Morgunblaðið - 01.02.1981, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
Can Mnrdoeh
li?e down
fais Page i
imaee?
guardian
Cotni
de*'
wm ifil Murdoch
bid rests
msj on Times
“íf&'/ un,ons
Blaðakóngurinn Rupert Murduch hefur iðulega sjálfur verið forsíðuefni blaðanna.
Væntanlegur eigandi THE TIMES:
Rupert
Murdoch
Á blöð í þremur heimsálfum
Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið, þá hefur ástralski
blaðakóngurinn Rupert Murdoch gert tilboð í Times-blaðaútgáfuna —
The Times og The Sunday Times ásamt fylgiritum. Tilboð Murdochs er
skilyrt. Hann gerir þá kröfu, að innan þriggja vikna náist samkomulag
við stéttarfélög starfsmanna blaðsins um tryggingar fyrir því, að
útgáfan verði ekki stöðvuð af þeim. Gert verði samkomulag um
offsetvinnslu blaðsins og að hagræðingu verði beitt í ríkari mæli við
vinnslu en nú er gert. Þá gerir Murdoch kröfu um að samkomulag
náist um hagræðingu í öllum deildum.
Thompson lávarður hefur á síð-
ustu misserum tapað stórfúlgum á
útgáfu Times-blaðanna og um
ellefu mánaða skeið komu biöðin
alls ekkert út. Um tíma virtist
sem þetta virtasta blað heims, The
Times, legði upp laupana, en á
síðustu stundu náðist samkomu-
lag. En Thompson lávarður treyst-
ir sér ekki lengur til að gefa út
blaðið og því hefur það verið til
sölu undanfarið.
Rupert Murdoch —
umdeOdur maður
Rupert Murdoch er nú 49 ára
gamall og hann er ákaflega um-
deildur maður, og á sér marga
óvildarmenn. Margir halda því
fram, að hann verði valdamesti
maður Bretlandseyja komist hann
yfr Times Newspapers. Kaup hans
á the Times, The Sunday Times og
fylgiblöðum tryggi honum ein-
staka valdaaðstöðu. Þá ekki síst
vegna þess, að hann á fyrir tvö
útbreidd blöð á Bretlandseyjum —
æsifregnablöðin The Sun og News
of the World. Nokkrir brezkir
þingmenn, og raunar fjölmargir
aðrir, kröfðust þess, að sala
blaðanna kæmi til athugunar hjá
nefnd, sem hefur það verkefni með
höndum að standa vörð gegn
einokun. En' brezka ríkisstjórnin
gaf fyrir sitt leyti leyfi fyrir
sölunni og takist Murdoch að
semja við starfsmenn þá er ljóst
að hann verður næsti eigandi The
Times.
Brezki blaðamaðurinn Laurence
Marks skrifaði fyrir stuttu í The
Observer, að þó skoðanir væru
skiptar um yfirtöku Murdochs á
The Times, þá væri ljóst, að
breytinga væri þörf í Fleet Street
— ekki aðeins hjá The Times,
heldur öllum blöðunum í þessari
frægu blaðagötu. Um langt skeið
hefur mikill órói verið meðal
starfsmanna blaðanna í Fleet
Street og áríðandi að friður kom-
ist á. Ljóst sé, að mikillar hagræð-
ingar sé þörf, prenttækni sú sem
blöðin velflest í Fleet Street séu
unnin eftir, sé úrelt.
Thompson lávarður varð fyrir
stórfelldu tjóni vegna verkfalla
prentara við The Times. Útgáfa
þessa virta blaðs stöðvaðist í heila
ellefu mánuði vegna deilna um
þær breytingar, sem útgáfustjórn-
in taldi þörf á að gera: það er, að
taka í notkun offsettæknina. Á
þessum vanda verður Rupert Mur-
doch að finna lausn og Laurence
Marks telur, að hann sé einmitt
maðurinn til að gera það. Hann
hefur haft gott samstarf við
verkalýðsfélögin, og margir sjá í
Rupert Murdoch manninn til að
leysa aðsteðjandi vanda.
Lofar að virda sjálf-
stædi ritstjórnar —
en gerir hann það?
Menn greinir í sjálfu sér ekki á
um atorku og hæfni Murdochs til
að stjórna. Það sem margir óttast
er íhlutun í málefni ritstjórnar: að
ritstjórnir á The Times og The
Sunday Times verði of háðar
útgáfustjórninni. Á það hefur
verið bent, að ef takast eigi að
bjarga Fleet Street út úr aðsteðj-
andi vanda, þá .verði það að fylgja,
að ritstjórnir blaðanna haldi
The Times er hluti af brezku þjóðfélagi og margir segja, að Rupert
Murdoch verði áhrifamesti maður Bretiandseyja ef og þegar blaðið
verður eign hans.
sjálfstæði sínu. Að öðrum kosti sé
allt unnið fyrir gíg, því sjálfstæði
ritstjórna er ein af höfuðforsend-
um fyrir virku lýðræði: trygging
fyrir hlutlægri og ábyrgri frétta-
mennsku.
Þarna stendur hnífurinn í
kúnni. Þess vegna hafa nokkrir
þingmenn og ýmsir málsmetandi
menn á Bretlandseyjum krafist
rannsóknar á því, hvort ýfirtaka
Murdochs á The Times brjóti í
bága við einokun. Hann hefur
oftsinnis sýnt tilburði til að hafa
áhrif á ritstjórn: virða ekki sjálf-
stæði hennar. Hann er sjálfur
ágætur blaðamaður og oftsinnis
hefur hann sést á göngum rit-
stjórnar The New York Post, sem
er eitt blaðanna, sem hann á í
Bandaríkjunum, og endurskrifað
fréttir og fyrirsagnir.
Á það hefur verið bent að hann
hefur notað blöð sín til hagsbóta
fyrir málstað sem hann styður og
þá á ósvífinn hátt. Sagt er, að
hann hafi oftsinnis gert sér það að
leik, að fella stjórnmálamenn og
eins líka: að koma þeim upp á
stjörnuhimin stjórnmálanna.
Margar sögur hafa gengið en
hér verða tvær aðeins nefndar.
Murdoch hefur verið ásakaður um