Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 12
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981
Framleitt
í Gúlaginu
Verulegur hluti innflutnings vestrænna ríkja frá Sovétríkjunum er
verk vinnuþræla. Mikill hluti hans er framleiddur að nokkru eða öllu
leyti í fangabúðum sovézka Gúlagsins.
Rússneskir útlagar, útlægir andófsmenn og samtök eins og Amnesty
International halda því jafnvel fram, að í heita megi hverjum hlut, sem
fluttur sé út frá Sovétríkjunum, hvort heldur þungum flutningabíl eða
ljósakrónu, sé einhver hlutinn upphaflega framleiddur í nauðungar-
vinnubúðum eða fangelsum.
Samkvæmt ítarlegri könnun brezka tímaritsins Now!, á grundvelli
staðhæfinga 20 fyrrverandi fanga, hefur mikið magn varnings, sem er
framleiddur í nauðungarvinnubúðum, borizt á markað í Bretlandi —
allt frá kavíar, sem kvenfangar framleiða, til ferðaútvarpstækja,
gauksklukkna og jafnvel rafmótora í sumar skrifstofuvélar.
„Góð kaup“
Þúsundir ódýrra rússneskra
sjónvarpstækja, útvarpstaekja,
kassettutækja og ísskápa hafa
flætt á markað í Bretlandi á síðari
árum og hafa fallið vel í geð
kaupendum, sem vilja gera „góð
kaup“. Flest bera tækin vöru-
merkið Vega og útvarpstækin með
því nafni eru framleidd í fjórum
verksmiðjum í Sovétríkjunum.
Ein þeirra er í Riga og fær hluti í
tækin frá nokkrum fangabúðum
umhverfis borgina, önnur er í
Moskvu og fær birgðir frá Vlad-
imir-fangelsi. Kassarnir utan um
útvarps- og sjónvarpstækin eru
gerðir í fangabúðum á Krím og í
Mordovíu og frá Búðum 36 í Perm
berast varahlutir og fleira.
Dr. Cronid Lubarsky, sem
dvaldist fimm ár í búðunum, lýsir
þannig starfinu fyrir Vega í Vlad-
imir-fangelsi: „Öll vinnan verður
að fara fram í klefunum, þótt þeir
séu aðeins 10 fermetrar og í þeim
dveljist 10 menn og þar séu rúm
þeirra, hreinlætisaðstaða og allur
vélabúnaður og tæki. Lampar loga
í klefunum frá 5 f.h. til 10 e.h.
Lýsing og ioftræsting voru fyrir
neðan allar hellur og sjónin og
heilsan biluðu fljótt. Fyrstu ein-
kennin voru bullandi höfuðverkur
eftir þrjá mánuði og eftir sex
mánuði hnigu menn saman, því
matarskammturinn fór eftir af-
köstunum. Skammturinn fór held-
ur ekki eftir þyngd heldur kalorí-
um, svo að menn strituðu einfald-
lega til að afstýra hungri."
Lubarsky og aðrir andófsmenn
eins og Yuri Belov og Nikolai
Scharegin sögðu, að þeir sem
stöðugt svikust undan og hvöttu
til andófs voru dæmdir í einangr-
un í óákveðinn tíma. Klefarnir
voru svo þröngir, að „það var
aldrei hægt að liggja endilangur,
setja hendurnar á mjaðmirnar,
heyra hljóð eða sjá hendurnar á
manni vegna myrkursins. Engin
koja var í klefunum og engan
eiginlegan mat að fá nema annan
hvern dag, aðeins súrt rúgbrauð
og vatn hina dagana. Einu sinni
var fyrrverandi rússneskur lyft-
ingamaður í svona klefa. Hann
var þar í 42 daga og léttist úr 70
kílóum í 50 kíló.“
Brúður
Rússneskar brúður eru mjög
vinsælar í Bretlandi, en Rússum
tekst að leyna því að fangar í
nauðungarvinnubúðum taka þátt í
gerð þeirra, því að margar þeirra
eru sendar til iðnaðarmanna, sem
leggja síðustu hönd á þær. Þrír,
sem tóku þátt í gerð þeirra, Joseph
Lederman, Mikael Vais og Abra-
ham Sin, sögðu að brúðurnar væru
gerðar í búðum umhverfis Surgut
í Tuymenskaya-héraði og á Alma
Atinskaya-svæðinu.
KGB sér um, að vörumerkið sé
kennt við „frjálsa" verksmiðju,
þorp, kaupstað eða borg. Gauks-
klukkurnar eru gerðar í Búðum 19
ÞRÆLAR GULAGSINS
Enginn veit hvað Gúlagið er stórt. Varlega
áætlað eru fangabúðirnar, fangelsin og
geðsjúkrahús KGB 1500 talsins og fangarnir
um tvær milljónir.
Pólitískir fangar eru um 20.000. í þeirra
hópi eru ekki aðeins andófsmenn sem
berjast fyrir lýðræði, heldur einnig þjóðern-
issinnar, venjulegir borgarar, sem sækja um
vegabréfsáritun, eða fólk sem aðeins trúir á
eitthvað annað en prédikað er í Sovétríkjun-
um — gyðingar, baptistar og búddatrúar-
menn.
Glæpir þeirra flokkast undir „landráða-
sök“, réttarhöldin standa yfirleitt í nokkrar
klukkustundir og ekki er vitað tii þess að
nokkur andófsmaður hafi verið sýknaður til
þessa.
Fangabúðirnar eru ferns konar: venju-
legar, erfiðar, strangar og „sérlegar". 111-
ræmdustu fangelsin eru Vladimir-fangelsi í
Moskvu og Chistopol-fangeisi skammt frá
Kazan. Þar eru geymdir pólitískir fangar og
venjulegir fangar, sem hafa fengið þunga
dóma. Pólitískir fangar eru oft sendir í þessi
fangelsi til að refsa þeim fyrir áróður eða
vegna þess að þeim hefur ekki tekizt að skila
tilætluðum afköstum.
Stærð fangabúðanna er mismunandi og
þær taka frá nokkur hundruðum fanga upp í
6.000 til 7.000 fanga.
Pólitísku fangarnir eru aðallega á Perm-
svæðinu, í djúpum dal þar sem kuldar eru
miklir á vetrum. Læknisþjónusta er svo
slæm í Perm, að sögn Amnesty Internation-
al, að margir hafa látizt vegna lélegs
aðbúnaðar. Aðrar fangabúðir teygja sig yfir
gervalla Síberíu og til heimskautasvæðisins
Kolyma, þar sem margar helztu gullnámur
Rússa eru, um alla Úkraínu, þar sem heilsu
fanga er hætta búin í hættulegum eirnám-
um, og Norður-Úral, þar sem þrælar Gúlags-
ins stunda mikilvægt skógarhögg, einn af
hornsteinum efnahags Rússa. Annars er
búðir að finna í nær öllum borgum og bæjum
einkum þar sem stór iðjuver eru starfrækt.
Moskva er miðstöð þéttriðins nets vinnu-
þræla, sem efnahagur Rússa er háður í
ríkum mæli. Þar eru 14 fangelsi, þar á meðal
sýnifangelsið Kryukovo, sem erlendir gestir
eru leiddir um í skoðunarferðum, og hið
illræmda Vladimir-fangelsi, sem fangar eru
sendir til þegar brjóta á þá niður.
Maturinn er venjulega þessi: vatnsblandað
kornmeti í morgunverð, hálfur lítri af
þunnri súpu úr beinum, rotnu káli og
frosnum kartöflum í hádegismat og sama
vatnsblandaða gutlið í kvöldmat.
Vinnutíminn er frá átta stundum í sextán
stundir og fer eftir dugnaði fanganna, áhuga
fangavarðanna og vinnukvótunum.
Frí frá vinnu er aðeins á sunnudögum,
þegar fangarnir verða að sækja pólitíska
fyrirlestra, eða þegar kuldinn úti fer niður
fyrir 45 gráður á celsíus.