Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRUAR 1981 Ný bortækni notuð við Urriðavatn? EKÍIxKtaðir, 7. febrúar. í MÖRG ár hafa monn á Ejíils- stöAum ok f Fellum fylftzt með vökum, sem opnar hafa veriö á vetrum á Urriðavatni. Það var fyrir atbeina Jónasar Péturssonar, fyrr- verandi alþinjfismanns, að frekari rannsókn var Kerð á vatninu og hiti í því mældur. Kom í ljós að við vatnshotninn kom fram nokkur hiti. sem jjaf tilefni til frekari aðgerða. Nú hafa verið horaðar fimm holur við Urriðavatn. þar af hafa tvær þeirra verið virkjaðar fyrir Hitaveitu Egilsstaðahrepps og Fella. Hitaveitan hefur nú verið tengd í 280 hús. samtals 179 þúsund rúmmetra. Iliti vatnsins er þó ekki hár eða aðeins um 00 gráður og því þörf frekari borana hið fyrsta. Baldur Einarsson, hitaveitustjóri, sagði að nú stæðu yfir segulmæl- ingar á stærra svæði en áður hefði verið mælt við borunarsvæðið. Verið er að kanna hvort mögulegt sé að fá ieigða bortúrbínu frá Noregi, sem Sanna hundar — kettir og mýs upp- runa íslendinga? sett er þvert á borstangirnar og getur farið þvert frá lóðréttum borgöngum. Þetta fyrirbæri er talið henta vel þar sem erfitt hefur reynzt að hitta beint á vatnsganginn. Einn (Ljósm. .lóhann I). Júnsson.) galli er þó á þessu máli og er hann sá, að kostnaðurinn við þessa aðgerð er áætlaður a.m.k. 50% dýrari en við venjulega borun og þykir nóg samt fyrir iitla hitaveitu. — Jóhann Garðar Sigurðsson um samflokksmenn og málgagn: „Bjagaðar forsend- ur bak við eyrað“ GARÐAR Sigurðsson þingmaöur Alþýðubandalagsins i Suður- landskjördæmi ritar grein um flokk sinn, ríkisstjórn og málgagn í Þjóð- viljann í gær. Hann segir, að fjölmiðlar verði stundum fyrir flogaköstum „og vill þá stundum lokast fyrir hæfilcikann til að greina milli aðalatriða og auka- atriða. svo ekki sé minnst á óhæfi- lega fullyrðingasemi". Þá segir orð- rétt í grein Garðars Sigurðssonar um Þjóðviljann: „í blaðinú okkar, sem ég læt mig vissulega miklu mest skipta, höfum við orðið illþyrmilega vör við slík köst. Má þar minna á að þegar málefni farandverkafólks voru á dagskrá gekk svo mikið á, að enginn þótti maður með mönnum, nema hann væri farandverkamaður, annað verkafólk fyrirfannst hvergi á síðum blaðsins þessa dagana. Hálærðir bók- menntafræðingar lýstu mikilfengleik þeirra texta, sem öskraðir voru með gúanórokkinu, allur annar skáld- skapur hvarf í skuggann ... í svokölluðu Jan Mayen máli hefð- um við líka getað sparað dálítið púður, en það lognaðist út af tiltölu- • lega fljótt, blaðið jafnvel komið með skjögur þegar Flugleiðasprengjan sprakk. Og þá var aldeilis fýrverkerí. Þar opnuðu ýmsir mætir menn svo ginið að tæplega er það komið í samt lag enn ... Gervasonimálið bókstaflega hratt Ragnari bent á for- dæmi frá Israel I GREIN, sem Garðar Sigurðsson þingmaður Alþýöuhandalagsins í Suðurlandskjördæmi ritar í Þjóð- viljann i gær, fjallar hann meöal annars um úrskurð Kjaradóms um laun þingmanna og félaga i BHM. Í þvi samhandi minnir hann Ragnar Arnalds. fjármálaráðherra, á það, að starfsbróðir hans i fsrael sagði af sér, þegar launaha>kkanir náðu fram að ganga þrátt fyrir andstöðu hans. Orðrétt segir Garðar eftir að hann hefur lýst úrskurði Kjara- dóms: „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu máli var hversu hratt og umhugsunarlítið (laust) fjármála- ráðherrann okkar brást við niður- stöðunum. Aðeins um tvær vikur voru tii þings. Samt sem áður hljóp hann upp með „bráðabirgðalög“, „bráðabirgða- lög.“ Burt með dóminn. Hinir tveir ráðherrarnir fylgdu með af skyldurækni. Þjóðverjarnir segja: „Zwei Seelen und ein Gedanke, zwei Herzen und ein Schlag", sem mætti útleggja: Tvær samhuga sálir, tvö hjörtu í takt. Hér voru þau þrjú. „Drei Herzen in ein Vierteltakt". Það er slæmt er myndarlegur ungur maður eins og Ragnar, gerir vanhugsaða hluti, án þess einu sinni að kanna hverjar undirtektir væru. Ekki trúi ég því að hann hafi verið að gera tilraun til að slá sig til riddara í augum launafólks, sem sérstakur varamaður þess og unnandi. Eg trúi því ekki heldur að hann hafi til að bera þá einræðiskennd, sem óneitanlega væri hægt að lesa út úr þessu bráðlæti, ef vilji væri fyrir hendi. Ég ætla ekki að segja hér hvað fjármálaráðherrann í ísrael gerði, enda sinn siður í landi hverju. Ég hef fyrirgefið Ragnari." allri þjóðfélagsumræðu af síðum blaðsins í lengri tíma. Forsíða, bak- síða, dagskrárgreinar og alls kyns lesendabréf fjölluðu um fransmann- inn af mikilli tilfinningu og stundum heift. Leiðarinn var líka helgaður hinu heilaga stríði, og man ég eftir einum slíkum eftir aðalritstjórann okkar, þar sem slegið var af list á flesta hrifnæma strengi í brjóstum landans af þvílíkri innlifun og málsnilld að fáir íslendingar geta stílað betur. Einar Karl klippti og skar daginn út og inn af mikilli fingrafimi og gætti þess jafnframt að engin rödd heyrðist önnur en sú er féll eins og flís við hans skoðana- rass... Það er mín skoðun að offorsið í málsmeðferðinni hafi miklu fremur skemmt fyrir þessum umkomulausa pilti en hitt... Ég held að hún Guðrún okkar Helgadóttir hafi eins og margur annar haft bjagaðar forsendur bak við eyrað í vanda þessa hrjáða pilts og ruglað stundum óþægilega saman aðalatriðum og aukaatriðum. Ekki vil ég hnýta í hana. Guðrún Helga- dóttir er heit manneskja og lét tilfinningar ráða ferðinni eins og oft gerist hjá slíkum manneskjum." SVO Ketur íarið, að hundar, kettir ok mýs geti varpað nýju Ijósi á uppruna íslend- inga, en sem kunnugt er heíur lönKum verið um það deilt, hvort við séum íremur ættuð írá írlandi en NoreKÍ, að irskir þrælar séu íoríeður okkar ekki síður en írjáls- bornir víkinKar. Á þriðjudag- inn, hinn 10. íebrúar, hcldur Stefán Aðalsteinsson erindi á veKum LíffræðifélaKs ís- lands. sem hann nefnir „Upp- runi húsdýra á íslandi“. Ari fróði segir í Islendingabók, að Island hafi byggst frá Noregi. Á síðustu áratugum hefur ýmis- legt verið dregið fram í dagsljósið, sem bent gæti til þess, að Ari hafi ekki að öllu leyti farið rétt með. I því sambandi hefur komið fram, að Islendingar eru á ýmsan hátt ólíkir Norðmönnum og svipar meira til Ira um suma hluti. Tunga okkar er norræn og margir hlutir í menningu okkar, en aðrir þættir íslenskrar menningar virð- ast ekki eiga sér fyrirmynd í Noregi. Landnámsmenn fluttu húsdýr með sér til hinna nýju heimkynna sinna á Islandi. I erindinu verður Ragnar Arnalds: gerð grein fyrir því helsta, sem hægt er að draga ályktanir af um uppruna húsdýra á íslandi. Verð- ur einkum fjallað um nautgripi, hross og sauðfé, en auk þess minnst á hunda, ketti og mýs. Reynt verður að rekja, hvað hús- dýr gefa til kynna um fyrri heimkynni landnámsmanna. Erindið verður haldið í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísinda- deildar Háskóla Islands, Hjarð- arhaga 2—4, og hefst kl. 20.30. Aðgangur er öllum heimill. Spurt og svarað um skattamál LESENDUR Morgunblaðs- ins eru hvattir til að not- færa sér skattaþjónustu blaðsins. Hringið í síma 10100 frá kl. 14—16 frá mánudegi til föstudags og berið fram spurningar ykk- ar um skattamál. Morgun- blaðið aflar svara og birtir spurningar og svör skömmu síðar. 10-11% hækkun á út- greiddum launum „ÞESSAR tölur ykkar eru úr öllum takt við raunveruleikann og tal um 36—42% hækkun grunnkaups á samningstimanum er bu! ' og vitleysa,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, í sam- tali við Mbl. í gær, er hann var innt'\' eftir því hvort það sam- rýmdist launamálastefnu ríkis- stjórnarinnar, að veita starfs- mönnum ríkisverksmiðjanna 36—12% hækkun grunnkaups á samningstímanum, eins og nú hefur verið samið um. „Það sem raunverulega er um að ræða, er það, að samkvæmt okkar útreikningum, og samkvæmt því sem þeir sem mest hafa verið í þessum útreikningum tjá mér, að um cr að ræða 10—11% hækkun á útgreiddum launum. Það eru að vísu ýmsir liðir, sem hækka um allháar prósentutölur, en þar kem- ur ævinlega annað á móti til frádráttar og lækkunar. Það er verif að umbreyta samningum í veruhgum atriðum, þannig að þeg- ar allt er komið er þetta 10—11% hækkun eins og ég sagði áður,“ sagði Ragnar Arnalds. Nanar vildi ráðherrann ekki tjá sig um málið, en sagði að ráðu- neytið myndi senda frá sér frétta- tiikynningu um það eftir helgina. íslenskir flugstjórnarmenn: Efast um að fljúgandi furðuMutir haf i komið við sögu f lugslyssins ÍSLENSKIR vúrðstjórar í flug- stjórninni á Kcflavikurflugvelli, sem voru þar við störf árið 1955, telja óliklegt að varnarliðsþotur hafi farist vegna tilverknaðar fljúgandi furðuhluta. Þeir Jó- hann Guðmundsson og ólafur Guðjónsson, sem báðir voru varðstjórar í flugstjórninni á þessum tíma, höfðu samhand við Morgunblaöið i gær vegna fréttar, sem byggð var á bók um fljúgandi furðuhluti eftir Leon- ard H. Stringfield. Ólafur var á vakt er þota af gerðinni F94 fórst við lendingu árið 1955. Hann kveðst muna vel eftir þeim atburði. Veður hafi verið mjög gott, sléttur sjór og mikið flogið þennan dag. Vélin hafi verið að koma inn til lend- ingar á braut 30, er hún steyptist skyndilega í sjóinn. Það hafi verið á grunnum sjó skammt utan hafnarinnar í Njarðvík, og hafi tekist að ná vélinni upp aftur nokkurn veginn óskemmdri. Is- lenskur togari hafi meðal annars aðstoðað við björgun vélarinnar. Flugmennina sagði Ólafur báða hafa farist. Þeir hefðu ekki virst mikið slasaðir, þó þeir bæru nokkrar skrámur. Kvað hann hafa verið um það rætt á þessum tíma, að ef til vill hafi þeir látist af losti vegna óttans er þeir sáu að vélin hlaut að fara niður. Hraði hefði verið mikill og ekkert unnt að gera ef eitthvað fór úrskeiðis. Þó sagði hann að mönnum hefði þótt þetta undar- legt, að mennirnir skyldu farast, þar sem klefi vélarinnar væri loftþéttur og dæmi væru um að flugmenn kæmu heilir upp úr sjó, allt að fimmtán mínútum eftir að vél þeirra fórst. — Ekki hefði þó heyrst að neitt dularfullt væri við dauða þeirpa eða hrap þotunnar. Þeir hefðu aðeins getað hlustað á flugturninn og yfirmenn sína á jörðu niðri, en ekki getað kallað þá upp. Til þess hefðu þeir orðið að skipta um bylgju, sem varla hefði verið tími til við svo óvænt- ar og hættulegar aðstæður. Ólaf- ur kvaðst ekki vita til að nein orðaskipti hefðu farið á milli flugmannanna og flugstjórnar, en hefði svo verið hefðu íslenskir aðilar átt að heyra það og orða- skipti að vera tekin upp á segul- band. En einskis í þá veru væri að minnast. Sem fyrr segir sagðist Ólafur muna vel eftir þessum atburði, ekki síst vegna þess, að eiginkona flugstjórans, majors Hallorans, hefði komið til landsins í heim- sókn um leið og slysið varð. Hefði hún ætlað að heimsækja mann sinn hér á landi, en komið að honum látnum morguninn eftir slysið. Slysið hefði því verið enn sorglegra en ella, og því minnis- stæðara. — Tvö önnur flugvéla- töp kannaðist Ólafur við, annað nokkru eftir 1955 og hitt árið 1973, en ekki vissi hann til að neitt hefði verið dularfullt við þau, og í fyrra tilvikinu hefði annar flugmannanna komist af. Jóhann Guðmundsson sagðist heldur ekki kannast við neitt dularfullt í sambandi við þessi slys eða slysið 1955 sérstaklega. Hann vakti hins vegar athygli á því, að þetta væri á tímum kalda stríðsins, mikil spenna hefði oft verið ríkjandi og gæti það átt sinn þátt í að magna sögur upp. Þó sagði hann rétt að geta þess, að Bandaríkjamennirnir hefðu oft spurst fyrir um umferð hjá íslensku aðilunum, þegar hún hefði ekki verið. Gæti það bent til að þeir hefðu séð eitthvað á ratsjám sem íslendingarnir sáu ekki, enda réðu íslendingar þá ekki yfir radartækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.