Morgunblaðið - 04.02.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.02.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 55 DIRE STRAITS Dire Straits hafa sannað það að enn er líf í gömlu formúlunni. Þeir hafa ekki komiö meö nýja músík eins og „punk“, „new wave“ eða hvað það nú verður á þessu ári, heldur leitaö til eldri flytjenda eins og J.J. Cale, Bob Dylan, Van Morrison og fleiri og komið með sinn eigin stíl út. Þriöja og nýjasta plata þeirra „Making Movies" hefur fest þá í sessi svo um munar, eftir tvær plötur sem þóttu full keimlíkar þó á milli þeirra væri í raun jafn mikil þróun og á milli „Making Movies“ er frá „Communique“, annarri plötu þeirra. Dire Straits var stofnuö fyrir rúmum þrem árum af bræörunum Mark og Dave Knopfler. Þeir höföu þar áður veriö meö aöra hljóm- sveit, Cafe Racers, ásamt þrlöja manni, Dave Park, í Essex. Um áramótin 1977/78 völdu blaöamenn Melody Maker hljóm- sveitina, meöal annarra, sem eina líklegustu til frama á komandi ári. Upp úr áramótunum léku þeir sem upphitunarhljómsveit fyrir Talking Heads á hljómleikum þeirra í Bretlandi og „stálu sen- unni“ eins og þaö er kallaö. Mark Knopfler er háskóla- menntaöur meö ensku sem aöal- grein. Eftir aö hafa lokiö námi viö Leeds University geröist hann blaðamaöur um hríö í London áöur en hann flutti til Essex til aö gerast enskukennari þar við Loughton Tech. Á meðan hann vann þar viö kennslu byrjaöi hann aö semja á fullu, en hann og bróöir hans höföu báöir spilaö á gítara frá unga aldri. Þeir fóru aö spila saman í ýmsum hljómsveitum og sú síöasta var Cafe Racers elns og fyrr segir. Þegar þeir bræöur stofnuöu Straits hætti Mark aö kenna. Þelr fengu John lllsey, sem var góðvin- ur Daves og leigöi meö honum íbúö í Essex, á bassann, og Pick Whithers á trommur, en hann haföi m.a. leikið meö Dave Edmunds, Ralph McTell, Michael Chapman og Bert Jansch og var eftirsóttur aöstoöarmaöur. Um leiö og þeir byrjuöu aö spila geröu þeir „prufuupptökur" á lög- unum „Wild West End“, „Sultáns of Swing“, „Down To The Water- line“ og „Water of Love“. Án þess aö vita hvaö þeir ættu næst aö gera sendu þeir „aftöku" af spól- unni til útvarpsmannsins Charlie Gillett, sem haföi þá mjög vinsæl- an þátt og virtan á sunnudags- morgnum í Radio London. Þrátt fyrir þaö aö Gillett hafi þegar tekiö þátt upp til aö flytja næsta sunnu- dag breytti hann honum eftir aö hann fékk spóluna í hendur, og felldi Dire Straits inn í myndina. Viöbrögö hlustenda voru góö og útgáfan Phonogram geröi strax samning viö þá á grundvelli þessa útvarpsþáttar. Og eftir áramótin kom svo hljomleikaferöin um Bretland ásamt Talking Heads, en eftir þaö fóru þeir aö taka upp „Dire Straits“ sem kom út seint sama ár. Þessi fyrsta breiöskífa sem inni- heldur lögin „Sultans of Swing“, „Wild West End“ og „Eastbound Train“. „Sultans of Swing“, ásamt samlíkingunnl viö Dylan í söng og Eric Clapton í gítarleik, vöktu forvitni margra sem síöan heilluö- ust og geröu bæöi „Dire Straits“ og „Sultans of Seing" (litlu plöt- una) aö vinsælum plötum. Seint 1979 kom önnur plata þeirra, „Communique", og geröu þá fáir ráö fyrir því aö þeim entust vinsældirnar. En þrátt fyrir þaö sló hún líka í gegn og salan varö meira aö segja meiri á „Communique" heldur en „Dire Straits". Lagiö „Lady Writer" var sett á litla plötu en geröi ekki lukku þannig, þó þaö sé eitt vinsælasta lag þeirra á sviöi. Á „Commun- ique" eru önnur klassísk lög þeirra eins og „Once Upon A Time In The West", „News" og „Angel of Mercy". Næsta sögulega verkefni þeirra var heimildarmynd sem BBC2 geröi fyrri part 1980 og sýndi 22. desember sama ár. Þáttur þessi markar síöustu daga Dave Knopfl- ers í bandinu. Meöal efnis í þessari mynd er ýmislegt „babbl" um erfiöleika, hljómleikaferö, hljóöfæri o.þ.h.; heföbundiö efni, en tvö lög gera þennan þátt sérstakan. Þaö er lag sem hét „Making Movies" og varö síöan aö „Skateaway" einu besta laginu á „Making Movies" plötunni. Lögin tvö eru víst svo ólík aö í raun er um tvö lög aö ræöa. Hitt lagiö er svo „Twisting By The Pool“ sem var lengi vel á efnisskrá þeirra en hefur aldrei komiö út. En þaö ásamt lögunum „Real Girl“ (eitt af elstu lögunum) og „What's The Matter With You Baby" vantar enn á plötur og sagöi Mark aö líklega kæmu þau aöeins út á „bootleg". Eftir aö Dave Knopfler hætti, þaö var víst ekki pláss fyrir hugmyndir beggja bræöranna í hljómsveitinni, var byrjaö aö taka upp á ný í júlí 1980 meö aöstoö Roy Bittan píanóleikara Bruce Springsteen, auk Jimmy lovine og Shelley Yakus viö upptökutækin. Út úr því kom sjö laga plata „Making Movies" í október 1980. öll lögin á plötunni hafa hlotiö góöar undirtektir og mörg þeirra slegiö fyrri gæöi. Mark Knopfler lætur ekkert eftir í gítarleik né laga og textasmíö. Sögurnar eru álíka mikiö hans og sögur Springsteens eru Spring- steens. Píanóiö hjá Bittan gefur tónlistinni nýja og skírari vídd, sem fáir geröu ráö fyrir aö kæmist fyrir í tónlist þeirra. Þó aö Dave hafi í raun hætt í júní var tilkynningin ekki gefin út fyrr en í september um leið og sagt var frá nýju plötunni. Þá var einnig tilkynnt aö í staöinn kæmu tveir aöstoöar- hljómborösleikarar og einn gítar- leikari. Það varö þó úr aö Newcastle- maöurinn Alan Clark, geröist eini hljómborösleikarinn og Banda- ríkjamaöurinn Hal Lindes geröist gítarleikari hljómsveitarinnar. Clark hefur víöa komiö viö, nú síöast á plötu David Bowie „Scary Monsters". öllum gagnrýnendum ber sam- an um aö nýja hljómsveitin sé miklu betri og Mark hafi nú aö baki sér eina bestu hljómsveit sem völ er á. Einn af góövinum „Slagbrands" Ásmundur Guöjónsson, fór til London skömmu fyrir jól og sá Dire Straits í Rainbow Theatre á aöfangadag. Á meðan leikiö var lagiö „The Good The Bad And The Ugly“ týndust . þeir fram á sviöið og renndu sér loksins inn í „Once Upon A Time In The West" af „Communique". „Expresso Love“ og „Down The Waterline“ runnu saman í eitt lag í syrpu, en síöan léku þeir eitt sterkasta lagiö af „Making Movies", „Skateaway". Síöan komu öll vinsælustu lögin þeirra, „Romeo & Juliet", „News", sem var tileinkaö John Lennon, „Sultans of Swing“ „Les Boys“ sem hefur fengiö enn sterkari blæ, og ein skærasta perlan þeirra, „Angel of Mercy“ og „Tunnel of Love“. Eftir uppklapp léku þeir „Wild West End“ og „Where Do You Think You Are Going?" og aö lokum „Solid Rock“. Aö sögn fyllti hljómsveitin fylli- lega salinn og Mark þurfti ekki aö hafa neinar áhyggjur þó hann sleppti sólói, því Hal Lindes missti aldrei úr, og Alan Clark hefur skreytt gömlu lögin jafnt og þau nýju. Þar sem vinsæidir Straits hafa aldrei veriö meiri hérlendis meö tilkomu „Making Movies”, er rétt aö benda þeim sem áhuga hafa aö hlusta á hinar tvær, þar sem mörg laganna þar eru mjög sterk, en þess má geta að Mark leikur ásamt Pick Withers á „Slow Train Coming" meö Bob Dylan, og Mark einn á nýjustu plötu Steely Dan „Gaucho". Orðastríð stórþjóða Frá önnu Bjarnadóttur Washington. NÝ stjórn Ronalds Reagan i Bandaríkjunum hefur ekki látiö neitt tækifæri ónotað, siðan hún tók við völdum fyrir tveimur vikum, til að láta ráðamenn i Kreml vita. að þeir eru enjíin lömb að leika sér við. James Baker vildi ekki iáta Rússa halda, að samband landanna muni bara Kantra sinn vanagang á næst- unni og þeir fái að ráða ferðinni eftir eigin geðþótta. Reagan sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi, síðan hann tók við embætti, í síðustu viku, að Rússar notuðu svik og pretti til að stuðla að alheimsbylt- ingu og Alexander Haig utan- ríkisráðherra sagði á blaða- mannafundi, að Rússar styddu hryðjuverkastarfsemi í heim- inum. Til að sýna ákveðni nýju stjórnarinnar snupraði utan- ríkisráðuneytið Anatoliy Dobrynin sendiherra Sovét- ríkjanna, sem hefur verið hér í yfir 20 ár og notið ýmissa fríðinda og góðs samstarfs við marga utanríkisráðherra og forseta, í síðustu viku. Þegar Dobrynin keyrði, eins og hann var vanur, inn í bílskúr ráðu- neytisins og ætlaði að taka lyftu þaðan beint upp á loft, var honum meinuð innganga og vísað á aðaldyr ráðuneytis- ins. Honum var sagt, að hann þyrfti í framtíðinni að nota þær eins og allir aðrir gestir ráðuneytisins. Ráðamenn í Sovétríkjunum hafa brugðist við glósum Bandaríkjamanna með yfirlýs- ingum í svipuðum dúr. Þeir segja, að bandariska stjórnin stuðli ekki aðeins að hryðju- verkastarfsemi heldur stundi hana sjálf og nefna atferli bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í því sambandi. Allt bendir til, að detente-tíminn sé að lokum runninn, en sumir segja, að Reagan og menn hans séu að undirbúa farveginn fyrir samræður við Sovétmenn, þar sem Bandaríkjamenn virð- ast hafa yfirhöndina og Sovét- menn sættast á, af því að þeir sjá, að þeir eiga ekki annarra kosta völ. ab. Fræðslufundur Fuglaverndar- félags íslands Fræðslufundur Fuglaverndarfé- lags íslands verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöld, í Nor- ræna húsinu og hefst klukkan 20.30. Sann - brann í GREIN í blaðinu í gær um bókasafnið umdeilda í turni Skál- holtskirkju, slæddist inn prent- villa. Þar átti að standa í niðurlagi greinarinnar, „þagað gat ég þá með sann, þegar hún Skálholts- kirkja brann“, en ekki sanni eins og varð í greininni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.