Morgunblaðið - 01.02.1981, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
Vetrarmynd
Að Kjarvalsstöðum hefur und-
anfarnar vikur staðið yfir fjöl-
breytt sýning ellefu myndlist-
armanna og lýkur henni nú um
helgina. Er hér um að ræða
samtökin „Vetrarmynd“ er sýna
nú í þriðja sinn. Eiginlega er
ekki hægt að nefna þetta listhóp,
heldur er hér á ferð ákveðinn
sundurleitur kjarni myndlist-
armanna, sem hefur það að
stefnumarki að halda sýningar
árlega og stokka upp spilin
hverju sinni þannig að hver
sýning fái jafnan nýtt og ferskt
yfirbragð.
Með þetta í huga bjóða þeir
hverju sinni hinum ólíkustu
listamönnum að vera með, jafn-
framt því, sem þeir sjálfir skipt-
ast á að sýna. Svo sem vænta má
gildir engin algild afmörkuð
regla um val þeirra sem hlotnast
heiðurinn, a.m.k. ekki enn sem
komið er og hvað sem síðar
verður. í ár hafa aðstandendur
þó tekið þá stefnu, að bjóða nær
eingöngu yngri framúrstefnu-
listamönnum en viðkomandi eru
þó allir mjög ólíkir innbyrðis í
listsköpun sinni. Ákvörðunin er
mjög umdeilanleg að því leyti að
boðsgestirnir mynda einmitt þá
samstæðu sýningarheild, sem
Þrátt fyrir allt þykir fyrirtæk-
ið „undarleg blanda" eins og
ýmsir myndlistarmenn hafa orð-
að það, en það er nú einmitt
sérstaða þess, veikleiki og styrk-
ur.
Er inn í vestri sal er komið,
blasa við gestinum stór olíumál-
verk eftir Hring Jóhannesson í
fínlegum og nostursamlegum
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
vinnubrögðum. Stíll Hrings er
auðþekkjanlegur og myndir hans
koma ekki lengur skoðandanum
á óvart né í opna skjöldu, — hér
er allt klárt, slétt og á hreinu.
Þótt þetta sé í sjálfu sér allt í
lagi, saknar maður meiri átaka
við efniviðinn, — dálitlu af blóði
og slagsmálum. Sérstaða Hrings
er þó ótvíræð og í mynd hans
teikningar þrungnar fjöri,
gáska, sprelli og spé, — alls
óhræddur við undirtektir fjöld-
ans. Best þykir mér honum
takast er hann rissar upp losta-
fullar línur kvenlíkamans svo
sem í myndunum „Skáldkonan"
(8) og „Leirkerasmiður II“. Þær
myndir þykja mér a.m.k. hrif-
mestar og deili enda aðdáun
höfundarins á myndefninu og
þeim frygðarlegu línum er það
framkallar.
Bragi Hannesson virðist
mæta sterkar til leiks með
hverju ári og er óðast að þróa
með sér persónuleg einkenni.
Um það eru t.d. myndir hans „í
Landeyjum" (17) og „Úr Þórs-
mörk“ til vitnis. Tök hans á
olíulitunum eru orðin sterkari og
myndsýnin magnaðri.
Myndir Einars Þorlákssonar
virðast ekki njóta sín sem skyldi
á veggjum Kjarvalsstaða t.d.
skilar hin stóra mynd hans sér
einungis í mikilli fjarlægð. Ein
mynd hans kemst þó mikið best
til skila og það er nr. 28 „Að
vestan“, lítil en í senn litrænt
mögnuð og gullfalleg.
Haukur Dór Sturluson sýnir
einungis fjórar myndir, tvær
keramik-grímur og tvær teikn-
Sex af ellefu sýnenda á Vetrarmynd — Sigurður örlygsson, Baltazar,
Tómasson.
kjarninn virðist einmitt hafa
viljað forðast frá upphafi. Þetta
verður þannig ekki eins marg-
ræður kokteill eins og stundum
áður þrátt fyrir aukinn fjölda
sýnenda og hefði fyrirtækið
þannig orðið ólíkt bragðmeira ef
einnig hefði einhver eldri lista-
maður verið dreginn fram með
splunkuný verk. — Svo er mitt
mat.
„Dalalæða (39)“, bregður fyrir
austrænum dularmögnum og
þokka, sem gæti verið vísir að
nýjum landvinningum á hinu
afmarkaða sviði.
Við upptalningu sýnenda vil
ég að öðru leyti halda mér við
stafrófið og er þá Baltazar
næstur á blaði með færni sína og
teiknirænu fimleika. Hann sýnir
nefnilega að þessu sinni einungis
Hringur, Sigriður Jóhannsdóttir,
ingar. Ég held að grímurnar
hefðu notið sín stórum betur á
hvítum grunni því að striginn
virðist draga úr áhrifum þeirra.
Teikningarnar eru frísklegar og
mjög í ætt Bacons.
Vefnaður hjónanna Sigriðar
Jóhannsdóttur og Leifs Breið-
fjörð kemur á óvart, — ekki
máski myndirnar sjálfar heldur
hin sérstæða, blíða og ánægju-
Leifur Breiðfjörð og Magnús
lega samvinna. Leif tel ég
sterkari í glerinu og hér virðist
eiginlega ekki mikið færst í fang.
Vinnubrögðin eru mjög menn-
ingarleg og í ágætasta lagi,
íhaldssöm í útfærslu og þannig
séð koma myndirnar ekki á
óvart. Litlu myndirnar hrifu mig
mest einkum myndin „Haust"
(48). En ég bíð þess að hjóna-
kornin færist meira í fang því að
ég efa ekki að þau geti náð langt
með áframhaldandi samvinnu,
en hér þurfa þau vísast að
ástunda meiri reglusemi þ.e.
rífast reglulega ...
Magnús Tómasson heldur
sínu striki í myndsköpun sinni í
blandaðri tækni. Vinnubrögðin
eru nostursamleg og minna tölu-
vert á leiksviðsverk í dýpt, rúmi
og hugleiðingum um víddir eins
og nöfn myndanna gefa til
kynna. Ég held að slíkar myndir
komi betur til skila í afmörkuðu
rými t.d. svipað og í Gallerí SÚM
eins og við munum eftir því.
Myndskúlptúr Níelsar Ilaf-
stein verður best lýst með
skilgreiningu hans sjálfs (Sund-
fugl og straujárn. Eir og pappír
1971—81) „Líkt er um línið sem
straujárnið sléttar og þá lygnu
sem vaknar þegar fuglinn syndir
á vatninu." Verkið nýtur sín alls
ekki á þessum stað, — hverfur
næstum.
Sigurður Örlygsson sýnir 12
myndir í blandaðri tækni og
njóta myndir hans sín mjög vel á
endavegg og þykir mér þetta
öflugsta framlag Sigurðar á
• samsýningu til þessa, — hinar
millistóru myndir hans „Ástar-
hjólið" (59), „Lyftuhjól með
meiru" (61) og „Þríhjól" (67) eru
mjög hreint hugsuð verk og
hrifmikil.
Yngstur sýnenda er svo Þór
Vigfússon, sem færist mikið í
fang með sérkennilegum flat-
armálsmyndum (konkret). Sér-
kennilegum hér við Dumbshaf
en gamalkunnum þeim er sáu
slíkt á sýningum á meginlandinu
fyrir mörgum árum. Hér spái ég
engu um framhaldið en hraust-
lega er að verki staðið.
— Sýningin Vetrarmynd er
orðin drjúgur listviðburður sem
vert er allrar athygli og verð-
skuldar mikla aðsókn. Eitt er
enn ótalið um sérkenni fram-
taksins og það er sýningartím-
inn, en aðstandendurnir velja
jafnan einhvern dauðasta tíma
ársins til sýningarhalds þ.e. des-
ember eða janúar. Og samt hefur
framtakið gengið með ágætum
þótt sala sé með minnsta móti í
ár en það gerir vísast mynt-
breytingin og varkárni fólks og
aðhaldssemi fyrst í stað, —
ásamt ótal gleðigjöfum frá hinu
opinbera í formi reikninga svo
og fallinna víxla teknum fyrir
hátíðirnar. Mannfólkið reikar
því um unaðslund þjóðfélagsins i
myndrænni sæluvímu og sviflétt
í spori enda er ekki í kot vísað er
buddan er orðin náskyld ríkis-
kassanum, — galtóm ...
— Ég þakka bara fyrir mig með
virktum og óska sýningarsamtök-
unum velfarnaðar og langlífi —