Morgunblaðið - 01.02.1981, Side 17

Morgunblaðið - 01.02.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981 17 Saklausir sak- felldir með orðrómi Athugasemd frá Hinu íslenzka kennarafélagi Hið íslenska kennarafélag biður Morgunblaðið góðfúslega að birta svofellda athugasemd: Sl. föstudag birtist á 2. síðu Mbl. klausa með yfirskriftinni: Geta talningamenn hagnýtt sér upp- lýsingarnar? Tel það vafasamt, og slíkt er ólögmætt — segir Klemcnz Tryggvason hagstofu- stjóri. I texta stóðu m.a. þessi orð: „En Klemenz var spurður álits á orðrómi er Morgunblaðinu hefur borist, að félagsfræðikennari framhaldsskólanema a.m.k. við einn skóla í Reykjavík hafi sagt nemum sínum, er að söfnun upp- lýsinga í manntalinu vinna, að þeir geti notað svör fólks til að „gera sína eigin félagsfræðilegu könnun“. Þess er ekki getið í blaðinu hvaða skóla sé um að ræða, né heldur hvaða kennari eigi hér hugsanlega hlut að máli. Ljóst er þó, að hér er sveigt að félags- mönnum Hins íslenska kennarafé- lags og á þann hátt að ekki verður látið ómótmælt. Dylgjað er um að þeir hafi, einn eða fleiri, brugðist þeim trúnaði sem þeim hefur verið sýndur og brotið landslög. A.m.k. einn er tilúefndur brotlegur, nafnlaus, við ótilgreindan skóla. Lýsing Mbl. á málsatvikum gæti átt við nokkra framhaldsskóla- kennara við nokkra skóla og því sakfellir greinin einhvern hóp saklausra með þeim orðrómi sem birtur er. Orðrómurinn er þó ekki rökstuddur og hvorki vitnað til heimildar né tiiraun gerð til að draga fram staðreyndir. Af þess- um málflutningi Mbl. leiðir, að vilji viðkomandi kennarar hreinsa sig af þessum áburði, þá hvílir á þeim sjálfum að sanna sakleysi sitt. HÍK ætlar ekki að þreyta menn með því að rifja upp sögulegar hliðstæður þeirrar aðferðar sem Mbl. beitir við birtingu ofan- nefndrar klausu, en leyfir sér fyrir sitt leyti að lýsa orðróm þennan marklausan þvætting, sé hann ekki rökstuddur frekar. Máli okkar viljum við ljúka með tilvitn- un í ræðu eftir Sigurð Guð- mundsson skólameistara, er talaði eitt sinn á þennan veg til sinna nemenda: „Ég ætla nú að neyta færisins og benda yður á annað atriði um drengskap og vöndugleik í blaða- mennsku ... Gerið yður það þá að venju að leita alltaf til hinna beztu heimildarmanna að stað- reyndum og tíðindum, er þér ritið um eða segið frá. Það var sagt um hinn heimsfræga og stórmerka ritstjóra hins ágæta blaðs Man- chester Guardian, Scott, nýlátinn, að það hefði jafnan verið viðkvæði hans, að staðreyndir væru heilag- ar. Slíkur hugsunarháttur þyrfti að verða drottnandi hér. Færi þá sumt fagurlegar og drengilegar og, ef til vill, hyggilegar í samtíð- arsögu þjóðar vorrar en raun er á.“ Með þökk fyrir birtinguna. Vinsamlegast F.h. Hins íslenska kennarafélags, Jón Hnefill Aðalsteinsson, formaður. Aths. ritstj.: Morgunblaðið stendur i einu og öllu við þá frétt, sem athuga- semd er gerð við og visar á bug dylgjum stjórnar Ilins islenzka kennarafélags um vinnubrögð blaðsins. Frétt þessi er byggð á heimildum víða að, sem blaðið treystir. Mál þetta sýnir í hnotskurn þann vanda. sem við er að etja, þegar fáir einstaklingar í fjöl- mennum hópi kennara gera til- raun til að misnota aðstöðu sína á einn eða annan veg. Ileimildar- menn að slíkum tilraunum eru augljóslega yfirleitt nemendur viðkomandi kennara eða foreldr- ar nemenda. Af skiljanlegum ástæðum eru nemendur og eða foreldrar að jafnaði ekki tilbúnir til að skýra frá málsástæðum opinberlega og í eigin nafni vegna þeirra afleiðinga. sem það kann að hafa fyrir viðkomandi. í Háskóla íslands hefur einn nem- enda sýnt þann kjark að ganga opinberlega fram fyrir skjöldu. Viðbrögð háskólayfirvalda voru ekki með þeim hætti að það lofi góðu fyrir aðra, sem vildu fylgja í kjölfarið. Þeir fáu einstaklingar i hópi kennara. sem hlut eiga að máli og eru að sjálfsögðu marxistar, sem lita öðrum augum á staðreyndir og mannréttindi, en lýðræðis- sinnar skáka i þessu skjóli og treysta því að þeir geti óáreittir stundað iðju sina vegna þess, að með almennum fréttaflutningi af slikum tilvikum sé verið að sak- fella saklaust fólk, sem risi þá upp til mótmæla. Morgunblaðinu er Ijóst, að i þessu manntalsmáli og raunar öðrum málum, þar sem spurning kemur upp um misnotkun að- stöðu i kennarastarfi vinnur yfir- gnæfandi meirihluti kennara störf sín af fyllstu samvizkusemi. Þessum hópi kennara er auðvitað í mun að hreinsa stétt sina af ásökunum og grunsemdum um misnotkun aðstöðu. En það er ekki hægt að una því að fáir einstaklingar komist upp með iðju sína i skjóli þess, að enginn þori að segja frá því. Um heim allan eru virt dagblöð reiðubúin til að birta fréttir, sem byggðar eru á heimildum. sem þessi blöð telja öruggar. þótt ekki sé hægt að tilgreina þa-r. Vinnubrögð Morgunblaðsins í þessu máli eru þvi i samræmi við sterka hefð virtra og vandaðra blaða um heim allan og þarf blaðið ekki á að halda kennslu i þeim efnum frá Hinu islrnzka kennarafélagi eða formanni þess. Frá gossvæðinu i Éthólaborgum við Gjástykki. Ljósm. Emíiia. Gosvirknin að mestu óbreytt GOSVIRKNI hélt áfram í Gjástykki í gærmorgun er Morgunblað- ið ræddi við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing, sem var á skjálftavakt. Kvaðst hann þó aðeins hafa óljósar fregnir af gosstöðvunum vegna slæms fjarskiptasambands við jarðvisinda- menn sem þar voru. Páll Einarsson sagði að bjarmi hefði sézt frá gosstöðv- unum í gærmorgun og órói á jarðskjálftamælum benti til að gosið stæði enn og landssig hélt áfram í gærmorgun. Hópur jarð- vísindamanna er við athuganir við gosstöðvarnar, menn frá Raunvísindastofnun, Norrænu eldfjallastöðinni og Orkustofn- un, hver hópur með sitt verkefni. — Gosvirkni virðist ekki mikil og það er ekki að sjá neina nýja þróun ennþá, sagði Páll Einars- son að lokum. lofað öllum öllu. Vaxtahækkun fyrir sparifjáreigendur, vaxta- lækkun fyrir skuldara og skulda- breytingum fyrir húsbyggjendur. Nú er mánuður liðinn frá því að þessi loforð voru gefin. Er eitt- hvað af þessu komið til fram- kvæmda? Því miður er nákvæm- lega ekkert af þessum loforðum ríkisstjórnarinnar komið til fram- kvæmda. Seðlabankinn hefur að vísu lagt fram greinargerð fyrir ríkisstjórnina um það, hvernig unnt sé að framkvæma loforð hennar um verðtryggðu innláns- reikningana, sem forsætisráð- herra segir að þurfi að koma til framkvæmda mjög bráðlega. En þá bregður svo við, að ríkisstjórn- in virðist eiga eitthvað erfitt með að samþykkja tillögur Seðlabank- ans. Af hverju? Ástæðan er sú, að tillögur Seðlabankans sýna, að loforðið um styttri binditíma verðtryggðra innlána, sem gefið var um áramót, hefur í för með sér stórfellda hækkun vaxta — ekki aðeins innlánsvaxta heldur út- lánsvaxta líka. Ríkisstjórnin, sem setti lög um að fresta framkvæmd vaxtaþáttar Ólafslaga um eitt ár, virðist nú allt í einu stefna að því að framkvæma ákvæði Ólafslaga um raunvexti í einum hvelli! En hvað verður þá um loforðið um vaxtalækkun 1. marz? Verður það loforð kannski framkvæmt á þann veg, að vaxtalækkunin nái einungis til lána, sem ómögulegt verður að fá? Þetta á auðvitað eftir að koma í ljós, en kannski er Gunnar Thoroddsen svo mikill galdramaður, að hann geti í senn stórhækkað innlánsvexti, sem er auðvitað jákvætt en um leið lækk- að útlánsvexti! Það verður afar forvitnilegt að fylgjast með þeim töfrabrögðum. Nokkuð mun hafa verið um það í bönkum og öðrum lánastofnun- um, að húsbyggjendur hafa komið og vísað til loforðs ríkisstjórnar- innar um breytingu á lausaskuld- um húsbyggjenda í föst lán, en fengið þau svör, að bankarnir hefðu enn engar upplýsingar um það, hvar fólk gæti fengið þessi lán. Þetta sýnir, að menn taka loforð ráðherranna bókstaflega og verða meira en lítið hissa, þegar í ljós kemur, að þetta eru allt loforð á pappírnum, sem enginn veit hvernig á að standa við. Nú mun vera unnið að þessu sérstaka máli í félagsmálaráðu- neyti Svavars Gestssonar. Það hefur hins vegar ekki verið upp- lýst með hvaða vaxtakjörum þessi skuldbreytingalán verða veitt. Getur það hugsazt, að ríkisstjórn- in ætli að bjóða ungu fólki, sem er að byggja, að breyta víxillánum með 36% ársvöxtum eða vaxta- aukalánum með 45% ársvöxtum í 100% verðtryggð lán með 2% vöxtum, sem þýða í raun, að þetta unga fólk borgar þá upp undir 70% í vexti á ári í stað 36% eða 45% ? Ef svo er, tná búast við, að margur hiki við að taka kostaboð- um ríkisstjórnarinnar eins og út- gerðarmennirnir, sem áttu kost á því að breyta olíuskuldum í föst lán, en töldu sér hagkvæmara að greiða 4,75% dráttarvexti af olíu- skuldum en taka kostaboðum rik- isstjórnarinnar um skuldbreyt- ingalán með verðtryggingarkjör- um! Þetta er sem sagt allt í óvissu enn, þótt 30 dagar séu liðnir frá því loforðin voru gefin. Þess vegna má búast við að stjarna ríkis- stjórnarinnar verði fljót að falla í skoðanakönnunum, ef í ljós kem- ur, að hún getur ekki staðið við nema lítið af því, sem hún hefur lofað. En framkvæmir Dagblaðið skoðanakönnun til þess að leiða þetta í ljós? Ganga verður út frá því sem vísu, því að ekki vill blaðið láta standa sig að því að fram- kvæma slíkar kannanir einungis, þegar Iíklegt er að það komi ríkisstjórn vel — eða hvað? Lítið dæmi um þær blekkingar, sem ríkisstjórnin hefur uppi í málflutningi sínum, er spari- fjármyndunin. Ráðherrar hafa talað af mikilli ánægju um spari- fjármyndunina á sl. ári, sem þeir segja, að hafi verið rúmlega 60% og því aðeins meiri en verðbólgan og sé þetta til marks um gott stjórnarfar. Við athugun kemur hins vegar í ljós, að inn í þessum tölum eru álagðir vextir eftir árið. Raunveruleg aukning sparifjár á sl. ári er ekki nema 25—30% á sama tíma og verðbólgan er um 60% og gefur það auðvitað allt aðra og verri mynd af stjórnar- háttum núverandi ríkisstjórnar. Hvar er verð- stöðvunin? Annar þáttur í efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar, sem vafa- laust hefur orðið til að auka vinsældir hennar mjög, er yfirlýs- ing hennar um algera verðstöðvun frá áramótum. Almenningur hef- ur skilið þessa yfirlýsingu svo, að ekkert ætti að hækka eftir 1. janúar og að ríkisstjórnin mundi sjá til þess. Það kom hins vegar fljótlega í ljós, að það var ekkert að marka þessa verðstöðvun. Vöruverð hefur haldið áfram að hækka, þrátt fyrir verðstöðvun. Smátt og stórt hefur hækkað. Jafnvet ávísana- heftin í bönkunum hækkuðu um 33%. Nú hefur verðlagsráð sam- þykkt að hækka vísitölubrauðin, en fyrr i þessum mánuði lýsti formaður Verðlagsráðs djarf- mannlega yfir því, að öll fram- leiðsla bakara, u.þ.b. 2000 upp- skriftir (!) yrði tekin undir verð- lagseftirlit, ef þeir hlýddu ekki. Nú eru vísitölubrauðin að hækka meira en bakarar höfðu óskað eftir. Þegar dæmið verður gert upp eftir janúarmánuð, mun áreiðan- lega koma í ljós, að verðstöðvunin er eins og annað í þessum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar, blekking ein. Raunar var Tíminn byrjaður að tala um það snemma í janúar, að það væri nú lítið vit í algerri verðstöðvun. Tíminn fer af stað, sem kunnugt er, og raunar fram- sóknarráðherrarnir líka, þegar hagsmunir SÍS-veldisins eru ann- ars vegar og SIS og kaupfélögin mega auðvitað ekki við óraun- hæfri verðstöðvun. Vonandi stuðlar ríkisstjórnin að því að upplýsa almenning um verðlagsmál með því að láta birta allar þær verðhækkanir, sem launþegar taka á sig bótalaust í nóvember og desember og enn- fremur allar þær verðhækkanir, sem fram komu í janúarmánuði og þá ekki aðeins þær verðhækkanir sem heyra undir Verðlagsráð. Það verður fróðlegt fyrir al- menning að kynnast því, hvernig verðstöðvun ríkisstjórnarinnar er í raun og veru. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál var fyrst og fremst sjónhverfing, sem var sett fram á svo silkimjúkan hátt, að ekki er við öðru að búast, en hún hafi blekkt fólk í upphafi. En þeir sem lofa miklu, en standa við lítið af því, mega búast við hörðum viðbrögðum, þegar svikin koma í ljós. Núverandi ríkisstjórn á vafa- laust eftir að kynnast því með eftirminnilegum hætti áður en upp verður staðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.