Morgunblaðið - 01.02.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
23
að hagræða fréttum og fyrir
skömmu var því haldið fram í
áströlskum sjónvarpsþætti, og
fyrirsagnir voru birtar sem þóttu
staðfesta það, að birtar hefðu
verið fréttir í einu blaða Murdochs
í því skyni að koma höggi á
flugfélagið Trans Australia Air-
lines. Það flugfélag er helsti
kcppinautur Ansett Airlines og
eigandi þess flugfélags er Rupert
Murdoch.
Annað dæmi um vinnubrögð
Rupert Murdochs kemur fram í
eftirfarandi sögu, sem birtist í
ævisögu ástralsks námueiganda,
Lang Hancock. Murdoch var að
leita hófanna um kaup á námum í
Pilbara-héraði í Ástralíu, en ein-
hverjir örðugleikar voru að fá
samþykki stjórnvalda. Eftirfar-
andi samtal átti að hafa farið
þeim í milli.
Hancock: Þetta gengur ekki.
Stjórnvöld heimila okkur aldrei og
semja ekki við okkur.
Murdoch: Fái ég stjórnmála-
mann til að ganga til samninga
við okkur, fellst þú þá á að selja
mér hluta eignanna?
Hancock: Já, að sjálfsögðu.
Ástralíu. Ungur fór Rupert til
náms í Bretlandi en honum hugn-
aðist það lítt þó prófum lyki hann.
Hann stundaði nám í Oxford og
einkunnir hans voru ekkert til að
hrópa húrra fyrir. Frá Oxford lá
leið hans í blaðamennsku. Hann
starfaði við Daily Express og
einnig News Chronicle. Hann
dvaldi þó ekki lengi í Englandi og
snéri heim til Ástralíu. Faðir hans
lést 1952 og hann átti 57% hluta-
fjár í Adelaide News — blað, sem
átti minnkandi vinsældum að
fagna. Þann hluta erfði Rupert.
Rupert Murdoch reyndist harð-
duglegur stjórnandi og ákaflega
útsjónarsamur. Áhrif hans jukust
og á skömmum tíma byggði hann
upp stórveldi í áströlskum fjöl-
miðlaheimi. Hann er eigandi
fyrirtækisins News Corporation,
sem gefur út dagblöð. Hann er
eigandi sjónvarpsstöðvar og auk
þess á hann ítök í iðnaði og
verzlun. Svo fór að Ástralía var
þessum harðduglega stjórnanda of
lítil.
Upp úr 1968 gerðist Rupert
Murdoch umsvifamikill í brezkri
blaðaútgáfu. Sir William Carr bað
hann koma til Lundúna og aðstoða
Leiðin lá til
Bandaríkjanna
Svo fór, að enn leitaði Murdoch
á nýjar slóðir — 1973 keypti hann
blöð í San Antonio í Texas. Hann
gerbreytti efnisvali blaðanna —
breytti þeim í æsifregnablöð og
nakið kvenfólk varð snar þáttur í
þeim. Hins vegar tókst ekki að
auka upplagið sem skyldi og Mur-
doch greip til þess ráðs að lækka
æsifregnatóninn og dregið var úr
myndbirtingum af beru kvenfólki.
Þremur árum síðar lá leiðin til
New York og eins og áður festi
Murdoch kaup á blöðum, sem áttu
í vök að verjast og hann fékk því
„ódýrt". The New York Post átti
þá í örðugleikum og Murdoch festi
kaup á því. Einnig keypti hann
New York Magazine, New West
Magazine og The Village Voice.
Hann hefur unnið hörðum hönd-
um við að auka upplag New York
Post og heldur því fram, að upplag
blaðsins hafi hækkað úr 500 þús-
und eintaka á dag í 725 þúsund.
Þrátt fyrir upplagsaukningu, —
sem raunar ýmsir draga í efa að sé
fyrir hendi, þá hefur ekki tekist að
laða að auglýsendur. Sagan segir
að Murdoch tapi 10 milljónum
Rupert Murdoch með William Rees Mogg, ritstjóra The Times þegar tilkynnt var um samkomulag um
kaup á The Times. V
Það er Hancock sem skýrir svo
frá samtalinu og hann hélt áfram.
Rupert fór og ég fór heim. Um
tíuleytið um kvöldið var bankað
upp á hjá mér og Rupert var
mættur. „Þú ert þá heima," sagði
Rupert. „Já,“ svaraði ég. „Þetta
tókst," sagði Rupert og ég spurði
forviða: „Hvernig tókst þér það?“
Hann svaraði: „Ég sagði honum
(stjórnmálamanninum) að hann
ætti um tvo kosti að velja. Vera
forsíðuefni blaðanna eða honum
yrði troðið í skítinn. Hvort vel-
urðu?“
Hvort sem sannleikskorn er í
þessum sögusögnum, þá má úr
þeim lesa, að maðurinn Rupert
Murdoch er ákaflega umdeildur og
hann á sér marga óvildarmenn.
En svo fer einatt um menn, sem
hafa skotist með örskotshraði upp
á stjörnuhimin — byggt upp
viðskiptaleg stórveldi svo jafnvel
nú er honum lýst sem áhrifamesta
manni Bretlandseyja.
1952 erfdi Murdoch
hlut í blaði í Ástralíu
Afi Murdochs, skoskur prestur,
flutti til Ástralíu fyrir um öld
síðan. Faðir hans, sir Keith Mur-
doch, var virtur stríðsfréttaritari í
fyrri heimsstyrjöldinni við blaðið
Melbourne Herald, stærsta blað
sig við að verjast því, að Robert
nokkur Maxwell, yfirtæki blað
hans, — News of the World.
Murdoch fór til Lundúna og keypti
þriðjung hlutafjár og bætti síðan
við með því að kaupa á verðbréfa-
mörkuðum. Á skömmum tíma
náði hann meirihlutaítökum og
tók við stöðu Carrs, sem stjórnar-
formaður blaðsins.
Árið 1969 keypti hann The Sun.
Útgáfa blaðsins átti þá í vök að
verjast og upplag blaðsins var
komið niður í 900 þúsund eintök,
og sífellt fækkaði kaupendum.
Murdoch gjörbreytti útliti blaðs-
ins, — æsifregnir urðu snar þáttur
í efni blaðsins og nú er svo komið,
að upplag the Sun er 3,8 milljónir
eintaka. Hins vegar hefur upplag
News of the World sífellt farið
minnkandi, hrapað úr 6,2 milljón-
um eintaka árið 1970 í 4,5 milljón-
ir.
Aðeins ári síðar eignaðist Mur-
doch 7% hlutafjár í London Week-
end Television. Þá átti sjón-
varpsstöðin í nokkrum erfiðleik-
um. Ekki leið á löngu þar til
Murdoch var orðinn stjórnarfor-
maður og gerði víðtækar breyt-
ingar — rak m.a. framkvæmda-
stjórann. Meðstjórnendur voru
ánægðir og hagur fyrirtækisins
batnaði en andstæðingar hans
neyddu hann til að láta af for-
mennsku vegna ítaka í blaðaheim-
inum.
dollara á ári á útgáfu blaðsins en
ætli engu að síður að halda
ótrauður áfram útgáfunni.
I New York er hann litinn
hornauga af öðrum útgefendum og
þá vegna atviks, sem átti sér stað í
kjaradeilu 1978. Hann var þá
formaður samninganefndar útgef-
enda og þrátt fyrir það, þá gekk
hann að tilboði prentara í and-
stöðu við aðra útgefendur. Hann
gat því gefið út eigið blað á meðan
New York Times og Daily News
komu ekki út.
Nú er, ef að líkum lætur,
Murdoch að fara út í útgáfu sem
er mjög frábrugðin þeim, sem
hann hefur vanist. Hann verður
eigandi virtasta dagblaðs í heimi
og ábyrgð hans er mikil. Útgáfa
The Times er gjörólík þeirri á, til
að mynda, The Sun. Æsifregnir
hafa verið hans „stíll".
Hann hefur heitið því, að virða
sjálfstæði ritstjórna The Times og
fylgiblaða þess. Fjölmargir á
Bretlandseyjum líta svo á, að
hann muni ekki gera það — óttast
að The Times verði ekki hið sama
undir stjórn Murdochs. Þess vegna
hafa viðbrögðin við kaupum Mur-
dochs á þessu virta blaði verið
jafn harkaleg og raun ber vitni.
Hvað verður mum framtíðin ein
skera úr um, en ljóst er, að til að
tryRRja útkomu dagbiaða Times
Newspapers, þá þarf að leita
nýrra leiða.
RFNAUI.T
Örfáum
bílum
óráöstafaö
Nú er einstakt tækifæri til að gera góð kaup. Höfum
örfáa Renault 14, Renault 18 og Renault 20 árg.1980
til afhendingar strax.
Nú á tímum síhækkandi bensínsverðs er kostur að
eiga Renault bifreið, sem er þekkt fyrir sparneytni.
Leitið nánari upplýsinga.
Renault 14tl verð kr: 80.000
Renault 18n. verð kr: 81.500
Renault 20tl verð kr: 98.000
KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI B6*33
Staldraðu við!
Þessa glæsilegu stereosamstæöu frá
tfo&híha
geturðu veitt þér, því veröiö er einstakt — kr.
3.955.-
Vegna hagstæöra samninga viö Toshiba, Japan og
engra milliliða getum' við boöiö þetta afbragös sett á
veröi sem vekur athygli. Fyrir aðeins kr. 391.800., nýkr.
3.918 færöu þetta allt:
* 11wx11w útgangtkraftur.
* 3 bylgjur, FM-atarao.
* Mögulaikar á tónblöndun (Mic Mixing).
(Skemmtilegt fyrir þá sam »fa aöng).
* Kassettan sett í tsakið aö framan.
* Vökvadempað kassettulok.
* Finstilling á hraöa piötuspilarans.
* Reimdrifinn diskur.
* Slekkur á sér tjálfur.
* Sór tónstillir fyrir batsa og hátóna.
* 2 stórir hátalarar.
* Ljós í tkala.
* Fallegur litur á taski og hátölurum.
sterosam-
geröir og
* Sjáltvirk upptaka.
* Geymsla fyrir kassettur.
Líttu viö og við sýnum þér úrval
stæöna á veröi við allra hæfi. Nær 10
ein þeirra hentar þér örugglega.
einar farestveit 4, co hf. Greiðsluskilmálar.
BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI l*»*S
Ábyrg þjónusta.