Morgunblaðið - 01.02.1981, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
Halldór Blöndal, alþm.:
Eftirmáli við
spjall í sjónvarpi
Undan því er kvartað að póli-
tískar umræður í sjónvarpssal
snúist oft og einatt upp í karp.
Annar viðmælenda telji það ósatt
sem hinn setur fram sem stað-
reyndir og þar með rök fyrir sínu
máli. í „afmæliskveðju Tómasar
Guðmundssonar" skrifar Þor-
steinn Gylfason Valdsorðaskak, og
rifjar þar upp meðal annars að
Gylfi Þ. Gíslason hafi í „þáttum úr
rekstrarhagfræði" gert greinar-
mun á tvenns konar staðhæfing-
um:
„ Staðreyndastaðhæfingar
varða það sem er og stefnustað-
hæfingar hitt sem ætti að vera.
Staðreyndastaðhæfingar geta ver-
ið einfaldar eða margbrotnar, en
þær fjalla ávallt um það sem er.
Ágreining um staðreyndastaðhæf-
ingar á því að vera hægt að jafna
með athugun staðreynda
Ágreiningur um stefnustaðhæf-
ingar verður ekki jafnaður með
athugun á staðreyndum."
í sjónvarpsspjalli, sem við átt-
um saman, við Guðmundur G.
Þórarinsson alþingismaður í Þing-
sjá nú í vikunni, vitnaði hann til
töflu, sem Þjóðhagsstofnun hefði
gert, þar sem borin er saman
skattbyrði einstaklinga 1964—
1981. Hann tiltók að álagðir skatt-
ar í hlutfalli við tekjur greiðsluárs
hefðu verið sem hér segir: „1967 er
þetta 14% hjá meðalfjölskyldu af
tekjum greiðsluárs, 1968 14,9% og
1969 14,8%, án þess að ég rekji allt
of mikið. 1979 eru þetta 13,2% og
1980 13,9%. Þessar töflur eru
hérna frá Þjóðhagsstofnun. Þetta
segir okkur frá greiðslubyrði hins
almenna borgara vegna beinna
álagðra skatta á greiðsluári, sem
er auðvitað alveg meginmálið,
þannig að ég vísa nú þessum
töflum, Halldór, til föðurhúsanna,
sem þú rekur hér af munni fram,
en þetta eru nú staðreyndir “
ósambærilefft að mati
þjóðhaKSstofnunar
Þá samantekt, sem Guðmundur
G. Þórarinsson hafði í höndum,
hafði ég ekki séð, svo að ég var
vitaskuld óviðbúinn því að ræða
um þær forsendur, sem hún var
reist á. Ég hef síðan aflað mér
þessara gagna frá Þjóðhagsstofn-
un (en kann ekki skýringu á því, af
hverju þau eru dagsett 28. janúar
1981) og í sambandi við þessar
samanburðartölur, sem Guð-
mundur G. Þórarinsson nefnir,
tekur Þjóðhagsstofnun sérstak-
lega fram neðanmáls eftirfarandi:
„Aftari dálkurinn sýnir tekjur
og skatta án fjölskyldubóta, auk
þess sem tekjutölur hafa verið
lækkaðar sem nemur eigin húsa-
leigu o.fl., til þess að unnt sé að
gera tölur frá 1974 sem sambæri-
legastar. Tölur fyrir tímabilið
1964—1973 eru því ekki sambæri-
legar fyrir árin eftir 1973.“
Af þessu er ljóst að Þjóðhags-
stofnun telur þann samanburð,
sem Guðmundur G. Þórarinsson
gerði í sjónvarpsþættinum, út i
hött. Það var því meiningarleysa
að nefna nafn þeirrar stofnunar í
því samhengi og eingöngu gert til
þess að villa þeim sýn sem á
þáttinn hlustuðu.
í þessu sama yfirliti frá Þjóð-
hagsstofnun kemur fram að skatt-
Gylfi Þ. Gislason
— gerir mun á staðreyndum og
ályktunum
tekjur hins opinbera í heild sem
hlutfall af vergri þjóðarfram-
leiðslu voru sem hér segir: Árið
1967 32%, 1968 31,8%, 1969 29,2%,
en aftur á móti 34,9% á árinu
1979. Þau ummæli mín í sjón-
varpsþættinum eru því rétt að
heildarskattbyrðin' hafi verið
meiri á árinu 1979 en öll ár
Viðreisnarinnar.
Hann hrakti ekki neitt
Með því að misfara með töflur
Þjóðhagsstofnunar og nota þær
gagnstætt því sem rétt er, þóttist
Guðmundur G. Þórarinsson vera
maður fyrir þeim orðum að geta
vísað þeim tölum, sem ég nefndi
um hækkun tekjuskatts á árunum
frá 1978—1981 til föðurhúsanna.
Ég sagði orðrétt í sjónvarpsþætt-
inum: „Tekjuskatturinn hækkar
um 100% frá 1978-1979, en 60%
frá 1979—1980 og aftur um 60%
frá 1980—1981“, og tók fram í því
sambandi að ég miðaði við fjárlög-
in, í gömlum krónum talið var
tekjuskattur einstaklinga 11.950
millj. 1978, en hækkaði upp í
23.135 millj. 1979, eða um 109,3%.
1980 var tekjuskattur einstaklinga
38.200 millj., eða hækkaði um
65,1%, og í ár 61.100 millj. gam-
alla króna, eða hækkaði um 59,9%
samkvæmt fjárlögum. Af þessu er
bert, að þær tölur sem ég nefndi
voru síðar en svo í óhag fyrír
sjónarmið Guðmundar G. Þórar-
inssonar alþingismanns, ef hann
er að reyna að breiða yfir þær
Halldór Blöndal
miklu skattahækkanir, sem hér
hafa orðið eftir að Geir Hall-
grímsson lét af embætti forsætis-
ráðherra. En það er rétt að ég man
ekki nákvæmlega frá ári til árs
einstakar tölur í fjárlögum, allra
sízt fyrir 1970, en reyni að gera
mér grein fyrir heildarlínunum.
Prófessor sagði mér
í sjónvarpsþættinum sagðist
Guðmundur G. Þórarinsson minn-
ast þess „að það er ekki langt
síðan að einmitt hér í sjónvarpinu
kom fram einn af prófessorum
Lausleg áætlun um beina
skattbyrði einstaklinga 1964—1981.
, ÁlaKðir skattar i hlutfalli við:
Tekjur fyrra árs Tekjur Kreiðsluárs
% %
Brúttótekjur
þús. nýkr.
Álaxðir skattar
þús. nýkr.
1964 1965 107,1 131,5 15,0 14,0 11,4
1966 156,0 20,0 15,2 12,8
1967 162,6 22,8 14,6 14,0
1968 173,3 25,8 15,9 14,9
1969 199,5 29,5 17,0 14,8
1970 256,5 34,1 17,1 13,3
1971 329,0 46,5 18,1 14,1
19722 430,9 66,5 20,2 15,4
1973 596,3 (573,4) 85,5 19,8 14,3
1974 864,1 853,7 101,0 90,6 16,9 15,8 11,7 10,6
1975 1.144,0 135,2 15,8 11,8
1976 1.538,5 200,4 17,5 13,0
1977 2.285,2 250,5 16,3 11,0
1978 3.620 454,7 19,9 12,6
1979 5.500 761,7 21,0 13,8
1980 áætlun 8.400 1.200 22,2 14,5
1981 fjárlög o
12.600 1.900 22,6 15,1
1. Tekju- iik eismarskattar, útsvar, sjúkratryKKÍnKaKÍald ok fasteÍKnaskattar
(almannatryKKÍnKakjald ok sjúkrasamlaKsKjald fram til ársins 1972).
2. Aftari dálkurinn sýnir tekjur ok skatta án fjolskylduhota auk þess sem tekjutölur
hafa verið lækkaðar sem nemur eigin húsaleÍKU o.fl. til þess að unnt sé að Kera tölur
frá 1974 sem sambærileKastar. Tölur fyrir tímahilið 1964 — 1973 eru því ekki
sambærileKar við tölur fyrir árin eftir 1973.
3. Þessi áætlun um brúttótekjur er i samræmi við áætlun ÞHS (frá 5. janúar sl.) um
tekjubreytinkar á árinu 1981.
Tafla Þjóðhagsstofnunar, sem Guðmundur G. Þórarinsson vitnaði til i
sjónvarpsþættinum sl. þriðjudag, eins og neðanmálsgrein merkt með 2
ber með sér, notaði alþingismaðurinn þessa töflu til þess að villa um
fyrir fólki en ekki auðvelda þvi skilning á þróun skattamála sl. 15 ár.
Háskólans, og hann sagði að
samkvæmt hans mati væri þetta
svo að hver einasta ríkisstjórn
hefði skilið svo við að skattar
væru nokkru hærri heldur en
þegar hún tók við. Ég skal ekki í
sjálfu sér leggja dóm á þetta, en
menn verða að horfa náttúrlega
berum augum á það að það er
sífellt verið að leggja fleiri og
fleiri byrðar á ríkissjóð. Ef við
hins vegar lítum á þær töflur, sem
Þjóðhagsstofnun hefur gert yfir
þetta, og lítum t.d. á hlutfall
beinna skatta af tekjum meðal-
fjölskyldu á greiðsluári, þá hefur
þetta hlutfall ekki hækkað."
Nú er rétt að sjá hvað þær
töflur, sem Guðmundur G. Þórar-
insson var með fyrir framan sig
þegar hann sagði þessi orð, sýna
um álagða skatta í hlutfalli við
tekjur greiðsluárs. 1974 voru þeir
10,6%, 1975 11,8%, 1976 13%, 1977
11%, 1978 12,6%, 1979 13,8%, 1980
(áætlun) 14,5% og 1981 (samkv.
fjárlögum) 15,1%.
I töflum þeim, sem Guðmundur
G. Þórarinsson hafði í höndum,
kemur enn fremur fram að skatt-
tekjur hins opinbera í heild, sem
hlutfall af vergri þjóðarfram-
leiðslu, voru 31,6% 1977, síðasta
heila árið sem Geir Hallgrímsson
var forsætisráðherra. 1979 er
áætlað að skatttekjurnar verði
34,9%, 1973 voru þær 32,2% og
1974 32,3%.
í frægri vísu gerir Örn Arnar-
son grín að því þegar menn reyna
að gera meir úr efni ræðu sinnar
en hún rís sjálf undir:
Ok andarnir drrkka cins »k svln
á æðra tilverustÍKÍ.
Annar eins maður ok Oliver LodKe
fer ekki með neina lyKÍ.
Það kemur út á eitt hvort menn
hafa í höndum töflur Þjóðhags-
stofnunar ef þeir lesa rangt úr því,
sem í þeim stendur, eða vitna til
prófessora og misskilja þá. Heild-
arskattbyrðin var minni þegar
ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
lét af völdum heldur en bæði á
undan og eftir.
Vinsældir í skjóli
blekkinga
Eftirtektarvert var í sjónvarps-
þættinum að Guðmundur G. Þór-
arinsson var ófáanlegur til þess að
fallast á það sjónarmið að með því
að rikisstjórnin hefur lofað
skattalækkunum hafi hún um leið
skuldbundið sig til þess að draga
úr heildarskattbyrðinni miðað við
sl. ár. Úr því að honum finnst
þetta svo óaðgengilegt leyfi ég
mér að koma með aðra uppá-
stungu: Eru hann eða ríkisstjórn-
in til viðræðu um að finna leiðir til
þess að heildarskattbyrðin verði
undir engum kringumstæðum
meiri en hún var þau ár sem
ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
sat?
Ég vænti þess að eftir þennan
lestur fari Guðmundur G. Þórar-
insson alþingismaður varlegar
með „staðreyndastaðhæfingar" en
í sjónvarpsþættinum sl. þriðjudag.
Skrýtnar sögur og myndir
H.Þ.F.:
SÖGUR
Útgefandi: Höfundur 1980.
H.Þ.F. eða Helgi Þorgils Frið-
jónsson sendir nú frá sér aðra bók
sína með skrýtnum sögum og
myndum (bækurnar geta verið
fleiri).
Höfundurinn tileinkar sér
barnslegan tjáningarmáta, eink-
um í sögunum, en það gerir hann
viljandi, næfisti er hann greini-
lega ekki.
Sögurnar eru sumar svo stuttar
að þær eru eins og meðal tilvitnun
í blaðagrein:
„Einu sinni var fátækur svanur,
sem kunni ekki að fljúga. Það eina
sem hann átti var allt of stór
lopapeysa. Og einu sinni var refur,
sem læddist að honum og ætlaði
að hremma hann, en þegar hann
var að undirbúa sig að stökkva á
hann, kom snörp vindhviða og
fyllti lopapeysuna af lofti og
þeytti svaninum langt upp í loft,
og þegar hann byrjaði að hrapa
aftur baðaði hann út vængjunum
og uppgötvaði þá að hann gat
flogið." ,
(Svanur og Rebbi)
Margar hundasögur eru í þess-
ari bók, en hæpið tel ég að þær
fengju inni í Dýraverndaranum,
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
til dæmis sagan af Vizsla, Hrísla,
Gísía eða Mýsla, graöasta hundi í
heimi. Sama er að segja um
Lamba sem engum þykir líkur
hundi, en skemmtir sér við að
angra fína gesti. Sögunum fylgja
teikningar af viðkomandi hund-
um.
Myndasögur (eiginlega án upp-
hafs og endis) eru meðal upp-
áhaldsviðfangsefna Helga Þorgils,
samanber Englasögu. Myndirnar í
þessari sögu eru við hæfi þeirra
sem hafa gaman af litabókum, eigi
maður krítarliti til dæmis má
dunda sér við að lita fígúrur
sögunnar, engla jafnt sem aðra.
Ástæðulaust er að verá of hefð-
bundinn í litavali, engillinn gæti
til dæmis verið svartur.
I Sögum hefur Helgi Þorgils
endaskipti á ýmsu því sem fast-
mótað getur talist í listinni að
segja sögu. Myndirnar gegna
miklu hlutverki, enda höfundur-
inn myndlistarmaður sem skrifar
sögur, ekki öfugt.
Sögurnar eru tilbreyting frá
hinum alvörugefnari bókmenntum
og með því fáa frá liðnu ári sem er
í anda frýáls leiks, tilraunar.
Höfundurinn hirðir ekki um að
gefa lesanda/ skoðanda hug-
myndafræðilegar forskriftir og
segja honum hverju hann eigi að
trúa.
Mynd eftir Ilclga Þorgils Frið-
jónsson. Úr bók hans Sögum.
Bæjarráð Seyðisf jarðar:
Kostnaði verði
dreift á alla raf-
magnsnotendur
„BÆJARRÁÐ Seyðisfjarðar mót-
mælir harðlega þeim fyrirætlun-
um-stjórnvalda. að kostnaður við
„keyrslu“ diselrafstöðva vegna
eðlilegrar rafmagnsframleiðslu í
landinu verði borinn uppi af
landsbyggðinni nær eingöngu. og
telur eðlilegra, að deiia óhjá-
kvæmiiegum kostnaði af þessum
vöidum jafnt á alla rafmagnsnot-
endur,“ segir í bókun, sem sam-
þykkt var á fundi bæjarráðs
nýverið.
Síðan segir í samþykkt fundar-
ins: „Jafnframt bendir bæjarráð á,
að Austfirðingar hafa á undán-
förnum árum margítrekað bent á
nauðsyn aukins grunnafls og
virkjunar á Austurlandi og skorar
á alþingismenn kjördæmisins að
fylgja þessu mesta hagsmunamáli
fjórðungsins eftir og tryggja
framgang þess.“