Morgunblaðið - 04.02.1981, Side 15

Morgunblaðið - 04.02.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 43 ,ÞaA var þröng á þingi 28. september 1956, þegar Verzlunarsparisjóð- urinn opnaði að Hafnarstrœti 1. Ól. K.M. tók allar myndirnar. Lárus Lárusson og Björgúlfur Bachmann við afgreiðsluna fyrsta daginn. Stofnun Verzlunarbankans samþykkt, 14. júni 1961 i Sjálfstæðishús- inu. Frá stofnfundi Verzlunarbankans í Tjarnarbiói 4. febrúar 1961. Ánægjulegt afmæli — árangur góðra verka! Rætt við Pétur 0. Nikulásson, núverandi formann bankaráðs Pétur 0. Nikulásson, stór- kaupmaður, er núverandi for- maður bankaráðs Verzlunar- banka íslands. Hann varð var- amaður i bankaráðinu 1970, aðalmaður f jórum árum siðar og hinn 18da mars 1978 varð hann formaður ráðsins. — Þegar afmælisárið rennur upp er staða Verzlunarbankans mjög góð, segir Pétur: Innláns- aukningin sl. ár var 68,34% og þar með fyrir ofan meðallag, en útlánsaukningin varð afturámóti undir meðaltali eða 48,6%. Við leggjum á það megin áherslu á þessum tímamótum í starfi bankans, að auka þá ráð- gjafarþjónustu fyrir viðskipta- menn bankans, sem við hófum á sl. hausti. Við köllum þessa ráðgjöf Hagdeild heimilisins. Hún er upplýsingaþjónusta, þar sem þar til þjálfað starfsfólk er almenningi til aðstoðar, bendir á möguleika sem fyrir hendi eru fyrir sparifjáreigendur, og leið- beinir þeim um gerð greiðslu- áætlunar. Þetta er nýjung hér á landi og Verzlunarbanki Islands eini banki landsins sem veitir þvílíka ráðgjöf fyrir almenning. Bindum við miklar vonir við árangur þessarar þjónustu. Safnlánin kynntum við líka á sl. ári. Safnlán byggjast á því að viðskiptavinurinn sparar fyrir- fram ákveðna upphæð í ákveðinn tíma, og ber sparnaðurinn al- menna sparisjóðsvexti, en þegar sparnaðartíminn er liðinn, þá fær viðskiptavinurinn lánaða jafnháa upphæð og nemur sparnaðinum. Þannig hefur hann tvöfaldan sparnaðinn til ráðstöfunar, og að auki vextina af sparnaðinum. Síðan greiðir hann lánið með jöfnum afborgunum á jafn löng- um tíma og það tók hann að spara. Safnlánin hafa fallið í góðan jarðveg meðal viðskipta- manna bankans. Hagdeild heimilisins og Safn- lánin sýna svo ekki verður um villst, að Verzlunarbanki íslands er almennur viðskiptabanki, en ekki aðeins banki kaupmanna og heildsala, eins og maður heyrði stundum á fyrstu starfsárum bankans. Bankinn er óneitanlega ein helsta stoð verslunar í land- inu, en annar aðal þátturinn í starfi hans er þjónusta við ein- staklinga, og 26,9% af heildarút- lánum bankans fellur í hlut einstaklinga. í framtíðinni munum við stefna að því að opna fleiri útibú en hingað til höfum við verið sveltir í þeim efnum, sem er mjög bagalegt því rekstur útibúa er ekkert annað en aukin þjónusta við viðskiptamenn bankans og allan almenning. Við höíurn ein- ungis fengið heimild fyrir einu útibúi utan Reykjavíkur, í Kefla- vík. Við munum einnig sækja það fast að fá heimild til að versla með erlendan gjaldeyri: Verzlun- arbanka er það nauðsynlegt að geta veitt viðskiptavinum sínum þá þjónustu. Þessi eru þau tvö verkefni sem bankanum ríður á að fá lausn á, svo rekstur hans géti dafnað með eðlilegum hætti. Að bankanum hefur um tíðina valist úrvalsfólk, og á afmælis- daginn geta þeir sem unnu að stofnun Verzlunarbankans, og þeir sem síðan hafa haft mest áhrif á stjórn hans og það starfsfólk sem þar hefur lengst unnið, litið stolt til baka. Árang- ur góðra verka blasir við þeim á afmælisdaginn. Verzlunarbank- inn á góðan afmælisdag. Eining er afl! Rætt við Þorvald Guðmundsson, fyrrv. formann bankaráðs Þorvaldur Guðmundsson i Sild og fisk hefur setið i banka- ráði Verzlunarbanka íslands frá stofnun hans og áður i stjórn Verzlunarsparisjóðsins. Tiu ár var hann formaður bankaráðs- ins, siðast 1978, að Pétur O. Nikulásson tók við af honum. Þorvaldi sagðist svo af tildrög- um þess að stofnsettur var banki í nafni verslunar á íslandi: — Þetta var eitt helsta áhuga- mál verslunarstéttarinnar í mörg ár að stofna eigin sparisjóð, hugmyndin var rædd á ótal mörgum fundum Sambands smá- sölukaupmanna, sem Kaup- mannasamtökin hétu þá. í bréfi frá Sambandi smásölukaup- manna til Verzlunarráðs dag- settu hinn 10. maí 1955, kom loks fram ósk um skipun sameigin- legrar nefndar til að vinna að stofnun lánastofnunar fyrir verslunarstéttina í heild. Nefndin var skipuð 11 mönnum frá Sambandi smásölukaup- manna og Verzlunarráði, og formaður hennar var Eggert Kristjánsson, þáverandi formað- ur Verzlunarráðs. Nefndin hóf strax að undirbúa stofnun Verzl- unarsparisjóðs og vann sleitu- laust. Þá voru menn allir sem einn áhugasamir um að koma þessu máli í höfn. Verslunarstéttin í heild sinni gerði sér ljóst hvílíkt nauðsynja- mál þarna var á ferðum, og voru stofnendur Verzlunarsparisjóðs- ins á fjórða hundrað talsins, þar af helmingur meðlimir í Sam- bandi smásölukaupmanna. Þegar Verzlunarsparisjóðurinn tók svo til starfa í Hafnarstrætinu haustið 1956, reyndu verzlunar- menn, hver eftir sinni getu, að beina þangað viðskiptum sínum og starfsmanna sinna. Sparisjóðurinn, og seinna Verzlunarbankinn, hefur átt góðu gengi að fagna; sígandi lukka er ávallt best og það held ég hafi t.d. sannast með starfsemi Verzlun- arbanka tslands. Við höfum verið heppnir með starfsfólk alveg frá upphafi og haldist vel á duglegu l-fólki. Stjórnendur bankans eru ungir menn með frjóar hugmynd- ir, þó starfsaldur þeirra sé orðinn langur í bankanum. Það er óhætt að segja, að með tilkomu þessarar stofnunar hafi orðið mikil breyting á viðskipta- lífinu. Það var eins og allt yrði frjálsara í bankakerfinu við til- komu Verzlunarsparisjóðsins og yfirbragðið allt léttara. Og það hefur fylgt starfsemi bankans, nýjungar ýmsar sem hafa yfir- leitt fallið viðskiptamönnum bankans vel í geð. Það hefur verið mér ljúft að fá að vinna með í því að koma þessu óskabarni íslenskrar verslunar- stéttar á legg: Verzlunarbanki íslands er vissulega óskabarn íslenskrar verslunarstéttar. Með tilkomu Verzlunarlánasjóðs varð bankinn stoð og stytta hins frjálsa framtaks í verslun og viðskiptum um iand allt. En við skulum ekki gleyma því, að Verzl- unarbankinn er líka banki hins almenna borgara, svo sem hlutur einstaklinga í heildarútlánum bankans sýnir ljóslega. Verzlunarmenn voru einhuga um stofnun Verzlunarbanka Is- lands, og það hefur heldur aldrei fallið skuggi á þann einhug. Ég vel mér því að lokaorðum þessa spjalls, það sem stendur letrað á fundarhamar Kaupmannasam- taka íslands: Eining er afl! Þorvaldur Guðmundsson og Pétur 0. Nikulásson takast i hendur eftir formannsskiptin i bankaráðinu 18da mars 1978. Höskuldur ólafsson og stjórn Verzlunarsparisjóðsins og fyrsta bankaráð Verzlunarbankans: Pétur Sæmundssen, Þorvaldur Guð- mundsson, Höskuldur, og Egill Guttormsson form. Samantekt: J.F.Á. Ljósmyndir: Ólafur K. Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.