Morgunblaðið - 01.02.1981, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
7
Ég hef þáttinn á því að
vitna í Hannes skáld Sigfús-
son. Með því móti finnst mér
að fáist svör og skýringar á
ýmsu því sem Skeggi
Skeggjason drap á í bréfi
sínu og birt var í síðasta
þætti. Hannes Sigfússon seg-
ir í Birtingi 1958: „Þessi nýju
viðhorf eru fólgin í því að
höf. bera ekki tilfinningar
sínar á torg jafn opinskátt og
áður tíðkaðist. Og fyrir alla
muni: þeir forðast að préd-
ika. Þeir fela hugsanir sínar
myndum og líkingum og seil-
ast fremur eftir margræðum
setningum en beinskeyttum
staðhæfingum. Hugmynda-
tengsl — stundum óvænt —
sitja í fyrirrúmi í stað aug-
ljósari líkinga. Sálfræðileg
forsenda þessara vinnu-
bragða er að líkindum fólgin
í upplausn nútímamenning-
arinnar, þar sem „allt flýt-
ur“, hugsjónirnar virðast
hafa gengið sér til húðar eða
reynzt skinhelgin einber,
„göfgi mannsins" er dregin
niður í forað frumstæðrar
villimennsku og orð virðast
ekki framar gilda nema sem
tæki til hræsni. Á slíkum
tímum virðist eðlilegt að
skáld dragi sig inn í skel sína
um sinn og tali í lágum
hljóðum við sig sjálf.“ (Sjá
bók Eysteins Þorvaldssonar
um atómskáldin.)
Ég vek athygli á orðunum
um sinn með því að undir-
strika þau. í þessum þætti
verður ekki lagður dómur á
efnið í 6. lið Skeggjabréfs. Þó
ætla ég mér að staðhæfa að
Jóhannes úr Kötlum og
„skáldbræður" hans væru
engir fjandmenn ríms og
stuðla, þótt þeim þætti
stundum óhjákvæmilegt að
finna nýjum tíma og nýjum
viðhorfum nýjan búning.
Einar Bragi Sigurðsson (einn
atómskáldanna í þrengsta
skilningi) kvað:
Litill kútur
lék i fjrtru
ok hló,
báran hvita
barnNÍns huga
dró.
Langrar ævi
yndi ok vos
á sjó,
báran svarta
bylti liki
og hló.
Um það, hvað geri ljóð að
ljóði, mega menn deila til
eilífðar nóns. Ég vitna hér í
grein sem Magnús Torfi
Olafsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra, skrif-
aði í Birting 1957:
„Ljóð á ekki að vera rímuð
ritgerð, hlutverk skálds er
ekki að setja fram rökstudd
sannindi ... Ljóðlist, sem á
nafnið skilið, tjáir það sem
ekki verður sagt í óbundnu
máli. Skáldið er ekki kennari
heldur sjáandi og goðsagna-
smiður: það sem gerir ljóðið
að ljóði er sá hluti þess sem
ekki kemur til skila, hversu
rækilega sem það er skýrt í
óbundnu máli ...“ Að mínu
leyti ætla ég að stæla Guð-
mund Finnbogason og segja:
Ljóð er það, sem vér finnum,
að er ljóð!
Um stuðla segi ég enn og
aftur að mér þætti það ver-
aldarslys, ef við týndum til-
finningunni fyrir þeim og
valdi til þess að yrkja með
þeim, því sem við höfum nú
einir. Lýkur þessum kafla
með tveimur frægum vísum
um „ljóðstafi“. Jóhannes úr
Kötlum kvað um þjóð sína:
t sléttubönd vatnsfelld »k stftKuð
hún þrautplndan metnaA sinn laKði
i stuAla hún klaul sina þrá
viA höfuAstaf Kekk hún til sauAa.
Jón Helgason kvað um
sína purpurakápu gagnvart
glysklæddu „úrvalsliði merk-
ustu manna" erlendis:
t salkynnum þessum var
engin þjód nema ein,
sem axadi mál sitt vió stuólanna
þrtskiptu Krein
né efldist að braftstyrk við orðkynnffi
heiðinnar drápu.
Pálmi Jónsson í Reykjavík
skrifar mér svo:
„í blaðaskrifum að undan-
förnu hefir nafn Ilagkaups
oft borið á góma. Hefir það
þá verið fallbeygt sem fleir-
töluorð: þgf. Ilagkaupum, ef.
Hagkaupa.
Þessi beyging hefir aldrei
tíðkast í daglegu máli, held-
ur hefir sú eindregna mál-
venja skapazt að orðið Hag-
kaup sé eintöluorð, sem ekki
taki fallbeygingu nema í ef.
Hagkaups.
Hliðstæður þessa höfum
við líka í málinu, sbr. heiti
fyrirtækjanna Eimskips og
Hafskips.
Mér þætti vænt um, ef þú
vildir lýsa skoðun þinni á
þessu í þættinum um ís-
lenzkt mál í Mbl.“
Skjótt er af því að segja,
að ég tek í sama streng og
Pálmi. Að vísu hafði ég þetta
sjálfur í fleirtölu á tímabili,
sbr. kjarakaup og að gera
góð kaup. En ég fellst á að
láta orðna málvenju haldast,
ekki síst með hliðsjón af
nöfnum þeirra fyrirtækja
sem Pálmi vitnaði til.
Að lokum er frá því að
segja, að annar ritstjóra
þessa blaðs hringdi til mín
fyrir skömmu og var allókát-
ur. Höfðu ýmsar málvillur,
að því er honum þótti, laum-
ast inn í blaðið og bar flest
upp á sama daginn. I næsta
þætti verður um þetta ritað.
félagsins veröur haldin aö Hótel Borg, föstudaginn 6.
febrúar og hefst meö borðhaldi kl. 19.30 stundvís-
lega.
Dagskrá:
Hátíöin sett, Guðmundur Ólafsson, formaöur. Ræöa
Gunnar Bjarnason, ráöunautur. Einsöngur og tví-
söngur, Ólöf Kolbrún Haröardóttir og Garðar Cortes.
Undirleikari: Jón Stefánsson.
Dans, Haukur Morthens.
Aögöngumiöar afhentir á skrifstofu félagsins kl.
13—18, og á Hótel Borg. Borö tekin frá á
miðvikudaginn 4. febrúar kl. 16—18.
Félagar fjölmenniö og eigið unaöslega kvöldstund.
Hestamannafélagiö Fákur.
Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Innlautnsrverð Seðlabankana
1. febrúar 1981
1969 1
1970 1
1970 2
1971 1
1972
1972
1973
1973
1974
1975
1975
1976
flokkur
flokkur
flokkur
1. flokkur
1. flokkur
2. flokkur
flokkur A
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
1976 2. flokkur
1977
1977
1978
1978
1979
1979
1980
1980
1. flokkur
2. flokkur
1. flokkur
2. flokkur
1. flokkur
2. flokkur
1. flokkur
2. flokkur
Kaupgengi
pr. kr. 100,-
5.684,62
5.205.16
3.813.08
3.435,81
2.994,92
2.553.16
1.903.36
1.759,18
1.210.37
990,73
745,38
707,17
574,02
533,13
446,58
363,94
287,24
242,88
188,46
143,86
113,49
m.v. 1 ára
tímabil trá:
20/2 '80 3.303,02
15/9 '80
5/2 '81
15/9 '80
25/1 '81
15/9 '80
15/9 '80
25/1 '81
15/9 '80
10/1 '81
3 878,48
3.702,02
2.565.68
2.907.69
1.914,22
1.431,15
1.707,94
910,11
961,87
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓDS:
Avöxtun spariakírteina
síöustu 12 mán. = 62—71%
— 1972
— 1973
— 1973
— 1974
— 1974
— 1974
— 1975
— 1976
— 1976
— 1977
VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti
Yfir-
gengi
72,1%
34,0%
3,0%
34,0%
3,0%
33.0%
33,0%
3,0%
33,0%
3,0%
Kaupgengi
pr. kr. 100.-
m.v. 10% afföll.
1.652.67
1.417.86
1.235.61
1.072.17
758.70
758.70
528.48
511.74
402.30
380.43
Ávöxtunar-
BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% krafa
1 ár 65 66 67 69 70 81 70—71%
2 ár 54 56 57 59 60 75 71—74%
3 ár 46 48 49 51 53 70 72—76%
4 ár 40 42 43 45 47 66 73—78%
5 ár 35 37 39 41 43 63 74—80%
*) Miöaö ar viö auðaeljanlega fasteign.
NÝTT ÚTBOÐ VERÐTRYGGÐRA SPARI-
SKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS:
1. flokkur 1981. Sala hófst 26. janúar.
pjánPcninoaRpáuMi Iiumdi hp.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
lónaöarbankahúsinu. Sími 28566.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.