Morgunblaðið - 01.02.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 01.02.1981, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981 Rætt við Ólaf Egilsson sendiherra um Madrid-ráðstefnuna Mannréttindi, afvopn- unarmál og framhald slökunar efet á dagskrá Síðari lotan á ráðstefnunni í Madrid um samvinnu og öryggi i Evrópu hófst nú í vikunni. Ráðstefnan byrjaði 11. nóvember síðastliðinn eftir langar deilur um dagskrá fundanna. Sat Niels P. Sigurðsson, sendiherra, undirhún- ingsfundina undir ráðstefnuna og tók síðan þátt í störfum hennar sjáifrar. í greinaflokki, sem hirtist hér í blaðinu um mánaðamótin júlí/ágúst á síðasta ári, skýrði Niels P. Sigurðsson aðdraganda öryggisráðstefnunnar og leiðtoga- fundarins, sem haldinn var í Helsinki 1975. Þar var gerð svonefnd iokasamþykkt og í samræmi við ákvæði hennar er efnt til fundanna í Madrid. Ólafur Egilsson, sendiherra, hefur einnig setið Madrid- ráðstefnuna fyrir íslands hönd. Morgunblaðið sneri sér til hans og ræddi við hann um þróun máia á ráðstefnunni. Hvað fólst í samkomulag- sameinast og frjálsari ferðalög inu, sem loks náðist um dag- skrá Madrid-ráðstefnunnar? Það fól fyrst og fremst í sér lausn á ágreiningi um, hve löngum tíma skyldi varið til úttektar á framkvæmd Hels- inki-samþykktarinnar. Þau ríki sem sætt hafa harðastri gagn- rýni fyrir vanefndir lögðu mikla áherslu á að sá tími yrði sem stystur. Málamiðlunin gekk út á, að fyrstu 6 vikur ráðstefnunnar færu til þessara umræðna, þó þannig að í sjöttu vikunni væri heimilt að reifa nýjar tillögur. Einnig höfðu Austur-Evrópuríki verið treg til að fallast á, að það skyldi skýrt og skorinort teljast til dagskrármála ráðstefnunnar að ákveða stað og stund fyrir næstu ráðstefnu af sama tagi. Segja má, að þau hafi gefið sig með þetta. Skiljanlegt er, að þau séu hikandi við að ganga inn í þann gagnrýniseld, sem brunnið hefur á þeim á báðum ráðstefn- unum, sem haldnar hafa verið á grundvelli Hejsinki-samþykkt- arinnar. Annars er eftir að ná samkomulagi um sjálfa tíma- setninguna á nýrri ráðstefnu og velja staðinn og veit enginn nema það reynist erfitt. En eðlilegt er að þessar ráðstefnur séu haldnar á 2—3 ára fresti, ef rammi Helsinki-samþykktarinn- ar á að haldast. — Var ekki meiri harka i gagnrýni Vesturlanda i garð Sovétmanna en áður? Gagnrýnin vegna ástands mannréttindamála í sumum að- ildarríkjum Helsinki-samþykkt- arinnar var svo hörð á síðustu ráðstefnu, þeirri sem haldin var í Belgrad fyrir þremur árum, að varla gat orðið um aukna hörku að ræða. En þunginn að baki orðunum var kannske ennþá meiri nú, þar sem lengri tími er liðinn — full 5 ár — án þess að umtalsverðar breytingar til bóta hafi átt sér stað. Þar við bættist hin mikla alvara vegna Afgan- istan-málsins. Það hvíldi og hvílir enn sem mara á slökun- arstefnunni. Sættu Sovétríkin mjög harðri gagnrýni fyrir at- ferli sitt þar. — Er einhugur meðal full- trúa Vesturlanda eða má til dæmis greina skoðanaágrein- ing milli Vestur-Evrópubúa annars vegar og Bandarikja- manna hins vegar, þar sem annar hópurinn viil ganga skemur í aðfinnslum sínum gagnvart Sovétrikjunum en hinn? Fulltrúar allra Vesturlanda, þar með taldir fulltrúar hlut- lausra og óháðra ríkja, eru einhuga í því að knýja fast á um virkari framkvæmd Helsinki- samþykktarinnar, ekki síst ákvæðanna um tjáningarfrelsi, rétt fjölskyldumeðlima til að yfirleitt, svo og um aukna upplýsingamiðlun. Grunntónn- inn í gagnrýninni er sá sami hjá öllum, en blæbrigða gætir að sjálfsögðu stundum. Munurinn á því hvernig Vestur-Evrópubúar og Bandarikjamenn halda á mál- um er ekki meiri en munurinn milli einstakra Vestur-Evrópu- ríkja innbyrðis. Ekki er því hægt að tala um skoðanaágreining, beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, hvort svo verður og þá að hvaða marki hin nýja stjórn velur sér að keppa í næstu framtíð. — í hverju felast ólikar hug- myndir um afvopnunarmál og vígbúnaðareftirlit? Mest athygli beinist að tveim tillögum, um að kvödd skuli saman á þessu ári sérstök af- vopnunarráðstefna allra 35 ríkj- anna sem standa að Helsinki- samþykktinni. Báðar tillögurnar gera ráð fyrir því, að fyrsta verkefni slíkrar ráðstefnu verði að freista þess að efla svonefnd- ar traustvekjandi ráðstafanir. Þær felast í því að ríkin bjóði hvert öðru að fylgjast með her- æfingum hjá sér og láti vita fyrirfram um meiriháttar her- æfingar og liðsflutninga. Mikið skortir á, að ákvæði um þess háttar ráðstafanir í Helsinki- samþykktinni hafi verið nýtt út í æsar. Þess vegna er nú mikill enda eiga viðhorf allra þessara þjóða sér djúpar sameiginlegar rætur. Hinsvegar þótti sumum Sovétrikin vera að reyna að reka fleyg á miili Evrópuríkja og Bandaríkjanna. — Hver eru svör Austur- Evrópuríkjanna? Þau kvarta yfir, að verið sé að hlutast til um innanríkismál þeirra og vilja láta nægja, að hvert ríki segi frá því, hvað það hefur framkvæmt af Helsinki- samþykktinni. Þá benda þau á, að samþykktin sé Iangtímaáætl- un. Þau eru að sjálfsögðu mjög ósamþykk því, að frammistaða þeirra hafi ■ verið jafn ámælis- verð og haldið hefur verið fram. Og sum héldu því fram, að atvinnuleysið á Vesturlöndum væri miklu alvarlegri mann- réttindaskerðing en nokkuð það, sem gerst hefði austar í álfunni. Allt endurspeglar þetta djúp- stæðan mun á þjóðfélagskerfum og viðhorfum. — Hvaða áhrif hafa atburð- irnir í Póllandi? Ef komið hefði til hernaðar- íhlutunar Sovétríkjanna, hefði ráðstefnan leystst upp. — Eru líkur á að stefna Bandarikjanna breytist með embættistöku Reagans? Ekki í grundvallaratriðum, en meðferð mála gæti breyst og áherslur flust af einum mála- flokki á annan. Þess er einmitt Mynd þessi er tekin af sendinefnd íslands í upp- hafi ráðstefnunnar i Madrid, en þá flutti Ólaf- ur Jóhannesson, utanrík- isráðherra, þar ræðu. Með honum eru á mynd- inni taldir frá vinstri Ólafur Egilsson, sendi- herra, Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri og Niels P. Sigurðsson, formaður sendinefndarinnar. áhugi á, að náð verði lengra á þessari braut, en hinar traust- vekjandi ráðstafanir eru hugsað- ar sem inngangur að raunhæfari aðgerðum til takmörkunar á vígbúnaði og síðar afvopnunar. Af hálfu Austur-Evrópuríkj- anna hefur aftur á móti gætt mikillar tregðu til að taka af skarið um hvert eigi að stefna við frekari eflingu traustvekj- andi ráðstafana og enga vís- bendingu er um það að fá í afvopnunartillögu þeirra. I til- lögum Frakka um afvopnun er lagt til, að nýjar traust- vekjandi ráðstafanir skuli ekki hafa einungis stjórnmálalegt gildi heldur einhverja hernaðar- lega þýðingu. Þær skuli vera bindandi, mögulegt skuli vera að ganga úr skugga um, að þeim sé framfylgt, og þær skuli ná yfir allt landsvæði Evrópu frá Atl- antshafi til Úralfjalla. Hingað Innrás í Pólland hefði þýtt ráðstefnuslit til hafa Sovétríkin einungis fall- ist á, að tilkynningaskylda nái til heræfinga á svæði innan 250 km frá landamærum þeirra að öðrum Evrópuríkjum — og Austur-Evrópuríkin hafa ekki verið reiðubúin til að fallast á þær forsendur, sem í frönsku tillögunni eru. Meðal annarra atriða frönsku tillögunnar eru þau, að afvopn- unarráðstefnan fjalli um upplýs- ingagjöf, er aukið geti þekkingu á herstyrk, um ráðstafanir til þess að auka stöðugleika m.a. með því að gefnar verði upplýs- ingar samkvæmt ákveðnum reglum um umfang einstakra hernaðaraðgerða, svo og um eft- irlit með því að skuldbindingar séu virtar. Tillaga Varsjárbandalagsríkj- anna er á hinn bóginn mjög almennt orðuð og telja því marg- ir, að ráðstefna, sem haldin væri á grundvelli hennar, hlyti að verða mjög laus í reipunum og ólíkleg til að skila árangri. Hefur tregða umræddra ríkja til að kveða skýrar á um hlutverk væntanlegrar afvopnunarráð- stefnu vakið tortryggni, um að þau kjósi sér fyrst og fremst að skapa nýjan áróðursvettvang, þar sem þau muni reyna að draga úr árvekni Vesturlanda- búa í varnarmálum. Það mun kom betur í ljós á næstu vikum hvort hægt verður að leggja sameiginlegan grund- völl að afvopnunarráðstefnu. Þeir, sem enn minnast allra deilnanna á sínum tíma um lögun fundarborðsins í Parísar- viðræðunum um frið í Víetnam, vita, að það getur reynst erfitt að ná samkomulagi um skipulag slíkra funda — hvað þá efnisat- riði. En viðleitnin verður að halda áfram. — Hvað gerist fram í mars? Fram til 12. febrúar er ráðgert að ræða aðallega um tillögur sem fram hafa komið en þær eru yfir 80 talsins. Síðan hefjast fyrir alvöru tilraunir til að samræma texta og semja loka- skjal ráðstefnunnar. Því á að ljúka snemma í mars. Flestir búast þó við að það krefjist lengri tíma. — Hvað er helst að segja um störf íslands á ráðstefnunni? I upphafi ráðstefnunnar flutti Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra, sem kunnugt er, ræðu, þar sem lýst var helstu sjónar- miðum af íslands hálfu varðandi málefni ráðstefnunnar. Hefur ræðan verið birt í fjölmiðlum. Þess má geta, að mikil eftir- spurn var eftir texta ræðunnar í fréttadeild ráðstefnunnar og þurfti tvisvar sinnum að auka upplag hennar, sem þannig varð á fimmta hundrað eintök. Einnig hefur síðar á ráðstefnunni verið gerð nánari grein fyrir viðhorf- um okkar til nokkurra megin- mála, þ.á m. var lýst yfir stuðn- ingi við eindregin tilmæli Svía, um að látnar verði í té upplýs- ingar um afdrif stjórnarerind- rekans Raoul Wallenbergs, sem talið hefur verið, að væri í haldi í Sovétríkjunum. ísland er meðflytjandi að 9 tillögum á ráðstefnunni, m.a. um að aflétt verði því harðræði, sem menn hafa verið beittir, fyrir að ganga eftir því, að mannrétt- indaákvæði Helsinki-samþykkt- arinnar séu framkvæmd. Einnig að tillögu um bætta starfsað- stöðu blaðamanna og aukna dreifingu blaða og tímarita. Þá er þarna á meðal tillaga, um að mannleg samskipti verði aukin milli þegna þátttökuríkjanna, einkum þó þegar um er að ræða fjölskyldutengsl, og verði um- sóknir um vegabréfsáritanir af- greiddar með minni töfum en nú tíðkast. Enn má geta tillagna um verndun sögulegra minja og þýð- ingu, útgáfu og dreifingu bók- menntaverka, sem birtast á tungumálum, sem fáir skilja. Að síðastnefndri tillögu standa einnig Finnland og Ungverja- land. Loks ber að nefna tillögu um ráðstafanir til að hlynna að milliríkjaviðskiptum smárra og meðalstórra fyrirtækja. Það er að sjálfsögðu annasamt fyrir tvo fulltrúa að sjá um þátttöku í ráðstefnu sem skiptist I fimm nefndir auk allsherjar- funda og margskyns annarra funda. En það er raunar ekkert nýtt fyrir starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunnar. — Hvað er það mesta og það minnsta, sem vænta má að komið geti út úr ráðstefnunni? Mesti árangurinn væri sá, ef tækist að fá samþykktar ráð- stafanir sem leitt gætu til um- bóta í mannréttindamálunum, jafnframt því sem samkomulag næðist um að halda afvopnunar- ráðstefnu í Evrópu. Það minnsta er væntanlega lokaskjal svipað og í Belgrad, sem fól litið meira í sér en ákvörðun, um að koma saman aftur eftir 2x/z ár. En hafa verður í huga, að jafnvel þótt skjallegar niður- stöður ráðstefnunnar geti orðið rýrar, hafa þau skoðanaskipti, sem eiga sér stað á ráðstefnunni — bæði á fundum og utan þeirra — ótvírætt gildi. Bj.Bj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.