðslu á næsta
fundi sínum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins, vaknaði grunur um að
ekki væri allt með felldu er
rannsókn hófst á brunanum og
hugsanlegum orsökum hans. Stað-
festi Þórir Oddsson þetta í samtali
við blaðið í gærkvöldi. Þórir sagði
að eiginkona hins látna hefði verið
handtekinn laust eftir miðnætti í
fyrrinótt og færð til skýrslutöku
og í framhaldi að því var gerð
krafa um gæzluvarðhald í saka-
dómi Reykjavíkur. Dómarinn tók
sér frest til dagsins í dag til að
kynna sér málavexti en síðdegis í
dag er þess vænst að hann kveði
upp úrskurð í málinu. Skipaður
réttargæzlumaður konunnar var
viðstaddur réttarhaldið í saka-
dómi í gær.
Réttarkrufning hefur farið
fram en niðurstöður hennar liggja
ekki fyrir.
Frakkar sigruðu íslendinga með einu marki i landsleik i handknattl-
eik i Laugardalshöllinni i gærkvöldi 22—21. Hér brýst Páll
Björgvinsson i gegn og skorar. Sjá bls. 35.
Reykjavík og nágrenni:
60
nú
til 70 múrarar
atvinnulausir
Verðlagsráð og visitölubrauðin:
Heimilaði 18,5-
25,2% hækkun
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti
í gær að heimila 18,5—25,2%
hækkun á vísitölubrauðun-
um svonefndu frá því verði,
sem Verðlagsráð samþykkti
síðast. Þetta er 4,6—8,7%
hærra verð en hakarameist-
arar höfðu sjálfir ákveðið og
þeir voru ka-rðir fyrir. Sam-
þykkt Verðlagsráðs verður
væntanlega tekin fyrir á
næsta ríkisstjórnarfundi.
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
bakarameistara, tjáði Mbl. í gær-
kvöldi að það ætti eftir að skoða
betur þessa samþykkt Verðlags-
ráðs en í fljótu bragði virtist
honum að þetta verð væri næst
því, sem bakarameistarar teldu
nauðsynlegt. Málið yrði lagt fyrir
félagsfund og ef bakarameisturum
sýndist verðið viðunandi, sem
hann teldi líklegt við fyrstu sýn,
myndu þeir hefja framleiðslu vísi-
tölubrauða á ný, þ.e. þeir sem
hættir eru. Vísitölubrauðin eru
franskbrauð, normalbrauð, rúg-
brauð og heilhveitibrauð.
Þess má að lokum geta að
bakarameistarar höfðu óskað eftir
23,8—30,5% hækkun frá því verði,
sem Verðlagsráð samþykkti síðast
og hefur verið í gildi opinberlega.
MIKIÐ atvinnuleysi er nú hjá
iðnaðarmönnum. Sérstaklega er
ástandið erfitt hjá múrurum i
Reykjavik, en að sögn Gunnars
Björnssonar, formanns Meistara-
sambands byggingamanna, eru nú
60—70 múrarar atvinnulausir á
Reykjavfkursvæðinu og er það
mun meira en á þessum tfma árs
sfðastliðin ár. Þá eru um 20
málarar atvinnulausir og sú tala er
einnig óvenju há. Hins vegar eru
aðeins 6 trésmiðir skráðir atvinnu-
iausir og mun ástandið f tréiðnað-
argreinunum vera heldur skárra
nú en á sama tima i fyrra að þvi er
Bcnedikt Davfðsson, formaður
Landssambands byggingarmanna
sagði f gær.
Gunnar Björnsson sagði að múr-
arar hefðu byrjað að skrá sig
atvinnulausa fyrir áramót, en í
þessum mánuði hefði þeim fjölgað
verulega. Hann sagðist óttast að
atvinnuástand múrara ætti enn
eftir að versna í vetur og í sama
streng tók Helgi Steinar Karlsson,
formaður Múrarafélags Reykjavík-
ur.
Helgi Steinar sagði, að í Múrara-
félagi Reykjavíkur væru rösklega
300 manns, en um 260 þeirra væru á
vinnumarkaðnum. í Reykjavík væru
34 múrarar skráðir atvinnulausir og
nokkrir væru skráðir atvinnulausir
í Kópavogi, Mosfellssveit og Sel-
tjarnarnesi þannig að fjöldi skráðra
atvinnulausra væri rúmlega 40. Við
þetta bættust þeir, sem ekki eiga
rétt á atvinnuleysisbótum vegna
tekna útivinnandi maka og nemar,
sem ekki eiga rétt á bótum. Þannig
væri tala atvinnulausra í þessari
iðngrein á bilinu 60—70.
Að sögn Gunnars Björnssonar er
slæmt atvinnuástand hjá iðnaðar-
mönnum á Akureyri og reyndar
víðar á Norðurlandi, en annars
staðar úti á landi er atvinnuástand
iðnaðarmanna svipað og á þessum
árstíma síðastliðin ár. Gunnar sagði
að á Akureyri væri útlitið framund-
an heldur dapurt og lítið væri á
döfinni af meiri háttar framkvæmd-
um. Hjá rafvirkjum mun ekki vera
um atvinnuleysi að ræða, en þar
hefur hins verið dregið úr vinnu.
Benedikt Davíðsson var sérstak-
lega spurður um atvinnuástand hjá
iðnaðarmönnum í húsgagnaiðnaði
og sagði hann að þar væri ástandið
svipað og í öðrum tréiðnaðargrein-
um. Hins vegar væru menn hrædd-
ari við framtíðina þar vegna mikils
innflutnings frá útlöndum. Hann
hefði þegar haft það í för með sér að
bæði bólstrarar og húsgagnasmiðir
hefðu hætt í iðn sinni og snúið sér
að t.d. húsasmíði.
Vaxtatillögur Seðlabankans:
Stórfelld hækkun miðað
við núverandi vaxtakjör
ÁKVEÐNAR tillögur Seðlabanka
íslands f vaxtamálum hafa legið
fyrir rfkisstjórn og hafa þær ekki
hlotið endanlega afgreiðslu þar.
Fyrirhugað var, að breytingar á
vaxtakjörum tækju gildi um mán-
aðamótin, en hæpið er nú talið, þar
sem rfkisstjórnin hefur enn ekki
samþykkt tillögurnar, að af þvf
geti orðið þá. Hins vegar mun það
ekki forgangssök, þótt breytingin
verði ekki um mánaðamót. Sam-
kvæmt heimildum Morgunhlaðsins
fela þær tillögur, sem fyrir liggja, f
sér stórfellda hækkun vaxta frá þvi
sem nú er og mun raunvaxtastig
nást mun fyrr með þeim, en áður
hafði verið áætlað.
Samkvæmt tillögunum mun heim-
ilt að flytja verðtryggða reikninga,
sem bundnir eru til 2ja ára yfir í
nýju 6 mánaða reikningana. Sé sú
heimild hins vegar ekki notuð, breyt-
ast verðtryggðir reikningar til 2ja
ára í eins árs verðtryggða reikninga.
Þá breytist eins árs vaxtaaukareikn-
ingur í eins árs verðtryggðan reikn-
ing.
Þá mun samkvæmt tillögunum
heimilt að flytja fjárhæðir af 10 ára,
eins árs og 6 mánaða bókum yfir í
eins árs verðtryggða reikninga.
Vextir verða af eins árs verð-
tryggðum reikningum 1% og 3ja
mánaða vaxtaaukareikningar halda
áfram að vera í gildi. Engir vextir
verða á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum.
Fjögurra ára vísitölulán með
2‘/i% vöxtum verður breytt í 3ja ára
lán, en verðtryggð lán, sem eru á
bilinu frá eins til þriggja ára bera
l'Æ% vexti.
Vaxtaaukalán til 3ja mánaða eða 9
mánaða verða með 45% vöxtum, en
víxlar falla í raun niður, nema
vörukaupavíxlar og víxlar, sem
greiðast innan mánaðar.
Samkvæmt þessum tillögum er
um stórfellda vaxtahækkun að ræða
bæði á inn- og útlánsvöxtum, stór-
felld vaxtakjarabót fyrir innstæðu-
eigendur og innlánsstofnanir munu
ekki geta staðið undir slíkum vöxt-
um, nema beina útlánum í dýrari
flokka lána, sem í raun þýðir hækk-
aða útlánsvexti.
Þegar til lengri tíma er litið,
nálgast þessar tillögur raunvaxta-
stefnu með meiri hraða, en hingað
til hefur verið.