Morgunblaðið - 04.02.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981
49
fclk í
fréttum
Af kvenna-
málum Ollies
+ Hér er dulítið fyrir þá sem hafa áhuga á kvennamálum
leikarans Oliver Reed. Núverandi vinkona hans er 26 árum yngri
en hann. Hún er 16 ára gömul. Hún heitir Josephine Burge og
þegar þetta er skrifað er hún í fríi með Oliver á Barbados en hún
hafði tilkynnt yfirvöldum skóla síns að hún væri með flensu! Móðir
Jósefínu kveðst hafa áhyggjur af námi dóttur sinnar, en ekki af
Oliver Reed. Hún segir að Reed hafi oftlega komið heim til þeirra
í mat og hann sé mjög traustvekjandi maður. „Það má treysta
honum,“ sagði hún. Skólastjóri skóla Jósefínu er ekki jafn
ánægður með gang mála. Hann sagði: „Móðir Jósefínu sagði mér
að hún væri með flensu. Ég hef hins vegar heyrt þann orðróm að
hún sé með Reed og ef þetta væri dóttir mín, væri mér sko ekki
sama. Sonur Olivers, Mark, tók mjög í sama streng en bætti þó við:
„Faðir minn getur verið ruddalegur og kaldur á stundum en hann
getur einnig verið rómantískur. Hann er alls ekkert rustamenni."
Myndin af Ollie og skólastúlkunni og vini þeirra var tekin á
Barbados og virðast þau una sér hið besta.
„Fjórmenningur“
í járnum
+ Réttarhöldin yfir „fjórmenningaklíkunni" svokölluðu hafa að
vonum vakið athygli manna á Vesturlöndum. Réttarhöldin hófust
20. nóvember síðastliðinn og stóðu til 25. janúar. Meðal þeirra sem
dæmdir voru var Zhang Chungiao fyrrum borgarstjóri Shanghai.
Hér sést hvar gamli maðurinn er færður handjárnaður út úr
réttarsalnum á lokadegi réttarhaldanna. Hann fékk skilorðsbundinn
dauðadóm. Yfir öllum sakborningunum vofði dauðadómur en
kínversk lög mæla svo fyrir að „þeir sem aðeins eru verkfæri í
höndum annarra" og iðrast skuli hljóta vægari dóm. Það átti ekki
við ekkju Maós formanns sem margsinnis andmælti dómurunum og
virtist einskis iðrast. Hún var dæmd til dauða en líkiegt er talið að
dómnum verði breytt í ævilangt fangelsi.
Bætur
vegna
heila-
skemmda
+ Hæstiréttur Breta dæmdi
þessari stúlku 225.000 punda
miskabætur vegna heila-
skemmda sem hún hlaut í bíl-
slysi. Persónuleiki Söndru Birk-
ett, en það er nafn stúlkunnar,
gerbreyttist og sú breyting eyði-
lagði líf hennar og hjónaband.
Hún gat ekki hætt að tala og
umræðuefnið var alltaf það
sama: hún sjálf. í dómsupp-
kvaðningu sinni sagði dómarinn
að vegna heilaskemmdana
„dræpi hún fólk bókstaflega úr
leiðindum". Hún missti einnig
allt bragð- og lyktarskyn. Hún
var hamingjusamlega gift. Þó að
eiginmaðurinn heimsæki hana
reglulega á geðsjúkrahúsið þar
sem hún dvelst, þá hefur hann
tekið upp samband við aðra
konu. Slysið gerðist árið 1975 en
þá sat hún við hlið eiginmanns
síns þegar þau lentu í árekstri
við bíl sem ýtti þeim í veg fyrir
annan bíl sem kom úr gagn-
stæðri átt. Sandra Birkett mun
ekki hafa verið með öryggisbelti.
Eiginmaður hennar, Peter Birk-
ett sagði m.a. er dómurinn hafði
verið kveðinn upp: Hún er af-
spyrnu hugrökk kona.“
Slegist
í brúð-
kaupinu
+ Það varð aldeilis uppi fótur og
fit i giftingu einni í Rio de
Janeiro á dögunum. Þar var
verið að gefa saman Maríu
Domingues og Julio Cesar La-
cerda. Skyndilega steig fram
ófrísk kona, Maria De Silva að
nafni, og lýsti því yfir að Julfo
væri faðir hins ófædda barns
hennar og að þau hefðu búið
saman í 10 ár.-
Presturinn neitaði að halda
athöfninni áfram og slagsmál
brutust út milli fjölskyldna
hinna verðandi brúðhjóna. Þeg-
ar slagsmálin náðu hámarki
þurfti að flytja Maríu De Silva á
sjúkrahús, þar fæddi hún dreng.
Seinna útskýrði María ástæður
sínar fyrir uppljóstruninni: „Ég
gerði þetta vegna þess að ég gat
ekki annast uppeldi barna
minna einsömul.
En ég skil ekki ennþá hvernig
hann gat hugsað sér að ganga að
eiga svona hrikalega ófríða
konu,“ eins og hún nafna mín
reyndar er!
Þakkir
Innilegt þakklæti til allra, sem glöddu mig með
gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á
níutíuúra afmælisdaginn minn 18. janúar sl.
Katrín Eyjólfsdóttir,
Elliheimilinu Minni-Grund
Væntanleg
Upphækkanleg hus fyrir japanska og USA pick-up
bíla. Fullinnréttaö.
Fyrir japanska og USA Pick-up bfla, óinnréttað.
Innrettingar VW sendibila.
Gisli Jónsson & Go. hf
Sundaborg 41. s. 86644.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU